Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 9
Tfgptrr
ÞRIDJUDAGU R 30. MAÍ 2000 - 9
ÍÞRÓTTIR
Úr leik Breidabliks og KR I fyrradag.
Olga tryggði
sigur KR-inga
Ipswich Town í
úrvalsdeildina
Stjaman og KR eru
taplaus í toppsætum
Laudssímadeildar
kvenna þegar tveimur
umferðum er lokið í
deildinui. ÍBV vauu
óvæntau 0-2 útisigur
á Val um helgina á
meðau Olga Færset
tryggði KR-iugum 1-2
útisigur á Breiða-
hliki. Þór/KA og FH
stigalaus á hotuiuum.
Olga Færsetli var hetja KR-inga
þegar hún tryggði liði sínu 2-1
sigur á Breiðabliki í leik liðanna
á Kópavogsvelli í fyrradag. Olga
hafði fiskað umdeilda vítaspyrnu
á Ernu B. Sigurðardóttur, á 74.
mínútu leiksins, en lét Þóru B.
Helgadóttur, góðan markvörð
Breiðabliks, verja frá sér skotið.
Þóra hélt ekki boltanum og var
Olga fljót að hirða frákastið og
sendi boltann örugglega í netið í
annari tilraun.
Leikurinn var jafn og spenn-
andi frá upphafi til enda og var
mjög fjörugur á köflum. Liðin
sóttu á víxl og mátti vart á milli
sjá hvort væri Iíkiegra til sigurs.
KR-stelpurnar voru þó fyrri til að
skora, en markið gerði Asthildur
Helgadóttir, fyrrum leikmaður
Breiðabliks, þegar hún skallaði
boltann í netið hjá Þóru systur
sinni í Blikamarkinu, eftir góða
fyrirgjöf frá Guðlaugu Jónsdótt-
ur. Fimm mínútum áður hafði
Rakel Ögmundsdóttir fengið
sannkallað dauðafæri, þegar
langt útspark Þóru, barst óvænt
innfyrir KR-vörnina, þar sem
Rakel komast á auðan sjó, en
hitti ekki markið.
Bæði liðin voru að leika mjög
vel og stóð sterkur varnarleikur
uppúr hjá báðum, þar sem þær
Hjördís Þorsteinsdóttir, Breiða-
bliki og Guðrún Gunnarsdóttir,
KR, voru bestu menn vallarins.
Enda létu mörkin á sér standa og
ekki fyrr en á 67. mínútu sem
Blikastúlkum tókst að jafna met-
in. Þar var að verki Laufey Ólafs-
dóttir, sem skoraði með föstu
skoti úr teignum eftir góðan
undirbúning Margrétar Ölafs-
dóttur. Þetta var fyrsta mark
Laufeyjar fyrir Breiðablik, síðan
hún gekk í raðir félagsins frá Val.
Eftir markið þyngdist sókn
KR-inga, sem sóttu mjög stíft
næstu mínúturnar þar til kom að
áðurnefndri vítaspyrnu Olgu
Færseth. Það sem eftir lifði
leiksins sóttu Blikar stíft, en
höfðu þó ekki árangur sem crfiði
gegn sterkri vörn KR-inga.
Óvæntur útisigur
Eyjastúlkna
Eyjastelpurnar halda áfram að
koma á óvart í Landssímadeild
kvenna og nú með öruggum 0-2
útisigri á Val að Hlíðarenda. Lið-
ið kom virkilega á óvart í fyrsta
leik gegn KR í Frostaskjólinu og
sýndi þrátt fyrir tapið að það er
til alls líklegt, eins og sannaðist
gegn Val í fyrrakvöld. Valsstelp-
urnar, sem unnu Þór/KA á Akur-
eyri í fyrstu umferðinni byrjuðu
betur í leiknum og voru nálægt
því að skora strax á fjórðu mín-
útu þegar boltinn small í slá
Eyjamarksins.
Eyjastelpurnar, drifnar áfram
af Karen Burke, sem átti frábær-
an leik á miðjunni, komu nú
meira inn í leikinn og uppskáru
þær mark strax á 7. mínútu. Það
gerði besti maður vallarins,
Bryndís Jóhannesdóttir, sem
ásamt Kelly Shimmin var síógn-
andi í fremstu víglínu. Eyjaliðið
hélt áfram að sækja eftir markið
og á 27. mínútu bætti Bryndís
við öðru marki sem segja má að
hafi legið í loftinu.
I seinni hálfleiknum jafnaðist
leikurinn nokkuð, þar sem
Eyjaliðið lagði alla áherslu á að
halda fengnum hlut á meðan
Valsliðið herti sóknina án þess
þó að skapa sér umtalsverð færi.
Leikurinn fór að mestu fram á
miðju vallarins, en það sem lak í
gegnum IBV-vörnina hirti góður
markvörður liðsins, Petra F.
Bragadóttir.
Valsliðið var alls ekki sannfær-
andi í þessum leik og hefur oft-
ast leikið betur. Baráttan og leik-
gleðin var ekki fyrir hendi og því
fór sem fór.
Stórsigur Skagastúlkna
Skagastelpurnar unnu 5-0 stór-
sigur á nýliðum FH-inga, þegar
liðin mættust á Skaganum í
fyrradag. Allt annað var nú að sjá
til Skagaliðsins heldur en í fyrstu
umferðinni gegn Stjörnunni og
auðséð að liðið er að styrkjast.
Mikið bar á ungri og efnilegri
stúlku úr Borgarnesi, Elínu
Önnu Steinarsdóttur, en hún
skoraði þrennu í fyrri hálfleik og
átti sannkallaðan stórleik. Þar er
mikið efni á ferðinni sem á ör-
ugglega eftir að reynast Skaga-
liðinu vel í sumar. Margrét Aka-
dóttir, spilandi þjálfari liðsins,
átti einnig góðan leik og stjórn-
aði hún leik liðsins af mikilli
festu.
Hjá FH var Arna Steinsen
langbest og ljóst að endurkoma
hennar í liðið á eftir að styrkja
það mikið í botnbaráttunni, sem
virðist bíða liðsins í sumar.
Stjaman á toppinn
A Akureyri fór fram leikur
Þórs/KA og Stjörnunnar, þar
sem Stjarnan vann öruggan 0-3
sigur á Akureyrarliðinu. Stjarnan
trónir þar með á toppi deildar-
innar með sex stig, eða jafnmörg
og KR, en með betra markahlut-
fall. Sjá nánar um leikinn f Akur-
eyrarblaði.
Staðan:
Stjarnan 2 2 0 0 8:0 6
KR 2 2 0 0 5:2 6
Breiðablik 2 1 0 1 9:3 3
Valur 2 1 0 1 3:2 3
ÍA 2 1 0 1 5:5 3
ÍBV 2 1 0 1 3:3 3
Þór/KA 2 0 0 2 0:6 0
FH 2 0 0 2 1:13 0
Markahæstar:
Elfa Björk Erlingsd., Stjörn. 4
Elín Anna Steinarsdóttir, IA 3
Ásthildur Helgadóttir, KR 2
Bryndís Jóhannesdóttir, ÍBV 2
Erna B. Sigurðard., Breiðabl. 2
Hrefna Jóhannesd., Breiðabl. 2
Margrét Ólafsdóttir, Breiðabl. 2
Olga Færseth, KR 2
Ipswich tryggði sér í gær réttinn
til að leika f ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu á næsta leik-
tímabili, þegar liðið vann 4-2 sig-
ur á Barnsley í úrslitaleik á
Wembley, sem jafnframt var síð-
asti leikur félagsliða á vellinum
áður en hann verður lagður nið-
ur.
Þar með er lokið fjögurra ára
streði Ipswich við að komast í
deildina, en þrjú sfðustu árin
hefur liðið tekið þátt í auka-
keppninni um laust sæti í deild-
inni en alltaf niistekist. Liðið
endaði f þriðja sæti deildarinnar
í ár og háði harða baráttu um að
ná öðru sætinu, sem gefur sæti í
deildinni.
Utlitið var ekki gott fyrir
Ipswich í upphafi Ieiks í gær, því
á 6. mínútu leiksins náði Craig
Hignett forystunni fyrir Barnsley
með hörkuskoti af um 30 m færi,
sem small í slánni og þaðan í
bakið á Richard Wright, mark-
verði og í netið. Um 20 mínútum
síðar tókst Tony Mowbray, varn-
armanni Ipswich, þegar hann
skallaði í netið af stuttu færi.
Rétt fyrir leikhlé var síðan
dæmd vítaspyrna á Ipswich, en
Wright markvörður gerði sér lít-
ið fyrir og varði spyrnuna frá
Darren Barnard.
Leikmenn Ipswich bættu sfð-
Þegar tveimur umferðum er lok-
ið í Landssímadeild kvenna hafa
þær Elfa B. Erlingsdóttir, Stjörn-
unni, Guðrún Gunnarsdóttir,
KR, lris Sæmundsdóttir, IBV og
Olga Færseth, KR oftast verið
valdar í Dagsliðið, eða tvisvar.
Alls hafa átján leikmenn verið
valdir í liðið og þar af leikmenn
IBV oftast, eða sex sinnum. Þar á
eftir koma leikmenn Stjörnunnar
og Breiðabliks, sem hafa verið
valdar fjórum sinnum og þar
næst KR-ingar, þrisvar sinnum.
Dagslistian eftir tvær
uinferðir:
Elfa B. Erlingsdóttir, Stjörn. 2
Guðrún Gunnarsdóttir, KR 2
an við tveimur mörkum á sex
mínútna kafla í seinni hálfleik og
breyttu stöðunni í 3-1. Richard
Naylor gerði það fyrra á 52. mín-
útu og Marcus Stewart það sein-
na. Lcikmenn Barnsley gáfust þó
ekki upp og
á 70. mín-
útu var aft-
ur dæmd
vítaspyrna á
Ipswich
sem Hignett
skoraði ör-
ugglega úr
og breytti
stöðunni í
3-2.
Eftir
markið lagði
George
Burley, .
stjóri Ipswich alla áherslu á
vörnina til að halda fengnum
hlut. Segja má að heppnin hafa
nú loksins verið með liðinu því í
tvígang bjargaði Wright mark-
vörður á undraverðan hátt eftir
að ieikmenn Barnsley höfðu
komist í dauðafæri.
Kevin Miller átti lokaorðið fyr-
ir Ipswich, þcgar hann skoraði úr
skyndisókn á lokamínútunni eft-
ir að hafa vaðið upp allan völl
mcð varnarmenn Barnsley á
hælunum.
íris Sæmundsdóttir, ÍBV 2
Olga Færseth, KR 2
Arna Steinsen, FH 1
Auður Skúladóttir, Stjörn. 1
Bryndís Jóhannesd., IBV 1
Elín A. Steinarsdóttir, IA 1
Elsa Hlín Einarsd., Þór/KA 1
Erna B. Sigurðard., Breiðabl. 1
Hjördís Þorsteinsd., Breiðabl. 1
Hrefna Jóhannesd., Breiðabl. 1
Justine Lorton, Stjörnunni 1
Karen Burke, ÍBV 1
Margrét Ólafsdóttir, Breiðabl. 1
Petra F. Bragadóttir, ÍBV 1
Rósa Steinþórsdóttir, Val 1
Sammy Britton, ÍBV 1
Dagsliðið 2. umferð
Brvndís lóhannesdóttir Qlga Færseth
ÍBV KR
EJtH A. S.teinarsdóttir ÍA Elfa B. Erlingsdóttir Stjörnunni
Tustine Lorton Stjömunni Karen Burke ÍBV
íris Sæmundsdóttir ÍBV Arna S.tejnsen FH
Guðrún Gunnarsdóttir KR Hiördís Þorsteinsdóttir Breiðabliki
Petra F. Bragadóttir ÍBV
EyjastiiLkur oftast
í Dagsliðinu
George Burley,
framkvæmdastjóri
Ipswich, fagnar
sigrinum á
Wembley.