Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 5
FÖSTVDAGUR 28. JÚLÍ 2000 - S Tkyftr. FRÉTTIR Saurflædi á Akur- eyri alvarlegt mál Skítur flæddi út um allt, bæði iim í hús og uin allar götur eftir að skýfafl olli flóðum á Oddeyriimi. Örverur í skólpi geta verið hættulegar möiuium. Ófrcmdarástand var á Oddeyr- inni á Akureyri í fyrrakvöld þegar úrhellisrigning olli miklum vatnsflóðum. Nánast allt tiltækt lið slökkviliðsins á Akureyri var kallað út og stóð baráttan við stffluð holræsi og vatnselg utan og innanhúss í þrjá klukkutíma. Vitað er um tjón í nokkrum hús- um. Astandið var verst í Gránu- félagsgötu og Hríseyjargötu en einnig urðu vandræði við Lund- argötu og Grundargötu. Ingimar Eydal, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri, segir að slökkviliðið hafi fengið fyrstu til- kynningu um vatnsleka í hús kl. 18.30 en síðan hafi tilkynn- ingum Qölgað ótt og títt. „Það rigndi rosalega og við sendum alltaf meiri og meiri mannskap á staðinn, fórum á milli húsa og bentum fólki á að reyna að Ioka fyrir niðurföll í kjöllurum til að vatnið kæmi ekki upp. Svo dreifðum við okkar tækjum og búnaði og aðstoðuðum fólk þótt eitt til að hreinsa og þrífa á Odd- eyrinni, að sögn Sigurðar Bjarldind. Háflóð var þegar flóðin urðu og átti það þátt í að svo fór sem fór. Eigi að síður urðu afleiðing- arnar verri en eðlilegt getur talist og voru starfsmenn Akureyrar- bæjar önnum kafnir við að at- huga það í gær hvað úrskeiðis hafði farið. Bærinn er bótaskyld- Vatn og skítur flæddu inn um hýbíli manna á Akureyri með óskemmtilegurm afleiðingum fyrir íbúa. margir gætu hjálpað sér sjálfir. Við reyndum að halda í horfinu þangað til holræsakerfið fór að taka við. Það var ekki fyrr en um kl. hálftíu sem kerfið fór að virka rétt,“ segir Ingimar. Hlutaðeigandi íbúar hafa lýst mikilli gremju út í bæjaryfirvöld, enda var ástandið skelfilegt hjá sumum. „Það flæddi þarna kúk- ur og skítur út um allt. Bæði inn í hús og út um allar götur,“ segir Ingimar. 12 hús urðu verst úti. Þrifin ekkert smámál Sigurður Bjarklind hjá Heil- Eins og sjá má höfðu niðurföll á eyrinni ekki undan með þeim afleiðingum að vatn flæddi um allt brigðiseftirliti Norð- urlands eystra segir að framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Valdimar Brynjólfs- son, hafí verið kall- aður á vettvang þegar flóðin hófust til ráðleggingar. „Þetta er auðvitað alvarlegt mál. Því er ekki að leyna að í svona skólpi eru ýmsar gerðir af örver- um sem geta verið hættulegar mönnum," segir Sigurður. Starfsmenn bæjarins, slökkvilið, einstaklingar og starfsmenn tryggingafélaganna hafa lagst á ur vegna tjónsins en hann er að sjálfsögðu tryggður fyrir áföllum sem þessum. Dagur náði hvorki í bæjarverkstjóra né yfirmenn á tæknideild vegna málsins en einn starfsmanna bæjarins sagði um ástandið: „Það er allt búið að vera brjálað hérna.“ — BÞ Gallaöir hjólbarðar Mikið hefurverið til umfjöllunar innköllun hjólbarðaverksmiðja Bridgestone/Firestone á þremur gerðum hjólbarða. Astæða inn- köllunarinnar er grunur um galla, sem taldir eru hafa valdið slysum í Bandaríkjunum og m.a. hafa kostað mannslíf. Sam- kvæmt tilkynningu verksmiðj- anna í gær verða eftirtaldar þrjár tegundir innkallaðar nú þegar. Firestone P235/75R15 ATXFirestone P235/75R15 ATXIlFirestone Wilderness AT P235/75R15 Bridgestone/Firestone í Evr- ópu tilkynnti í dag að evrópskum eigendum verði boðið að fá nýja hjólbarða. Bridgestone/Firestone leggur áherslu á að ekki sé vitað til þess að slys hafi orðið í Evr- ópu sökum þeirra, enda mjög takmarkað magn slíkra hjólbarða í umferð í álfunni. Gúmmívinnslan hf. á Akureyri er umboðsaðili fyrir hjólbarða frá Bridgestone/Firestone og geta eigendur hjólbarðategund- anna þriggja leitað til fyrirtækis- ins. — GJ StúLkan látin Stúlkan sem hefur legið á gjörgæslu eftir flugslysið í Skerjafirði sl. mánudagskvöld er látin. Stúlkan sem var fædd árið 1980 var úrskurðuð látin skömmu eftir hádegi í gær. Hún hét Heiða Björk Við- arsdóttir til heimilis að íra- bakka 30 í Reykjavík. Hún lætur eftir sig unnusta. Skjár Einn út á land Árni Þór Vigfússon og Ágúst Ólafsson á blaðamannafundi sem haldinn var í Umferðarmiðstöðinni í gær. íslenska Sjónvarpsfé- lagið hefur fest kaup á helmings hlut í SkjáVarpi. íslenska Sjónvarpsfélagið á og rekur sjónvarpsstöðina Skjá Einn og mun stöðin hefja út- sendingar á dreifikerfi SkjáVarps I. scptember. Um lcið hefjast útsendingar SkjáVarps á höfuð- borgarsvæðinu og í Reykjanes- bæ. Með samnýtingu dreifikerf- isins ná útsendingar Skjás Eins og SkjáVarps til um 90 prósenta þjóðarinnar. Helmings hlutur í SkjáVarpi kostaði íslenska Sjónvarpsfélag- ið um eitt hundrað milljónir króna og hafa fyrirtækin gert samkomulag um náið samstarf í upplýsinga- og fréttaöflun, dreif- ingu efnis og markaðsmálum. En björninn er ekki unnin með því einu að kaupa dreifikerfi SkjáVarps þar sem það hefur ekki getu til að senda út hreyfi- myndir. íslenska Sjónvarpsfélag- ið verður því að leggja í tölverðan kostnað til að geta hafið útsend- ingar og eru menn að tala um að ódýrara hefði verið að kaupa bara nýjan sendi. „Þetta er mis- skilningur sem stafar af því að þeir eru ekki að senda út hreyfi- myndir heldur senda þeir í gegn um tölvu skjámyndir. Þeirra tækni heldur áfram að vera eins en okkar útsending verður svo sannarlega lifandi og á fullri hreyfingu," segir Arni Þór Vig- fússon, sjónvarpsstjóri Skjás Eins. En geta allir náð stöðinni eða þarf örbylgjuloftnet. „Nei, SkjáVarpið gerði smátækni- kraftaverk. Þeirra rás skarast inn á VHF en VHF er gamla góða greiðan sem allir eru með og því geta allir tekið á móti þessum út- sendingum." Ná til 90% þjóðarinnar Skjár Einn sendir út á dreifikerfi SkjáVarps, kl. 19:00-02:00 dag hvern og er miðað við að útsend- ingarnar heljist 1. september, en mánuði síðar verður útsending Skjás Eins á öllu dreifikerfi SkjáVarjrs. A öðrum tímum sól- arhrings sendir SkjáVarp út með sama hætti og verið hefur. Hægt verður að kalla fram upplýsingar SkjáVarps á nýju textavarpi þegar dagskrá Skjás Eins er send út á dreifikerfinu. Dreifikerfi SkjáVarps nær í dag til 56 þúsund manns á 22 stöð- um á landinu. Á næstu mánuð- um verður dreifíkerfíð stækkað og nær þá einnig til höfuðborg- arsvæðisins og Reykjanesbæjar. Fyrir árslok mun samnýting dreifikerfsins tryggja að útsend- ingar SkjáVarps og Skjás Eins nái til um 90 prósenta þjóðar- innar. Stofnað hefur verið sérstakt hlutafélag um rekstur SkjáVarps og samningurinn við Islenska Sjónvarpsfélagið hefur engar breytingar í för með sér í rekstri fyrirtækisins, aðrar en þær að það eflist. - GJ Kaupa Allianz Hópur ijárfesta með þá Hrein Loftsson og Arna Gunn- ar Vigfússon í broddi fylkingar hefur keypt meirihluta hlutafjár í Allianz söluumboði, sem eftirleiðis mun bera heitið Allianz Island hf. - söluumboð. Fyrri eig- endur Allianz munu áfram eiga rúmlega 13% í félag- inu. Hreinn tekur við formennsku í stjórn félagsins og Arni Gunnar hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra. Vegur lokaðist vegna skriðufalla Skriða féll á veginn í Dalsmynni í Fnjóskadal í S-Þingeyjarsýslu f fyrra- kvöld ogvar veginum Iokað af öryggisástæðum um nóttina. I gærmorgun var vegurinn aftur opnaður og eru ekki önnur dæmi uin skriðufall á vegi í umdæmi Vegagerðarinnar á Norðurlandi. Mikil úrkoma olli skriðunni í Dalsmynni en skriðan var minniháttar að sögn starfsmanns hjá Vega- gerðinni. - BÞ Alvarlegt umferðarslys Maður á sjötugsaldri slasaðist alvarlega þegar bifreið hans valt í Norður- árdal í Skagafirði í gær. Sjúkrabílar frá Sauðárkróki og Akureyri ásamt tækjabíl slökkviðliðsins mættu á staðinn. Maðurinn var síðar sendur með sjúkraflugi frá Akureyri til Reykjavíkur. Eldtngiu komiu til Québec Seglskútan Elding kom til hafnar í borginni Québec í Kanada í fýrradag. Þar með er hún komin í lokaáfangastað leiðangursins „Vínland 2000“ og aðeins heimsigling eftir. I nágrenni Québec er talið líklegt að hafi verið „Vínland" Leifs heppna, samkvæmt kennningum Páls Bergþórssonar, veðurfræðings, í bókinni „Vínlandsgátan". Þegar til borgarinnnar kom höfðu leiðangursmenn verið á siglingu inn Lárensflóa frá L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi frá því í þyijun þessa mánaðar. Komið var við í fáeinum hafnarbæjum á leiðinni og tekið land á eynni Anticosti norður af Gaspéskaga í Québecfylki. Líklegt er talið að þar sé komin Bjarney sú sem segir frá í Grænlendingasögu. Þar eiga Leifur heppni og menn hans að hafa gengið á land.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.