Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 - 23
LIFIÐ I LANDINU
SKONDIN
og skemmtileg svör
„Eftir tíu mínútna suðu eru
eggin snöggkæld til þess að losa
um skurnina. I útlöndum er
þessi aðferð kölluð að gera eggj-
unum bilt við, eða bregða þeim
eins og börnin segja.“
(Sigurður R. Þórðarson)
„Spægipylsan er svokölluð
hrápylsa, sem þýðir að hún hef-
ur verið verkuð með gerjun.
Þessi gerjun er mjólkursýrugerj-
un, sem gerir það að verkum að
lítil hætta er að þær verði áfeng-
ar. I Þýskalandi þar sem pylsur
af ýmsum gerðum eru fjölmenn-
ar á borðum landsmanna er sagt
í gamni að allt hafi einn endi
nema pylsan, hún hafi tvo.
(Alles hat ein Ende nur die
Wurst hat zwei)
(Sigurður R. Þórðarson)
„Við stofuhita. En ég hef ekki
bakað brauð frá því ég var kokk-
ur á tappatogaranum Guðrúnu
Guðleifs sem var gerð út frá Isa-
firði. Enginn dó þó það sumar."
(Össwr Skarphéðinsson)
„Forstjóramir fá harðsoðin
egg. „Brunschinn" geta þeir
fengið hjá Sjálfstæðisflokknum."
(Ragnar A. Þórsson)
„Brunsch er einskonar bast-
arður, eða blanda af (break-
fast&lunsch) morgun- og hádeg-
isverði. Það getur oft verið góð
stemmning í svona samkvæm-
um, þar sem menn eru oft
þunnir eða hálffullir frá kvöld-
inu áður. Þetta á sérstaklega við
ef forstjórarnir eru sænskir eða
norskir. Þá geta menn bókað að
öldurhúsin hafa verið heimsótt
kvöldið áður og jafnvel að komið
hafi verið við, á ryðfríu-rörastöð-
unum. (Sigurðtir 11. Pórdarson)
„Þar sem sætin í þinginu eru
leðursæti auðveldar það aðgerðir
af þeim toga sem blaðamaður
spyr um, en vænlegasta aðferðin
við þessar aðstæður að öllu
jöfnu er að kæla klessuna, hugs-
anlega með Idaka, og brjóta svo
frá.“ (LúðiHk Bergvinsson)
„Hafragrautur. Hann er bæði
hollur og nærandi og virkar eins
og besta meðal á veikan maga.
Þá er hann beinlínis grennandi,
vegna þess að grautardiskur að
morgni stendur með manni all-
an daginn. Ég mæli með hon-
um. (Sigurður R. Þórðarson)
„Ég læt þau malla í klukku-
tfma. Þá er ég öruggur um að
þau biðja ekki um egg aftur.“
(Valdintar Jóhannesson)
„Þó að ýmislegt vanhugsað sé
kannski gert á Alþingi þá held ég
nú ekki að eitt af því sé að klína
tyggjó í sætin.“
(Methúsalem Þórisson)
„Ef maður ætlar í svörtu skón-
um leitar maður að svartri skó-
svertu. Ef maður ætlar í brúnu
skónum er gott að hafa brúna
skósvertu. Dósin er opnuð með
því að stíga varlega ofan á hlið
dósarinnar, eða með krónupen-
ingi. Síðan er fundin tuska,
gjarnan gamlar nærbuxur
(hreinar) og svertan borin á
skóna. Þá eru skórnir Iátnir bíða
í 5 til 10 mín-
útur, þar til
svertan hefur
þornað. Þá eru
þeir pússaðir
yfir með hinni
hliðinni á tusk-
unni, þar til
maður getur
speglað sig á
tánum."
(Sigurður R. Þórð-
arson)
„Fer yfir þá
með strákústi."
(Halldór Her-
mannsson)
„tsk þýðir
„tökum saman
á kauninu",
msk þýðir
„margar
skemmtilegar
krásir“, 1 þýðir
„léttbakað", g
þýðir „gómsætt"
og kg þýðir
„kostulegt
garnagaul“.“
(Júltus Valdimars-
son)
„Ég kem við í
þinginu og nota
skóburstunar-
vélina undir
stiganum upp í
Kringlu sem
keypt var í tíð
Eysteins Jóns-
sonar. Hún
endurspeglar
þau forréttindi
sem felast í því
að vera þing-
rnaður."
(Össur Skarphéð-
insson)
„Skápurinn
fullur? Þetta
hlýtur að vera
einhver mis-
skilningur, ertu
viss um að þetta
sé minn ísskáp-
ur?“
(Methúsalem Þóris-
son)
„Ég myndi
ekki gefa þeim
kjöt með beini,
ég myndi gefa
þeim fiskrétt í
ofni, fiskur er
góður fyrir
heilastarfsem-
ina og það veitir
ekki af því í
þingsölunum.“
(Júlíus Valdimars-
son)
„Ég
dúknum
með einu
glæsilegu
handtaki og læt
allt annað
standa eftir á
borðinu og
klippi blettinn
úr dúknum."
(Valdimar Jóhann-
esson)
„Læt storkna
Lúðvík Bergvinsson: „Neyðin kennir naktri konu að spinna." mynd: teitur
Sighvatur Björgvinsson: Fór ungur að heiman og þurfti þá að kunna þetta.
Sigurður R. Þórðarson: Skemmtilegast að þrífa. mynd: teitur
Össur Skarphéðinsson: Gef sjálfum mér góða einkunn. mynd: teitur
Sé um birgðasöfnun og pottana. mynd: e.ól. ■ ^
og skef burtu með
vasahníf og
skamma þjóninn."
(Halldór Hermannsson)
„Ég byrja á að
hringja í Siv Frið-
leifsdóttur og spyr
hana hvort hún hafi
týnt tyggjóinu. Ef
svo er hvort hún sé
með heimilistrygg-
ingu í Iagi.“
(Sigurður R. Þórðarson)
„Ég trúi nú ekki
að þingmenn séu
að skilja eftir tyggjó
í þingstólunum
annars veit ég það
ekki, ég hef aldrei
setið á Alþingi. Já,
svona djúpum
spurningum þarf
maður sjálfsagt að
vera þingmaður til
að svara.“
(Júltus Valdimarsson)
„Venjuleg skinka
er aðallega úr vatni,
með svolitlu af
svínakjöti og bindi-
efnum í bland.
Skinkan er svo sem
ágætis kjöt, en hún
gæti haft afdrifarík-
ar afleiðingar í för
með sér ef þing-
mennirnir sem þú
ætlar að að bjóða í
mat eru ffá Israel.
Sanntrúaðir Gyð-
ingar deyja venju-
lega drottni sínum
ef þeir frétta að þeir
hafi borðað svín.
Heyrst hefur að að-
ferðin hafi verið
notuð til að koma
pólitískum and-
stæðingum fyrir
kattarnef.“
(Sigurður R. Þórðarson)
„Ég myndi biðja
Jóhönnu að hjálpa
mér við að ná
henni úr með öðru
tyggjói-"
(Össur Skarphéðinsson)
„Kann engar
bakningar."
(Svcrrir Hermannsson)
„Þegar ég hef
lent í þessu hefur
oft gefist vel að
jarma kröftuglega.
Þá fattar af-
greiðslufólkið oft
djókið og hrópar
glaðlega. „Þú mein-
ar lambakjöt á
diskinn minn“
(máttur auglýsing-
anna uppmálaður).
(Sigurður R. Þórðarson)
„Sem jafnaðar-
maður mjmdi ég
aldrei bjóða bara
strákunum, ég
myndi að sjálf-
sögðu taka allar
stelpurnar líka. Ég
myndi Iíka spá í
samsetninguna og
áætla eftir því, og
skipta hópnum nið-
ur í hópa eftir líkamsbyggingu,
kyni og fl. þannig;
1. hópur; Gísli Einars, Orlyg-
ur Hnefill, Lúð\ak Bergvans og
Jakob Stuðmaður borða örugg-
lega mikið. Aætlað 350 gr. pr
mann.
2. hópur; Prestarnir Kalli
Matt og Gunnlaugur, Jón Gunn-
ars og Anna Kristín. Þessir
borða ekki eins mikið, áætlað
250 gr.
3. hópur: Allir hinir þing-
mennirnir, konur og karlar,
áætlað magn um 280 gr. I þess-
um hóp er bæði mikið af kon-
um, körlum í megrun o.þ.h.
Þetta fer svo náttúrlega eftir
meðlæti, en þessi áætlun ætti að
duga!!“ (Kristjún L. Möller)
„Fínu" leðurskórnir mínir eru
lakkskór. Þá ber ekki að bursta.
Ef menn vilja vanda sig sérstak-
lega vel við skóburstun er það
gert með því að hita skóáburð-
inn (Kiwi), bæta tusku í vatni og
bera á lítinn flöt í einu. Nudda
vel inn í leðrið aftur og aftur -
og aftur. Bíða um stund. Ná svo
háglansi með mjúkum ldút. Ara-
tugir síðan ég gerði þetta sein-
ast.“ (Sighvatur Björgvinsson)
„Þar sem skíðaferðir vetrarins
hafa ekki skilið eftir sig svita-
storknar peysur sökum þess að
slíkar ferðir hafa ekki verið farn-
ar en ef sú staða væri uppi
myndi ég gæta mjög vendilega
að hitastigi þess vatns, sem
peysurnar yrðu þvegnar í.“
(Lúðvtk Bergvinsson)
„Sambland af morgunverði og
hádegisverði. Alvöru „brunsch"
er tekinn inn með vænum slurki
af Gammel Dansk sem er
danskt náttúrulyf."
(Össur Sknrphéðinsson)
„Enn og aftur kemur spurn-
ingin inn á það að tiltekið óhapp
eigi sér stað af völdum einhvers
eða á tilteknum stað, en ég tel
ekki að það eigi að hafa áhrif á
viðbrögð við óhappinu, þó að
það gæti verið ánægjulegt að sjá
forsætisráðherra bregðast við
slíku óhappi. Á hinn bóginn er
það gamalt og gott húsráð að
strauja blettinn með pappír und-
ir járninu."
(Lúðvtk Bergvinsson)
„Fyrir utan kjúklingakjötið
gefa þær egg, stundum daglega.
Úrgangurinn frá þeim kallast
hænsnaskítur, sem er talinn
frekar mengandi áburður.
Þetta minnir annars á
brandarann af sebrahestinum
sem slapp úr dýragarðinum og
hitti ýmis dýr sem hann hafði
ekki séð fyrr. Fyrst hitti hann
hænu, sem honum fannst
greinilega lítið til koma, en
spurði hana hvað hún gæfi af
sér. Hænan svaraði stolt eins og
ég hér að framan, að hún gæfi
nú egg og kjöt. Hann hitti líka
kind, sem sagðist gefa af sér kjöt
og ull. Síðast hitti hann risastórt
þarfanaut, sem sebrahesturinn
spurði líka sömu spurningar. Þá
svaraði boli, „ég skal nú sýna þér
það laxi, en fyrst verður þú að
fara úr náttfötunum".
(Sigurður R. Þórðarsott)