Dagur - 18.12.1999, Side 18
34 - LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999
Dagtur
lelgi & hljóðfæraleikaramir
Helgi og Hljófæraleikararnir. Úborganlegir á sinni þriðju og bestu piötu.
Mikið dæmalaus guðslukka er
oss nú gefin. Ur hinum fork-
unnarfagra Eyjafirði kemur nú í
þriðja sinn gleðisending í formi
geislaplötu frá Helga Þórssyni
skógarbónda með meiru og fé-
lögum hans, Helga og hljóð-
færaleikurunum og það sem
meira er ennþá skemmtilegri en
fyrr. Með sitt glaðhlakkandi val-
hoppsskoppandi átthagapopp
eru Helgi og félagar nánast
ómótstæðilegir á nýju plötunni,
þeirri þriðju í röðinni. Bréf til
Stínu, kallast gripurinn annars
og geymir heil 18 lög. Fóru upp-
tökurnar fram með einföldum
hætti, bara heima hjá Helga í
stofunni í Kristnesi. Asamt
Helga framreiða herlegheitin
þeir Atli Már á trommur og
hljómborð, Bergsveinn m.a. á
kontrabassa, Brynjólfur, á gítar
og mandólín, Hjálmar Stefán á
harmoniku, Alfheiður á þver-
flautu, Katrín á klarinett og
Olga á fiðlu. Dæmi um feikigóð-
ar smíðar. Bananalagið, Húsið,
Draugar, Um dagmálabilið,
Felldu mig, Dreymir og Stúlkan
í fjallinu. Gripinn er hægt að
nálgast m.a. í Hljómalind í
Reykjavík og í verslunum á Ak-
ureyri. Plötuna frá því í fyrra,
hina fágætu Endanlega ham-
ingju, er nú einnig hægt að fá ef
einhverja langar líka í. Er al-
múgi þessa lands hér með hvatt-
ur til að nálgast þessa göfugu
gripi báða.
LENGILIFI
Giidrumezz. I jóiapakkana hjá rokkaðdáendum.
Það hefur löngum þótt vandasamt
þegar tónlistarmenn af yngri kyn-
slóð hafa tekið verk eldri og fræg-
ari upp á arma sína og túlkað þau
með sínum hætti. Þó ekki hafi
verið nema um eitt lag að ræða,
hafa viðkomandi yngri popparar
og rokkarar fengið að heyra það,
ef mönnum hefur mislíkað tiltæk-
ið. Að leggja svo út í það ævintýri
að gera HEILA PLÖTU með lög-
um einnar og sömu hljómsveitar
eða eins sama Iistamanns, hlýtur
að teljast mesta bijálæði að
margra mati, að ekki sé talað um
þegar önnur eins goð og Creet-
ence clearwater revival, John
Fogerty og félagar, eiga í hlut.
Þetta hafa þó þeir Birgir Haralds-
son söngvari, Karl Tómasson
trommari, Sigurgeir Sigmundsson
gítarleikari og Jóhann Ásmunds-
son bassaleikari, sem hljómsveitin
Gildrumezz ráðist í, eftir að hafa á
óteljandi tónleikum og skemmtun-
um flutt þessi lög um land allt við
góðar undirtektir. Og hvernig tekst
svo til? Hreint lýgilega vel verður
bara að segjast alveg eins og er. Þeir
félagarnir fara ekki út í að breyta miklu, heldur
vanda sig sem best þeir geta, en þó án þess að
beinlínis vera að apa lögin eins eftir. Geymir verk-
ið heil 16 lög, þar sem mörg af þeim allra fræg-
ustu er að finna m.a. Rock’n'rol! girls, Have you
ever seen the rain, Who'll stop the rain, Bad moon
rising, Down on the corner, Hey tonight og Fort-
unate son skeytt frábærlega saman o.fl. Afskaplega
vel er vandað til upptökunnar og er hljómurinn
eiginlega betri en maður þorði að vona. Er þessi
plata enn ein staðfestingin á því hversu rokkið er
áhrifamikið og heillandi. Það lengi lifi!!!
DOiyiA-
DRAPA
Erdna Varðardóttir - Jólanótt
Vönduð jólnplatci
Auk þess að vera næsta
óvenjulegt, er nafn söngkon-
unnar Erdnu Varðardóttur lík-
ast til ekki landsfrægt. Þessi
íslensk-norska stúlka hefur þó
verið syngjandi nánast frá
fæðingu og heyrist glöggt á
þessari nýju jólaplötu hennar,
að reynslan er fyrir hendi. Er
rödd hennar í senn stílhrein
og öguð og hljómur hennar
heillandi. Á plötunni eru 1 1
lög, sem Erdna syngur öll
utan eins sem saxafónleikarinn þekkti, Kristinn Svavarsson leik-
ur af innlifun. Alþekkt Iög á borð við O helga nótt, Heims um
ból og Litli trommuleikarinn m.a. eru þarna auk svo minna
þekktari laga og með öðrum íslenskum textum. Um útsetningar
o.fl. sáu Haukur Pálmason, sem einnig leikur á trommur og
Óskar Einarsson, píanóleikari með meiru. Kristján Edclstein sá
einnig um útsetningar auk gítarleiks. Haukur og Gunnar Smári
Helgason, sáu um hljóðblöndun. Er þetta allt hið vandaðasta
sem og flutningurinn sem auk áðurnefndra var í höndum
Ágústs Böðvarssonar á bassa. Dóttir Erdnu, Ester Sara Olafs-
dóttir, syngur svo með mömmu í einu laganna, Um jólin þá á ég
svo gott. Myndband við titillagið er nú farið að sjást og er eins
og annað við þessa plötu, vandað og vekur athygli. Poppaður
blærinn á plötunni kann að hrella einhverja, en fallegur söngur-
inn og flutningurinn vegur þar mun meir í mót.
Stone temple pilots - N4
Sú fjórða og síðasta?
Saga jaðar/Grungerokksveit-
arinnar Stone temple pilots
er ærið mótsagnakennd.
Flest ef ekki allt hefur geng-
ið í haginn hvað varðar plöt-
ur, sérstaklega þær tvær
fyrstu sem hafa selst í millj-
ónum eintaka á milljóna
eintaka ofan. En utan sviðs,
ef svo má segja hefur ýmis-
legt, eða flest, farið úrskeið-
is. Á það einkum og sér í
Jagi við um söngvarann,
Scott Weiland, sem hefur átt og á enn við eiturlyfjavanda að
stríða. Og þótt hann hafi örlítið rétt úr kútnum þannig að þessi
plata varð gerleg, sjá yfirvöld ekki aumur á honum og verður
hann að dúsa í tugthúsi fyrir vikið. N4 er í senn hrá og
margræð, á köflum grfpandi, en líka fráhrindandi, fyrir ein-
hverja a.m.k. semsagt um margt svípuð fyrri plötunum. Harðir
aðdáendur hafa samt tekið henni vel og fýlgja sínum mönnum
þrátt fyrir andstreymið. En kannski verður þetta sú sfðasta frá
Stp.
STONE TEMPLE PILOTS
★
Joe Strummer - Rock art & the x-ray style
Blanda
Gamli Clashgítarleikarinn Joe
Stummer hefur komið viða
við eftir endalok pönkgoð-
anna, m.a. unnið mikið í
hljóðveri, gefið út plötur und-
ir eigin nafni og starfað með
öðrum þar sem veran í Pogu-
es reis einna hæst. Á þessari
nýju plötu, sem kom út fyrir
eigi löngu, er nú lítið sem
minnir á gamla pönkarann,
nema ef vera skyldi smá
reggaetaktar. Annars er þessi
plata blanda af poppi og
rokki, sem kannski svolítið minna á Pogues á stöku stað. Alveg
þokkaleg plata, en markar ekki beinlínis nein tímamót.