Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 16

Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 Fluguveiðar að vetri (148) Jólagjöf fluguveiðimannsins Hvað er íjólapakka fluguveiðimannsins? Stefán Jón Hafstein gefur góð ráð, bæði þeim sem ætla að gefa og þiggja um þessi jól. I sumar hringdi í mig gömul vinkona sem var í smávegis vandræðum. Hún og dóttir hennar ætluðu að slá saman í gjöf handa eiginmanni og föður. Gjöfin átti að vera fyrsta fluguveiði- stöng mannsins. Eg bað hana að sleppa því. Flugustöng er nefnilega svo persónuleg og náin hverjum manni að hann þarf að velja hana sjálfur. Vinkona mín var ekki á því að það væri gott ráð. Ég varaði hana þá við því að góð stöng væri dýr, og það borgaði sig ekki að kaupa lé- lega. Vissulega brá henni þegar ég sagði að ekkert vit væri í stöng sem kostaði minna en 17-20 þúsund kall, fyrir mann sem væri heltekinn af ástríðunni. En þetta endaði vel: þær teygðu sig í efri mörk gjafar. Ég sagði þeim hvaða stöng þær ættu að kaupa. Þær fengu vil- yrði fyrir því að hann mætti skipta, sem hann gerði, því ég hafði ekki séð fyrir ákveðna sérvisku þessa ágæta vinar míns. Svo braut hann stöngina í haust, en það var svo sem ekki það versta, stöngin er í ábyrgð. Nú beini ég orðum mínum að þeim sem ætla kannski að gefa flugustöng í jólagjöf: Ekki. Nema gagnkunnugur fjölskylduvinur úr heimi fluguveiða ráð- leggi og hægt sé að skipta. Hvað þá? Það eru ekki allir sem hafa efni á að gefa góða stöng, þótt þeir vissu hvaða stöng það ætti að vera. En fátt er „til- valdara" í pakka handa fluguveiðimanni en eitthvað sem tengist ástríðu hans? Nei. Svo er nefnilega ekki. Þetta er al- geng hugsanavilla óinnvígðra. Flugu- veiðar eru mikil persónuleg upplifun, og stór hluti af þeim cr sérviska. Gjafir ut- anaðkomandi aðilja eiga til að fara mjög á skjön við óskir. Vegna þess að nú nálgast jól og í hönd fer mesta verslunarhelgi ársins eru hér ráð til allra sem ætla að gefa fluguveiði- manni jólagjöf. Obeint eru þetta ráð til fluguveiðimanna um hvers þeir ættu að óska sér, ef beðnir um það af maka, börnum eða vinum. 1) Ekki kaupa blint. Þeir sem ætla að gefa veiðimanni gjöf ættu að kynna sér vandlega hvers hann óskar sér. Stöng er ekki bara stöng, vöðlur ekki bara vöðlur. Hvaða gerð? Hvaða efni? Því miður er ekki alltaf hægt að treysta afgreiðslu- mönnum í búðum til að setja sig inn í persónulega sérvisku hvers og eins, sem von er. Spyrjið veiðimanninn sjálfan, veiðifélaga hans, eða fjöskylduvin sem þekkir til. 2) Fluguhnýtingasett! Ef hann á það ekki er það tilvalið. Þó svo hann/hún hafi ekki hugsað sér að hefja eigin fram- leiðslu á flugum mun hann/hún fá áhuga á því, eða að minnsta kosti verða upp mér sér af því að menn telji hann/hana geta orðið fluguhnýtinga- mann. Leitið ráða um gerð, og fáið lof- orð um að skipti ef þarf. 3) Eitthvað smart! Ekki. Ekki ef veiði- maðurinn er karl. Karlar hafa mjög mikla sérvisku varðandi höfuðbúnað, vesti, belti og svo framvegis. En sé þiggjandi kona horfir málið öðruvísi við. Smart veiðihattur. Flott skyrta til að vera í á leiðinni í veiði. Veiðivesti sem valið er út frá fegurðargildi fremur en notagildi. 4) Flotta sérvöru! Ja, varlega nú. I sérverslunum fást ævintýralega góð veiðigleraugu á 15-20 þúsund kall. Veiðimaðurinn hefur ekki tímt að kaupa þau, en myndi alveg örugglega verða upp með sér að fá þau, kannski. Sama á við um ofboðslega flottan finnskan eða norskan veiðihníf, kannski. Og alls ekki kaupa eitthvert æðisgengið veiðihjól sem sölumaður bendir á. Þetta er hættusvæði sem enginn ætti inn á nema með mjög greinargóðar upplýsingar um að einmitt ÞETTA vanti. 5) Flugur? Já, fyrir börnin! Hægt er að kaupa þær í stykkjatali svo hentar hverjum sparibauk. Flugan er besti vin- ur veiðimannsins. En fyrir fullorðna eru Ilugur ekki heppileg gjöf. Það er of stór hluti af ástríðu veiðimanns að velja flugur til þess að svipta megi hann þeirri ánægju á jólunum. Já, en hvað er þá hægt að gefa? 5) Sjónauka! Lítinn handhægan sjón- auka sem passar í brjóstvasann á veiði- vesti. Af þess konar grip hef ég sjálfur mikla og góða reynslu sem veiðimaður. Þeir kosta ekki mikið og ég veit að fæst- ir veiðimenn hafa fengið sér svona grip í vestið. Hægt er að fá þá fyrir 3500- 5000 krónur og veiðimaðurinn getur að minnsta kosti haft hann til taks í hanskahólfinu í bílnum. Hér eftir verða veiðitúrar mun skcmmtilegri. 6) Myndavél! Nei. Jú, bara ef hún er nógu smá til að rúmast í veiðitöskunni. Því minni, því betri. Veiðimenn eru alltaf í vandræðum með allt þetta drasl sem fylgir þeim. Lítil handhæg mynda- vél er kjörgripur til að grípa til í skynd- ingu þegar sá stóri liggur á bakkanu, eða félagarnir fá sér kaffi eftir góða vakt. Að vísu er viss möguleiki á því að veiðimaðurinn telji sig ekki hafa neitt með svona partýgrip að gera, en hann hefur rangt fyrir sér. Berið mig fyrir því. Þvf miður eru mjög fullkomnar Iitlar vélar frekar dýrar. Munið: vélin verður að komast í brjóstvasann og helst þola útiveður. 7) Bók! Af innlendum veiðibókum mæli ég með „Veiðiflugur íslands" eftir Jón Inga Ágústsson. Kom út í hitteð- fyrra og var nokkuð dýr, en gæti hafa lækkað hressilega. Ef hún er til í fórum þiggjanda, mæli ég með „Lífsgleði á tré- fæti“ eftir Stefán Jónsson, kom út fyrir þó nokkrum árum og er perla sem allir veiðimenn njóta að lesa. 8) Stöng! Já, en varstu ekki að segja að ekki ætti að gefa stöng? Jú, þessi uppástunga er fyrir veiðandi eiginmenn, sem vilja koma konunni sinni á bragðið. Gefið henni stöng strákar. Allt fyrir jafnréttið. Og enga nísku. En. Konur hafa ekki gaman af því að fá mjög praktískar gjafir. Stöng hefur hræri- vélarígildi á vissum stöðum. Smart veiðiskyrta verður að fylgja, svona í breskum aðalskvennastíl, eða jakki, eða mjög smart húfa. Því miður, þetta verða dýr jól. Gleðileg jól! FLUGUR Æ Stefán Jón Hafstein skrifar V ( fj^KI- EÚiL H£f6uR OÝLjP F SKItlFA % .iT'lfi' SKó'oL v j 5ð«T i fiyHHi §■ 1 h. nofiö- ULL £L0- ÍZEÖ&. TITT 8l»SI flfíSKu ■s. ■ýyJzsÁM' :.:Sr-:ý£yi r..y": 7/5TÍF " 1 mm mm V hlífa v". MjúXI 1 TlHfí- n/tLun KALT ■..- Xíf/o- un 1' TOfi- vtiawt nt&Li VóVr- u#/ 1 ÍT íflluioi 0P ! HÆKXA 1 mzm Qfi'Af- 4* HR/EfiSL- uHfil r~ 'JL'AT 5 AIKAST Íjj BORflA kyW /|F- MCM ‘OTTl mœíLt Elas |Égg ítXAFuR riKoi AHDI &ÉLTI 6EL7 t m H/lRM- afi tiRA OLnA HUM0A Ti&T KJoR IS! klaka Hi SPlL 2 LEIT flSKuJt ÍRiP Tfiýrlt ÍLEVW Tól 0u 5PiLiA KVAB& 1B MHA Srfhk- LltiA ÖLkL V/fl- KV/E/ii 3 FUbT' mM MOLiT F/f-BA g|jg HE6R- uA) SftðA 1 L/ÍK KA HtrHA dfilffO GISDI fÆ£>! PlPufi. l|l| /lufiuR MUfíOA Plahta S£Fl SKL Fu&la H DRÍIFA HPiFliM, L/EtfL- IHáUfi Ro sk MJAin TÖLU WSÚrT- HtaT \'0QK1fi« ÍIEJHItJ, fitl ýrSgýý. ; - - mxm 5TEU mms &Ek- LEÍiT pu KÍMAST TIL v- SEIK OL'tKT D«y/of uft 1 KWO-l Ihltl’ 5 TARF 1 SKOfr \fi Krossgáta nr. 167 Lausn ................. Nafn................... Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 167 I krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 167), Strandgötu 31, 600 Akur- eyri eða með símbréfí í númer 460-6171. Lausnarorð 165 var „grindverk“. Vinningshafí er Guðbrandur Jóhanns- son, Nesjaskóla, 781 Hornafjörður og fær senda bókina Þögnin rofin, ör- lagaþrungnar sakamálasög- ur, eftir Kristján Pétursson. Skjaldborg gefur út. Verðlaun: Konu- hjarta eftir Maya Angelou. Skjald- borg gefur út.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.