Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 12
28 - LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 Hersteinn Pálsson, þýðandi. Hörkuspennandi, söguieg skáldsaga er greinir frá ævi og örlögum Charles-Henris Sansons, böðuls Parísarborgar, sem uppi var á einhverjum mestu umbrotatímum Frakklands, fyrir og um stjórnarbyltinguna 1789. Sagan gerir frábær skil bæði takmarkalítilli grimmd mannskepnunnar og þeim eldheitu tilfinningum, ást og hatri, sem tvær manneskjur geta borið hvor til annarrar. Jafnframt veitir hún innsýn í þjóðfélag á barmi borgarastyrjaldar og hvernig byltingin mikla í Frakklandi endaði með því að eta sín. Á flótta frá illmennum Napóleonsskjöl- in er spennusaga sem reynir ekki að vera neitt annað en hún er. Og það er einn af kostum henn- ar. Lesandanum er strax í bytjun ljóst að hann er að lesa afþrey- ingarbók sem á ekki að taka of hátíðlega, henni er eingöngu ætl- að er að skemmta honum. Kunn- ingi minn einn, aðdáandi spennu- sagna, sem las þessa bók sér til ánægju, sagði mér að hún minnti á bækur Jack Higgins en á þeim höfundi kann ég reynd- ar engin deili. Eg skemmti mér vel við lestur Napóleonsskjal- anna enda eru atburðir hinir æsilegustu. Aðalpersóna þessarar bókar, Kristín, starfar í utanríkisráðuneytinu og er í miklum vanda stödd eftir að hún fer að grennslast fyrir um dularfulla atburði á Vatnajökli. Brak flug- vélar frá lokum seinni heimsstyijaldar fínnst á jöklinum og valdamiklir menn leggja ofuráherslur á að halda fundinum leyndum. Hvers vegna opinberast í framhaldi sögunnar og skemmtilegri lausn sem sett er í sögulegt samhengi. Á 278 síðum er aðalpersónan á stöðugum flótta frá illmennum sem vilja bæta henni í hóp fórn- arlamba sinna. Bókin er full af æsilegum og ævintýralegum at- burðum, morðum og misþyrm- ingum. Agæt blanda fyrr spennu- fíkla. Galli þessa verks liggur helst í frásagnaraðferð sem er stundum klúðursleg. Atburðum er lýst fyrir lesandanum af alvitrum sögu- manni en örskömmu síðar er per- sóna að lýsa nákvæmlega sömu atburðum fyrir annarri persónu í samtali þeirra á milli. Þarna verð- ur endurtekning sem hægir óþarflega á verkinu. Þetta er of orðmörg saga og hana hefði þurft að þétta með niðurskurði á texta. Dagbókarbrot flugmannns eru vel gerð og góð viðbót í söguna. En besti kaflinn er sá síðasti og það er dramatískari þungi í hon- um en öðrum þáttum sögunnar. Þegar maður les sög- una finnst manni stundum eins og mað- ur sé að horfa á kvik- mynd. Það kæmi mér svosem ekkert á óvart ef Vöku-Helgafells menn tilkynntu í ná- inni framtíð að þeir hefðu selt Sigurjóni Sighvatssyni kvik- myndaréttinn að bók- inni og vonir stæðu til að Julia Roberts tæki að sér aðalhlutverkið. Þótt ég hefði kosið að þessi bók hefði fengið grimmari yfírlestur í hand- riti þá get ég engan veginn horft framhjá því að höfundi tekst vel að skapa spennu og fá lesandann til að fletta áffam. Og meðan á lestrinum stendur skemmtir mað- ur sér vel. NAPÓLEONSSKJÖLIN Höfundur: Amaldur Indriða- son Útgefandi: Vaka - Helgafell BÆKUR Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar „Ég skemmti mér vel vió lestur Napóieonsskjai- anna enda er atburða- rásin hin æsilegasta." Náttúrulegar afurðir Hljóðfæri, leikföng og handunnin jólakort eru meðal muna á jóla- markaði Sólheima, sem opnaður hefur verið að Laugavegi 77 í Reykjavík. Á jólamarkaði Sólheima gefst fólki tækifæri á að sjá og kaupa handverk vinnustaða og íbúa Sól- heima í Grímsnesi, en á Sólheim- um er 100 manna vistvænt byggðahverfi. Þar hafa fimm fyrir- tæki komið sér fyrir sem leggja áherslu á handverk, endurvinnslu og náttúrulegar afurðir, m.a. með lífrænni ræktun. Varningurinn á jólamarkaðin- um er Ijölbreyttur, þar má finna hljóðfæri á borð við lýrur og vind- hörpur, skrautmuni úr tré og Kertastubbarnir verða að verðmætum. Afjólamarkaði Sólheima. vefnaði og margskonar matvöru s.s. marmelaði, sultur, tómatsósu og Chutney. Hálft áttunda tonn af kertastubbum á árí Eitt af því sem athygli vekur á markaðinum eru endurunnin kerti og það sem meira er, gestir geta sjálfír fengið að steypa eigin jólakerti. Kertagerð Sólheima og Olís hafa í eitt ár unnið að söfn- un kertaafganga og afraksturinn er sjö og hálft tonn. Þeim tonn- um hefur verið breytt í verðmæti með því að steypa ný kerti. Sam- kvæmt upplýsingum Kertagerðar- innar reynast þau ekki síðri en önnur kerti. Því er full ástæða til að gefa þessari framleiðslu gaum sem sparar gjaldeyri og urðunar- kostnað og veitir ýmsum vinnu sem ekki eiga margra kosta völ. ...............*...... - GUNi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.