Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 12
12- FÖSTUDAGVR 11. ÁGÚST 2000 -Xfc^MT' FRETTASKYRING Kennarar í liæstum ~ 1 SIGURD0R JP SIGUKDORS-JP&. SON ELjðyH - -I SKRIFAR Sveitarfélögin geta aldrei ráðið við neinar launahækkanir í átt að þessum kröfum, segir Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra- nesi. Ari Skúlason seg- ir kjarasamninga ASÍ félaga lausa ef ein- hverjir fari upp fyrir þá. Verði þetta kröfur kennara þá eru þær ekki í neinum takti við það sem samið hef- ur verið um á hinum almenna launamark- aði, segir Karl Björns- son formaður launa- nefndar sveitarfélag- anna Kjarasamningar framhaldsskóla- kennara eru lausir 31. október næstkomandi og grunnskóla- kennara um áramót. Eins og kom fram í Degi í gær segja fram- haldsskólakennarar nauðsynlegt að fá 35% launaleiðréttingu áður en eiginlegir kjarasamningar hefj- ast. Þessi 35% launaleiðrétting er til komin vegna þess hástökks í launum sem viðmiðunarstéttir kennara, sem eru í BHM, fengu þegar nýja launakerfið, hinir svo kölluðu vinnustaðasamningar, voru teknir upp hjá ríkinu fyrir tveimur árum. Elna Katrín Jónsdóttir, varafor- maður Kennarasambands Islands segir að það sé alveg nauðsynlegt fyrir kennara að fá þessa leiðrétt- ingu áður en farið verður að ræða hinar eiginlegu kaup- og kjara- kröfur. Ríkið er viðsemjandi framhaldsskólakennara og það var ríkið sem gerði hina ævintýra- legu vinnustaðasamninga við op- inbera starfsmenn, svo sem hjúkrunarstéttirnar, fyrir tveimur árum og því erfitt að sjá með hvaða rökum það getur hafnað leiðréttingakröfu kennara. K11 n meiri ii ækkiiu Það eru hins vegar sveitarfélögin sem eru viðsemjendur grunn- skólakennara. Þeirra samningar eru lausir um áramótin. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Fé- lags grunnskólakennara, sagði í samtali við Dag að gerð hefði ver- ið könnun.meðal grunnskóla- kennara fyrr á þessu ári þar sem spurt var hver byrjunarlaun þeir- ra ættu að vera og hver þeir teldu að meðallaun ættu að vera. Þegar meðaltalið var tekið úr þessari könnun kom í ljós að byrjunar- launin ættu að fara úr 110 í 180 þúsund krónur á mánuði, sem er um 64% hækkun. Kennarar eru þekktir fyrir allt annað en að gefa eftir í kjarasamn- ingum, eins og verkföll þeirra hafa sýnt á liðnum árum. í síðustu kjarasamningum fengu kennarar launahækkanir sem voru Iangt umfram það sem samið var um á hinum almenna launamarkaði. Launþegasamtökin gerðu engar athugasemdir við það þá vegna þess að þau töldu að um sann- girnismál væri að ræða, kennara- laun hefðu dregist aftur úr. Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands íslands segir að það endurtaki sig ekki nú. I kjarasamningunum frá í vor sé ákvæði þess efnis að ef aðrar starfsstéttir fái meiri hækkanir, en þá var samið um, fái félagar í Alþýðusambandinu sömu hækk- un. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir í samtali við Dag að opinberir starfsmenn séu alger- lega óbundnir af Flóabandalags samningunum. Það hafi engar þær línur verið lagðar sem séu bindandi fyrir Iaunafólk í land- inu. Ef menn leyfi sér að tala á einhverjum þjóðarsáttarnótum verði þjóðin að koma að slíkum samningum. Svo sé ekki nú, því aðeins 10% vinnandi manna kom að Flóabandalags samningunum í vor. Ekki í lalíl við annað Karl Björnsson, bæjarstjóri Ár- borgar, er formaður launanefndar sveitarfélaganna. Hann benti fyrst á það að kjaraviðræður við kennara væru ekki hafnar og því erfitt fyrir hann að segja nokkuð til um þessar tölur. „En það sjá allir menn að verði þetta kröfur kennara þá eru þær ekki í neinum takti við það sem samið hefur verið um á hinum al- menna launamarkaði og annað það sem hefur verið að gerast í þjóðfélaginu. Þessar kröfur, ef þær verða settar fram, eru ekki í takt við þróun annarra efnahags- stærða í þjóðfélaginu. Það er aft- ur á móti þekkt að stéttarfélög setja fram sínar ítrustu kröfur í byrjun samninga en samningar enda oft á öðrum nótum," sagði Karl Bjönrsson. Hann sagðist ekki vilja segja neitt til um út frá hvaða punkti launanefnd sveitarfélaganna muni ganga þegar til samninga kemur, hvort það verða Flóa- bandalags samningarnir eða eitt- hvað annað. Kjarasamningar í uppnámi „Ég hlýt að ganga út frá því að stjórnvöld fylgi þeirri launastefnu sem hefur verið mörkuð. Kennar- ar fengu verulega umfram aðra í síðustu kjarasamningum og um það var sátt í það skipti. Þing Verkamannasambandsins ályk- taði þá í þá veru að kennarar ættu Kjarabarátta kennara hefur verið mikið í umræöunni sídustu misseri, ekki síst þegar þeir sögðu upp störfum sínum í stt hafa haft áhyggjur af áhrifum þess á skólastarfið en nú hafa menn ekki síður áhyggur af áhrifum krafna þeirrs rétt á þessu. Síðan hafa grunn- skólakennarar beitt vafasömum aðferðum til að bæta kjör sín enn meira. Ég er nokkuð viss um það að ef þessar kröfur kennara ganga eftir þá losar það um aðra kjara- samninga. Það eru ákvæði í samningum ASI félaga sem segja að þau eigi rétt á að fá sömu hækkun enda er í samningunum viðmiðunar ákvæði við aðra hópa í þjóðfélaginu," sagði Ari Skúla- son, framkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir að eftir kjarasamn- ingana fyrir þremur árum hafi all- ir þotið fram úr félögum innan ASI og þá hafi ekkert ákvæði ver- ið í samningum þeirra um að fá það sama. Þess vegna var það neglt niður í samningunum í vor að slíkt endurtæki sig ekki. „Það er því deginum ljósara að ef einhverjir hópar fá launahækk- anir sem eru úr öllu korti miðað við okkar samninga þá yrðu okkar samningar nær örugglega losað- ir," sagði Ari Skúlason. Ná tæplega óbreyttar fram Már Guðmundsson, aðalhag- fræðingur Seðlabanka íslands, sagði að hann hefði ekki kynnt sér kröfur kennara til hlýtar en ef þessar kröfur þeirra gengju eftir hefði það einhver efnahagsleg áhrif. Hins vegar hefðu slíkir samningar umtalsverð áhrif ef þeir yrðu til þess að losa um aðra kjarasamninga í landinu. Karl Björnsson, formaður launa- nefndar sveitarfélaganna Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans Jónína Bjartmars, formaður Heimilis og skóla

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.