Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 17
XWmi-. FÖXTtfDdGlíB 11. ÁGtíST 2000 - 17 LIFIÐ I LANDINU Flottará Futurice Þrjár tískulínurfjögurra fatahönnuða verða kynnt- ar í kvöld á Futurice, stærstu tískusýningu sem haldin hefurverið hérá landi. Bára ogHrafnhild- urHólmgeirsdætur kynna Aftur, Ragna Fróðadóttir sýnirnýjustu línunafrá Path ofLove ogSæunn Þórðardóttir aflijúparfót- infráÆ. Síðastliðið haust voru Ragna, Bára & Hrafnhildur og Sæunn valdar úr hópi 65 umsækjenda til að hanna nýja tískulínu fyrir tískusýningar Futurice, sem haldnar verða í Bláa lóninu í kvöld og á morgun. Frá því úrslit lágu fyrir hafa þær varla hugs- að um annað. Sýningin sem blaða- menn frá helstu tískutímaritum heims og fulltrúar að minnsta kosti tveggja umboðsskrifstofa fyrir kaup- endur fá að sjá í kvöld, hefur því verið í undirbúningi í heila tíu mán- uði. Þannig eru vinnubrögðin í hin- um alþjóðlega tískuheimi, en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt er reynt hér. Markmiðið er að koma Islandi og íslenskum fatahönnuðum á kort- ið í tískuheiminum. Ef það tekst gæti Futurice orðið að árlegum við- burði. Sjálfir hafa hönnuðirnir ekki þurft að gera neitt nema hanna - en það hefur verið meira en nóg vinna segja þær. Allur annar undirbúning- ur hefur verið í höndum Eskimo models / Reykjavík og Daggar Bald- ursdóttur í London, en hún er þaul- vön að skipuleggja slíka viðburði fyrir þekkta tískukónga. Innan Fut- urice eru nokkrar tískusýningar og fá Ragna, Sæunn, Bára og Hrafn- hildur allar að halda sérstaka sýn- ingu fyrir sínar fatalfnur. Sex aðrir íslenskir hönnuðir taka hins vegar þátt í sameiginlegri sýningu á morg- un, 12 ágúst, ásamt norskum og finnskum hönnuðum. Munurinn felst fyrst og fremst í því að á sam- sýningunni á hver hönnuður aðeins tíu alklænaði og fær ekki að ráða heildaryfirbragði sýningarinnar lfkt og þeir sem hafa eigin sýningu. Þeir hönnuðir þurfa líka að geta boðið upp á þrjátíu alklænaði og að hafa hugsað fyrir næsta skrefi, sem er fjöldaframleiðsla á línunni. Spumiið í efnið Það er betra að vera við því búinn að pantanir berist í kjölfar sýningarinn- ar, þó enginn þeirra hönnuða sem Dagur ræddi við hafi verið farinn að hugsa mikið lengra í alvöru en fram að stóru stundinni í kvöld. Bára og Hrafnhildur höfðu þó velt málinu nokkuð fyrir sér, því þær hanna flíkur á óvenjulegan hátt, sem ekki liggur ljóst fyrir hvernig mætti fjöldafram- leiða. Ragna fer líka einstakar Ieiðir, en hún segir ekkert því til fyrirstöðu að hægt væri að sauma fötin hennar í einhverju magni. Ragna Fróða hefur lengsta reynslu þeirra af því að hanna undir eigin merkjum, þó hún hafi aldrei áður gert fullbúna Iínu. Hún setti Path of Love á fót fljótlega eftir að hún lauk námi í fatahönnun í París árið 1995 og selur nú föt í Kirsjuberjatrénu við Vesturgötu í Reykavík og í Iskúnst í Osló. Fyrir ári útskrifaðist Ragna svo úr textíldeild Myndlista- og handíða- skóla Islands, þar sem hún bætti við sig námi og þekkingu á meðfcrðum efria. En það eru einmitt efnin sem einkenna Path of Love. „Þar sem ég get tekið tilbúið efni og breytt því í mitt hef ég miklu meiri möguleika á að hanna einstakar flík- ur." I meðförum Rögnu breytast litir efnisins eins og fyrir töfra en hún Iýs- ir aðferðinni þannig: „Sama efnið býður upp á óteljandi möguleika, sem fara eftir því hvernig ég læt efnin spila saman í mismunandi lögum." Persónuleg áferð er loks kórónuð með útsaumi, sem gerir flíkurnar rómantískar. Þannig ræður cfnið ferðinni við sníðavinnuna, sem Ragna gerir oftast beint í efnið. „Eg grófsníð flíkina fyrst af því efnið get- ur aflagast og ffnsníð í lokin. Stund- um vinn ég í bút og bút í einu, en það kemur líka fyrir að ég rissa upp mynd áður en ég legg af stað. Þó ég sé yfirleitt með ákveðin form í huga teikna ég aldrei á efnið áður en ég fer með það í vélina." Nálgunin er eins og hjá listamanni sem vinnur verkin sín beint í efnið, en sjálf lfkir Ragna vinnunni við spuna. Utkoman ræðst af vinnuferl- inu, sem þýðir ekki að hún saumi all- ar flíkurnar sjálf enda væri slíkt óyfir- stfganlega mikil vinna fyrir Futurice. „Ég hef kennt mínum saumakonum aðferðina og þarf því aðeins að hafa yfirumsjón með verkinu." Notað og endurnýtt Efnin eru líka útgangspunktur hönnunar Báru og Hrafnhildar, en þær segjast hafa „komið út úr skápnum sem fatahönnuðir með Futurice". Þeirra skólun hefur verið undirbúningur sýningarinnar og bein reynsla af íslensku tísku-versl- analífi, þar sem þær hafa komið við sögu sem innkaupastjórar, stílistar, verslunareigendur, innanhússhönn- uðir (Thomsen, Spútnik) og fata- hönnuðir undir merkjum verslana. Þrátt fyrir að vera nýkomnar fram sem skapandi hönnuðir vöktu þær athygli úti strax í vetur eftir að Björk Guðmundsdóttir hafði nefnt þær sem efnilegustu fatahönnuði næsta árþúsundar í Dazed & Confu- sed. Systurnar líta á tilnefninguna sem mikinn heiður, ekki aðeins af því Björk er fræg heldur hafa þær dálæti á fatasmekk hennar. Einhverjir muna kannski eftir því að áður en Björk sló í gegn gekk hún oft í notuðum fötum, en það eru einmitt sh'kar flíkur sem veitt hafa Hrafnhildi og Báru innblástur. Þær kalla fatalínuna Aftur og vísar nafnið til þess að þær nota ein- göngu notuð efni í fötin. En þegar Hrafnhildur og Bára tala um efni eiga þær í raunninni við flíkur. Það þýðir ekki að þær saumi upp úr gömlum fötum. „Við erum búnar að vera innkaupastjórar fyrir verslanir með notuð föt í mörg ár og höfum þannig komist í sambönd við verk- smiðjur úti sem flokka efni eftir ákveðinni forskrift," segja þær. „Við lítum á fötin sem efni og notum þau sem slík. Flfkurnar eru klipptar upp, en þú getur ekki horft á flíkina til- búna og séð ermi af gömlu frakka hér og kraga þar. Við styttum ekki buxur og setjum á þær pallíettur og við breytum heldur ekki jökkum í vesti. Þetta þýðir einfaldlega að okkar efni eru smærri og að það þarf útsjónarsemi til að sjá hvernig hægt er að búa til úr þeim heilar llíkur." Kvenlegar linur Þeim hefur tekist að þróa aðferð sem hægt væri að nota til að fjöldafram- leiða fötin, en vegna þess hvernig efnin eru unnin verður hver flík áfram einstök. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að engin flík sé eins. Það er okkar sérstaka." Þær Ieyna því ekki að fötin eru ætluð tískusinnuðu fólki, viðskiptavinum með óbilandi áhuga á fötum og tísku. „Það er ekkert launungarmál að sá hópur er ekki nema 4% af öllum markaðnum," seg- ir Sæunn Þórðardóttir, sem líka hannar föt fyrir fólk „sem eyðir meiri fjármunum í föt en gengur og gerist." Einkenni fatnaðar Sæunnar eru sérlega kvenlegar línur, enda út- gangspunktur hennar við hönnun- ina líkami konunnar. „Ég nota Iík- amann og hanna flíkur utan á hann." Hún segist þó ekki komast hjá því að hugsa um samspil efna og sniðs og er alltaf með efnið í hugan- um þegar hún hannar. Sæunn hefur einu sinni áður sent frá sér fatalínu, „en það var minilína með tíu mis- munandi módelum og aðeins einni flik í númeri." Línan Æ fékkst hjá Dýrinu og seldist upp. Síðan hefur Sæunn einbeitt sér að Futurice, en hún ákvað að taka sér frí frá námi í fatahönnun í Iðnskólanum til að geta gert það. „Ég byrjaði á að læra kjólasaum og kannski hefur það áhrif á hvernig ég sé fötin. Þau eru kvenleg og kynþokkafull og meira í ætt við samkvæmisklæðnað en föt sem hægt er að nota dags daglega." MEÓ Bára og Hrafnhildur Hólmgeirsdætur: Afturþýðir endurnýtingu eða dauða. Sæunn Þórðardóttir: Kvenlegt og kynþokkafullt Æ. Ragna Fróðadóttir: Path ofLove, rómtískur útsaumur og fjölbreytt litróf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.