Dagur - 18.12.1999, Side 5
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1999 - 21
„Maður er búinn að þekkja þennan mann, búinn að dýrka hann og lesa hann og nú kynnist maður honum í meiri nálægð en
nokkru sinni fyrr. Ég hafði mikla ánægju afað vinna þetta verk, “ segir Sigurður A. Magnússon rithöfundur en hann hefur þýtt
síðstu bók Ernest Hemingways.
Síðasta bók
Hemingways
Satt við fýrstu sýn er
heiti á síðustu bók
Ernest Hemingway sem
nú kemur út í fjörtíu
löndum. Breskur gagn-
rýnandi Times sagði
hana vera merkilegustu
bók ársins. Setberg
gefur bókina út og
þýðandi er Sigurður A.
Magnússon.
Ernest Hemingway samdi Satt
við íyrstu sýn eftir langa veiðiferð
í Kenýa en hann lagði hana frá
sér ófrágengna og sonur hans
Patrick sá um að koma bókinni í
það form sem hún er í.
„Hemingway er einn af stórris-
unum á öldinni," segir þýðandinn
Sigurður A. Magnússon þegar
hann er beðinn um að skilgreina
áhrif Ernest Hemingways. „Þótt
Hemingway væri mjög mistælcur
hefur hann haft alveg ótrúleg
áhrif um allan heim. Eg man til
dætnis að þegar ég var í Sovétríkj-
unum árið 1966 spurði ég þá rit-
höfunda sem ég hitti um vestræn
bókmenntaáhrif. Þeir svöruðu því
til að tveir menn væru drottn-
andi, Knut Hamsun frá áratugn-
um 1920-30, og sem þeir kölluðu
Hamsun-skeiðið, og Hemingway
AUt sem Hemingway skrifaði
var um hann sjálfan en hann setti
það í alls konar samhengi. Verk
hans eru mjög sjálfsævisöguleg,
ekki síst Nick Adams sögumar.
Smásögurnar eru að mínu mati
meistarastykki hans en vitanlega
eru skáldsögur hans „Vopnin
kvödd“, „Sólin kemur upp“ og
„Hveijum klukkan glymur“ stór-
virki á öldinni.'1
- Hvað segirðu um þd gagnrýni
sem komið hefur fram um að
hann hafi verið karlremba?
„Karlmennskan var rík í honum
og hann dýrkaði hetjumyndina af
karlmönnum sem veiðimönnum
og stríðshetjum. Auðvitað kemur
það fram í verkum hans. En mér
finnst hann hafa mikinn skilning
á konum og hann skrifaði fallega
um þær.
I einkalífi lenti hann oft í vand-
ræðum með sínar konur. í þessari
síðustu bók élskar hann konu
sína en þarf endilega að verða
ástfanginn af negrastelpu. Hann
átti sér eins konar draum um að
verða partur af afrískum veru-
leika. Hann var orðinn þreyttur á
vestrænni menningu og taldi að
þau hjónin gætu einhvern vcginn
myndbreytt sér og orðið Afríku-
menn. Það var vitanlega ómögu-
legt.
Hemingway er ímynd karl-
mennskunnar á öldinni og það
kann einmitt að vera orsökin að
sjálfsmorði hans. Hann svipti sig
Iífi vegna þess að hann fann að
ekki lifa við að ímyndin væri
hrunin. Hann vissi að bækurnar
myndu lifa. Hann hafði farið illa
með sig, var farinn að drekka
óhemjulega og hafði lent í tveim-
ur flugslysum sem hann náði sér
aldrei eftir. Hann hætti við þessa
bók, hún var orðin of erfið fyrir
hann og sneri sér að Veislu í far-
angrinum. Þegar hann var búinn
með þá bók gat hann ekki meira.
Þegar ég var í Bandaríkjunum á
sínum tíma var sífellt verið að
birta viðtöl við Hemingway. Þá
sagði hann. „Eg ætla að skilja eft-
ir nokkur handrit í bankahólfum
hér og þar svo ég verði ekki
gleymdur eftir fjörtíu til fimmtíu
ár.“ Hvort fundur þessa handrits
fyrir tveimur árum var partur af
þessu veit ég ekki. En Hem-
ingway var ólíkindatól."
: Ef þú ættir sem Hemingway
aðdáandi að leggja mat þitt á þessa
bók hvemig myndi það hljóma?
„Hún er ekki eins brilljant og
þær bækur sem ég nefndi fyrr en
ég hef hvergi komist nær Hem-
ingway en í þessari bók. Þarna
kemst maður alveg inn að hon-
um, að öllum hans veildeikum og
styrkleikum og öllu sem hann var.
I þessari bók endurspeglast marg-
lyndi hans og kvensemi og við-
kvæmni fýrir því ef skuggi fellur á
hetjumyndina. Maður er búinn
að þekkja þennan mann, búinn
að dýrka hann og lesa hann og nú
kynnist maður honum í meiri ná-
lægð en nokkru sinni fyrr. Eg
I ba%>rail:<jy áfj^gjui af^iyip^pj
þetta verk."
frá árátúgnÚÍTÍ 193G-!fOVséW 'þéír- ' kaifei9f^k^|t^.,,þq^qr|í^^y..;
kölluðu Hemingway-skeiðið. c 'ár var hættur að geta starfað og vildi
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
BORGARLEIKHÚSIÐ
ATHUGiÐ
BREYTTAN
SÝNINGARTÍMA UM
HELGAR
Stóra svið:
Bláa herbergið
eftir David Hare, byggt á
verki Arthurs Schnitzler,
Reigen (La Ronde)
5. sýn þri 28/12 kl. 19:00
örfá sæti laus
Litla hryllingsbúðin
eftir Howard Ashman
tónlist eftir Alan Menken
Fim 30/12 kl. 19:00
uppselt
Fim 30/12 kl. 23:00
AUKASÝNING
Sex í sveit
eftir Marc Camoletti
Mið 29/12 kl. 19:00
aukasýning
Litla svið
Afaspil
Höfundur og leikstjóri: Örn
Árnason
Leikarar: Edda
Björgvinsdóttir, Valur Freyr
Einarsson, Halldór
Gylfason, Hildigunnur
Þráinsdóttir og Örn
Árnason
Leikmynd og búningar:
Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Kári Gíslason
Undirleikari: Kjartan
Valdimarsson
Frumsýninga Sun 26/12 kl.
15:00 örfá sæti laus
2. sýn mið 29/12 kl. 14:00
3. sýn fim 30/12 kl. 14:00
SALA ER HAFINN
Litla svið:
Fegurðadrottningin
frá Línakri
eftir Martin McDonagh
Þri 28/12 kl. 19:00
uppselt.
SÝNINGUM FER
FÆKKANDI
Leitin að
vísbendingu um
vitsmunalíf f
alheiminum
Eftir Jane Wagner
Fim 30/12 kl. 19:00.
ilul.il] jiaajgiHaumiufcmi
llalDliilLLBíjOlijBjltrdiilrij
íRLtofundfll
ILEIKFÉLAG AKURFYRARI
Miðasala: 462-1400
JOLAFRUMSYNING
■eftir Arnmund Backman
Leikarar: Aöalsteinn Bergdal,
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni
Tryggvason, Anna Gunndís
Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir,
Saga Jónsdóttir, Sunna Borg,
Siguröur Karlsson, Snæbjörn
Bergmann Bragason, Vilhjálmur
Bergmann Bragason, Þórhallur
Guömundsson, Práinn Karlsson.
Leikmynd og búningar: Hlín
Gunnarsdóttir
Ljósahönnun: Ingvar Björnsson
Hljóðstjórn: Kristján Edelstein
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir
Frumsýning föstud.
17. des. kl. 20.00 uppselt
2. sýn. laugard. 18. des
kl. 20.00 örfá sæti laus
sunnud. 19. des. kl. 16.00
þriðjud. 28. des. kl. 20.00
miðvikud. 29. des. kl. 20.00
fimmtud. 30. des. kl. 20.00
GJAFAKORT -
GJAFAKORT
Einstaklingar, fyrirtæki
og stofnanir.
Gjafakort í leikhúsið er
skemmtileg jólagjöf
Jólagjöfin í ár
Gjafakort í
Borgarleikhúsið
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12-18, frá kl. 13
laugardaga og sunnudaga
og fram að
sýningu sýningardaga
Símapantanir virka daga frá kl. 10
Greiðslukortaþjónusta
Sími 568 8000 Fax 568 0383
Gleðileg jól!
i 4 i
Lii ii]júiauiHaij<ui IniDinj tiiMij ÍFíl 1 nH »il
[tt&**TiajaBr,rBa
LEIKFELA6AKHRF ÍRAR
Miðasalan opin alla virka daga
frá kl. 13:00-17:00 og fram að
sýningu, sýningardaga.
Simí 462 1400.
www.leikfelag.is
Kortasalan í fullum gangi!