Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 16

Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 Tk&pvr Fluguveiðar að vetri (1T 3) Lært af kettinum Það er vor! Náttúran vakn- ar til lífsins og „nú vakir hann og hrygnir út um allt“ eins og þúsundþjala- smiður úr heimi fluguveiðanna er vanur að segja þegar hann er veru- lega ánægður með lífið. Flugnaboxin mín koma heldur fátækleg undan vetri. Bölvað klúður að vera ekki duglegri að hnýta, síðasta sumar hjó mörg skörð í fagurlitar raðir, nú vant- ar mig afbragðs fagrar stórar straumflugur, mig vantar tilfinn- anlega úrval af fallegum púpum og kúpum - og þá meina ég ekki neitt í líkingu við afgangana sem eru í boxunum - og svo vantar mig sárlega eina flugu. Fluguna sem hann tekur. Maður verður þá bara heima á kosninganótt og hnýtir. Það sem gildir Þegar við göngum fram á bakk- ana í vor held ég að margir nýir og gamlir í faginu gleymi einu því mikilvægasta. Við erum á veiðum. Eg meina veiðum. Þetta er list sem er ekki jafn gömul manninum, hún er mun eldri. Hún er frá því þegar við vorum rándýr, leifarnar frá því tímabili eru uppi í munninum á okkur, lítið bara á oddhvassar augn- tennurnar. Eg á lítinn vin sem er heldur betur tenntur: ung- kötturinn Goði er að uppgötva stærri heim. Tilburðir kattarins unga núna i vorinu vöktu með mér gamlar hræringar. Við erum gleymnir á það veiðimenn að hegða okkur eins og rándýr sem eltir bráð. Viðbragð fisksins er á hreinu: hann forðast allt sem boðar hættu, allt sem er óvenju- legt í umhverf- inu. Þess vegna sat ég um daginn og bollalagði með mínum nán- ustu veiðifé- lögum um stað sem við eigum eftir að heim- sækja eftir nokkrar vikur. Sagði: nú leggjum við ekki bílnum þar sem við erum vanir (þar sem allir gera). Við ökum áfram framhjá ánni og förum í hvarf. Síðan göngum við ekki niður brekkuna að strengnum eins og við (og allir aðrir gera). Og við byrjum ekki á því að ganga fram á bakkann og að kasta út. Ónei. Og svo Iagði ég á ráðin. Við förum sem sagt yfir ána á brúnni, höldum áfram með bílinn í hvarf án þess að Iáta staðar numið eða skyggna strenginn, þar setjum við saman stangir, og förum síðan í sveig að ánni án þess að okkur beri við himin. Og nú sé ég okkur í anda skáskjóta okkur niður háan bakka og fikra okkur upp með- fram honum. Og kasta varlega upp fyrir okkur, veiða fyrst með- fram bakkanum sem við erum vanir að standa uppá. Goði Þessi pæling kom út frá því sem ég fylgdist með ferðum hins unga og ævintrýragjarna kattar míns, Goða. Hann er nú að uppgötva að utan við húsið bíð- ur vorið, heimtar að vera með. Þegar útidyrnar opnast fer hann varlega fram á þröskuldinn, horfir, hlustar. Síðan læðist hann niður tröppurnar, með- fram húsveggnum, smýgur hljóðlaust og varlega undir lim- gerðið og finnur stað til að kúra sig niður. Horfir, hlustar. Svona hegðun er í eðli rándýrsins. Eg tók mig til og yfirfærði hana á hegðun okkar veiðifélaganna. Og ákvað að endurskoða hvernig við nálgumst einn af uppáhalds- stöðunum okkar. Við eigum að fara að eins og rándýr: horfa, hlusta, fara í skjóli. Veiðimenn sem skríða á bökkum eru góð rándýr. Viðbragðið Við getum mikið lært af náttúr- unni við veiðar. Hrynjandin í náttúrunni segir sitt. Það er ekki að ástæðu- Iausu að fiskurinn tekur venju- lega illa um miðbik dags- ins. Bráð „veit“ að hún sést í mikilli birtu. Fiskurinn leitar í skugga, kannski einmitt und- ir bakkanum sem við stöndum á? Stóru og lífs- reyndu sil- ungarnir eru mjög varir um sig. Þeir hafa ótal sinnum séð veiðimenn og flugur koma á sama hátt fyrir sig - og haggast ekki. Dýrin eru vanabundin, það sem hefur dug- að þeim vel í lífsbaráttunni verð- ur ekki svo auðveldlega glapið frá þeim, hversu vel sem flugan er hnýtt. En ef maður getur komið stórum fiski á óvart kallar maður fram óvanabundið við- bragð - og kannski er hann á! Hvað glepur? Við vitum veiðimenn að útlit og litur flugunnar getur haft úr- slitaáhrif. Eg hef athugað Goða litla vaxa úr stofugólfi í vetur og séð hvernig ólík íeikföng (flug- ur?) kveikja misjafnlega í hon- um. Flottar uppstoppaðar mýs úr fínum amerískum gæludýra- búðum vekja engan áhuga. En spotti! Og þá færist nú fjör í leikinn ef maður rífur upp gluggaumslag og skrjáfar sam- tímis í plasti og bréfi sem hnoð- að er í kúlu. Hins vegar er gúmmíbolti frá kattaleikfanga- framleiðendum alveg vonlaus. Eg held að fiskarnir séu svip- aðir. Eða kýrnar, eða lömbin, eða hundarnir. Það sem vekur áhuga og spennu er ekld alltaf það sama, og alls ekki alltaf það sem manni dettur fyrst í hug. Hafa ekki allir heyrt talað um fluguna sem rótveiddi í þaul- börðum hyl um Ieið og hún kom útí? Fyrir fiskana var hún það sama og gluggaumslagið sem ég hnoða í kúlu fyrir Goða. Eða kúlan það sama og Black Ghost var fyrir laxinn sem hafði séð allt úr boxi vinar míns koma svifandi yfir sig í heilan dag. Þegar straumflugan lenti eins og allar hinar við bakkann öndvert tók hann Hðbragð, óð af bæli sínu og stuggaði við henni. Itrekað, án þess að taka. Aðrar flugur sá hann ekki. Það er eitt- hvað... Tíminn Merkilegt að fylgjast með þess- um Ieikglaða ketti. Stundum slekkur hann á sér. Um miðjan dag er kominn blundur og sama hvernig kúlur og spottar bruna: Hann sefur. Eftir stóra máltíð getur ekkert í þessum heimi stuggað honum af persnesku mottunni. Svona held ég að fisk- arnir séu. Þeir slökkva á sér við ákveðin skilyrði, á ákveðnum tímum. Eftir mikið æti og lengi fara þeir á meltu. Eg á ákveðinn stað sem ég reyni ekki að veiða nema fyrir miðjan morgun eða þá bara eftir klukkan 18.45. Eg hef nefnilega svo margoft lent í því að fá fyrstu tökuna síðdegis einmitt klukkan 18.45. En umfram allt ætla ég ekki að verja tíma mínum í að horfa á klukkuna þangað til fyrsti veiðitrúinn hefst. Eg ætla að horfa á köttinn. FLUGUR M Stefán Jón Hatstein skrifar S T7KK\ V BKRW WAU6 * HÚfiR k HÆKK- fífí Í FJfíLL KRAP' T HYfíe f 4 KLfíKI * LlTu. YOTAR Fd&L M&nR Otieeec- 'uJ/ | .. ' 1 ■ • 1 SM'A-W SaÁA ' If rir »1 ÞtGhk 2 GíRfítfíl Jðl/V ijl Íitriril SPlLlri úrL'ÓGQ- tlt? \ JÝMf DAGA KOC,! WRÍL- uRlRM é beiAST HRYQri- iriQ FiM- YRJfí. ' HRó 5 YlÐIJbT 5PoR 1 É Ílil tevsA HULCtU- Mfíriri KALDI Ryk- ámll OfN lllli; tei TifT QLYRH- Urirtl d KÚ&A HY'il 1 ' QR'ATfí TRE& SÆL- &Æ.n £0JA fÆöi T’/MI ~? ElriKST. N/EQI- LfíGA HLÝJu FRJ'AIS - • S l L l TÖTRfí SflcT/Vl MArirts- NAFY LOFA > É i t * r a YTRI0 SjöR MiffíR V/BTu^ • LÉLEG f-JÖLL DlSKfí- GRlriO fíl N í UfíriGc S ' UiriQD- hRM'fíL SM'fáW KV£iK- uK ri'lSKA í i ORKA (o Alpiít LOKA- ORD R'iPaR SLfíiri PVÍTUR Siefífi. fiULL 1 ' FJÆ.R OfíllH- ufí 540- LfíriO ST'oR- GRlP WAtö SGPfí Srijo~ DkyXK- u« NÖLÖ’ ua EKRfí KORrL Gbt>- 6Æ.TI VAtffi- AriOl YALO oom TIL 9 TRJóH- uK Mfíriuo- uR MÚKU RÖíK- uf? STfífLI Yie- MfLril ~D^kir Krossgáta nr. 133 Lausnarorðið er ......... Nafn ........................ Heimilisfang................. Póstnúmer og staður ....... Helgarkrossgáta 133 munur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð gátunnar á að skrifa á Iausnarseðil- inn og senda til Dags, Strandgötu 31, 600 Akur- eyri merktan: Helgarkrossgáta nr. 133. Einnig er hægt að senda símbréf í númer 460 6171. í verðlaun fyrir helgarkrossgátu 133 er bókin „Þeim varð aldeilis á í messunni. Gamansögur af íslenskum prestum", eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Hjaltason. Bókaútgáfan Hólar gefur út. Lausn helgarkrossgátu 131 var málshátturinn „mjór er mikils vfsir". Vinningshafi er Anna Her- mannsdóttir, Gránufélagsgötu 23 á Akureyri og fær senda bókina „Kappar og kvenskörungar. Æviþættir íslenskra fornmanna", eftir Gísla Jónsson. Bókaútgáfan Hólar gefur út. Lausnarorð krossgátu nr. 132 verður tilkynnt ásamt nafni vinningshafa þegar helgarkrossgáta nr. 134 birtist.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.