Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 17

Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 17
Xfc^wr: LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 - 33 í) J LArJL Bretarnir koma Sögulegt augnablik á hernámsdaginn er fyrsti Bretinn stígur á land. Hér sést hann, Humphrey Quill majór með hjálm á höfði, heilsa breska ræðismanninum, að öllum líkindum John C. Bowering. Afhálfu íslendinga voru skáld og rónar hins vegar einna fyrstir á vettvang. Tíðindin um hernámið gerðu Adolf Hitler verulega gramt í geði eins og Þór Whitehead upplýsir I bók- inni Bretarnir koma. Þór Whitehead hefur undanfarna þrjá áratugi rannsakað ísland í síðari heimsstyrjöldinni, skrifað um efnið bækur og nú fyrir jólin bættist ein bók í safnið. „Bretarnir koma“ er nýútkomin hjá Vöku-Helgafelli en þar segir Þór frá hemámi Breta á íslandi. Hér birt- um við glefsur úr bók- inni, m.a. þar sem fjallað er um svarta listann svo- kallaða sem njósnafor- ingjar Bandamanna settu saman til undir- búnings handtökum á tæplega 700 meintum andstæðingum þeirra hérlendis... í anda Peters Sellers Það hefur verið sagt um leiðang- ur Breta til að hernema Island að hann hafi verið í anda Peter Sell- ers. Og víst er um að mitt í þess- ari geigvænlegu alvöru urðu mörg skopleg atvik. Má þar nefna að minnstu munaði að öll leyniskjöl þýska ræðismannsins á íslandi kæmust ósködduð í hendur Breta vegna þess hve lengi var verið að spenna magabelti á þjón ræðis- mannsins, en hann var sá eini sem kunni að fara með kamínur hússins. A elleftu stundu var brugðið á það ráð að bíða ekki öllu lengur og brenna skjölin í baðkari ræðismannsins og heiðri Þriðja ríkisins var bjargað fyrir horn. Þegar hernámið átti sér stað var hluti lögregluliðs bæjarins austurá Laugarvatni við skotæf- ingar. „“íslenski herinn", eins og Beykvíkingar kölluðu þá félaga í gamni, hafði sofið vært að Laug- arvatni, þegar innrás hófst, en bíl- stjóri, sem sloppið hafði ffá Reykjavík, áður en Bretar lokuðu bænum, hafði flutt þeim fréttina um hernámið." Lögregluþjónamir snöruðust við þessar fregnir upp í rútu og héldu til Reykjavíkur. „Lögregluþjónarnir þrettán höfðu sungið hástöfum á leiðinni í bæinn, eins og þá tíðkaðist í rútuferðum. Hittist svo á, að þeir sungu Eldgamla Isafold, þegar rútan rann yfir Elliðaárbrúna, en lagið við þetta rammíslenska ljóð er þjóðsöngur Breta, God Save the King. Þegar bresku brúar- verðirnir heyrðu sönginn, ruku þeir að sögn lögregluþjóna allir sem einn í réttstöðu! „Islenski herinn“ fékk því virðulegar mót- tökur frá innrásarliðinu." Hitler vildi hertaka ísland Löngum hafa verið á kreild sögu- sagnir um áform Hitlers um að hrifsa Island úr höndum Brcta. Þetta er staðfest í Bretarnir koma; Hitler hafði vissulega hug á að sölsa undir sig þetta drauma- Iand æskuáranna og sveið að Bretarnir skyldu verða á undan. Um þetta segir Þór og byggir m.a. á gögnum úr innsta hring Þriðja ríkisins: „Adolf Hitler brást ókvæða við, þegar hann ffétti af hernámi Is- lands 10. maí: Við áttum að taka ísland en ekki Bretar! var inntak- ið í reiðilestri hans yfir herforingjum í leynibæki- stöðinni Felsennest, Klettabyrgi, í Eifel-fjall- lendinu suðvestur af Köln.“ Hvemig gat her- nám eylands lengst norð- ur í höfum reitt foringj- ann til reiði, þegar hann seildist til yfirráða á öllu meginlandinu vestan- verðu?“ Warlimont [ofursti í herráðinu] segir, að Hitler hafi verið kappsmál að ná fslandi á sitt vald af tveimur ástæðum: Hann hafi ætlað að hindra, að herlið annarra ríkja, væntanlega Bretar eða Bandaríkjamenn, næði fótfestu á Islandi á undan Þjóðveijum, og viljað koma hér upp flug- bækistöðvum til vemdar kafbátum á Atlantshafi. Hitler Iét ennfremur að því liggja, að hemám Nor- egs væri aðeins fyrsti liður í stórfenglegri áætlun hans um að króa Breta af úr austri og vestri. Næst ættu Þjóðverjar að hrifsa til sín ísland og írland, loka þannig hringnum um Bret- Iandseyjar og herða því næst að þeim á sjónum." Gerð var nákvæm áætlun um töku Islands, sem Hitler batt von- ir við,svokölluð Ikarus-áætlun. Henni er nákvæmlega lýst í bók Þórs Whitehead og sömuleiðis af- drifum þessarar draumsýnar Hitlers um Island sem útvörð Þriðja ríkisins. Harmleikur á hafínu Óttinn við mögulega innrás Þjóð- verja lá stöðugt í loftinu á stríðs- árunum. Landsmenn óttuðust að þeirra biðu sams konar örlög og Norðmanna og Dana. Og yfir- menn brcska hemámsliðsins vissu sem var að varnarmáttur þeirra á íslandi var næsta lítill. Snemmsumars 1940 varð saklaus misskilningur á símtali tveggja vinkvenna austur á fjörðum til að setja allt á annan endann. Bretar töldu þá að Þjóðveijar væru gengnir á land í Loðmundarfirði og von á öðru verra. Tveir af stærstu tundurspillum flotans, Renown og Repulse voru því kall- aðir á vettvang til að leita þýska innrásarliðsins en þeirra var þó sannarlega þörf- annars staðar eins og sakir stóðu. Bretar voru þá í óða önn að flytja lið sitt frá Noregi eftir að hafa beðið lægri hlut þar: „Eitt af síðustu skipunum til að búast til brottferðar frá Noregi var flugvélaskipið Glorious hemum vernd við brottflutning- inn og var nú falið að flytja heim liðsmenn breskra orr- ustuflugsveita, sem barist höfðu við ofurefli þýska flughersins á norðurslóðum. I vændum var orr- usta um Bretland og menn hættu lífi sínu við að lenda nýjustu orr- ustuflugvélunum á skipsljöl úti fyrir ströndinni. Sfðan lagði gam- alt og lúið flugvélaskipið af stað til Bretlands í hægu veðri en nokkurri undiröldu. A meðan tvö af máttugustu bryntröllum heimsveldisins óðu Austljarða- þokuna þessa nótt, fékk Glorious aðeins tvo tundurspilla til fylgdar, Ardent og Acasta. Þeir gátu varið flugvélaskipið fyrir kafbátum, en máttu sín lítils eða einskis gegn bryndrekum óvinanna. Glorious gat beitt tundurskeytaflugvélum sínum til varnar, en þeim var ekki haldið á lofti, og aðeins ein slík vél var til taks á flugþilfari.“ Þetta var tækifæri sem þýskir sjóliðsforingjar létu sér ekki úr greipum ganga. Þýsku orrustu- beitiskipin Scharnhorst og Gneisenau siikktu þar Gloriousi og báðum bresku tundurspillun- um. „Ahyggjur flotastjórnarinnar af öryggi Islands og ákvörðun henn- ar um að láta tvo af öflugustu bryndrckum sfnum elta uppi týndu skipin réð að öllum líkind- um mestu um það, að Glorious sigldi næsta óvarinn frá Norður- Noregi. Enda þótt orðasveimur um Loðmundarfiarðarinnrásina ............, I hefði ekki dregið Renown og Repulse inn f Austfjarðaþokuna 7. júní, hefði það engu breytt. Bryndrekarnir voru komnir svo langt vestur í Atlantshaf í elting- arleik sínum, að Jieir hefðu ekki náð á vettvang í Ishafinu 8. júní. Flotastjórnin sýndi raunar enga tilburði til þess að kveðja þá til verndar síðustu skipalestunum frá Noregi. Eflaust hefðu þeir því verið látnir skarka eitthvað áfram við leit út af suðausturströnd ís- lands, jafnvel þótt orðrómur um innrás í Loðmundarfjörð hefði ekki dregið þá til Austfjarða. Eng- inn getur heldur fullyrt, hver leikslok hefðu orðið, ef Renown og Repulse hefðu fylgt Glorious. Eitt er vfst, að breska flotastjórnin sá ekki út úr „þoku stríðsins“, þegar hún brást við skeytinu frá Prunellu og upphófst röð tilvilj- ana, sem hélt bresku drekunum föstum við ísland, á meðan 1515 manns létu lífið úti fyrir Noregs- ströndum." Svarti listinn Á þessum válegu tímum var grunnt á tortryggni í garð þeirra sem sýnt höfðu Adolf Hitler og þýskum nasistum of mikinn áhuga fyrir strið. Talin var hætta á að í þeirra hópi leyndust ein- hveijir sem byggju í haginn fyrir mögulega þýska innrás. Bretar Þór Whitehead. komu því brátt upp öflugu njósna- og uppljóstrunarneti. lnnan skamms höfðu safnast upplýsingar um u.þ.b. 700 ís- lendinga sem taldir voru and- snúnir Bandamönnum og hættu- legir ef til innrásar Þjóðvcrja kæmi. Svarti listinn birtist opin- berlega í fyrsta sinn í Bretarnir koma og trúlega koma ýmis nöfn, sem þar er að finna, á óvart. Á listanum eru m.a. nöfn ráðherra og alþingismanna, borgarstjóra, bankastjóra, dómkirkju- og frí- kirkjupresta, skálda og lista- manna, skólastjóra og marga sem töldust standa framarlega í at- vinnulífi landsins, auk fjölda ann- arra. „Þegar litið er yfir nöfn mörg- hundruð íslendinga á Z-listanum, vaknar sú spurning, hve margir þeirra hefðu raunverulega viljað gerast hjálparmenn þýsks innrás- arliðs, njósnarar Þjóðveija eða kvislingar hernámsstjórnar. Þeirri spurningu verður auðvitað aldrei svarað með vissu. Oll rök hníga þó að því, að fáir menn hefðu vilj- að ganga erinda Þjóðverja á þann hátt, sem Bandamenn ætluðu. Z- listinn verður því að teljast glögg- ur vitnisburður um óhóflega tor- tryggni og ókunnugleika útlendra hermanna, en öllu Iakari heimild um vilja og ásetning meirihluta þeirra manna, sem Bandamenn skráðu á svarta Iistann." í bókinni er fjallað um aðföng njósnadeilda heijanna. Kemur þar m.a. fram að allnokkur fjöldi íslendinga gerðist fúslega upp- ljóstrarar Breta. Misjafnt var hvað þeim gekk til, t.d. hugsjónaástæð- ur og í sumum tilvikum fégræðgi. Jafnvel var til í dæminu að við- komandi léti stjórnast af óvild í garð eins eða annars. „Hér virðist það lfka hafa gerst, sem oft hendir í furðuheimum njósna, að menn sýndu miður heiðarlegum erindrekum og tíð- indamönnum traust í góðri trú. Þó að menn áttuðu sig á því um síðir, að traust þeirra væri óverð- skuldað, tregðuðust þeir við að segja njósnamönnum upp þjón- ustu vegna skorts á öðrum betri og ótta við að þeir yrðu sjálfir að svara til saka fyrir rangar upplýs- ingar." Inn á svarta listann rötuðu því nöfn margra íslendinga sem í raun voru hliðhollir Þjóðveijum og hefðu fúslega greitt götu þeirra ef til innrásar hefði komið. En þar voru einnig nefndir menn sem voru hreint engir andstæð- ingar Breta: „Meinið var, að öryggisliðar Bandamanna töldu, að flestallir íslendingar, sem einhvern tíma hefðu sýnt nasisma eða Þriðja ríkinu samúð eða stuðning, styddu Hitler í striðinu og vildu vinna Bandamönnum tjón. Á bekk með þessu fólki skipuðu þeir síðan ýmsum mönnum, sem virðast hafa unnið sér það eitt til sakar að nema í Þýskalandi, versla við Þjóðvetja eða vera Bandamönnum ósammála um einhver ágreiningsefni í samskipt- um þeirra við landsmenn. Þess hefði mátt vænta, að íhaldsþing- maðurinn Roy Wise, yfirmaður breska öryggisliðsins, sýndi því nokkurn skilning, að margir ís- lenskir hægrimenn hefðu um eitt skeið glapist til að telja Þriðja rík- ið varnarvirki gegn framsókn kommúnisma og Sovétríkjanna í Evrópu og óskað eftir vinsamleg- um samskiptum við Þjóðverja, eins og hann sjálfur og meirihluti breska Ihaldsflokksins undir for- ystu Chamberlains. En stríðið þoldi engin frávik og Wise kann að hafa þurft að sanna fyrir sjálf- um sér og öðruni, að hann væri nú engu deigari í baráttunni gegn nasistum en hver annar. Bretar fengu eldd skilið, eins og Ragnar Stefánsson gagnnjósnaforingi orðaði það, að íslendingar vin- samlegir Þjóðverjum væru ekki nauðsynlega óvinir Bandamanna. Væru menn ekki á móti óvina- þjóðinni, töldust þeir standa með hcnni.“ Islensk börn og breskir hermenn. Samskipti landsmanna og hermanna voru mikil á árum hernámsins og meðýmsu lagi. Sumir þættir þessara samskipta voru ekki að allra skapi en á heildina litið þótti sambúðin takast einkar vel. Stríðsgeigurinn hrjáði báða aðila og báðir óttuðust að ísland kynni að dragast enn frekar inn íhildarleik stríðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.