Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 12
28 - LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 B Ný framsókn ^ til nýrrar aldar Spennandi verkefni nýrrar aldar I dog kynnum vi8 framsóknarmenn nokkur áhersluatriði úr kosningastefnuskrá okkar. Við vörum við því afturhvarfi til fortíðar sem felst í köldu stríði milli hægri og vinstri flokka í íslenskum stjórnmálum. Nýir tímar krefjast nýrra lausna. Við viljum byggja réttlátt og traust þjóðfélag með raunsæi og kærleika að leiðarljósi. Við viljum stöðugleika en ekki tískusveiflur. Við skorum á þjóðina að taka þátt í nýrri framsókn til móts við spennandi verkef ni nýrrar aldar. Sóknin hefst á miðju. Vertu með. Bætt lífskjör ill Áframhaldandi framsókn til bættra Iffsgæða og Iffskjara þjóðarinnar á næsta kjörtfmabili á að geta skilað 3-5% hagvexti á ári næstu 4 árin. Hún byggir á skynsamlegri hagstjórn með markvissri og skipulagðri stefnu f atvinnumálum. Við viljum: • Skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda og farsæla sambúð lands og þjóðar • Fjölbreyttara atvinnulíf • Aukna framleiðni fyrirtækja • Styttri vinnutfma • Vaxandi alþjóðavæðingu með erlendri fjárfestingu Með þvf að viðhalda stöðugleika í ríkisfjármálum, halda áfram að greiða niður skuldir rfkisins og auka kaupmátt sköpum við svigrúm upp á 12-15 milljarða til lífskjarajöfnunar. Fólk í fyrirrúmi Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins Við viljum ráðstafa 4.000-5.000 milljónum króna til viðbótar við það sem nú er gert til Iffskjarajöfnunar til að tryggja réttlátari tekjuskiptingu f þjóðfélaginu. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að: • Hluti barnabóta verði án tekjutengingar þannig að öll börn fái barnakort við fæðingu sem verði 30 þúsund krónur á ári • Frítekjumark barnabóta verði hækkað • Persónuafsláttur hjóna og sambýlisfólks verði millifæranlegur að fullu • Fæðingarorlof verði lengt í fyrsta áfanga í 9 mánuði Vímuef navandi • Burt með sölumenn dauðans Við viljum ráðstafa 1.000 milljónum króna til viðbótar þvf sem nú er gert til baráttunnar gegn vímuefnum. á Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að: • Fjölga meðferðarúrræðum fyrir unglinga • £fla sérstaklega lögreglu og tollgæslu • Heilbrigðisyfirvöld auki samstarf við frjáls félagasamtök á svíði forvarna og meðferðarúrræða Soknin hefst á miðju © k

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.