Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 11. AGUST 2000 13 hæðum / stórum stíl vítt og breitt um landið. Margir eirra á stöðugleikann í þjóðfélaginu. „Ef þessar kröfur verða settar fram hef ég ekki mikla trú á að þær nái fram að ganga óbreyttar. En ef svo færi að laun kennara hækki svona mikið og ef um það yrði sátt yrðu áhrifin ekki umtals- verð. Verði ekki sátt um slíka hækkun og hún yrði til þess að losa um alla aðra samninga getur það haft mikil efnahagsleg áhrif. En allt er þetta enn hulið inn í framtíðinni og því hefur maður í raun engin svör á reiðum höndum Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi varðandi hugsanlegar afleiðingar," sagði Már Guðmundsson. Ekki aftur kennaraverkfall Jónína Bjartmarz alþingismaður er formaður samtakanna Heimili og skóli. Þau samtök hafa mjög beitt sér fyrir því að koma í veg fyrir að kennaraverkföll skemmi fyrir nemendum grunnskólanna. Hún sagðist vissulega óttast að til verk- falls geti komíð þegar svona háar kröfur eru settar fram. „Allir eru sammála um að verk- fall kennara er afleitt fyrir allt skólahald. Það má því segja sem svo að það gengur ekki eina ferð- ina enn að kennarar leggi niður vinnu á miðjum vetri. Hitt vil ég taka fram að ég hef Iengi verið þeirrar skoðunar að kennarar séu ekki of sælir af sínum launum. Ef við ætlum að fá ungt og hæfileika ríkt fólk í þessa stétt, í því magni sem við þurfum á næstu árum, verður eitthvað að gera og meðal annars að leiðrétta launin og bæta kjör kennara. Þetta er eindregin afstaða mín og hefur alltaf verið," sagði Jónína Bjartmarz. Hún segir að í síðustu kjara- samningum hafi verkfall kennara aðeins verið einn dagur. En þar áður var verkfall þeirra langt og mjög erfitt fyrir nemendur og ekki síður heimilin. Hún bendir á að í um 90% tilfellum séu báðir for- eldrar úti vinnandi og allir hljóti að sjá hvaða afleiðingar kennara- verkfall hefur fyrir heimilin. „Kennaraverkfall er eitthvað sem við viljum ekki sjá endurtek- ið," sagði Jónína Bjartmarz. Útilokað fyrir sveitarfélögin Grunnskólakennarar semja nú við sveitarfélögin í landinu. Þau hafa barmað sér mjög vegna þess kostnaðar sem á þeim hefur lent vegna yfirtökunnar á grunnskólan- um og hefur farið langt um fram það sem gert var ráð fyrir. Þá hafa lögin um einsetningu grunnskóla verið og eru enn, sveitarfélögun- um mjög dýr. „Varðandi þetta vil ég fyrst nefna það að rétt eftir síðustu kjarasamninga við kennara fóru allflest sveitarfélögin í að gera við þá viðbótarsamninga, sem kost- uðu þau talsvert mikla fjármuni. Þeir sem hafa skoðað heildar- rekstrarútgjöld sveitarfélaga sjá að eftir að yfirtakan átti sér stað á grunnskólanum hefur svo kallaður rekstrarafgangur minnkað allveru- lega. Nýlega sendi félagsmála- ráðuneytið einum 20 sveitarfélög- um erindi þar sem mönnum er gert að huga betur að sínum rek- stri og skuldastöðu. Ég held að það sé því miður nokkuð ljóst að það geti tæplega farið saman að menn standi annars vegar að gríð- arlegri uppbyggingu í skólamálum vegna einsetningar grunnskólans og gefi svo út tugi prósenta í launahækkanir. Það er gersamlega óraunhæft. Sveitarfélögin geta aldrei ráðið við neinar launahækk- anir í átt að þessum kröfum. Ef það ætti að verða þyrfti að koma til aðstoð frá ríkinu ef menn telja að þetta sé sanngjörn og eðlileg kröfugerð," segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. Gunnar Björnsson, sem fer fyrir launanefnd ríkisins er í sumarfríi og því náðist ekki í hann. Ekki náðist í Geir H. Haarde fjármála- ráðherra. Hann svaraði ekki skila- boðum þótt hann vissi hvert um- ræðuefnið væri. FRETTIR Langflestir ferðalangar koma inn til landsins í gegnum Leifsstóð, en það þýðir ekki að upplýsingakerfi Shengen geti ekki verið á allt óðrum stað. Upplýsingakerflð hluti af stórri heild Upplýsingakerfi Shengen er hluti af stórri alþjóðlegri deild innan ríMslög- reglustjóra embættis- ins. Gæti orðið erfitt að kljúfa deildina og flytja upplýsingakerf- ið út á land. Fram kom í viðtali sem Dagur birti í vikunni við Kristinn H. Gunnarsson, formann stjórnar Byggðastofnunar, að hann hefur lagt til við dómsmálaráðherra að kannað verði hvort upplýsinga- kerfi Shengen, sem sett verður upp þegar Shengen samkomu- lagið tekur gildi, verði staðsett úti á landi. Kristinn er þar að höfða til þess að samþykkt hafi verið að nýjar stofnanir verði settar niður út á Iandsbyggðinni sé það hægt. En hversu umfangsmikla starfsemi er hér um að raeða? Samkvæmt heimildum Dags er upplýsingarkerfi Shengen mjög þýðingarmikil upplýsinga- miðstöð með 15 til 20 manns í vinnu á vöktum allan sólarhring- inn og hluti af miklu stærri al- þjóðlegri deild rfkislögreglu- stjóra. Ákveðið hefur verið að ríkis- lögreglustjóri sjái um hina svo nefndu Sirene skrifstofu hér á landi. Hún er tengiliður við móðurstöð sem er staðsett í Strassborg. Sirene skrifstofan er þar með hluti af alþjóðadeild rík- islögreglustjórans, sem sinnir fleiri þáttum svo sem Interpol og Iögreglu og tollasambandi Norð- urlanda. Shengen upplýsinga- kerfið verður hluti af þessu mikla alþjóðasamstarfi. Frá ölluiti löniliim Þegar Shengen samkomulagið kemur til framkvæmda verða settir hér upp ákveðnir öryggis- staðlar sem Evrópusambandið setur og fara verður eftir hér á landi. Það mun gera úttekt á því hvort Islendingar uppfylli þá ör- yggisstaðla sem um er að ræða. Á Sirena skrifstofunni verður sólarhringsvakt sem tekur við upplýsingum frá öllum Shengen löndum. Ef lögregluyfirvöld eru að leita að einhverjum ákveðnum per- sónum verður að kanna hvort viðkomandi hafi komið hingað eða komið hér við á leið sinni til Evrópu. Allar upplýsingar sem afla verður að utan eða upplýs- ingar sem koma þurfa héðan munu fara í gegnum Shengen upplýsingakerfið. Hér er að sjálf- sögðu um tölvuvinnslu að ræða, auk þess sem Sirene skrifstofan verður tengiliður lögreglustöðva út um allt land. Innan alþjóðadeildar ríkislög- reglustjóra, sem áður var Bann- sóknarlögregla ríkisins, er mun víðtækari starfsemi en bara þetta upplýsingakerfi Shengen, en hið nýja húsnæði ríkislögreglustjóra er sérhannað með þessa starf- semi í huga. Ef upplýsingakerfið yrði flutt út á land yrðu til tvær deildir. Önnur sæi um Interpol samskiptin og lögreglu- og tolla- sambandið en hin upplýsinga- kerfi Shengen. Með slíkri skipt- ingu þyrfti væntanlega að koma upp tvöföldum tækjabúnaði. - -S.DÓR Miiuia kært fyrir norðan Nokkuð hefur borið á því í um- ræðunni undanfarið að óvenju mikið verði um kærur í ár vegna álagningaseðlanna sem bárust skattgreiðendum um síðustu mánaðamót. Lausleg könnun Dags bendir til að þetta eigi sér litla stoð í veruleikanum. Enn er þó fullsnemmt að spá fyrir um þróunina, þar sem kærufrestur rennur ekki út fyrr en um næstu mánaðamót. Helga Erlingsdóttir er lög- fræðingur á Skattstofu Norður- landsumdæmis eystra: „Það hef- ur ekki verið meira um kærur nú en venjulega heldur ósköp svip- að. Bólegra ef eitthvað er," segir Helga. Um 700-800 kærur hafa að jafnaði borist skattstofunni á Akureyri. Guðmundur Björnsson, að- stoðarskattstjóri á skattstofu Beykjanesumdæmis, segir ekki tímabært að reyna að gera sér grein fyrir ástandinu, enda sé skráning á kærum aðeins að litlu leyti hafin. Ekki náðist samband við skattstjórann í Beykjavík í gær, reyndar varð enginn fyrir svörum þar f allan gærdag þótt Dagur hringdi ítrekað í skipti- borðið. Það bendir annað hvort til þess að mikið sé um athuga- semdir í höfuðborginni eða að undirmannað sé á stofunni. Helstu kæruatriðín varða að jafnaði vaxtabætur, barnabætur eða sein framtalsskil. Ekki er búið að greina hvort einhver „villufylgni" er millí þess hvort menn skila á Netinu eða ekki en mikil aukning varð í rafrænum skilum í ár. -BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.