Dagur - 30.05.2000, Side 16

Dagur - 30.05.2000, Side 16
16- ÞRIOJUDAGVR 30. MAt 2000 ro^ir Þá erönnurhelgi Listahátíðar í Reykja- vík liðin og Svanavatn- iðfarið heim. Enginn efast um að þar hafi hápunkti Listahátíðar, og jafnvel Menningar- borgar, verið náð. Þetta hefði öll þjóðin átt að sjá, hugsaði maður bergnuminn strax í fyrsta þætti Svanavatns- ins í Borgarleikhúsinu á föstu- dagskvöldið. Sjálf hafði ég ekki áður orðið svo fræg að sjá klass- ískan ballett nema í sjónvarpi og kvikmyndum og þó ég væri veik fyrir slíku var ég ekki viss nema mér myndi kannski þykja leiðinlegt á svona sýningu. Nú þremur dögum síðar skammast ég mín fyrir að hafa látið mér detta annað eins í hug. Svana- vatn Helga Tómassonar var full- komið. Listaverk í sjálfu sér þar sem allt small saman í einni heildarmynd. Aðeins harkaleg lending aðal- dansarans í fyrsta þætti og hrös- un ballerínu í upphafi þriðja þáttar, f tröppum á leið inn á sviðið, minntu okkur á að ball- ettdansarar eru mennskir. Mestan part sýningarinnar ef- aðist maður um það. Karldans- arinn í þrídansi fyrsta þáttar, Guennadi Nedviguine, fékk sal- inn til að súpa hveljur í stökk- um sínum, aðalkarldansarinn Vadim Solomakha var sannkall- aður draumaprins, en stjarna sýningarinnar var óumdeilan- lega aðalballerínan, Yuan Yuan Tan. Ójarðneskur svanur Hún kom ekki fram fyrr en í Yuan Yuan Tan og Vadim Solomakha í Svanavatninu: Ójarðnesk. mynd: pjetur öðrum þætti, sjálfum svana- þættinum, og Iíktist bókstaflega veru af öðrum heimi. Hreyfing- arnar virtust búa í grönnum, fínlegum Iíkamanum. Það var eins og hún gæti ekki annað en dansað. Hún var ójarðnesk. „Hún var svanur," sagði kunn- ingjakona mín uppnumin í öðru hléinu. Það var ekki annað hægt en verða væminn af allri þessari ómenguðu fegurð. Svanahópur- inn í hvítu pífupilsunum var draumi líkastur, en það hlýtur Sigfried prins einmitt að hafa fundist þegar hann rakst á hann í skóginum. Hann var skemmti- lega ólíkur atriðum í hinum þáttunum sem gerðust í höll- inni, þar sem Iitríkir búningar réðu ríkjum. Búningarnir voru einstaklega fallegir og gerðu sitt til að ljá sýningunni það yfir- bragð fullkomnunar sem áður var lýst. Andanmgiim Það eina sem vantaði - það má greinilega alltaf finna eitthvað - var Iifandi hljómsveit! Kannski var það vegna þess hve allt ann- að var frábært sem þeirri hugs- un skaut upp í kollinum snemma í sýningunni. A ekki að vera hljómsveit? Svo datt mér í hug að kannski væru menn hættir slíku bruðli, en fékk að vita að það eru þeir alls ekki. Við eigum einfaldlega ekki nógu stórt hús. Og maður biður ekki um hið ómögulega. Gestir í Borgarleikhúsinu ætluðu aldrei að hætta að klappa fyrir San Francisco ball- ettinum og Helga Tómassyni, sem var hylltur með húrrahróp- um að sýningu lokinni. - Við hefðum átt að taka með okkur rósir til að henda yfir sviðið og kóróna verkið. - Ingibjörg Sól- rún Iíkti Helga við Litla ljóta andarungann í ávarpi sínu á eft- ir og var ekki annað að sjá en honum líkaði það ágætlega: Skrýtni strákurinn sem vildi dansa á meðan hinir strákarnir voru í fótbolta er fyrir Iöngu orðinn að hvítum svani sem veitir nú forystu fegursta svana- vatni í heimi. Auðskiljanleg Völuspá Það er varla hægt að ætlast til að maður tali um aðra viðburði á Listahátíð í sömu grein og Svanavatnið, en plássins vegna geri ég það samt. Ég vil sérstak- lega nefna Garðhúsabæinn á Kjarvalsstöðum, sem er allt í senn aðgengileg, fallcg og bráð- skemmtileg sýning á hugmynd- um þekktustu starfandi arki- tekta í heiminum í dag og reyk- vískra barna um garðhús. Og ólík Svanavatninu verður hægt að fá miða við innganginn allan þann tíma sem sýningin stendur eða til 23. júlí. Hitt sem ég vil nefna hér er Völuspá Þórarins Eldjárns í flutningi Péturs Eggerz leikara og Stefáns Arnar Arnarsonar sellóleikara í Möguleikhúsinu. Ekki hið eina hefur Þórarni tek- ist að færa Völuspá beint inn í nútímann og gera innihald hennar auðskiljanlegt hvaða barni sem er. Sýningin samein- ar þjóðlegan fróðleik og skemmtun fyrir alla aldurshópa á fágaðan og laufléttan hátt. - MEÓ Völuspá efttr Þórarinn Eld- járn. Möguleikhúsinu v. Hlemm. 1. júni klukkan 18. Miðaverð 1.200 krónur. ■ REYKJAVIK-AKUREYRI-REYKJAVIK ...fljúgöu frekar Atta sinnum Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 •730 kr . raeð flu jvallarsköttum FLUGFELAG ISLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.