Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999- 25
LÍFIÐ í LANDINU
og sýnir af þér hroka?
„Eg hitti mann sem stendur
framarlega í Samfylkingunni og
hann sagði að auglýsingasér-
fræðingur hefði sagt þeim að
viðhafa þessi orð um mig. I
kosningabaráttu myndi ég aldrei
iáta auglýsingasérfræðing segja
mér hvernig ég ætti að vega að
andstæðingnum. Slíkt virkar illa
á mig. Eg vildi ekki hafa þannig
mann í vinnu. En þau hafa valið
að fara þessa Ieið og ég get engu
um það breytt.
Einhvern tíma fyrir daga skoð-
anakannana sagði Bjarni Bene-
diktsson við flokksbræður sína:
„Við skulum ekki keyra um í bíl-
um, við skulum ganga um bæ-
inn. Þá sjáum við á viðmóti fólks
hvernig fólk hugsar til okkar.“
Sjálfur geng ég mikið um bæ-
inn. Mér er afar vel og hlýlega
tekið af almenningi sem virðist
hvorki telja mig drambsaman né
hrokafullan. En sennilega vona
samfylkingarsinnar að ef þeir
segi nógu lengi og nógu oft að
ég sé haldinn þessum eiginleik-
um þá muni fólk trúa þeim.“
- Menn hafa sagt að áherslurn-
ar eftir síðasta landsfund bendi
til þess að þú sért að færa Sjálf-
stæðisflokkinn inn á miðjuna. Er
það rétt skilgreining?
„Það kann að vera eitthvað til
í því. Það er ákveðin tilhneiging
í þjóðfélögum Vesturlanda til að
færa flokka inn á miðjuna og
það má vera að það hafi gerst
með Sjálfstæðisflokkinn, með-
vitað eða ómeðvitað. Hins vegar
er ljóst að miðja stjórnmálanna
hefur líka færst til hægri, þannig
þótt við stöndum einungis í stað
í áherslumálum þá færumst við
ósjálfrátt nær miðjunni.“
- Er Samfylkingin að þínu
mati vinstri flokkur en ekki
miðjuflokkur?
„Já, eins og hún kynnir sig.
Það sem þar hefur gerst er að
fólk hefur sest niður og ákveðið
að passa Alþýðubandalagið svo
Steingrímur J. Sigfússon tæki
ekki allt fylgið með sér þaðan.
Samfylkingin er sundraður hóp-
ur sem er að reyna að Iíma sig
saman. Enginn veit hver kom
hvaðan, hver trúði hverju og
hver treysti hverjum. Þetta er
skrítin pólitík og hugsjónirnar
virðast farnar lönd og Ieið. Til
að sýna að þarna sér á ferð ein
hreyfing er valinn einn tals-
maður sem félagar hans trúa
þó engan veginn á. Svo verður
þetta sama fólk ákaflega hissa
þegar ég mæti ekki í einhverja
umræðuþætti. Astæðan fyrir
því er sú að við sjálfstæðis-
menn höfum marga talsmenn,
þótt ekki fari milli mála hver
formaðurinn er, því formaður
flokksins er sæmilega öflugur.
Þeir sem hafa engan forystu-
mann þurfa að hafa aðeins
einn talsmann, til að breiða
yfir sundurlyndið og fela alla
aðra. Úr því verður tómur vand-
ræðagangur."
næstu fjögur árin.
Samfylkingarsinnar hafa
kynnt stefnu sína. Þar er ekki
þverfótað fyrir loforðum. Sam-
fylkingin býður fram gríðarlegan
eyðslupakka og segist síðan ætla
að setja á skatta til að koma til
móts við 35 milljarða eyðslu,
sem reyndar er alveg sérstaklega
varfærnislega áætlaður kostnað-
arauki, miðað við þær fjárhæðir
seni má lesa út úr Ioforðunum.
Þau velja öll gæluverkefnin sem
þau halda að slái í gegn en
gleyma því að á kjörtímabilinu
verða væntanlega gerðir kjara-
samningar. Eru þau að segja
fólkinu í landinu að það eigi
ekki að hækka kaupið?
Ossur
ályktanir. Ég segi: Takið kosn-
ingastefnuskrá okkar frá 1995.
Hún hefur legið til grundvallar
verkum okkar á kjörtímabilinu
og hún hefur leitt til þess að
kaupmáttur hefur vaxið um 20
prósent. Við sögðumst ekki ætla
að hækka skatta. Við höfum
lækkað þá. Menn eiga að horfa
til þessa. Menn eiga miklu frem-
ur að treysta fólki sem Iofar
minna en efnir meira.“
- Samfylkingin hefur sagt að
breyting á kvótakerfinu sé mesta
réttlætismál í stjómmálum sam-
tímans. Er þetta ekki rétt hjá
þeim?
„Samfylkingin segist ætla að
henda kvótanum og árið 2002 á
„eitthvað" að koma í staðinn.
Bara „eitt-
ætlum að gera þetta með
byggðatengingu. Já, hvernig þá,
spyr maður. Við ætlum að gera
þetta með byggðatengingu. Já,
ég heyrði það, en hvernig þá?
Sko, við ætlum að gera þetta
með byggðatengingu.
Svona málflutningur gengur
ekki upp. Þarna er ekki heil brú
í einu eða neinu.“
- En hvað viljið þið sjálfstæðis-
menn gera í þessu mikla hags-
munamáli?
„Við viljum byggja á því kerfi
sem við höfum. Menn segja að á
því séu ágallar og við erum til-
búnir að endurskoða kerfið ef
sýnt verður fram á útfærslu sem
virðist sanngjarnari en sú sem
fyrir er. Við lokum ekki á það að
greinin borgi meiri gjöld af
þeirri þjón-
tölum.
Tímasprengja
oq hvellhetta
°9
- I afar stuttu máli, hver eru að-
alkosningamál Sjálfstæðisflokks-
ins?
„Þegar stjórnmálamenn nefna
hvað verði kosið um eru þeir
oftast að nefna óskaatriði sín.
Menn nefna öryrkja og aldraða
og um þau mál má gjarnan
kjósa. Ferill okkar eru ólíkt betri
í þeim málum en andstæðing-
anna. Þá nefna menn sjávarút-
veg til sögunnar og fleira og
fleira. Frá okkar sjónarhóli má
gjarnan kjósa um það líka. Ég er
hins vegar sannfærður um að
þegar fólk mætir á kjörstað þá
kjósi það fyrst og fremst um það
hvernig hag þjóðarinnar og þar
með þess eigin verði best borgið
Skarphéðins-
son getur ekki leyft sér að tala
um tifandi tímasprengju því
hann er höfund-
ur að þessum
efnahagspakka.
Ossur er ekki
bara sjálfur stór
hluti af tíma-
sprengjunni,
hann er Iíka sjálf
hvellhettan. Það
er gamaldags og
ógeðfelld kosn-
ingabarátta að
halda að menn
kaupi fólk til
fylgilags með lof-
orðaskvaldri í
tölum. Ég vil að
menn lýsi aðal-
stefnumálum
sínum, meginað-
ferðarfræði, meginviðhorfum og
út frá því geta kjósendur dregið
^uauræoi, meginviðhorfum nn m f -1 ‘,,UIUd^vaidri í t,
áiyktanir." 9 1 fra Þvi geta kjósendur dregið
hvað“. Þau
segja: Meðan við erum að velta
því fyrir okkur
hvað við ætlum
að gera ætlum
við kannski að
taka 10 pró-
sent kvótans á
ári og selja á
uppboði. Ég
spyr, ef Grandi
býður í kvót-
ann og ef Jón
Jónsson býður
í kvótann hver
fær kvótann?
Auðvitað
Grandi. Þetta
fólk segist ætla
að auka nýlið-
un í greininni.
Er það nýliðun
ef Grandi kaupir allan þennan
kvóta? Nei, segja þau þá, við
„Samfylkingin er sundr-
aður hópur sem er að
reyna að líma sig sam-
an. Enginn veit hver kom
hvaðan, hver trúði
hverju og hver treysti
hverjum. Þetta er skrítin
pólitík og hugsjónirnar
virðast farnar lönd og
leið.“
ustu sem hún
fær. Samfylkingarfólkið ætlaði
fyrir fimm mánuðum að taka
þijátíu milljarða af sjávarútveg-
inum, nú ætlar það að taka þrjá
milljarða. Þannig margfaldast
eða skreppur saman verðgildið á
því sem þau kalla stærsta rétt-
lætismál þjóðarinnar. Það verkar
ekki trúverðugt. Þau fyrirtæki
sem eru á verðbréfaþingi skila
þriggja milljarða króna hagnaði.
A að taka allan hagnað fyrirtækj-
anna? Það eru næstum tuttugu
þúsund eigendur að þessum fyr-
irtækjum. Eiga þeir ekki að fá
neinn arð af sínum bréfum?
Jóhanna Sigurðardóttir sagði á
dögunum að við í ríkisstjórninni
hefðum verið að selja vinum
okkar fyrirtækin. Mér er heiður
að þessari yfirlýsingu. Ég hef
samkvæmt þessu eignast 90.000
vini sem keyptu Búnaðarbank-
ann. Ég er búinn að eignast
10.000 vini sem keyptu Lands-
bankann og Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins. Við Jóhönnu Sig-
urðardóttur vil ég segja að mér
er heiður að eiga þetta fólk að
Kann ekki illa
við vörnina
- Ossur Skarphéðinsson gaf í
skyn í opnuviðtali t' Degi, að þú
yrðir ekki lengi í stjórnmálum og
ég hef heyrt fleiri tala á þann
veg.
„Ég las viðtalið og mér fannst
Ossur setja dæmið upp eins og
forsenda þess að Samfylkingin
kæmist að væri sú að ég hætti
afskiptum af stjórnmálum. Ef
svo er þá er það sennilega í þágu
þjóðarhags að ég sæti sem
lengst því ég sé ekkert sem
er eftirsóknarvert við Sam-
fylkinguna. Hún vill fara á
eyðslufyllerí og kollsteypa
stöðugleikanum. Af hverju
ættu menn að kjósa Sam-
fylkinguna? Til að þjóðin
fari í gamla strætó í stað
þess að vera á fyrsta farrými
eins og hún er nú?
Samfylkingin hefur ekkert
upp á að bjóða. Þar segja
menn: „Það er svo gaman, við
höfum náð saman. Það er
I draumur að vera saman og
gaman að draumurinn hefur
ræst.“ Það er ekki nóg að
bjóða upp á svona nokkuð.
Forvígismennirnir eru ekki
að stofna neinn flokk. Þeir
koma sér upp talsmanni og
safna peningum en ekki fyrir
Samfylkinguna heldur hver fyr-
ir sinn flokk. Einn Samfylking-
armanna sagði mér að Samfylk-
ingin væri búinn að gera leyni-
samning um það að þeir fjár-
munir sem eiga að ganga frá rík-
inu til framboða gangi ekki til
Samfylkingarinnar heldur fari
ákveðið hlutfall til Alþýðuflokks-
ins, annað til Alþýðubandalags-
ins og það þriðja til Kvennalist-
ans. Ef þetta er rétt sem sá inn-
vígði segir mér þýðir þetta að Jó-
hanna fái ekki neitt. Þessi
samningur byggir þá á því að
strax eftir kosningar verði aftur
til þrír flokkar og þangað eigi
peningarnir að renna.“
- Svo ég vitni aftur t Össur,
hann sagðist ætla að skrifa bók ef
hann yrði ekki ráðherra. Ætlar
þú að gera sltkt hið sama?
„Ég skrifa með störfum mín-
um og myndi ekki skrifa neitt
meira ef ég væri í öðru starfi en
ég er, ekki nema ég myndi setj-
ast í helgan stein einn góðan
veðurdag. Össur veit allt um
kynlíf urriðans en ég veit álíka
mikið um kynlíf urriðans og
hann virðist vita um efnahags-
mál, ef eitthvað er að marka
stóryrði hans undanfarna daga.
Við erum takmarkaðir í þessum
fræðum, hvor fyrir sig.“
- Þií hefur sagst vera tilbúinn að
sitja á þingi sem stjómarandstæð-
ingur. En ætti það vel við þig?
„Ég hef milda reynslu í stjórn-
málum og ég býst við að ég
myndi valda því verkefni. Þegar
ég tefli skák og spila bridds líður
mér ekkert verr í vörninni en í
sókninni. I bridds er vörnin
mjög flókin og vandmeðfarin
ekki síður en sóknin. Það sama
á við í stjórnmálum. Það vefst
ekkert fyrir mér að sætta mig við
hlutverk í stjórnarandstöðu en
ég yrði ekkert glaður yfir því að
hafa ekki þau áhrif á þróun
mála sem ég hef sem forystu-
maður í ríkisstjórn. En ég geri
mér fulla grein fyrir því að það
er ekki hægt að vera í stjórnmál-
um og ætlast til að vera alltaf
bara öðru megin við borðið. Það
gengur ekki.“