Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 8
8- ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
rOMtpr
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
GEIR A.
GUÐSTEINSSON
gg@dagur.is
„Galdurinn er að
gera sem minnst
en koma öllu í
verk þannig að
starf manns verði
sem óstöðvandi
elfur“
Hallur Hallsson
Keikóvinur og
kraftaverkamaður í
DV
Nemendur setja agareglur, ekki keunarar
Það vekur stundum furðu mína að það skuli verða til skólareglur í íslenskum
grunnskólum. Sérstaklega þegar agi virðist vera víðsfjarri og kennara tekst
ekki að koma námsefninu til skila til þeirra nemenda sem virkilega vilja læra.
Reglugerð er þó til, samin af menntamálaráðuneytinu þar sem segir m.a. að
skólastjóri skuli hafa förgöngu um og beri ábyrgð á að skólareglur séu settar
og reglurnar skuli unnar í samvinnu við fulltrúa nemenda og foreldra. Það er
athyglisvert að skólastjóri á að setja reglurnar í samráði við foreldra og nem-
endur en þess hvergi getið að samráð eigi að hafa við kennara eða aðra starfs-
menn skólanna. Það eru þó þeir sem eiga að framfylgja reglunum, ekki satt?
I reglunum eru líkamlegar refsingar bannaðar, hvað annað, en hins vegar
mega starfsmenn skóla neyta aflsmunar til að stöðva ofbeldi eða koma í veg
fyrir að nemandi valdi sjálfum sér eða öðrum skaða eða líkamstjóni. Þetta
þarf að tilkynna foreldrum, að vfsu eftirá, enda varla tök á öðru, eða hvað?
Fleira merkilegt má Iesa í þessum reglum, m.a. að skólastjóri skal útvega
nemenda sem hefur þurft að sæta brottreksti „viðunandi lausn“, en ef ekki
skal skólanefnd útvega viðundandi kennsluúrræði, hvað svo sem það táknar.
Sumum börnum í efsta bekk grunnskóla líður einfaldlega betur úti í atvinnu-
lífinu en glíma við námsefni sem þau ráða ekki við og leiðist óstjórnlega.
Að græða á fiílmennsku
Garri birti nýlega vísu sem fullyrt er að sé röng. Vísan
eigi að vera eftirfarandi, en hún Ijallar um það að fylgi
Reagans þáverandi Bandaríkjaforseta haB aukist svo
mikið þegar honum var sýnt banatilræði:
Fylgið er Reagan að færa í kaf
á fúlmennsku annara trúi ég hann græði
Hjörleifi veitti sko ekki af
einu slíku banatilræði.
I annari línu stóð: ... á fólskunni trúi ég hann
græði.. svo merkingunni var snúið við, þ.e. það var
sannarlega ekki fólska Reagans sem færði honum fylg-
ið, hvaða skoðun sem fólk hafði annars á honum með-
an hann var forseti.
Biört hlið klómmar
Loksins kom að því sem ég hef lengi beðið eftir. í nýjasta hefti „LIFANDI
VISINDA" segir að nú virðist mega gæta bjartsýni hvað varðar hagnýtum
ávinningi einræktunar. Þar er bent á ódýrari lyf en einræktuð dýr með
ígræddum erfðavísum úr mönnum framleiða lyf fyrir sjúklinga á borð við
blæðara og einræktuð tilraunadýr með ígræddum sjúkdómsvaldandi erfðavís-
um vísa veginn til Iækninga á sjúkdómum á borð við Alzheimer og Parkinson.
Bravó!
■ fína og fræga fólkið
Leikkonan Claudia Cardinale hefur leikið í
um hundrað kvikmyndum en nú 62 ára gömul
leikur hún í fyrsta sinn á leiksviði í 16. aldar
leikriti sem ber nafnið La Vénitienne og sýnt
er í París. A fremsta bekk sátu eiginmaður
Claudiu og dóttir en Claudia hefur verið gift í
tuttugu og fimm ár. Eiginmaðurinn býr í Róm
og hún í París en þau ferðast á milli borganna
því eins og Claudia segir: „Við verðum að sjá
hvort annað einu sinni í viku.“
ÍÞRÓTTIR
Einar
sigraði á
Akureyri
Fyrsta torfærukeppnin í mótaröð
Torfærusambands íslands, sem er
annað tveggja Islandsmeistara-
móta í torfæru sem haldið er í
sumar, fór fram á Akureyri á laug-
ardaginn. Eins og kunnugt er,
stofnuðu Ijögur akstursíþróttafé-
lög, sem eru Jeppaklúbbur
Reykjavíkur, Bílaklúbbur Akur-
eyrar, Bílaklúbburinn Start og
Bílaldúbburinn á Hellu með sér
ný samtök, Torfærusamband Is-
lands, eftir að ósættanlegar deilur
komu upp innan Landssambands
íslenskra akstursíþróttafélaga og
heldur Torfærusambandið nú sitt
eigið Islandsmót.
Tíu keppendur tóku þátt í þess-
ari fyrstu keppni TSI á Akureyri
og þar á meðal voru kappar eins
og Einar Gunnlaugsson, Helgi
Schiöth og Sigurður A. Jónsson
frá Akureyri og Austfirðingurinn
Gunnar P. Pétursson.
Sigurvegari varð Einar Gunn-
arsson, en hann náði forystunni
strax eftir fyrstu braut og hélt
henni til loka. Annar að stigum
varð Gunnar P. Pétursson, en
hann sigraði í götubílaflokki. Pen-
ingaverðlaun, að upphæð kr. 750
þúsund, voru veitt í keppninni og
þar af hlaut sigurvegarinn 225
þúsund króna verðlaunafé.
Úrslit:
1. Einar Gunnlaugsson 2323
2. Gunnar P. Pétursson 2180
3. Helgi Schiöth 2110
4. Ragnar Skúlason 1968
5. Sigurður A. Jónsson 1968
6. Eyjólfur Skúlason 1150
7. Jón A. Gestsson 833
8. Tryggvi Pálsson 430
9. GunnarGuðmundsson 370
10. Hlynur M. Jónsson 235
Feðgamir
unnu fyrsta
rallið
Feðgarnir Jón Ragnarsson og
Rúnar Jónsson, Islandsmeistar-
ar síðasta árs, sigruðu í fyrstu
keppni Islandsmótsins í rall-
akstri sem fram fór á Reykjanesi
um helgina. Keppnin hófst á
föstudaginn og voru þá eknar
fjórar leiðir um Kleifarvatn og
nágrenni og um Isólfsskálaveg
áður en eknar voru tvær sýning-
arleiðir um Keflavík á malbiki.
A laugardag voru síðan eknar
átta leiðir, þar sem byrjað var
við Stapann og síðan ekin leiðin
um Reykjanes, Isólfsskála og
Kleifarvatn og aftur sama Ieið til
baka.
Feðgarnir sem aka á Subaru
Impreza, höfðu í lokin 19 sek-
úndna forskot á næstu keppend-
ur, sem voru þeir Baldur Jóns-
son, bróðir Rúnars og Geir Ósk-
ar Hjartarson á Subaru Legacy.
I þriðja sæti urðu svo þeir Hjört-
ur Jónsson og Isak Guðjónsson
sem aka nýrri Toyota Corollu,
sem er nýkomin til Iandslins frá
Bretlandi eftir breytingar.
Úrslit um helgina
Landssímadeild karla
ÍA-KR 1-2
Fram-ÍBV 1-1
Leiftur - Breiðablik 2-6
Stjaman - Fylkir 0-1
Næstu leikir:
Miðvikud. 31. maí
Kl. 20.00 KR - Leiftur
Fimmtud. 1. júni
Kl. 16.00 Fylkir - Breiðablik
KI. 20.00 Grindavík - ÍA
Kl. 20.00 ÍBV - Keflavík
Kl. 20.00 Stjaman - Fram
Landssímadeild kvenna
KR-ÍBV 3-1
FH - Breiðablik 1-8
Stjaman - ÍA 5-0
Þór/KA - Valur 0-3
Næstu leikir:
Fimmtud. 1. júní
Kl. 14.00 FH - Þór/KA
Kl. 14.00 KR - ÍA
Ki. 14.00 Stjaman - Valur
(Leikur ÍBV - Breiðabliks í
3. umferð fer fram 30. júní.)
1. deild karla:
Tindastóll - Valur 0-3
Skallagrímur - ÍR 1-3
Dalvík-FH 1-2
Þróttur-KA 1-2
Víkingur R. - Sindri 0-0
Staðan:
Valur 2 2 0 0 7:0 6
FH 2 2 0 0 4:2 6
ÍR 2 110 4:2 4
Dalvík 2 1 0 1 4:3 3
KA 2 1 0 1 3:3 3
Víkingur 2 0 2 0 1:1 2
Sindri 2 0 2 0 1:1 2
Tindastóll 2 0 1 1 1:4 1
Skallagr. 2 0 0 2 2:6 0
Þróttur 2 0 0 2 1:6 0
Næstu leikir:
Fimmtud. 1. júnt
Kl. 14.00 Valur - Víkingur
Kl. 14.00 Sindri - Skallagr.
Föstud. 2. júní
Kl. 20.00 KA - Tindastóll
Kl. 20.00 ÍR - Dalvík
KI. 20.00 FH - Þróttur
2. deild karla
KS - Selfoss 2-1
HK - KÍB 0-2
KVA - Afturelding 1-1
Leiknir R. - Þór A. 1-3
Víðir - Léttir 2-2
Staðan: KÍB 2 2 0 0 5:1 6
Þór A. 2 2 0 0 5:1 6
Víðir 2 1 1 0 3:2 4
Selfoss 2 1 0 1 6:2 3
KS 2 1 0 1 3:4 3
Afturelding 2 0 2 0 3:3 2
HK 2 0 1 1 2:4 1
KVA 2 0 1 1 1:3 1
Léttir 2 0 1 1 2:7 1
Leiknir R. 2 0 0 2 1:4 0
Næstu leikir:
Miðvikud. 31. mat
Kl. 20.00 Selfoss - HK
Kl. 20.00 Afturelding-Leiknir R.
Fimmtud. 1. júnt
Kl. 14.00 Þór A. - Víðir
KI. 14.00 Léttir - KS
Kl. 14.00 KÍB - KVA
3. deild: A-riðiII:
Bruni- HSH 1-0
Fjölnir - Þróttur V. 8-0
Barðastr. - Njarðvík ] -4
Næstu Ieikir:
Miðvikud. 31. mat.
Kl. 20.00 Barðaströnd - Fjölnir
Kl. 20.00 Þróttur V. - Bruni
B-riðill:
Grótta - ÍH 4-1
Næstu Ieikir:
Miðvikud. 31. mat
Kl. 20.00 Haukar - GG
Kl. 20.00 KFS - Hamar/Ægir
Kl. 20.00 Reynir S. - Grótta
C-riðill:
Völsungur-Magni 1-1
Nökkvi - Hvöt 0-0
Næstu Ieikir:
Miðvikud. 31. mat'
Kl. 20.00 Neisti H. - Völsungur
Fimmtud. 1. júnt
Kl. 14.00 Magni - Hvöt
D-riðiU:
Þróttur N. - Neisti D. 4-0
Hug./Hött. - Leiknir F. 3-2
Næstu leikir:
Miðvikud. 31. maí
Kl. 20.00
Neisti D. - Huginn/Höttur