Dagur - 18.12.1999, Side 6
22 - LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999
LlPJÐ 1 LÁjJUJjJU
J-
Davíð Bergmann
stóð áður í ströngu
við að bjarga ung-
mennum Reykja-
víkur upp úr svaði
fíkniefnanna. Hann
er nú fluttur til Dal-
víkur, þar sem hann
starfar að forvörn-
um og segir verk-
efni sín ekki vera
minni nú en var
syðra. „Þessum
krökkum verðum
við að hjálpa og þar
hafa allir skyldur,“
segir Davíð meðal
annars hér í viðtal-
inu.
„Þörf er fyrir forvarnir á
sviði vímuvarna og að-
gerða sem snúa að fjöl-
skyldumálum, samskipta-
erfiðleikum og erfiðleikum
barna í skóla og annars-
staðar er ekki minni hér
en fyrir sunnan," segir
Davíð Bergmann, ung-
linga- og vímuvarnaráð-
gjafi. Hann hóf í byrjun
september sl. störf á Dal-
vík eftir að hafa starfað
um alllangt skeið í Rey'kja-
vík. Þar komst hann starfa
sinna vegna í krappan
dans við fíkniefnasala,
sem varð ásamt öðru til f ,,.
bess að hann kaus að "Þo "knieíni seu ekki áberandi hér þá skulum við heldur ekki gleyma þvíað áfengið er alltaf hættumesti vímugjafinn og sá sem er mest
skipta ' um starfsvettvang ðnc,/' Áfengteey^a barna undir lögaldri er óásættanleg og ólögleg, “ segir Davíð Bergmann, meðal annars hér í viðtalinu. mynd: sbs
Sinnir Davíð nú störfum
með og fyrir unglinga í Dalvík-
urbyggð, Hrísey og Olafsfirði,
en þessi sveitarfélög hafa sam-
einast um félags- og skólaþjón-
ustu.
„Verkefnið er yfirgripsmikið,"
segir Davíð, sem segir að hluti
af því sé meðal annars að
tryggja betur en nú er stöðu
unglinga á aldrinum 16 til 18
Sjö fíkniefnamál í fyrra
„Vímuefnaneysla hér er ekkert
frábrugðin því sem gerist ann-
arsstaðar," segir Davíð. „A Dal-
vík komu upp sjö fíkniefnamál
á síðasta ári sem tólf einstak-
Iingar tengdust. Svona mál
koma ekkert síður upp úti á
landi en í Reykjavík; á vertíð
hér á árum áður reyktu menn
hass einsog Bubbi Morthens
hefur oft sungið um. Fari
neyslan hinsvegar að verða
meiri en ein og ein pípa eða ef
farið er að neyta þaðan af
sterkari efna er illmögulegt að
fela slíkt. Það er frekar hægt í
fjölmenninu fyrir sunnan.
Smæð sveitarfélagsins vinnur
aðjiessu leyti með okkur."
A síðustu misserum hefur
með samvinnu ríkis og sveitar-
félaga víða verið stofnað til for-
varnaverkefna á sviði vímu-
varna f samvinnu við SAA. Þau
ganga út á alhliða stefnumörk-
un og eru virkjaðir til starfa all-
ir þeir sem geta lagt baráttunni
lið. Verkefni af þessum toga er
starfrækt sameiginlega af Dal-
víkurbyggð og Ólafsfjarðarbæ.
Falskir biðlistar
„Krakkar hér við utanverðan
Eyjafjörð þurfa að fara í fram-
haldsskólaskóla á Akureyri. Þar
með skilja leiðir þeirra og fjöl-
skyldna þeirra, en rannsóknir
sýna að þegar náin tengsl milli
foreldra og barna fara að rofna
eykst hættan á því að ungling-
arnir leiðist út í vímuefna-
neyslu. Því held ég að það væri
sterkur leikur að koma á fót
fjölbreyttri framhaldsmenntun
hér um slóðir,“ segir Davíð,
sem kveðst ekki geta dæmt um
árangur af störfum sínum, þau
séu eilífðarverkefni í eðli sínu.
„Hitt get ég þó sagt að á Dal-
vík og á Ólafsfirði er vilji til
þess að sinna þeim sem best.
Þar á meðal málefnum ung-
menna á aldrinum 16 til 18
ára. Það er kostnaðarsamt að
sinna þessum hópi og það
sáum við sem störfum á þess-
um vettvangi fyrir þegar sjálf-
ræðisaldur var hækkaður, en
miklu síður stjórnmálamenn
sem tóku ákvörðunina. Þannig
er orðið erfitt að koma ung-
menni, helteknu af vímuefna-
neyslu, f meðferð. I barna-
verndarlögunum segir að reynd
skuli öll úrræði áður en sótt er
um meðferðarvist, en fyrr má
aldeilis fyrr vera. Og þó biðlist-
ar séu langir gefa þeir ekki
rétta mynd af stöðunni. Fagfólk
sækir ekki um meðferðarpláss
fyrr en allt um þrýtur og jafn-
vel Iöngu eftir að öll önnur úr-
ræði hafa verið reynd. Því eru
hiðlistarnir falskir og gefa ekki
rétta mynd. Einsog staðan er
nú breytir eitt meðferarheimili,
sem tekur við kannski sex til
átta einstaklingum, ekki miklu
í stöðunni. Sjálfur sótti ég, í fé-
lagi við fleiri, um að koma á
laggirnar meðferðarheimili hér
á Dalvík fyrir fíkla og unga af-
brotamenn og fékk sú umsókn
mín jákvæðar undirtektir Barn-
arverndarstofu. I sama streng
var ekki tekið af Páli Péturs-
syni félagsmálaráðherra, en
eftir opinber orðaskipti sem ég
hef átt við hann er ég ekki á
jólakortalista hans.“
Markaðurinn
er að breytast
Þau stóru fíkniefnamál sem
hafa komið upp að undanförnu
þar sem lögreglan hefur haft
hendur í hári stórra eiturlyfja-
baróna, segir Davíð að gefi
ástæðu til að ætla að breyting
sé að verða á fíkniefnamark-
aðnum. Af fréttum megi líka
ráða að harkan í undirheimum
Reykjavíkur hafi aukist í kjölfar
þess að framboð á fíkniefnum
hafi minnkað. Hvað varðar
stóra fíkniefnamálið sem upp
kom í haust þá segir Davíð að
liðin séu þrjú til fjögur ár síðan
farið var fyrst að tala um þá
menn, sem nú sitja bak við lás
og slá vegna þess, sem stór-
tæka innflytjendur og sölu-
menn fíkniefna. Ekkert hafi
hinsvegar verið gert til að hafa
hendur í hári þeirra, bæði
vegna fjárskorts hjá lögreglunni
og almenns skilningsleysis, að
því er Davíð segir.
„Lögin hafa torveldað lög-
reglu að vinna í fíkniefnamál-
um, en nú hefur þeim góðu
heilli verið breytt. Því var fram-
faraskref þegar efnahagsbrota-
deild var sett á laggirnar hjá
Ríkislögreglustjóra og farið var
að vinna mál niður í kjölin,
meðal annars með upptöku
fíkniefnagróða. - Fíkniefnasal-
arnir eru heldur engin fífl,
heldur útséðir peningamenn
sem kunna vel til markaðssetn-
ingar. Við skulum ekki vameta
þá,“ segir Davíð
Páll að hætti strútsins
1 sumar sem leið skrifaði Davíð
í Morgunhlaðið greinina Hand-
taka í hoði Eimskips eða Kók.
Þar skoraði hann á stjórn-
völd að auka fjárframlög
til lögreglu, þannig að hún
gæti eflt baráttu sína við
baróna fíkniefnanna.
„Greinin fór fyrir brjóstið
á yfirvöldunum og Lög-
reglan í Reykjavík bað mig
um að skýra málið nánar
fyrir sér. Síðar gerðist það
á tröppunum heima hjá
mér að sendisveinn fíkni-
efnasalanna birtist og bar
mér þau skilaboð að héldi
ég mig ekki á mottunni og
til hlés yrði ég drepinn.
Þessi heimsókn varð
ásamt mörgu öðru til þess
að ég ákvað að fara til
starfa á öðrum vettvangi
og þar varð Dalvík lend-
ingin. Nægu var ég búinn
að fórna áður.“
Davíð bætir því við að í
framhaldi af þessum
blaðaskrifum hafi hann átt
fund með Sólveigu Péturs-
dóttur dómsmálaráðherra,
þar sem hún hafi lofað sér
því að aðgerðir í fíkniefna-
málum yrðu efldar. „Það
hefur hún staðið við og á
hrós skilið fyrir. Hinsvegar
get ég ekki hrósað Páli
Péturssyni, sem hefur að
hætti strútsins stungið
hausnum í sandinn og
neitað að horfast í augu
við vandann sem við er að
glíma.“
Öll höfum
við skyldur
„Mér líður vel á Dalvík og
ég veit að hér er vilji til
verka. Hér er gott samfé-
Iag og það á eftir að verða
enn betra," segir Davíð
áber- Rergmann. „Þó fíkniefni
séu ekki áberandi hér þá
skulum við heldur ekki
gleyma því að áfengið er
alltaf hættumesti vímugjafinn
og sá sem er mest áberandi.
Afengisneysla barna undir lög-
aldri er óásættanleg og ólög-
leg.“
Davíð, sem er fæddur 1970,
neytti sjálfur fíkniefna um
tíma, en hefur haldið sig frá
þeim síðustu þrettán árin. Frá
1995 hef’ur hann starfað sem
ráðgjafi þeirra sem eru í sama
vanda staddir og hann var á
sínum tíma. „Eg hef aldrei far-
ið í háskóla og lært sálfræði
eða félagsráðgjöf. Eg ber mikla
virðingu fyrir fólki sem hefur
þá menntun, en það sem ég
hef þó sjálfur fram yfir þetta
fólk er að ég hef sjálfur verið í
neyslu og þekki málin frá þeirri
hlið. Sjálfur fór ég í gegnum
skólagöngu sem var hreint hel-
víti. Oft sé ég sjálfan mig í
þessum krökkum sem ég er að
hjálpa. Eg þekki Iygabrögðin,
plottin og klækina. Sum eru
snillingar, en það verður að
hafa í huga að þetta eru hörn
sem eru alltaf að tapa, bæði í
skóla eða félagslífi. Þau leita
sér að vímu sem leið út úr
vanda og Ieiðast svo út í afbrot.
Þessum krökkum verðum við
að hjálpa og þar hafa allir
skyldur."
-SBS