Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGVR 11. ÁGÚST 2000 ^Ommr FRETTIR „Hnevksli, helgi- spjðlí og bliiida" Fyrirhuguð sala Jóns Ragnarssonar á Val- höU á ÞiugvöUum tU útleudiiiga vekur hörð viðbrögð. Sækja harf um sérstakt leyíi fyrir sölunui en hún gæti þó vel orðið að veruleika. „Hneyksli, helgispjöll og þjóð- villa. Menn sem hyggjast gera þetta hljóta að vera þjóðvilltir, þeir hafa enga tilfinningu fyrir sögu eða neinu því sem skiptir þessa þjóð máli. Á að fara að selja helgasta stað landsins? Eg trúi ekki að það geti orðið að veruleika. Maður hefði ímyndað sér að hvað sem annars yrði, myndu menn varðveita þennan blett fyrir þá sem hér búa. Þarna eru þjóðardjásn Islendinga og ég hefði haldið að það hlytu að vera einhver lög sem kæmu í veg fyrir svona hluti," segir Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Jón Ragnarsson, eigandi Val- hallar á Þingvöllum, hefur sam- kvæmt heimildum Dags undirrit- að og samþykkt kauptilboð út- lendings á Hótel Valhöll en sög- um ber ekki saman um hve hátt kaupverðið er. Eins og heyra má Þeirsem vilja selja Valhöll, hljóta að vera þjóðvilltir, segir Sigurður A. Magnússon rithöfundur. af viðbrögðum Sigurðar A. Magnússonar hafa þessar þreif- ingar þegar vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu en það eru fyrirvar- ar á því að salan geti farið fram. Björn Friðfinnsson ráðuneytis- stjóri segir að sérstakt leyfi þurfi frá dómsmálaráðuneytinu í öll- um tilvikum sem fasteignir eru seldar erlendum ríkisborgurum. Hins vegar herma heimildir blaðsins að samningurinn væri ekki á því stigi sem hann er, ef menn teldu eitthvað því til fyrir- stöðu að salan gæti farið fram. Dómsmálaráðuneytið geti ekki komið í veg fyrir söluna með til- finningalegum og sögulegum rökum. Það kann einnig að skipta máli í þessu sambandi að Jón á ekki lóðina undir Valhöll heldur að- eins fasteignina. Dagur leitaði víða álits í gær en menn voru tregir til að tjá sig um skoðun sína. Magnús Leópoldsson fast- eignasali, sem hefur haft milli- göngu um söluna, segist ekki geta tjáð sig, þar sem hann þurfi að virða trúnað við umbjóðendur sína. Sýslumaðurinn á Selfossi sagðist ekkert hafa skoðað lög- mætið og Sigurður Líndal pró- fessor sagðist ekki hafa rannsak- að þetta mál. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og formað- ur Þingvallanefndar, hafði ekki tíma til að svara fyrirspurnum Dags. MFS: Stjórnvöld bregðist við Sumir viðmælenda Dags bera mjög brigður á að tröllháar sögur um kaupverðið geti reynst sann- ar. Fyrir nokkrum árum hafnaði Jón tilboði ríkisins í eignina, sem þá nam 100 milljónum. DV seg- ir í gær að Jóni hafi verið boðnar 460 milljónir en það telja pen- ingamenn ótrúlega háa fjárhæð miðað við markaðsverð. Hvað sem þeim vangaveltum viðvíkur, segir Sigurður A. Magnússon að Islendingar verði að bregðast hart við til að koma í veg fyrir söluna. Ef hún sé lagalega fram- kvæmanleg, verði stjórnvöld að setja sérlög til að vernda þennan söguhelga stað. Mannvirkin við Hótel ValhöII voru upphaflega reist við Öxará árið 1907 en flutt og endurreist á núverandi stað árið 1930. -BÞ Það hefur verið ungt fólk sern lent hefur íhörmulegum slysum að und- anförnu. Samvera gegn sorg Landlæknisembættið ásamt Rauða krossi Islands, Félagsmið- stöðínní við Frostaskjól og Nes- kirkju stóðu í gærkvöldi fyrir samverustund. Astæða samveru- stundarinnar var hópslys að und- anförnu þar sem urigt fólk hefur látið lífið eða slasast alvarlega. „Þeir nánustu hafa nú þegar fengið áfallahjálp á sjúkrahús- um, frá starfsfólki heilsugæslu og hjá prestum. Svo eru aðrir sem ekki standa eins nálægt en finna engu að síður til mikils sársauka. Þessi ungmenni vita ekki hvert þau eiga að Ieita og þess vegn'a var þessi samveru- stund haldin," segir Vilborg Ing- ólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu. Vilborg segir að megintilgang- ur þessarar samverustundar sé að fólk geti komið saman miðlað af reynslu sinni og stutt hvort annað í sorginni og sýna sam- kennd með þeim sem eiga um sárt að binda. Þá voru sérfræð- ingar á staðnum sem voru til stuðnings og veittu fræðslu. „Starfsfólk áfallahjálpar Land- spítalans var okkur innan hand- ar við undirbúninginn og var þeirra hjálp mikils virði." segir Vilborg. - GJ Þetta kemur ekki á óvart Kæruuefhd viU að íj ármálaráðuneytið stöðvi gerð samnings- ins við Línu.Net har tU úrskurðað hefur verið í kæru Lands- símans. í gær sendi kærunefnd útboðs- mála, sem er faglegur ráðgjafar- aðili á vegum fjármálaráðuneyt- isins, ráðuneytinu álit sitt á kæru Landssímans hf. vegna fyrirhug- aðs samnings Reykjavíkurborgar við Línu.Net hf. um ljósleiðara- tengingu grunnskóla Reykjavík- ur. Þess vegna lagði nefndin til að fjármálaráðuneytið stöðvi um stundarsakir gerð samnings Reykjavíkurborgar og Línu.Nets hf., eða þar til ráðuneytið hefur endanlega leyst úr kæru Lands- símans hf. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að þessi beiðni nefndarinnar komi ekki á óvart. „Það er bara venjulegur gangur í svona málum, að fresta málum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. meðan nefndin er að skoða mál- ið, þannig að við áttum alveg von á því." Hún segist jafnframt reik- na fastlega með því að ráðuneyt- ið geti afgreitt kæruna áður en samningurinn kemur til umfjöll- unar borgarráðs næstkomandi þriðjudag. í áliti sínu segist kærunefnd telja að „á þessu stigi málsins hafi verið leiddar nægilcgar líkur að þvf að fyrirhugaður samning- ur fræðslumiðstöðvar Reykjavík- urborgar og Línu.Nets hf. brjóti gegn ákvæðum laga nr. 52/1987 um útboð á Evrópska efnahags- svæðinu." I þessum lögum er ákvæði um að innkaup sveitarfélaga á vörum og þjónustu skuli boðin út á Evr- ópska efnahagssvæðinu, ef þau nema mciru en lágmarksupphæð sem tilgreind er í lögunum. Hjörleifur B. Kvaran borgar- lögmaður segir í minnisblaði til borgarstjóra þann 9. ágúst að þjónustuhluti samningsins, þ.e. árlega tengigjaldið, sé að vísu vel yfir þeirri fjárhæð sem miðað er við á Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar telur hann að gagna- flutningur um ljósleiðarakerfi sé „að öllu leyti sambærilegur við þær undantckningar" sem til- teknar eru í lagaákvæðum um út- boðsskyldu á Evrópska efnahags- svæðinu. Þar er m.a. talað um að „boð- kerfi" séu undanþegin útboðs- skyldu, og telur Hjörleifur ein- sýnt að undir þctta hugtak falli gagnaflutningur, og rökstyður það í nokkru máli. -GB Ara Skúlason. Hygluðu ekki sjálfum sér Mánaðarlaun Ara Skúlasonar (391.000 kr. 1999), Grétars Þorsteinssonar (356.000 kr. ) og Guðmundar Gunnarssonar (408.000 kr.) hækkuðu aðeins um 6-9% frá árinu 1997, eða ekki minna en helming af launahækkun- um umbjóðenda þeirra ef marka má tölur Frjálsrar verslunar um meðalmánaðarlaun manna á árunum 1997 og 1999, sem reikn- uð eru út frá útsvarslálagningu. Og Pétur Sigurðsson á ísafirði (210.000 kr.) hækkuðu aðeins um 3% þessi tvö ár. Dæmi blaðsins um laun „aðila vinnumark- aðarins" bæði þessi ár gefa til kynna að ýmsir þeirra sem staðið hafa í kjarasamningastappi 'undanfarinna ára, jafnvel beggja vegna borðs- ins, hafi síður en svo „otað eigin tota" umfram þá sem þeir sömdu fyrir. Þannig hækkuðu laun Hannesar G. Sigurðs- sonar hagfr. Samtaka atvinnulífsins (541 þús.) um 15% þessi 2 ár og launArnars Sigurmundssonar (513.000 kr.) ámóta. Launahækkanir Artúrs Bogasonar, Björns Snæbjörnssonar og Páls Halldórssonar voru ennþá minni (10-13%), en Magnús L. og Helgi Laxdal losuðu 20%-in. Sá eini úr þessum hópi sem „aflaði" vel var Eiríkur Jónsson form. KÍ, með 461.000 kr. á mánuði í fyrra, sem var 36% hækkun frá árinu 1997. -HEI Gjaldfrjáls skiptibókamarkaður Stúdentaráð, Bóksala Stúdenta og kassi.is hafa skrifað undir sam- starfssamning um rckstur skiptibókamarkaðs fyrir nemendur á heima- síðu kassi.is. Hugmyndin með skiptibókamarkaðnum er að nemend- ur gcti skrað inn auglýsingar um bækur tíl sölu og ncmcndur í leit að bókum geti mcð aðgengilegum hætti nálgast þessar auglýsingar á heimasíöunni. Bækurnar eru flokkaðar eftir deildum og skorum og unnt að leita að bókum mcð scrstakri leitarvcl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.