Dagur - 10.05.2000, Síða 11
Xfc^ir
MIÐVIKUDAGU R 10. MAÍ 2000 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Friðargæslu-
starf í uppnámi
Breskur hermadur kælir fæturna í hótelsundlaug daginn eftir komuna til
Sierra Leone.
Sameinuðu þjóöirnar
ætla að halda íriöar
gæslustarfi síuu áfram
í Sierra Leone þrátt fyr-
ir nsvífni uppreisnar-
sveitauua.
Uppreisnarmennirnir í Sierra Leo-
ne, sem hafa tekið um 500 friðar-
gæsluliða Sameinuðu þjóðanna í
gíslingu, virðast ekki hafa neitt
markmið annað en að komast til
valda og næla sér í auðæfi. Foday
Sankoh, leiðtogi þeirra, á að baki
langa sögu spillingar og ofbcldis-
verka, og sveitir hans hafa nú í
nærri áratug farið um landið með
oflældi, myrt og nauðgað og lim-
lest.
I gær kom til átaka utan við
heimili Sankohs í Freetown, höf-
uðborg Iandsins, þegar um 5000
manns söfnuðust saman þar fyrir
utan til þess að lýsa andúð sinni á
Sankoh og uppreisnarstarfi hans.
Friðargæslusveit frá Sameinuðu
þjóðunum stóð vörð umhverfis
hús hans, en eftir að mannfjöldinn
fór að kasta steinum og krefjast
þess að Sankoh verði Iíflátinn hófu
uppreisnarmenn að baki friðar-
gæslusveitunum skothríð á mann-
Ijöldann og létu a.m.k. þ'órir lífið
af völdum skotsára.
500 friðargæsluliðar
í gíslingu
Samkvæmt friðarsamkomulagi
sem gert var á síðasta ári var San-
koh og sveitum hans veitt sakar-
uppgjöf ásamt hlutdeild í dem-
antanámum og aðild að stjórn
landsins. I staðinn höfðu upp-
reisnarmennirnir Iofað að afhenda
Sameinuðu þjóðunum vopn sín og
taka þátt í frjálsum kosningum
sem meiningin er að verði haldnar
á næsta ári.
Sankoh gerir sig hins vegar ekki
alveg ánægðan með þessa skil-
mála, og virðist krefjast frekari
fríðinda íyrir menn sína, svo sem
stöður til handa foringjum sínum í
sendiráðum erlendis.
I byrjun maí dró svo til tíðinda
þegar uppreisnarmennirnir gerðu
árás á friðargæsluliða í norður-
hluta landsins og náðu 95 þeirra á
sitt vald. Nú er svo komið að um
það bil 500 friðargæsluliða er
saknað og talið er að Sankoh og
menn hans séu með þá í gíslingu.
Sankoh þvertekur þó fyrir það.
Flestir þessara friðargæsluliða eru
frá Kenía, Indlandi, Nígeríu og
Sambíu.
Fríðargæslustarf áfram
Sameinuðu þjóðirnar skýrðu frá
því í gær að ákveðið sé að Ieggja
ekki niður friðargæslustarf í Sierra
Leone. Þvert á móti verður það
eflt frá því sem verið hefur.
A mánudaginn hófu Sameinuðu
þjóðirnar engu að síður að flytja á
brott frá Sierra Leone 266 af
starfsmönnum sínum, en 55 verða
áfram í Freetown, höfuðborg
landsins.
Hundruð breskra ríkisborgara
og annarra útlendinga hafa safnast
saman á tveimur stærstu hótelum
höfuðborgarinnar og bíða þess að
flýja land ef ástæða þykir til.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, ftrekaði í
gær kröfu sína um að vel útbúið
herlið á vegum S.Þ. verði sent til
Sierra Leone.
Hópur breskra hermanna kom
þangað á mánudag og Bandaríkin
sögðust í gær vera reiðubúin til að
flytja um 700-800 manna herlið til
landsins á næstu dögum til að
sinna friðargæslustörfum. — GB
Landtökur liafnar í Kenía
KENIA - Hunduð manna í Kenía hafa sest að á tveimur bændabýl-
um í eigu hvítra bænda. Fyrirmynd þessa er greinilega fengin frá
Simbabve, þar sem fyrrverandi hermenn hafa tekið eignarnámi u.þ.b.
þúsund jarðeignir á síðustu vikum. Tveir þingmenn í Kenfa hvöttu
svarta fbúa landsins til þess að fara að dæmi Simbabve og leggja und-
ir sig jarðir hvítra bænda.
Hætt viö mótmæli
JÚGOSLAVIA - Stjórnarandstöðuhóparnir í Júgóslavíu aflýstu í gær
mótmælaaðgerðum sem halda átti í Pozarevac, fæðingarbæ Slobod-
ans Milosevic forseta. Stjórnvöld og lögregla höfðu beitt stjórnarand-
stæðinga gífurlegum þrýstingi til þess að koma í veg fyrir mótmælin
og m.a. handtekið fjölda manns. Fjölmennt lögreglulið hafði lokað
öllum vegum til Pozarevac. Agreiningur var innan stjórnarandstöð-
unnar um hvort aflýsa ætti mótmælaaðgerðunum, sem áttu að fara
friðsamlega fram.
Stasi-skjöl ekki notuð
ÞYSKALAND - Formenn þingflokka á þýska þjóðþinginu ákváðu í
gær að skjöl frá Stasí, leyniþjónustu Austur-Þýskalands, verði ekki
notuð í rannsókn á fjármálhneyksli þýska Kristilega demókrata-
flokksins og Helmuts Kohls fyrrverandi kanslara. I skjölunum eru
skráningar á hlerunum, sem meðal annars beindust að Helmut Kohl.
Lögmenn Kohls höfðu hótað lögsókn ef Stasí-skjölin yrðu notuð.
McCain styönr Bush
BANDARÍKIN - John McCain,
sem sóttist eftir útnefningu
Repúblikanaflokksins í Bandaríkj-
unum sem forsetaframbjóðandi
flokksins, hefur nú ákveðið að veita
George W. Bush ríkisstjóra stuðn-
ing sinn í kosningabaráttunni. For-
setakosningarnar verða haldnar í
nóvember næstkomandi. Bush
sagðist í gær ákaflega ánægður með
stuðninginn frá McCain. Þeir
sögðust þó enn vera ósammála um George W. Bush og John McCain.
ýmislegt, en McCain sagði þá vera
sammála um fleiri mál heldur en þeir væru ósammála um.
Verður að mæta fyrir rétt
LÍBANON - Ríkisstjórn Líbanons sagði í gær að Antoine Lahd, for-
ingi vopnaðra sveita á hernámssvæði Israelsmanna syðst í Líbanon,
verði að gefast upp og mæta fyrir rétt áður en hann geti farið fram á
sakaruppgjöf fyrir hönd Iiðsmanna sinna. Hersveitirnar hafa aðstoð-
að ísraelska hernámsliðið og notið til þess aðstoðar frá ísraelska rík-
inu, bæði vopn og herþjálfun. Lahd fór fram á sakaruppgjöf fyrir
hönd liðsmanna sinna eftir að ísraelska herliðið hverfur á brott, sem
verður einhvern tíma á næstu vikum.
Solana til Filipseyja
FILIPSEYJAR - Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusam-
bandsins, hélt í gær til Filipseyja þar sem hann ræddi við ráðamenn
um lausn á gíslatökumálinu. Mannræningjum gíslanna sem teknir
voru í síðasta mánuði tókst í gær í annað sinn að brjótast í gegnum
umsáturshring hersins og fluttu gíslana á annan stað. Talið var hugs-
anlegt að einhverjir af gíslunum, sem alls eru 21, verði látnir lausir í
dag.
■ FRÁ DEGI
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ
131. dagur ársins, 235 dagar eftir.
Sólris kl. 4.28, sólarlag kl. 22.22.
Þau fæddust 10. mai
• 1838 fæddist bandaríski leikarinn John
Wilkes Booth, sem myrti Abraham
Lincoln forseta.
• 1899 fæddist bandaríski dansarinn,
Ieikarinn og söngvarinn Fred Astaire.
• 1955 fæddist teiknimyndapersónan
Hómer Simpson, hinn eini og sanni.
• 1957 fæddist breski pönkarinn Sid Vici-
ous.
• 1960 fæddist írski rokksöngvarinn
Bono, leiðtogi hljómsveitarinnar U2.
Þetta gerðist 10. maí
• 1497 siglai Americo Vespucci til Nýja
heimsins, sem síðar var nefndur eftir
honum og kallaður Ameríka, jafnvel þótt
Kristófer Kólumbus hefði verið á undan
honum. Vespucci hafði þá verið duglegri
en Kólumbus að skrifa um ferðir sínar.
• 1924 tók J.Edgar Hoover við embætti
forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar
TIL DAGS
FBI, og gegndi því til dauðadags árið
1972.
• 1940 réðst þýski herinn inn í Holland,
Belgíu og Lúxemborg.
• 1940 sagði Neville Chamberlain af sér
sem forsætisráðherra Breta, og Winston
Churchill tók við.
• 1940 var Island hernumið af Bretum.
• 1941 sveif þýski nasistaforinginn Rudolf
Hess með fallhlíf niður til Skotlands þar
sem hann sagðist ætla að reyna að koma
á friði.
• 1976 voru fjórir menn látnir lausir úr
gæsluvarðhaldi, eftir að hafa setið inni,
flestir í 105 daga, grunaðir um aðild að
Geirfinnsmálinu.
• 1994 sór Nelson Rolihlahla Mandela
embættiseið sem forseti Suður-Afríku.
Vísa dagsins
Eins og sagir seinar á
seigar rætur híta,
allt eins rógur illra má
ástir vina slíta.
Jón Thoroddsen.
Afmælisbam dagsins
Guðmundur Jónsson óperusöngvari er
áttræður í dag. Guðmundur er þjóð-
kunnur fyrir söng sinn, en hann Iærði
söng hjá Pétri Á. Jónssyni á árunum
1941-43 og eftir það bæði í Bandaríkj-
unum og Svíþjóð. Hann hefur farið
með stór hlutverk í ljölmörgum óper-
um og komið fram sem einsöngvari,
m.a. með ýmsum kórum og með Sin-
fóníuhljómsveit Islands. Auk söngsins
hefur hann kennt söng um árabil, við
Söngskólann í Reykjavík frá 1979.
Hann var framkvæmdastjóri Ríkisút-
varpsins 1966-85.
Að gera tvennt í einu er að gera hvorugt.
Publilius Syrus
Heilabrot
Þrír ungir bræður sátu ráðþrota þegar úr-
ræðagóður öldungur kom til þeirra, ríðandi
á úlfalda sínum. Þeir sögðu föður sinn hafa
arfleitt þá að 17 úlföldum, en þeir þyrftu
að skipta þeim á milli sín þannig að sá elsti
fengi helminginn, sá næstelsti fengi þijá
fjórðu, en sá yngsti fengi einn níunda. Þeir
gátu með engu móti fengið dæmið til að
ganga upp, því ekki vildu þeir slátra einum
úlfaldanum og skipta honum þannig niður.
Oldungurinn sagðist kunna ráð við vanda
þeirra, en að launum yrðu þeir að gefa hon-
um einn úlfalda. Hver var Iausn öldungs-
ins?
Lausn á síðustu gátu: Gröf eða hola. Það
sem tekið er úr henni gerir hana að því sem
hún er.
Veffang dagsins
Borgarvefsjáin er nýjung á vefsíðum
Reykjavíkurborgar. Þar er hægt að fá upp á
skjáinn uppdrátt af götum og húsum í
Reykjavík ásamt helstu lögnum og fram-
kvæmdum eftir því sem notandi óskar:
http://broke}'. bv. rvk. is/horgarvefsja/