Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 14

Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 14
LÍF OG HEILSA Æi LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 Þegar jólin fara í hönd gerir fólk yf- irleitt betur við sig í mat en aðra daga. Sumu fólki hættir til þess að borða yfir sig. Þetta getur jafn- vel verið vanda- mál. Trausti Valdi- marsson, læknir á FSA, ráðleggur fólki að gæta hófs í mat og drykk nú sem endranær. Trausti Valdimarsson læknir ráðleggur þeim sem hafa áhyggjur af ofáti um jólin að slaka á, hreyfa sig meira og borða hollan og góðan mat. mynd: brink mikilvægt. Megr- unarkúrar þar sem fólk borðar mjög lítið og einhæft fæði geta hægt á brennslunni og varar Trausti við slíkum kúrum. „Þetta er eiginlega spurning um líf- stfl. Þeir sem eru þungir á sér hreyfa sig oftast minna og hægar en hinir léttu og brenna því færri hitaeingin- um. Taka frekar lyftuna en tröpp- urnar og bílinn frekar en göngut- úrinn. Þess vegna geta léttu einstak- lingarinr borðað meira. Þeir brenna fleiri hitaeining- um. Matarlystin er Jafnvægi nauðsynlegt „Almenn lifsspeki er að ganga varlega um gleðinnar dyr,“ segir Trausti og minnir á gamla speki úr Hávamálum. Hjarðir það vita nær þær heitn skulu og ganga þú af grasi, en ósvinnur maður kann æva-gi síns um mál maga. Þetta merkir að féð veit hvenær það á að ganga úr haganaum en óvitur maður kann sér ekki maga mál og borðar þar til hann verður veikur. Bundið í ættir Skortur á mat var vandamál mann- skeppnunar í mörg hundruð ár en svo hafa hlutirnir snúist við. Trausti segir að að mennirnir hafi hreyft sig mikið meira áður og þá hafi offita verið sjaldgæf, nema hjá þeim ríku. „Það var gjarnan velmegunarmerki að hafa góða ýstru. A þessari öld hafa æ fleiri getað borðað nægju sína í hvert mál og mannskepnan þarf ekki að hreyfa sig eins mikið. Við höfum bíla, lyftur og önnur tæki til þæg- inda. Frá því forfeður okkar bjuggu í hellum eða í skóginum og þurftu að herj- ast fyrir lífinu er okkur það kannski nátt- úrlegt og eiginlegt að hreyfa okkur sem minnst og borða sem mest. Og safna forða til hörðu áranna." Stundum er talað um matarfíkn en Trausti segir það bara vera þannig að ákveðnir einstaklingar geri allt í óhófi. „Það er líka til fólk sem að þykir bara matur góður. Það getur líka verið skráð í genin. Einnig getur uppeldi haft mikil áhrif. Menn halda áfram að borða eins og þeir eru aldir upp við. Það er hinsveg- ar alltaf deilt um hvað eru erfðir og hvað er umhverfi. Þetta getur verið bundið í ættir,“ segir Trausti. Matarlyst einstaklingsbundin Jafnvægi í brennslu og matarinntöku er einnig ákaflega einstaklingsbundin. Sumir hafa meira gaman að því að borða en aðrir, eru sífellt að hugsa um mat, eru matarfíklar. Margir taka skorpur í ofáti en slíkt veldur yfirleitt ekki offitu. Það eru margir sem sukka í mat og fitna kannski og eru svo marga mánuði að ná þessu af sér. Þetta er kannski eins og alkóhólismi. Sumir detta í mat og er kannski fremur hættara við því um jól- in,“ segir Trausti. Hann bendir á að það séu til megarandi lyf en segist ekki mæla með þeim. Þau geti hjálpað þeim sem breyta mataræðinu og lífstíl sínum um leið. Trausti segir að það séu engar patent lausnir til fyrir fólk sem á við vandamál að strfða í sambandi við mataræði. Það sé þá helst bara að reyna að breyta lífstílnum og borða hollari fæðu og hrey- fa sig meira. -PJESTA Tilganaslaust að teygja tyrir æfingar Ef marka má niðurstöður ástralskra rann- sókna minnkar það ekki slysa- hættu að teygja vöðva fyrir æf- ingar. Um rann- sóknina má lesa á fréttavef Reuters. Það voru vísindamenn við há- skólann í Sidney sem gerðu rannsóknina í samvinnu við Rod Pope, yfirþjálfara ástralska hersins. Hann fékk 2600 her- menn til þess að taka þátt í rannsókninni. Hluti þeirra var látinn teygja sérstaklega fyrir líkamsþjálfun og annar hluti sleppti teygjunum. Alagsmeiðsl voru síst færri meðal þeirra sem teygðu en hinna. Rod Pope segist halda að það geti gert illt verra að teygja kalda vöðva en ráðleggur mönn- um að teygja vel eftir líkamsþjálf- un sérstaklega ef fólki hættir til þess að fá stengi. Reykingar auka hættu a kvíðaköstum Alltaf hrannast upp fleiri og fleiri ástæð- ur fyrir því að fólk ætti ekki að soga að sér tóbaksreyk. Þeir sem reykja eru í meiri hættu að fá kvíðaköst en hinir sem ekki Iifa í mökk. Hinsvegar virðist það draga úr líkunum að láta af þessum leiða vana. Að minnsta kosti þriðjungur fullorðinna upplifir kvíða á hverju ári. Einkenni kvíðakasta lýsa sér í því að fólk verður andstutt, fær yfir höfuðið, hjartað slær hraðar, svitaköst og fólk finnur fyrir al- mennri vanlíðan. Hugsanleg skýring gæti legið í áhrifum nikótíns á heilann. Sam- bandið milli reykinga og kvíða virðist vera einhliða. Þeir sem ekki reykja en finna stundum fyr- ir kvíðaköst- um virðast ekki fá löng- un til þess að soga að sér tóbaksreyk. Draumórar hugsa um allt annað. Hún á sér uppáhalds kynferðisdraum um stórhættulegan, kolsvartan kyn- lífsfíkil, sem er búinn að binda hana upp við staur og hyggst halda henni sem kynlífsleikfangi í einhverja daga. Venjulega æsist hún svo mikið við þessa mynd að hún nær sfnu hámarki þegar kyn- lífsfíkillinn er rétt byrjaður að hvísla að henni hvað hann ætli sér að gera við hana. ÓIi og Jóna eru sérstaklega ánægð í sínu sambandi og fá sínum kynferðis- legu þörfum fullnægt hvort með öðru - órarnir koma því ekkert við, og þau ræða meira að segja af og til um órana og nota þá til að auðga sitt góða og skemmti- lega samlíf enn frekar. Blygðun, blygðun, burt meo þig! Okkar innbyggða blygðunar- kennd veldur því hins vegar að við getum ekki öll sæst við okkar kynferðislegu drauma og veitt mótaðilanum hlutdeild í þeim. Oft er um að ræða einhvers kon- ar tabú, eitthvað,sem okkuj;,|ht;f- ur verið innrætt að sé ljótt og sóðalegt en verður þá auð- vitað einstak- lega spennandi fyrir vikið. Þetta getur átt við um endaþarmssam- farir, fjöldasam- farir, þvingun, fjötra, kynlíf gegn greiðslu, kynlíf á opin- berum stöðum og svona mætti lengi telja. Þess vegna er svona mikilvægt að muna að draumórar um eitthvað ser okkui jiytui eiu- um of dónalegt eru ekki nei- kvæður pervertastimpill heldur , ^fgnheiður Eiríksdóttir er möguleiki til að fara í skemmti- hjúkrunarfræðingur. legan leiðangur um okkar kyn- fprðislega sjálT(ehm!). ... Jóna bíður eftir "kvalara" sínum. Einhvern tíma KYI\1| IF var gerð fín rann- I I VbbII , | A /1 sokn i Amenku þar sem kom fram að fullvaxta karlmenn hugsa um kynlíf allt að sex sinnum á mínútu. Eitthvað stóðu konurnar í rannsókninni körlunum að baki, enda land- lægur andskoti þar eins og víðast hvar á þessu hveli jarðar að kon- um sé ekki Ieyfilegt að vera neitt voðalega kynferðislegar hvorki í hugsun, tali, né gjörðum. Svo- leiðis konur eru álitnar sóða- stelpur og algerlega óalandi og óferjandi. Karlarnir hafa aftur á móti leyfi til að láta testósterónið flæða út úr hverri svitaholu og digurbarkast endalaust um of- boðslega kyngetu sína á hveiju bílaverkstæði í bænum. Kannski finnst frjálslegum lesendum mín- um ég draga upp einstrengings- lega mynd—en trúið mép, þetta er alls ekki Qarri sannleikanum og árið tvö þúsund næstum komið. Að mínu viti er semsagt löngu kominn tími til að viðurkenna að fullorðið fólk stundar kynlíf, því finnst það gott, það á heimtingu á góðu kynlífi (hvort sem er í ein- rúmi eða félagi við aðra) og það hugsar svo sannarlega um kynlíf. Sagan af Jónu og Óla Kynferðislegir draumórar eru rík- ur þáttur í kynferðislegri örvun bæði karla og kvenna. Það er vert að undirstrika að við erum hér að tala um draumóra (fantasíur), sem þurfa alls ekki að fela í sér þrá um að eitthvað sem gerist þar gerist í raunveruleikanum. Hér eru ákveðin SKIL milli drauma og raunveruleika - höfum það á hreinu. Óla dreymir um að Iáta tvær belgmiklar konur nauðga sér og sú ímyndun hans klikkar aldrei þegar mikið liggur við og skilar sér í miklum æsingi og stórri stinningu. Þegar Jóna kona Óla tekur mót lostafullum atlot- - um haws-er'hún hins vegar að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.