Dagur - 18.12.1999, Side 13

Dagur - 18.12.1999, Side 13
 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 - 29 Sóló og Sólskinssuind Jóhann Helga- son tónsmiður hyggur á land- vinninga á nýrri öld. Það nýjasta úr smiðju hans eru lög á tveimur geisladiskum Sóló og Sól- skinsstund sem þrátt fýrir hljórn- lík heiti eru ólíkir að efni og yfirbragði. Jóhann syngur sjálí'ur öll lögin á Sóló nema eitt sem Halldóra LiIIy, 16 ára dóttir hans flytur. „Eg samdi það fyrir hana og hún syngur það prýðilega,“segir Jó- hann. Hann kveðst samt ekki vera að ota henni út í sönginn. Þetta er ekki endilega sá bransi sem maður vill að börnin sín fari í.“ Textarnir eru allir enskir og sjálfur hefur Jóhann samið kjöl- festuna í flestum þeirra. Jóhann varð heimsfrægur á Is- landi 1972 sem hluti tvístirnisins- Magnús og Jóhann og allar götur síðan hefur hann haft lifibrauð sitt af tónsmíðum. Hann segir róðurinn oft hafa verið þungan og hann hafi ekki áhuga á að spila á dansiböllum og krám. En þegar neyðin er stærst og svo framvegis. Plöturnar Kef sem út kom ‘96 og Eskimo sem kom ‘97 opnuðu honum samninga fyrir nokkur lög í Astralíu, Nýja-Sjálandi og Suð- ur-Kóreu. Einnig fékk hann upp- hringingu frá einu stærsta höf- undarréttarfyrirtæki í USA. „Eg hélt í fyrstu að kunningi minn væri að gabba mig en það reynd- ist ekki vera sem betur fer. Þetta var maður sem er í að- stöðu til að gera stóra hIuti.“Samningarnir í Astralíu og Nýja Sjá- landi fela í sér að for- lagið finnur listamenn í þessum löndum til að flytja Iög Jóhanns og- gefa þau út á plötum og verði salan góð er hann á grænni grein. En á hann von á að einhver lög af Sóló rati þessa vandförnu leið á erlenda markaðinn? „Já, mér finnst vera 1-4 lög á Sóló sem hafa möguleika á að ná eyrum erlendra for- leggjara, sérstaklega á Ameríku- markaði. En þetta er harður bísniss og ótrúlegur fjöldi að reyna það sama.“ Ágætt að semja vio íslensk Ijóo Diskurinn Sólskinsstund er með söng Signýjar Sæmundsdóttur og Bergþórs Pálssonar. Þar samdi Jó- hann lög við ljóð Margrétar Jóns- dóttur. Hann lýsir aðdragandan- um svo: „Eftir að vfsnaplöturnar voru gerðar, um miðjan áttunda áratuginn, fóru popparar eins og ég að velta Ijóðum meira fyrir sér en áður. Þá samdi ég lag við eitt ljóð Margrétar Jónsdóttur sem ég fann í Skólaljóðunum. Svo fékk ég mér bók eftir hana og hélt áfram.“ Jóhann hefur gert fleiri plötur með þessum hætti. Sú síðasta var með ljóðum Davíðs Stefánsssonar og Kristján frá Djúpalæk sem Eg- ill Olafs og Ólöf Kolbrún sungu. „Mér finnst ágætt að semja við ís- lensk ljóð, það myndar mótvægi við ensku textana sem ég syng svo mikið af,“ segir Jóhann sem er al- inn upp í Keflavík við hliðina á „wellinum"! GUN Jóhann Helgason sem- ur lög en segist ekki hafa áhuga fyrir að spila á dansiböllum og krám. mynd: pjetur ÍÍH 131 !MJJli31il Aron Alexander Þorvarðarson, 4 ára B LEITIIM AÐ TÝNDA EGGINU eftir Menju von Schmalensee Frábær bók fyrir yngri börnin. Hún er spennandi, skemmtileg, fræðandi, með góðan boðskap og gullfallegum myndum einföld en hugljúf saga... lesendur eru kynntir fyrirýmsum dýrum ínáttúru Islands og að því leyti er bókin fræðandi. “ Margrét Tryggvadóttir, DV. „Hún er skemmtileg, viltu lesa hana aftur!" Rósa Kristínsdóttir, 6 ára. „Börnín hafa mjög gaman af bókinni, og þykir myndirnar fallegar. Svo er boðskapurinn líka góður. “ Hulda Marinósdóttir, leikskólakennari ■ ILEGAR!* Línur „... alveg stórskemmtilegar sögur, það er það sem þær eru fyrst og fremst: Skemmtilegar!" Þóra Arnórsdóttir, Rás 2. „Páll... sýnir á sér splunkunýja hlið með því að senda frá sér smásagnasafnið Línur... allar eru sögurnar læsilegar og lipurlega skrifaðar." Olafur Þ. Jónsson, Degi. „...smásögur Páls Hersteinssonar eru alþýðlegar og mætavel skrifaðar..." „Söguefni Páls eru oftast almenns eðlis en inn í þau er gjarnan ofiö einhverju sérstöku, óvenjulegu, óvanalegu, afbrigðilegu." „... mun margur hafa gaman af að lesa þessar sögur Páls ... Þær eru opnar og nálægar. Að lestri loknum kemur manni í hug hvort smásaqan sé aftur að þokast í átt til munnlegrar frásagnarlistar eftir áratuga margvíslegar formtilraunir." Erlendur Jónsson, Mbl. |S 'ÆLA i ii Refirnir á Hornströndum „... Refirnir á Hornströndum er glæsibók ..." „Að bókum Páls um refina er mikill fengur öllum þeim sem unna þessu landi og náttgru þess ..." Olafur Þ. Jónsson, Degi. „... er þakkarvert, að almenningur fær að fylgjast með framgangi verksins í ágætri bók sem þessari, sem án efa verður kærkomin lesning hinum fjölmörgu, sem unna íslenzkri náttúru." , Agúst H. Bjarnason, Mbl. ■1 wm E9932-3-ODDI HF.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.