Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 21

Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 21
X^nr- LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999- 37 3 . ' RADAUGLYSINGAR wmm Kennslufræði til kennsluréttinda Nám í kennslufræði til kennsluréttinda fyrir starfandi leiðbeinendur hefst á haustri komanda ef næg þátttaka fæst. Námið miðast við kennslu á framhaldsskólastigi og í efri bekkjum grunnskólans. Til námsins er stofnað á grundvelli laga um lögverndun á starfsheiti og starfs- réttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, nr. 86/1998. Áskilinn er réttur til þess að takmarka fjölda innritaðra ef þörf krefur. Umsóknarfrestur er til 1. júní n.k. Sækja ber um námið á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem fást á aðalskrifstofu háskólans að Sólborg, ki. 8:00-16:00, sími 463-0900 og á deildarskrifstofum, Þingvallastræti 23, sími 463-0930 og Glerárgötu 36, sími 463-0961/0940. Afgreiðslutími deildarskrifstofa er frákl. 8:00 til 12:10. Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri námsins í síma 463 0923 eða 463 0900. Háskólinn á Akureyri Vigtarmenn Vornámskeið 1999 til iöggildingar vigtarmanna verða haldin sem hér segir; ^ Ef næg þátttakaN fæst !!! ____________________________J • Á Egilsstöðum 26., 27. og 28. apríl. Endurmenntun 29. apríl. Skráningu þátttakenda lýkur 21. apríl. • Á Hnífsdal 3., 4. og 5. maí. Endurmenntun kvöldnámsk. 3. og 4. maí. Skráningu þátttakenda lýkur 26. apríl. • í Reykjavík dagana 10., 11. og 12. maí. Endurmenntun 14. maí. Skráningu þátttakenda lýkur 3. maí. Námskeiðunum lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar á Löggildingastofu í síma 568-1122 Námskeiðsgjald kr 24.000,- Endurmenntunarnámskeið kr 10.000,- Löggildingarstofa. F II N D I R ! Efling - stéttarfélag Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Eflingu - stéttarfélagi þriðjudaginn 20. apríl nk. Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu við Engjateig og hefst kl. 20:30. Fundarefni: 1. Lagabreytingar vegna sameiningar félaga/deildaskipting. 2. Kjaramál. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið Stjórn Eflingar - stéttarfélags. - LÍFRÆN RÆKTUN - í nútíð og framtíð Almennur fundur verður haldinn í Skálanum á Hótel Sögu, 2. hæð, föstudaginn 23. apríl kl. 14.00. Fjallað verður um stöðu lífrænnar ræktunar innan land- búnaðarkerfisins. Frummælendur verða: Guðni Ágústsson, formaður landbúnaðarnefndar Hákon Sigurgrímsson, landbúnaðarráðuneyti Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdarstjóri Bl Þórður Halldórsson, formaður VOR Umræður og fyrirspurnir verða að erindum loknum. VOR - félag framleiðenda í lífrænum búskap Aðalfundur Iðju Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi, mánudaginn 26. apríl 1999 kl. 17:00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sameining við Eflingu: Tillaga um skoðanakönnun meðal félagsmanna um sameiningu við Eflingu verður borin fram á fundinum. 3. Önnur mál. Reikningar Iðju fyrir árið 1998 liggja frammi á skrifstofu félagsins. Kaffiveitingar í boði félagsins. Iðjufélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. HÚSNÆDI ÚSKAST ðtvinnuhúsnæði, skip og kvóti Jóhann Ólafsson & Kristjón V. Kristjánsson, löggiltur F&S 568-2323 og 863-6323 Saumastofu vantar 1.000 fm. „góS bílastæSi" Heildsölu vantar 500 fm. „snyrtilegt svæSi" TrésmíSav. vantar 200 fm. „Vogar - HöfSi" Saltfiskverkun vantar 200 fm. „m/leyfi" ÚtgerS vantar 150-300 t. togbát „góSan" ÚtgerS vantar „þorsk, ýsu, karfa og rækju" Fyrirfæki selur 2.500 fm. „m/leigusamning" ÚtgerS selur þorskaflahámark. ÚtgerS selur þorsk í Barentshafi. ÚtgerS selur 20 t. bát meS kvóta. Til sölu bátar meS þorskaflahámarki. Ý M I S L E G T Auglýsing frá yfirkjör- stjórn Norðurlandskjör- dæmis eystra um móttöku framboðslista og fleira Framboðsfrestur til alþingiskosninga 8. maí 1999 rennur út föstudaginn 23. apríl nk. kl. 12 á hádegi. Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra tekur á móti fram- boðslistum þann dag kl. 10-12 á Lögmannsstofu Akureyrar ehf., Geislagötu 5, Akureyri (Búnaðarbankahúsinu 3. hæð). Á framboðslista skulu vera að lágmarki sex nöfn frambjóðenda en þó ekki fleiri en 12. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýs- ing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að nafn þeirra sé á listanum. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í Norðurlandskjördæmi eystra. Fjöldi meðmælenda skal vera 120 hið fæsta en 180 hið mesta. Enginn má mæla með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir strikast nafn meðmæl- andans út í báðum (öllum) tilvikum. Framboðslista skal enn- fremur fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því, hverjir í kjöri eru. Við nöfn með- mælenda skal greina kennitölu og heimili. Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra mun koma saman til fundar í Ráðhúsi Akureyrar, bæjarstjórnarsalnum á 4. hæð, Geislagötu 9, laugardaginn 24. apríl 1999 kl. 17 til að ganga frá framboðslistunum, sbr. 38. gr. laga nr. 80/1987 um kosning- artilAlþingis. Meðan kosning fer fram laugardaginn 8. maí 1999 verður að- setur yfirkjörstjórnar Norðurlandskjördæmis eystra í Oddeyrar- skólanum á Akureyri. Talning atkvæða að kjörfundi loknum mun fara fram í KA-heimilinu, Lundartúni, Akureyri. Sími hjá formanni yfirkjörstjórnar er 462-4606 og faxnúmer: 462-4745. Akureyri 13. apríl 1999 Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra, Ólafur Birgir Árnason Guðmundur Þór Benediktsson Inga Þöll Þórgnýsdóttir Jóhann Sigurjónsson Þórunn Bergsdóttir Karlakór Akureyrar Forsala aðgöngumiða að tónleikum Karlakórs Akureyrar, Kristjáns Jóhannssonar, bræðrum og systursonum er í Bókvali, Hnotunni, Djásni Egilsstöðum, Pennanum-Eymundsson og íslands- flugi Reykjavík. Undur oq stnrmerkl... www visir is FYRSTUR MEO FRÉTTIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.