Dagur - 10.05.2000, Page 1

Dagur - 10.05.2000, Page 1
Tala um þenslu i tvo ar 1 vxðbot Allt að 1300 1400 nýjar íbúðir. Gríðar- leg framkvæmdagleði. Vinnuaflsskortnr. Ásókn í atvinnuleyfl íýrir útlendinga. Gríðarleg framkvæmdla- og fjár- festingargleði er í þjóðfélaginu í ár. Samkvæmt spá Þjóðhagstofn- unar er talið að fjárfestingar í byggingum, mannvirkjagerð, vél- um og tækjum verði fyrir rúma f40 miljarða króna í ár. Það er um 8,4% raunaukning frá fyrra ári. Af heildarfjárfestingum er talið að hlutur íbúða sé tæpir 24 miljarðar, eða um 5% aukning frá fyrra ári. Talsmenn iðnaðar- ins og iðnaðarmanna telja að ekkert bendi til annars en að ekkert lát verði á þenslunni á byggingamarkaði næstu tvö árin ef ekkert óvænt kemur uppá. Af- leiðingar af þessari þenslu er m.a. mikill vinnuaflskortur með- Metan fær starfsleyfl „Framleiðslugetan verður fyrst um sinn um eitt megavatt en mun eftir svo sem tíu til tólf ár hafa tvöfaldast," segir Ogmund- ur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu. 1 dag mun iðnaðarráð- herra afhenda forráðamönnum Metans hf., dótturfyrirtækis Sorpu og Aflavaka hf., starfsleyfi til framleiðslu á orku úr því sorpi sem urðað er í Alfsnesi við Reykjavík. Skrefin að þessum áfanga hafa verið stigin jafnt og þétt á und- anförnum árum, en endur- vinnsla er skilyrt í starfsleyfi urð- unarstaða af þessum toga. Segir Ögmundur að innan skamms verði svo farið að framleiða orku sem nota megi sem eldsneyti á bíla. Þetta sé alsiða í rekstri urð- unarstaða til dæmis í Evrópu- löndum og Bandaríkjunum. „Við erum bjartsýn og það er mikil og stöðug þróun í þessu,“ segir Ög- mundur. — SBS. al iðnaðar- manna og því mikil ásókn í at- vinnuleyfi fyrir útlendinga. Vélamenn frá Norðurlönd- uiii Af helstu fram- kvæmdum í ár má m.a. nefna stækkun Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar, Vatnsfelfsvirkj- un og bygging risavaxinnar versl- unarmiðstöðvar í Smáranum í Kópavogi. Þá er talið að byggðar verði 1300-1400 nýjar íbúðir, eða sem nemur þremur nýjum íbúðum á hverjum degi. Sveinn H. Hannesson framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins segir að það sé áhyggjuefni að góðær- ið sé knúið áfram með erlendri skuldasöfnun. Hann telur hins- vegar að fyrirtækin sýni meiri fyrirhyggju en oft áður í sínum fjárfestingum á meðan einstakl- ingar og heimil- in safna skuld- um. Þá sé mikill skortur á iðn- aðrmönnum vegna þensl- unnar og m.a. séu jarðefnafyr- irtæki að velta fyrir sér að fá vélamenn frá Norðurlöndum. Dæmi eru um að vélar standi ónotaðar vegna skorts á starfs- mönnum. Erfitt að fá borgað Finnbjörn A. Hermannsson for- maður Samiðnar segir að miðað við verkefnastöðu fyrirtækja bendir ekkert til annars en að þessi þensla á byggingarmarkaði geti varað í tvö ár til viðbótar. Hann segir að eftirspurnin eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé svo mikil að þær seljist nánast á teikniborðinu. Hann telur þó að varnarorð Seðlabanka vegna viðskiptaahalla og þenslunnar veki mönnum ugg í brjósti. Ef eitthvað er þá telur hann helst hættu á að lánamarkaðurinn geti látið undan. Þá vekur hann at- hygli á því að fyrirtæki á sviði þjónustu- og viðhalds eigi jafn erfitt með að fá borgað fyrir vinnu sína eins og áður þrátt fyr- ir þetta mikla góðæri. Ásókn í atvinnuleyfi Vegna vinnuaflsskorts err mikil ásókn í atvinnuleyfi fyrir útlend- inga utan EES-svæðisins. Einnig er töluvert mikið um það að rík- isborgarar innan EES-svæðisins og á Norðurlöndum komi hingað til vinnu vegna góðærisins. Þess- ir einstaklingar koma bæði á eig- in vegum og fyrirtækja. Jóhann Jóhannsson hjá Útlendingaeftir- litinu segir að innflutningur á er- lendu vinnuafli hafi stóraukist í framhaldi af þenslunni. — GRH Sjá ítarlega umfjöllun á bls 12 og 13. Þensla er í byggingaiönaöi um þess- ar mundir og sumum þykir nóg um. Stóra fikniefnamáiiö sem svo hefur veriö kallað var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. í þessu gríðar- lega umfangsmikla dómsmáli eru sakborningar 19 talsins. ítarlega er fjaiiað um þetta mál á biaðsiðu 5 i blaðinu í dag, en á myndinni má sjá þegar einn sakborningurinn kemur fyrir dóminn i gær. Ástþór Magnússon. Aftur í forsetaframboð? „Á ekki roð í karliim“ „Ástþór gerir sér alveg grein fyrir því að hann á ekki roð í karlinn og við höfum þurft að ganga á eftir honum til þess að gefa kost á sér. Fyrst og fremst er Ástþór að fara f framboð málefnanna vegna og til þess að koma af stað umræðu um friðarmálin, þau mál sem honum eru kærust,“ segir Sverrir Stormsker, tónlist- armaður, sem fer fyrir hópi fólks sem nú . safnar undirskriftum meðmælenda með hugsanlegu forsetaframboði Ástþórs Magn- ússonar. Sverrir telur á tæpasta vaði sé að takist að safna nöfn- um nægilega margra meðmæl- enda, en þeim þarf að skila til kjörstjórna nk. föstudag. Engir þingmeim Þeir sem nú skora á Ástþór að gefa kost á sér í forsetaframboð eru „ýmsir almúgamenn“ eins og Sverrir Stomsker komst að orði. „Það eru engir þingmenn, prest- ar eða hæstaréttarlögmenn í okkar hópi. Við erum einfaldlega fólk sem viljurn nota okkur lýð- ræðið og skapa umræðu um það hvernig Ólafur Ragnar hefur staðið sig sem forseti síðustu ár. Til dæmis um það hvort það samrýmist þessum friðarleiðtoga sem Ólafur gaf sig út fyrir að vera að vera nú að hengja orður á allskonar hershöfðingja," scgir Sverrir Stormsker. Sverrir segir að framboð Ást- þórs eigi í raun allt undir velvilja fjölmiðlanna. „Ef umræðan fer að snúast um það hvar hann hafi aðgang að peningum og hvers vegna hann sem friðarleiðtogi gangi þá ekki um í hvítum kufli einsog Ghandi þá finnst mér lfk- legt að dragi framboð sitt til baka. Og þó svo fari ekki þá mun Ástþór bjóða sig aftur fram eftir fjögur ár því það veist þú jafn vel og ég að hann sigrar ekki Ólaf.“ Símstöðvar MATRA N&RTEL COMM JNICAIIONS Mikið úrval símstöðva frá einum stærsta framleiðanda símkerfa í heiminum. Allt frá 4 uppí 12.000 innanhússnúmer. Hafðu samband, við kynnum þér málið. M, BRÆÐURNIR QdDIOnMÍsf Glerárgötu 32 • Sími 462 3626 Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.