Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 10
LÍFÍÐ í LANDINU ^ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 Aö loknum tónleikum í Amsterdam með Önnu Guðnýju Guðmundsdótt- ur píanóleikara. „Stóru gullmolarnir" Jóhann Már og Matthías Birgir eru báðir á kafi I tónlist. „1/ið vorum ung svo heppin að ramba á margskonar bók- menntir um mannrækt og reyndum snemma að greina kjarnann frá hisminu í sambandi við okkar eigin tilveru.“ --------- Stundum fer fjöi- skyldan í tónleika- ferðir um heiminn en hér er hún í fríi í Marokkó. Frönsku Alparnir um páska. Hljómar úr flautukonsert ber- ast út í vorið og ungur frans- maður staldrar við: „Einstakir tónar“ hugsar hann og bíður eftir að dyr opnist. Við blasir íslensk hippastelpa í röndótt- um sokkum. Þau taka tal sam- an og því tali hafa þau ekki slitið enn þótt tuttugu ár séu liðin. Parið er Guðrún S. Birg- isdóttir og Martial Nardeau flautuleikarar. - Var þetta ekki einhvern veginn svona? Guðrún: „Jú, jú, Martial stóð á hleri.“ Martial: „Ég get alveg skrifað undir það að ég hafi orðið ástfanginn af konunni minni áður en ég sá hana. Mér fannst eitthvað trukk í þessum tónum!“ Guðrún: „Við Iærðum flautuleik hjá sama kennaranum í París en Martial var brautskráður þegar okkar örlagaríku fundum bar saman í frönsku Olpunum. Ungar stúlkur eru oft hræddar um að ná ekki að þroskast sem Iistamcnn ef þær giftast mönnum sem eru komnir Iengra á framabrautinni en þær en ég Iét það ekld aftra mér. Við Vesturlandabúar höfum of mikið af svona takmarkandi hugmyndum sem hefta fólk í að taka djarfar ákvarðanir og fylgja hjarta sínu.“ Eins og ein flauta Martial: „Við Guðrún vinnum mikið sam- an. Spilum á konsertum og kennum við sama skólann. Og við spilum ekki bara saman heldur á sömu hljóðfærin, sömu verkin. Þegar best tekst til erum við eins og ein flauta. Þetta er erfitt fyrst. Svo breytist það.“ Guðrún (mcð áherslu); „Já, það hreytist í alveg sérstakan leyndardóm.“ Martial: „En það besta sem við eigum sameiginlega er strákarnir okkar tveir, Matthías Birgir, 17 ára og Jóhann Már, 11 ára." Guðrún: „Þeir eru stóru gullmolarnir. Þó að flauturnar séu úr gulli ej ekkert ^ Við erum þjónar í þessu - Spilið þið opinherlega á aðfangadags- livöld? Guðrún (lítur á strákana): „Já, þetta er svolítið viðkvæmt mál hjá fjölskyldunni. En þannig hefur þetta alltaf verið og okk- ur finnst afar erfitt að neita fólki sem vill punta upp á messurnar á aðfangadags- kvöld.“ Martial: „Margar stéttir þurfa að vinna á hátíðum, við erum ekki ein um það. Messan á aðfangadagskvöld er mjög mik- ilvæg stund fyrir margt fólk og við erum þjónar í þessu.“ Guðrún: „Við spilum líka á nýjársnótt. Sr. Ægir innleiddi afskaplega fallegan sið hér í Kópavogskirkju fyrir nokkrum árum. Hann opnar kirkjuna kl. hálf eitt fyrir þá sem hafa aðrar þarfir en fjöldinn og kjósa að setjast inn, hlýða á fallega tónlist og íhuga. Okkur fannst hugmyndin svo frá- bær að við gátum ekki vikist undan því að vera með.“ og ein flauta við þá!“ stendur eftir venjuleg, látlaus mann- það að geta orðið skrautjurt," Martial: „Við vorum ung svo heppin að eskja.“ JÓIÍn StÓlt fyrírbæri á Íslandí ramba á mareskonar bókmenntir um Martial: „Ef betta væri kennt í skóla - Nú eru iól á næsta leiti. Þurftuð hið ek „Við vorum ung svo heppin að margskonar bókmenntir um mannrækt og reyndum snemma að greina kjarnann frá hisminu í sambandi við olík- ar eigin tilveru. Tónlistin er okkar starf en það sem skiptir mestu máli er innri hamingja fjölskyldunnar." Guðrún: „Auðvitað eru allir að ein- hverju leyti háðir móttökum umhverfis- ins. En því sterkara sem skipið er því minni áhrif hefur mótbyr og annað utan- aðkomandi áreiti." Martial: „Maður leggur sig fram og af- greiðir hvert verkefni fyr- ir sig. Svo er það búið og maður má ekki hugsa allt of mikið um hvemig til hafi tekist. Stundum fær maður einhvern óþverra í blöðunum. Það þarf visst æðruleysi til að taka því.“ Guðrún: „Okkar vinnu fylgir mikil athygli sem getur verið hættuleg, en mér fannst mjög gott sem einn starfsbróðir okkar sagði. „Maður brosir og hneigir sig á sviðinu, fer svo úr konsertfötunum með kvíðanum og svit- anum í og athyglissýkinni Iíka. Þá Á íslandi eru jólin svo stórt fýrirbæri. Frakkar komast ekki með tærn- ar þar sem íslendingar hafa hælana í jólahaldi. stendur eftir venjuleg, látlaus mann- eskja." Martial: „Ef þetta væri kennt í skóla held ég margt gengi betur í einkalífi lista- manna." Þá er svo gaman að strauja Guðrún: „En þegar stórir tónleikar eru afstaðnir Iéttir óneitanlega öllum á heim- ilinu. Þá finnst mér svo gaman að strauja! Maður er húinn að vanda sig einhver ósköp og viðhafa ítrustu nákvæmni, þá er alger hamingja að strauja eina skyrtu. Sum úrvinnsla er líka ótrúleg. Það syngur í undirmeðvitundinni og mann dreymir tónlist. Ég er búin að vera að syngja síðustu nætur þetta franska barokk sem við fluttum um síðustu helgi!“ Martial: „Já, barokkið okkar er ævintýri sem þarf svolítið „klikkað" fólk í. Þar verður allt að vera sem upprunalegast. Maður setur ekki plexigler í torfbæ.“ Guðrún: „Barokkið er eitt af þeim blómum á menningarakrinum sem þarf að fá að dafna. Með úthaldi og alúð ætti S>að að geta orðið skrautjurt," lólin stórt fyrirbæri á Islandi - Nú eru jól á næsta leiti. Þurfluð þið ekki að samræma ykkar jólasiði þegar þið hófuð húskap? Matial: „Jú, á Islandi eru jólin svo stórt fyrirbæri. Frakkar komast ekki með tærn- ar þar sem Islendingar hafa hælana í jóla- haldi. En þar eru auðvitað ýmsir siðir sem ekki þekkjast hér. Til dæmis er bakað sérstakt brauð sem er eins og 8 í laginu og er mjög gott með kakói og á aðvent- unni eru búin til ljósker úr sykurrófum. Annars er minna föndrað í Frakklandi en hér nema þar er föndrað með matinn. Jólin byrja um miðnætti á jólanótt og þá eru borðaðar 6-7 rétta máltíðir og jóla- pakkarnir eru teknir upp að morgni jóla- dags. Stundum var nú lítið hægt að sofa áður!“ Guðrún: „I París verður aldrei þögn og helgi eins og hér enda er þar Ijöldi fólks frá ólíkum menningarheimum. En mér finnst mjög jólalegt í París og máltíðirnar hjá Frökkum eru engu líkar. Eg var dálít- ið einmana fyrstu jólin mín þar. Starfs- maður íslenska sendiráðsins sótti mig og bauð mér í hangikjöt kl. 6 á aðfangadag. Ég hélt að allt væri orðið heilagt eins og heima en þá lenti ég bara í umferðaröng- þveiti, allir að garga hver á annan og búð- irnar opnar.“ Martia( og Guðrún. „Sambandið breytisj íalveg sgrstakan leyndardóm." mynd: TfijUR. GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.