Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 9
 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999- 25 Að fá á sig stimpil - Næsta bók þín Vögguvísa var nýjung að því leyti að þú notast þar við tahnál og slanguryrði. „Ég skilaði handritinu til Ragnars í Smára sem hafði gefið út eftir mig báðar fyrri bækur mínar. Ég var í London þegar ég fékk bréf frá Ragnari þar sem hann segist ekki geta gefið hana út, því þetta sé afskaplega ómerkileg saga, full af Iélegum bröndurum og málið alveg hroðalegt. Enginn muni hafa gaman af henni nema einhverjir menntaskólakrakkar. Þegar ég kem heim tala ég við Ragnar sem segir að hann skuli prenta hana, dreifa henni og auglýsa ef ég geti útvegað hund- rað áskrifendur að henni. „Ef þú getur selt meira máttu eiga höf- undarlaunin," sagði hann. Mér tókst þetta en bókin kom út í af- skaplega lélegri útgáfu, óinn- bundin og prentuð á vondan pappír. En hún vakti athygli og fékk mjög góða dóma. Ragnar viðurkenndi að honum hefði missýnst, hló og sagði: „Ég bæti þér þetta upp seinna." Ragnar var aldrei hrifinn af mér sem höfundi nema kannski fyrstu bókinni minni. Hann gaf svo út Sóleyjarsögu, sex hund- ruð síðna sögu, í kilju prentaða á dagblaðapappír. Hann var al- gjörlega á móti þeirri sögu af pólitískum ástæðum. Maður þrætti aldrei við Ragnar. Ég hlustaði á hann og fyrirgaf hon- um margt því hann var svo góð- ur strákur en ég tók hann aldrei alvarlega. Síðasta skiptið sem ég hitti hann var árið áður en hann dó. Hann tók mér afar vel og ég sat hjá honum góða stund. Þá sagði hann mér þær fréttir að hann Iæsi Sóleyjarsögu að minnsta kosti tvisvar á ári. Hann var með hana í fallegu skinn- bandi í bókaskápnum hjá sér. Ég vissi ekki hvort ég átti að taka orð hans alvarlega." - Sóleyjarsaga er áiiaflega löng og mikil skáldsaga sem kom tít i tveimur bindum. Hvemig gekk þér að vinna hana? „Þegar fýrra bindið kom út var ég byrjaður að skrifa það síðara. Þá gerisl það að ég verð ekki ánægður með þróun mála í sög- unni. Ég ætlaði upphaflega að láta Sólcy enda sem gifta konu í Ameríku, ætlaði að láta Island missa hana. Svo varð ég ekki ánægður með þá ákvörðun. Og nógu erfiðlega gekk mér að koma Sóleyju í ástandið, en mér gekk ennþá erfiðlegar að koma henni úr ástandinu. Sem lesandi kannt þú kannski betur að meta það en ég, hvort mér tókst það þannig að það virki nógu sann- færandi fyrir lesandann - og þá sérstaklega fý'rir kvenlesanda, því ég tek eiginlega meira mark á því hvað konur segja um Sól- eyjarsögu en karlmcnn. Sagan fjallar um kvenmann og kvcn- lega reynslu og ég þurfti að taka á öllu sem ég átti til að geta skrifað sumt í henni. Ég var ósköp feginn þegar ég var búinn með hana, og þá hugsaði ég með mér: „Nú ætla ég ekki að skrifa skáldsögu fyrr en ég hef hreint og beint efni á að taka mér frí frá öllu starfi til að skrifa og skrifa þá styttri sögu sem ekki fer úr böndum og cr slík ógnafyrirferð". Því hvort sem Sóleyjarsaga er góð eða vond þá er hún ein lengsta skáldsaga sem skrifuð hefur ver- ið hér á landi, rúmar 600 síður. Ég hcf staðið svo vcl við Ioforð mitt að ég hef ekki skrifað skáld- sögu síðan. Það eru margir sem eru hissa á því og mörgum finnst sem ég hafi hætt sem rit- höfundur. Það hef ég ekki gert, en ég hef ekki samið skáldsögu. Þegar maður fær á sig vissan stimpil er erfitt að losna við hann. Ég er ekkert að reyna að Iosna við að vera skáldsagnahöf- undur en það eru margir búnir að bíta það í sig að ég sé skáld- sagnahöfundur og ekki annað og ég eigi að vera það. Ég er að vísu skáldsagnahöfundur en ég hef skrifað smásögur, hef þýtt og ég hef ort Ijóð. Og ég vil meina að margt að því persónulegasta og besta sem ég hef gert séu sum ljóð mín því skáldsögur mínar eru ekki mjög persónulegar. Engin þeirra fjallar um mig. Sumar smásögur mfnar fjalla svolítið um mig, en ljóðin fjalla meira og minna um mig eða eru ort út frá persónulegri reynslu." Ekki duglegur höfundur - Það voru ekki allir gagn- rýnendur jafn ánægðir með Sól- eyjarsögu, heldurðu að neikvæð gagnrýni hafi dregið úr þér kjark? „Nei, hún gerði það ekki. Menn hafa haldið því fram, án þess að hafa haft við að spyrja mig, að ég hafi beinlinis hætt sem höfundur vegna þess að Sóleyjarsaga hafi ekki fengið nógu góðar undirtektir. Það er langt frá því. Ég var þá orðinn alveg vaxinn upp úr þvf að láta ritdóma hafa áhrif á mig, hvort sem þeir voru plús eða mínus. En árið 1961 fer ég að vinna fast starf sem prófarkalesari á Þjóðviljanum og þegar maður kemur heim eftir fullan vinnu- dag sest maður ekki niður til að skrifa skáldsögur. En ég dundaði við að skrifa ljóð og smásögur og svo þýddi ég bæk- ur og mjög mikið fyrir útvarpið. Ég hef sent frá mér samtals um tuttugu bækur en bara fjórar skáldsögur. Það eru skáldsög- urnar sem fólk einblínir á.“ - Þannig að þegar því er hald- ið fram að þú sért ekki afkasta- mikill höfundur þá tekur fólk rangan pól í hæðina að þínu mati? „Já. En ég er ekki færibanda- höfundur og sendi ekki bók frá mér árlega. Ég er ekki duglegur höfundur hvað það snertir og líklega hef ég þurft að gjalda þess. Sigfús Daðason viðhafði einhverntíma þá skynsamlegu athugasemd, að menn þyrftu ekki endilega að skrifa margar bækur. Hann vissi að orð eru dýr.“ - Maður kynnist mörgu fólki „0g ég vil meina að margt að því persónu- legasta og besta sem ég hef gert séu sum Ijóð mín því skáldsögur mín- ar eru ekki mjög per- sónulegar. Engin þeirra fjallar um mig. Sumar smásögur mínar fjalla svolítið um mig, en Ijóð- in fjalla meira og minna um mig eða eru ort út frá persónulegri reynslu.“ um ævina og þykir misvænt um það. Hvaða skáld þótti þér vænst um sem manneskjur? „Þetta er erfið spurning. En ætli ég nefni ekki tvo menn sem ég legg að jöfnu þótt þeir hafi verið ólíkir menn. Þetta eru Hannes Sigfússon og Sig- fús Daðason. Ég fékk að heyra hreinskilnar athugasemdir og stundum skammir frá Hannesi Sigfússyni fyrir það hvað ég væri lélegt skáld. Ég lét hann heyra það líka. Þegar ég hugsa um þetta eftir á þá hafði maður gott af þessu vegna þess að vin- ur er sá er til vamms segir. Það er afskaplega hæpið að taka mark á hrósi á yngri árum, maður hefur gott af því að manni sé sagt til syndanna af fólki sem vill manni vel. Þess vegna ætla ég ekki að nefna suma menn sem hrósuðu mér, því mér finnst það ekkert hrós um þá eða sjálfan mig.“ Ilvernig myndirðu lýsa karakter þessara tveggja skálda? „Hannes var fyrst og fremst afskaplega hreinskilinn maður. A þeim árum sem ég kynntist honum virtist hann vera mikil bóhemtýpa. Ég smakkaði ekki áfengi og reykti ekki, en Hann- es var dálítið blautur, hafði kynnst Steini Steinarri og var mjög undir áhrifum hans, og þótt Steinn væri maður sem vel var hlustandi á og sagði aldrei neina dellu, þá hafði Steinn dálftið gaman af að leika með Hannes og ég held að Hannes hafi ekki alltaf séð í gegnum það. Steinn var lúmskt hæðinn maður, fór oft illa með menn ef hann nennti á annað borð að spandera á þá hæðni. Sigfús var maður fárra orða og bráðskarpur og sagði engan óþarfa. Jón Óskar spurði Sigfús einu sinni að því hvert hann áliti vera besta ljóðskáld á Is- landi. Þá sagði Sigfús: „Steinn Steinarr." Þetta var árið 1945 og Steinn var þá ekki orðinn í hugum bókmenntamanna eitt af bestu skáldunum, hvað þá besta skáldið. En þetta sagði Sigfús og meinti það og það er líklega rétt að á þessum tíma var Steinn að nálgast hápunkt á ferli sinn. Það skynjaði Sigfús af skarpleika sínurn." Að sameinast moldinni - Nú er komið út úrval Ijóða þinna, Mararbárur. Segðu mér frá tilurð bókarinnar. „Ég hef oft verið spurður að því hvort ég ætlaði ekki að senda frá mér nýja ljóðabók og sömu- leiðis hvar væri hægt að fá eldri Ijóðabækur mínar. Svo mér kom til hugar að taka þessi 200 Ijóð saman og demba þeim í eina bók. En þegar ég fór að fara í gegnum Ijóðabækur mínar fannst mér mörg Ijóð ekki vera nógu góð, og úr varð að ég kaus að velja það sem mér þótti skást. Það gerði ég, og ef ég man rétt eru þetta 41 ljóð og þýðingar að auki." - Myndirðu segja að það væri eitthvert eitt yrkisefni sem væri áberandi í Ijóðum þínum? „Það eru mörg skáld, og góð skáld, sem eru oft að yrkja sama kvæðið allt lífið. Þau hafa fáa strengi í hörpu sinni, en kunna vel að stilla og spila á þá strengi. Ég er aftur á móti með marga strengi í hörpunni, en hvort ég kann að spila vel á þá ætla ég að Iáta aðra dæma um. Ég yrki ýmist undir hefð- bundnum háttum eða órímað. Og eftir hverju fer það? Því er afar fljótsvarað. Það kemur svo mikið af sjálfu sér, Ijóðið tekur á sig það form sem er nauðsynlegt yrkisefninu." - Nú eru svo margir félaga þinna dánir, hvaða viðhorf hefur þú til dauðans? „Þetta er yndisleg spurning, alveg dásamleg spurning. Ég gæti haldið ræðu um dauðann í beilan sólarhring. Ég hugsa mikið um dauðann. Ég er for- vitinn um dauðann en þó reyni ég ekkert til þess að deyja, nema ég sé ósjálfrátt að drepa mig daglega með sígarettureyk- ingum og Ijótum hugsunum. Dauðinn er eitthvert alhollasta umhugsunarefni sem til er. En mér er illa við dauðann að einu leyti, mér er illa við þá tilhugs- un að þurfa að þjást mjög mik- ið áður en ég dey. Þess vegna væri mér nokkuð sama þótt ég væri skotinn ef ég dæi sam- stundis. En ef ég skyldi verða þannig að ég hætta að muna nokkuð eða hætta að þekkja sjálfan mig þá vildi ég helst vilja fá mína dauðasprautu. Það hlýtur að vera voðalegt fyr- ir aðra að þurfa að umgangast, þrífa og þjóna lifandi Iíki. Ég er að vona að það sé líf eftir dauðann en þó ég sé mjög forvitinn þá er ég ekki forvitn- ari en svo að ég get vel sætt mig við að deyja alveg og vera ekki til lengur. Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég eigi að láta brenna mig eða ekki. Mér finnst einhvern veginn að það sé eðlilegra að sameinast mold- inni þannig að það vaxi upp af manni tré heldur en rnaður endi sem aska í keri. Þannig heldur maður áfram að vera partur af Iífskeðjunni. Það þyk- ir mér fallegt.“ - Við skulum vtkja frá dauð- anum. lívert verður framhaldið, ertu að skrifa? „Ég get ekki neitað þvf að ég er að því svona stundum, en ég er ekki nógu duglegur. Ég er að skrifa æviminningar mínar, og er núna að skrifa um bernsk- una og móður mína. Meðan ég held heilsu mun ég cinbeita mér að þessu verki. Það getur vel verið að ég gefi út hluta af því, en það er of snemmt að tala um það núna.“ „Ég er að skrifa æviminningar mínar, og er núna að skrifa um bernskuna og móður mína. Meðan ég held heilsu mun ég einbeita mér að þessu verki.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.