Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 11
TT X^HI-. FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2000 11 ERLENDAR FRETTIR Sirimavo Bandaranaike ásamt eftirmanni sínum, Ratnasiri Wickremanayake. Forsætisráðherra Sri Lanka hættir Ratnasiri Wida eni anayáke tók í gær við forsætisráðherra embættinuáSriLaiika af MuiLÍ öldim Siriinavo Bandaranaike. Sirimavo Bandaranaike varð fyrst kvenna í heiminum til þess að gegna embætti forsætisráð- herra, sex árum áður en Indirah Gandhi varð forsætisráðherra á Indlandi. Bandaranaike tók við embætti forsætisráðherra í Sri Lanka, sem þá hét reyndar Ceylon, þann 21. júlí árið 1960 af eiginmanni sínum, Salomon, sem var myrtur eftir að hafa set- ið f embættinu f fjögur ár. Hún hefur þrisvar sinnum gegnt þessu embætti, fyrst í fimm ár frá 1960 til '65, síðan aftur 1970-78 og loks frá 1994 til dagsins í gær. Hún er móðir núverandi forseta landsins, Chandrika Kumaratunga, og hefur á ýmsan hátt haft gífurlega mikil áhrif í stjórnmálum á Sri Lanka síðustu fjóra áratugi. Hún lét af embætti í gær, 84 ára að aldri, en við tók Ratnasiri Wickremanayake sem sór emb- ættiseið sinn í gær, og kom sú ráðstöfun þingmönnum á Sri Lanka mjög á óvart. Bandaranaike kemur úr einni af auðugustu fjölskyldum Sri Lanka, sem er eyja suður af Ind- Iandi. Stríðsástand hefur ríkt á Sri Lanka í tæpa tvo áratugi, þar sem aðskilnaðarsinnar Tamíla hafa barist fyrir því að fá að mynda sjálfstætt ríki á norður- hluta eyjunnar. Þau átök hafa kostað meira en 60 þúsund manns lífið. Dóttir hennar, Kumaratunga, hefur reynt að ná samningum við skæruliðana og sett fram áætlun um að þeir fái takmark- aða sjálfstjóm. Hvorki skærulið- arnir né heldur hin valdamikla klerkastétt búddista á Sri Lanka hafa sætt sig við þá málamiðlun. Búist er við því að Wickramana- yaka, eftirmaður Bandaranaike, muni reyna að afla stuðnings meðal hina búddísku klerka við friðarhugmyndir forsetans. Mikil andstaða hefur verið við Kumaratunga á þingi undanfar- ið, og ekki er talið ólíklegt að hún ætli sér að leysa upp þing á næstu dögum, enda þótt skammt sé þangað til kjörtímabil þess rennur út, en það gerist þann 24. þessa mánaðar. Wickremanayake er sinhalesi, og talinn harðlínumaður, sem líklegt er til þess að afla honum vinsælda á þinginu. Það var Bandaranaike sem gerði Sri Lanka að lýðveldi árið 1972, en stjórnaði með harðri hendi, þjóðnýtti fyrirtæki og skóla og barði niður uppreisn marxista árið 1971 af mikilli hörku, og létust um 20 þúsund manns í þeim átökum. 1977 tapaði hún hins vegar í kosningum og 1980 svipt þing- sæti og sökuð um að hafa mis- notað völd sín. Dóttir hennar, Kumaratunga, tók við leiðtogaembættinu í flok- ki þeirra árið 1993. Þegar Kumaratunga hlaut sigur í for- setakosningum brá hún skjótt við og skipaði móður sína í emb- ætti forsætisráðherra í þriðja sinn, enda þótt hún væri þá orð- in öldruð og farin að draga úr stjórnmálastörfum sínum vegna sjúkdóma sem hrjáðu hana. Síð- ustu árin hefur hún verið bund- in við hjólastól. Bill Clinton. Clinton með opnunarræðu WASHINGTON - Clinton Banda- ríkjaforseti fær síðustu hyllingu sína áður en hann hættir sem for- seti á þingi Demokrataflokksins í næstu viku. Eftir það mun hann draga sig í hlé frá kastljósi fjöl- miðla og skilja sviðið eftir handa Al Gore og Joseph Liberman. Clint- on mun flytja opnunarræðuna á flokksþinginu á mánudagskvöld, en síðan í táknrænni athöfn af- henta blysið Al Gore sem þá mun hlaupa næsta sprett í hinu póli- tíska kapphlaupi. Fastlega er búist við að Clinton muni lítið láta á sér bera þó ýmsir hafi orðið til þess að benda á að það kunni að reynast honum erfitt að vera ekki í sviðs- ljósinu. „Ég er ekki að bjóða mig fram til eins eða neins þetta árið, og flesta daga á ég ósköp auðvelt með að sætta mig við það," sagði Clinton við blaðamenn í síðustu viku í Massachusetts. Prófessorinn og stjórnmálafræðingurinn Jim Thurber sagði í blaðaviðtali að það væri best fyrir Clinton að halda sig frá sviðsljósinu: „Ég tel að forsetinn muni komast að því að það er erfitt hlutverk - en það besta sem hann getur leikið. Hann á bara að vinna sé inn peninga, gefa góð ráð þegar um þau er beðið en að öðru leyti passa sig á því að vera ekki fyrir." Saddam fær heimsókn MONTHURIYAH, Irak- Hugo Chavez forsætisráðherra Venesúela fór í gær í opinbera heimsókn til írak, en það er í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi fer í slíka heimsókn þangað síðan í Persaflóastríðinu 1991. Hann fór í þessa heimsókn þrátt fyrir harða gagnrýni frá Bandaríkjunum, en þar á bæ er enn verið að reyna að halda við ein- angrun Saddams Hussain sem hóst með innrásinni í Kuwait 1990- 1991. Þessi heimsókn forsætisráðherrans vekur því meiri athygli að Bandaríkjamenn eru stórir innflytjendur olíu frá Venesúela. „ Hvað eigum við svo sem að gera við því þótt Bandaríkin séu reið?" spurði Chavez fréttamenn eftir að hann kom til Iraks, en þangað fór hann með bíl til að koma í veg fyrir að brjóta bann við flugsamgöngum við Irak. „Við höfum okkar sjálfsvirðingu líka, Venesúela er sjálfstætt og fullvalda ríki sem tekur ákvarðanir í samræmi við það sem við teljum landinu fyrir bestu," sagði Chanvez. Hann er kominn til Irak fyrst og fremst til að hafa áhrif á Saddam Hussain varðandi olíusölumál. Launatengd gjöld af símaklámi KASSEL, Þýskalandi - Þýskur dómstóll úrskurðaði í gær að fólk sem starfar við það að klæmast við annað fólk á Netinu eða í sérstökum símalínum eigi sama rétt og aðrir verkamenn, óháð því hvort starf þeir- ra telst siðlegt eða ekki. Rétturin hafnaði þar með kröfu frá norðurþýskru klámlínufyrirtæki sem hélt því fram að vegna þess að eðli starfsins sem fólkið vann væri ósiðlegt, væri óeðlilegt að af vinnulaunum væru greidd lífeyrissjóðs- gjöld og ýmis önnur trygingagjöld! Dómarinn komst að þvf að siðferði símakláms - sem einkum konur vinna við - hafi einfaldlega ekkert að gera með starfsmannahald og reglur um það. Því bæri að koma fram við þetta starfsfólk rétt eins og starfsmenn annara fyrirtækja. Síamaklámsfyrirtækið, sem ekki var nefnt á nafn í réttarhöldunum, þarf því að reiða fram tæplega hálfa milljón dollara í tryggingagjöld til fólks sem það hafði áður viljað skilgreina sem sjálfstæða verktaka. FRA DEGI TIL DAGS FOSTUDAGUR 11. AGUST 224. dagur ársins, 142 dagar eftir. Sólris kl. 05.07, sólarlag kl. 21.57. Þau fæddust 11. ágúst • 1778 Friedrich Ludwig Jahn, þýskur leikflmifrömuður. • 1833 Robert Ingersoll, bandarískur stjórnmálamaður og frægur guðleysingi. • 1866 Halla Eyjólfsdóttir skáld frá Laugabóli • 1897 Enid Blyton, breskur barnabóka- höfundur. • 1921 Alex Haley, bandarískur rithöfund- ur. • 1932 Fernando Arrabal, spænskt leik- skáld, rithöfundur og kvikmyndagerðar- maður. • 1956 Isak Harðarson skáld Þettagerðist 11. ágúst • 1938 kom Baden-Powell, upphafsmað- ur skátahreyfingarinnar, til Reykjavíkur. 1942 lýsti Pierre Laval, embættismaður Vichy-stjórnarinnar í Frakklandi, því yfir að Frakkland yrði frjálst þann sama dag og Þjóðverjar vinni sigur í heimsstyrjöld- inni. 1962 stofnaði breski leikarinn Lawrance Olivier Þjóðarleikhúsið (National Theater) í Lundúnum. ' 1965 brutust út óeirðir í Watts-hverfinu í Los Angeles, þar sem íbúarnir voru flestir svartir á hörund. 34 manns létu lífið í þessum óeirðum. 1 1973 var Austurstræti í Reykjavík gert að göngugötu til reynslu, og stóð sú til- raun í 18 ár. Vísa dagsins Hákarlinn í hnakk ég sá hesti gröðum ríða, flugu og eldfjall fljúgast á, fálka kurla og svíða. Öfugmælavísa eignuð Bjarna Jónssyni Borgfirðingaskáldi. Afmælisbarn dagsins Ólafur Gaukur hljómlistarmaður er sjö- tugur í dag. Hann er vafalaust enn í dag þekktastur fyrir árin þegar hann var með eigin hljómsveit sem naut mikilla vinsælda. En hann hefur komið víða við, m.a. rekið gftarskóla og verið útsetj- ari, stjórnandi, höfundur og útgefandi á fjölmörgum hljómplötum ýmissa lista- manna. Arið 1984 lauk hann prófi í tónsmíðum frá tónlistarskóla í Los Ang- eles, og Iauk síðan prófi í kvikmynda- tónlist frá sama skóla árið 1988. Þeir sem gera friðsamlega byltingu ómögu- lega, gera byltingu með ofbeldi óhjákvæmi- lega. John F. Kennedy Heilabrot Nokkrir áhugamenn um ketti hittust heima hjá einum þeirra, og tóku sumir þeirra kett- ina sína með sér. Á þessum fundi voru alls 34 fætur og 24 augu. Hve margir ketír voru á staðnum og hve margt fólk? Lausn á síðustu gátu: Þessa tímasetningu má skrifa svona: 12:34, 5.6. '78. Veffang dagsins Rugludallur nokkur í Bretlandi, sauð- drukkinn, hringir reglulega í vefsíðuhönn- uð, sem sá ekki annað ráð skárra en að taka upp símtölin og birta þau á Netinu. Þeir sem vilja, geta því heyrt þessi kostulegu símtöl á www.sl.net/~jboyd/cdg/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.