Dagur - 26.08.2000, Qupperneq 9

Dagur - 26.08.2000, Qupperneq 9
TDjjg^imr. LAUGARDAGUR 26. AGUST 2000 - 25 JiJ'ífJ ÖrLJjJDAL I .ájjDjjjv j Áróðursrit fýrir alla Guðbergur Bergsson situr við skriftir heima hjá sér, hann vaknar snemma á hverjum morgni og skrifar til klukkan sex á daginn. Guðbergur er með tvær bækur fyrir jólin, barnabók og smásagnasafn. „Barnabókin heitir Allir í strætó og er tileinkuð strætisvögnum Reykjavíkur. Margir eru hættir að nota almennings- farartæki og með bókinni er ég að hvetja fólk til að nýta sér þau,“ segir Guðbergur og bætir við að á vissan hátt sé um áróðursrit að ræða. Tölvuteiknað- ar myndir eftir Halldór Baldursson prýða bókina og segir Guðbergur að hún sé fyrir alla aldurshópa eins og góð- ar barnabækur jafnan séu. Stuttar og einfaldar Hann gefur einnig út smásagnasafn fyr- ir jólin sem nefnist Vorhænan og aðrar sögur. „Ég tók saman smásögur sem ég hef verið að skrifa árum saman og á lík- lega efni í tvö til þrjú smásagnasöfn til viðbótar," segir Guðbergur. Að hans sögn eru smásögurnar allar stuttar, yfir- leitt byggðar á einni hugmynd og afar einfaldar. „Vorhænan er til dæmis saga um ferðalag með lest frá Lissabon til Madrid,“ segir Guðbergur. Hann vinnur heima hjá sér og segist yfirleitt vakna snemma á morgnana og skrifa reglulega á hverjum degi til klukkan sex. „Ef ég myndi vinna lengur þá væri ég sífellt með hugann við skriftirnar og gæti ekki sofnað á kvöldin," segir Guðbergur. - ELJ „Ef ég myndi vinna lengur þá væri ég sífellt með hugann við skriftirnar og gæti ekki sofnað á kvöldin, “ segir Guðbergur Bergsson. mynd: teitur. „Ég hefreynt að hafa þetta öðruvísi, fara í göngutúra, vinna sex tíma á dag og lifa heilbrigðu lífi en hefaldrei getað það, “ segir Vigdís Grímsdóttir. Hávaðinn í þögninni Vigdís Grímsdóttir hefur verið að skrífa um þögn- ina undanfarin fjögur ár. Fjandafígúra og María mey hafa verið henni til halds og traust við skrift- irnar en nú er bókinni lokið og Þögnin verður á meðal jólabókanna í ár. „Þetta er skáldsaga um þögnina í lífinu og hvað getur gerst ef hún tekur völdin. Ég hugsa að það sé hvergi meiri hávaði en einmitt í þögn,“ segir Vigdís og bætir við: „Aðalsögupersónurnar eru tvær konur, önnur rúmlega tvítug og hin sextug. Síðan er fleira fólk á öllum aldri sem hleypur fram og til baka á síðun- um.“ Kveikja sögunnar var tonlist Hún segist hafa fengið hugmynd- ina að bókinni eftir að hafa hlust- að á tónlist eftir Tsjajkovskíj og þá aðallega þagnirnar. „Ef maður gengur inn í tónlist, hvað gerist þá? Mig Iangar svo að vita það, ég veit ekkert hvort ég veit það. Stelpan í bókinni minni þykist vita það,“ segir Vigdís. Aðspurð játar hún að það hafi verið mjög skemmtilegt að skrifa bókina. „Þessi bók gladdi mig þótt hún sé ekki alltaf sérlega falleg. Það er mjög gefandi að skrifa. Þú skalt skrifa. Auðvitað getur samt verið einmanalegt að sitja við skriftir eins og klisjan segir, en þá er bara að hrista það af sér og fara eitt- hvað.“ Vigdís segist vera skorpumann- eskja, hún vinni kannski mikið í tvo mánuði og sofi Iítið en skrifi síðan ekkert í þrjár vikur. „Ég hef reynt að hafa þetta öðruvísi, fara í göngutúra, vinna sex tíma á dag og lifa heilbrigðu lífi en hef aldrei getað það,“ segir Vigdís. Hún seg- ist oft skrifa í sumarbústað úti á landi en þetta árið hefur hún set- ið við skriftir heima hjá sér. Hjátrúarfull „Ég dreg fyrir gluggann, hef gott ljós bak við tölvuna og síðan tvö kvikindi rétt hjá henni, fjanda- fígúru og Maríu mey. Þetta eru litlar styttur sem hjálpa mér við skriftirnar," segir Vigdís en eftir stutta þögn bætir hún við lágri röddu: „Þær hjálpa mér samt ekk- ert, ég held bara að þær geri það og tek fígúrurnar með mér ef ég fer eitthvað með ferðatölvuna mína. Ég er mjög hjátrúarfull. Um daginn var ég að ganga niður Almannagjá og Ijórir hrafnar flugu við hliðina á mér allan tím- ann. Ég held að það boði eitthvað gott, heldurðu það ekki?“ - ELJ í sveitasælunni Guðrún Eva Mínervu- dóttir er þessa dagana að leggja lokahönd á skáldsöguna sína sem kemur út fýrír jólin. Margar persónur koma fram í sögunni sem spannar 64 ár og nær til ársins 2027. Bókina skrífaði Guðrún Eva að mestu í sumarbústað á Kirkjubæjarklaustri en einnig í gömlum sveita- bæ á Skeiðunum. „Ég ldáraði bókina í vor, lagði hana þá frá mér og saltaði aðeins svo ég gæti komið að henni aftur með nýju hugarfari og látið ferska vinda leika um hana. Ég held að það sé hollt fyrir textann,“ segir Guðrún Eva. Hún segir að þrátt fyrir að bókin sé ekki mjög löng þá spanni hún langan tíma eða allt frá árinu 1963 til 2027. Gastrónómía og fflósóf „Bókinni er skipt í fimm hluta. Þarna koma nokkrar kynslóðir við sögu og kaflarnir tengjast all- ir þótt stundum líði allt að 20 ár á milli þeirra. Eftir því sem tím- inn líður þá breytist margt í um- hverfinu en manneskjan er samt alltaf söm við sig. Yngsta per- sóna sögunnar á mjög margt sameiginlegt með þeim þeirri elstu,“ segir Guðrún Eva. Hún segist hafa gengið með söguna í þó nokkurn tíma. „Það sést kannski best á því að fyrsti kafli bókarinnar kom út vorið ’99 sem smásaga í bókinni Þrisvar þrjár sögur og bar titilinn Haraldur gastrósóf og Margrét," segir Guðrún Eva og bætir við að gastrósóf sé eins konar samsuða úr orðunum gastrónómía og fílósóf og að hún hafi þar með gefið upp að fyrsti hlutinn sé svolítið matarlegur. í flatneskjunni á Skeiðunum Hún segist hafa verið með annan fótinn í sveitinni við gerð bókar- innar. „Ég skrifaði hana í skorp- um, lítið komst á blað þess á milli en égvelti henni þeim mun meira fyrir mér. Hún er að hluta til skrifuð í gömlum sveitabæ á Skeiðunum en þótt ég hafi skrif- að hana þar í flatneskjunni þá þýðir það samt ekki að textinn sé flatur,” segir Guðrún Eva, hlær við en segir síðan: „Stærsti hluti bókarinnar er skrifaður í sumar- bústað við Kirkjubæjarklaustur og þá gerði ég ekkert annað en að sinna sögunni í nokkra mánuði." Aðspurð hvort hún eigi létt með að skrifa segir hún að það verði sífellt auðveldara. ,/ÉtIi þetta komi ekki með æfingunni eins og allt annað. Ég var mjög fljót að koma þessari bók á blað þótt ég hafi gengið með hana lengi.“ - ELJ „Eftir því sem tíminn líður þá breytist margt í umhverfinu en manneskjan er samt alltafsöm við sig,‘‘segir Guðrún Eva Mínervudóttir. mynd: e. ól

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.