Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 23

Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 23
Tfc^Mr. LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 - 39 LÍFIÐ í LANDINU BÆKUR Enn bætist í flóru Hjálm- ars R. Bárðarsonar Islenskur gróður er nýjasta bók náttúru- skoðandans Hjálm- ars R. Bárðarsonar, en hann hefur unnið margar bæk- ur um landsins aðskiljanlegu náttúrur. Bókinni er skipt í flokka og segir íyrst frá fornum stein- gerðum gróðurleifum, en síðan hefst lýsing irumstæðasta gróð- ursins, sagt er frá fléttum og mosum og sveppum, þar næst eru skoðuð margvísleg gróður- lendi Iandsins og kynnt þau hlóm og annar gróður, sem finna má í margvíslegu um- hverfi. Skoðuð eru hraun og skriður, melar og sandar, áreyr- ar, mólendi og heiðalönd, gras og blómlendi, snjódældir, vor- Iendi , vatnagróður, gróður við laugar, íjörur, malarkambar og klappir, Ijallagróður og að lok- um skóglendi. Plöntunum er ekki raðað eftir ættum í bókinni heldur eftir því hvar þær finnast. 440 ljósmyndir fylgja greinárgóðum texta. Allra veðra von Út er komin hjá Vöku-Helgafelli ____ bókijp Veðurdagar fróðleikur, skáldskapur og veðurdagbók eftir hjónin Unni Ólafsáóttúr veðurfræðing og Þórarinn Eldjárn rithöfund. Þetta er dagbók íyrir þá sem vilja gera eigin veðurathuganir og halda niðurstöðunum til haga en um leið margbreytileg- ur fróðleikur um fjölmargt sem Iýtur að veðurfræði og veður- sögu, ásamt skáldskap og sög- um sem tengjast íslensku veð- urfari. í bókinni skýrir Unnur öll helstu fyrirbrigði sem lands- menn verða varir við í veðrinu allan ársins hring og Þórarinn hefur safnað saman fjölda fróðleiksmola um það hvernig veðrð birtist í íslenskum skáld- skap og sögu. Hugsanir aldarinnar íslensk hugsun í ræðu og riti á tutt- ugustu öld er heiti bókar sem Jónas Ragnarsson hefur tekið saman. Þar eru að finna sýnis- horn af orðsins list á Islandi síðustu hundrað ár. Þar cru brot úr ræðum, ritgerðum og greinum og hefur verið leitað fanga í hundruðum heimilda og er afraksturinn úrval eftir 250 höfunda. Þessi bók er í sama flokki og handbækumar Dagar íslands og Islendingar dagsins. Matur fyrrog nú Islansk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur er al- þýðleg sýnisbók um íslenska mat- argerð fyrr á tím- um fram til þessa dags. Fjallað er um sérstöðu íslenskra mat- arhátta, gömul matreiðslurit, mjólkurmat, kjötmeti, fugl, egg og vatnafisk, sjómeti, mat úr komi, íslenskar jurtir og garða- mat og um drykki. Bókin er mikið myndskreytt og er meginmálið kryddað spássíuefni af ýmsu tagi, svo sem uppskriftum, kveðskap og fleiru. Mál og Menning gefur bókina út. í París Pierce Brosnan og sambýliskona hans Keely Shaye Smith voru í París á dögunum ásamt tveggja ára syni sínum. Barnfóstra og lífvörð- ur voru einnig með í för. I París voru Pierce og Keely viðstödd frumsýningu á nýjustu Bond myndinni. Var það þriðja frumsýning myndarinnar sem þau voru viðstödd í Evrópu á einni viku. Haft er fyrir satt að parið ætli að gifta sig á næsta ári. KRAKKAHORNIÐ Skildir Hörður Hútúmaður á 1 5 skildi. Þeir eru allir með svipuðu munstri en aðeins tveir þeirra eru eins. Getið þið fundið út hvaða skildir það eru? Ábending Skralla „Eg er verulega.svekktur út í Jólasveinana. Þeir hafa ekki enn fattað að ég er fluttur frá mömmu.“ Við viljum hvetja alla sem liai'a eitthvað í pokahorninu að senda okkur ofni. Utanáskriftin er: Dagur - Barnahorn Strandgata 31 600 Akureyri Tölvupóstur: pjetur@dagur.is ANDRÉS ÖND O Tbt Wth LHsaty Comp*ay 4« A RNUSPA ^ /r Vatnsberinn „Far þú vel, svo fóru jólin.“ - Og þá byrjar aftur skólinn. Fiskarnir „Vandséðir eru Jesú mennirnir." - Og taki það til sín þeir sem eiga. Þú ert a.m.k. ekki undanskilinn. Hrúturinn „Hátíðir eru til heilla bestar.“ - Og ekki eru allir prestar prestar. m Nautið / ^ „Því lastar hegrinn vatnið, að hann kann ekki að synda.“ - Og Örninn ekki held- ur, en hann varð samt tvöfaldur Evrópumeistari í sundi. Tvíburarnir „Ekki eru allir fuglar haukar." - Og ekki eru allir Haukar fuglar, samanber Hauk Hauksson. Krabbinn „Hreyktu ei svo hattinum, að hnakkinn verði framan á.“ - Nema náttúrlega þú skorir „hat- trick.“ Ljónið „Það er ekki oft, að heilagur andi komi í Laxárdal.“- Ekki einu sinni þó heilagur andi sé Þingeyingur, að dómi heima- manna. Meyjan „lllt er að leita heilla í hunds- rassinn." - Nema . náttúrlega krummaskuð sé. . -\á ■■ Vogin '* 1 „Engin verður hóra eins manns vegna.“ - Ekki einu sinni þó hann eigi og reki súludansstað. Sporðdrekinn „Betra er tómt hús en tíu aular.“ - Og þó þeir væru sextíu og þrír. Bogamaðurinn „Högg fræðir heimskan." - í beinni Bubbaút- sendingu á Sýn. Steingeitin „Ekki hanga allir lyklar við konu- læri.“ - Og ekki ganga allar konur með skírlífisbelti bak við eyrað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.