Dagur - 26.08.2000, Síða 16

Dagur - 26.08.2000, Síða 16
32 - LAUGARDAGUR 12.ÁGÚST2000 Fluguveiðar að sumri (181) Þegar hann tekur í raun má segja að allur veiði- skapur og allt til- stand og öll ferðalögin og all- ar fluguhnýting- arnar og allur lestur bóka og allar samræðurn- ar sem maður á í um veiðiskap miðist að einu augnabliki: Þeg- ar hann tekur. Þá skilur nú milli feigs og ófeigs í orðsins íyllstu merkingu. Frá útlöndum Góður félagi kom alla leið frá London til að veiða með mér í vikunni. Það var dauft. Lítil taka og fáum tókst að særa upp fisk. Ekki honum. Þegar eftir voru 10 mínútur af síðustu vaktinni fór hann með fluguna í síðasta skipti yfir hylinn. Síðasta rennslið, sfð- asta deyjandi vonin um fisk blakti enn. Hann reyndi stóra túbu sem sökk í hylinn. Þá tók hann. Tók, en þó ekki. Hrifsaði bara í fluguna og fór, festist ekki. Það var högg en það var ekki taka. Þarna skildu millimetrar á milli feigs og ófeigs, hvort veiðiferðin var fisklaus eða ekki. Kvöldið áður. Þá var þetta millimetrastríð líka í gangi. En nú var það örtúba sem fór út og ég dró hana hratt til mín rétt undir yfirborðinu. Þetta var í ljósaskiptunum, örfáar mínútur þar til við ættum að hætta og snauta burt. Fisldausir á vakt- inni. Þá reis hann. Kom allt í einu upp úr lygnum fletinum og leit á fluguna, án þess að taka. Og svo var það búið. Þetta var æsandi augnablik. lokur sumarsins Tökur sumarsins hafa verið marg- víslegar. Ég man stóra urriðiann sem kom á öskrandi ferð á eftir flugunni sem ég kastaði yfir straumskil. Hún lenti og lamdist svo inn í flauminn þegar línan kipptist til. Fiskurinn kom á ferðinni á eftir og negldi fluguna f þungum strauminum, þyngd hans var meira en tvöföld á stöngina, svo reif hann sig niður burt frá mér og söng í hjólinu. Þegar hann var búinn að taka línuna Iangt út fór hann í sveig uns hann var kominn beint niður undan mér og hékk á broti í ánni. Ég hélt við því ég vildi ekki missa hann framaf. Þá velti hann sér. Ég sá hann liggja þvert í strauminum, hvítur belgurinn sendi ljósgeisla upp í loftið og hann var farinn. Þetta var taka. Ég man líka eftir bleikjunni sem kom á ógnarspretti á eftir Flæðarmúsinni. Gáran reis fyrst eins og bunga, svo breyttist hún í öldu sem mjókkaði óðíluga á eftir flugunni og svo stoppaði rákin allt í einu. Flugan var föst. I kjaftinum á henni. Eða laxinn sem tók túbuna á gárubragði. Ég dró gárutúbu bægt að mér og lét hana rispa vindhamraðan vatnsflötinn. Allt var hljótt. Ekkert óvenjulegt sást. Flugan kom nær. Og nær. Ég var alveg rólegur og það var eins gott að ég hafði ekki hug- mynd um það sem var að gerast beint undir flugunni. Þar var lax í vígahug. Búinn að rífa sig upp af legustað og elti nú gárutúbuna. Ósýnilegur. AUt í einu fann ég tekið í fluguna, undur Iétt. Það var eins og lín- an yrði þyngdarlaus. Hún bara sveif í vatninu og svo komu litlir kippir eins og seiði hefði fest sig. Ég gaf slaka í staðinn fyrir að rykkja í. Sá að línan færðist út. Lyfti þá stönginni rólega og festi í. Allt í einu varð línan þung og stöngin bognaði. Þetta var þá takan! Svo reif hann sig upp og hreinsaði sig þrisvar með bakföllum. Þá skal ég segja ykkur frá bleikjunum sem tóku þurrflug- una. Litla Royal Coachman sem ég lét fljóta niður hylinn. Brúnn og bústinn kroppur flugunnar var eins og - ja, fluga! Nú fór hún yfir staðinn þar sem ég sá bleikj- una gera hringi áður. Og þá kom hausinn uppúr. Hún opnaði munninn og gleypti fiuguna. Ég dró djúpt andann. Lyfti stönginni og festi í. Enginn kippur. Ekkert hljóð. Aðeins þetta andartak þeg- ar ég horfði á hana súpa til sín flugu á yfirborðinu. Það var mín fluga. Taka sumarsins Taka sumarsins (ennþá) kom íyrir nokkrum dögum. Ég var á sjó- birtingsveiðum. Það var kvöld- sett, húmið komið yfir og ég vissi að nú væri besta tækifærið. Setti á appelsínugulan lítinn skratta með augu, ögn skondinn á svip. Flugan lenti nákvæmlega þar sem hún átti: Klesstist næstum því upp við bakkann. Svo rann hún af stað með straumi. Ég leyfði henni að sökkva eitt augnabli, og berast með straumi. Þá tók ég hana til mín með ákveðinni en hægri hreyfingu, alveg eins og nobblerinn væri að neyta síðustu krafta til að beijast gegn straumi. Og svo aftur. Þá kom það. Við bakkann þar sem flugan hafði lent reis bunga. Þetta gerðist svo hratt að ég þarf að spila mynd- band minninganna hægt f huganum. Bungan breyttist í öldu sem færðist út frá bakkanum eins og skafl sem rís þvert á straum. Ég lýg því ekki: fet á hæð var þessi vatnsskafl sem skrokkurinn ýtti á undan sér. Fiskurinn kom greinilega þvert úr frá bakkanum, snérist svo í vatninu og tók. Flugan bara stoppaði. Svo sprakk vatnið. Gusa stóð í loftíð. Fyrst lamdi hann sporðinu til hægri og Iét all- an skrokkinn fylgja með. Svo Iamdi hann sporðinum til vinstri, og enn fylgdi allur skrokkurinn. Það sá ég ekki fyrir vatnsgusun- um, bara sá að svo hlyti að vera, því upp úr stróknum stóð sporð- urinn andartak. Svartur í hvítum vatnsgusum í húminu. Svo rykkti fiskurinn í línuna sem hingað til hafði verið slök. Andartak strekktist á henni, en þá kom hann eins og tundurskeyti úr kafi, þrábeint upp í loftið, hreinsaði sig allur upp úr vatnsgusunum og sýndi sig. Hamingjan sanna. Þetta var fínn fiskur. Um leið og hann lenti strekktist á línunni, en ekki lengi því hann rauk upp úr vatninu aftur, enn sá ég allan skrokkinn flengjast upp og Ienda með dynk. Sjö pund skullu niður og þá gat slagurinn hafist. Hann var lang- ur og erfiður enda ég með létta stöng fyrir línu sex og grannan taum. Svo laut hann í lægra haldi og ég gapti yfir því hve hann var stórfenglegur. Það var takan ekki síður. Ps. Meira um veiðiskap og veiðifræði á netinu, á www.flug- ur.is. Þeir sem vilja ná sambandi við mig geta sent tölvupóst áflug- ur@flugur.is, góða skemmtun. FLUGUR . \m Stefán Jón Hafstein skrifar - D^ur • Sjálivirkt ötygcsi • Valhnotu skepti • Ólaríestingar • 3“ Magnum • Choke M/F #28" hlaup • Einn gikkur • Skrautgraiið láshús • 7mrn listi • 12 ga. ALLIR VIUA GERA BESTU KAUPINI HAGLA BYSSU — INVESTARM 200L Ett ÍTÖLSK, ÖNDVEQtS SMk) 4 ÓTRÚLEGA GÓDU VERÐl. portvörugerðin Hstidsalasmisala Mávabttð 41, Rvik. simi 562-8383 * 2 EJLJA ' V 4 FL’OKT 6 V INNAN F fí'AL- P'iPA '0NÍTTA É ÖKYM& HELTI STAfuR Vr?V* X rð) SPVR SU%M FÁL'ATÍ okma MuLDfV • //r£* ' 'hi T W | Ipi ÍiÍI -- —> WWim. . —> Í|| n illll n " ' rT 111111 66ÍÍS- M’ALA , ^ ÖLOufi JUIÓTA 'ÓRiri HINORA 5TÓLP) HANM HALOI 1 \r Beitah pKm- LF-WLA - HÖFuHL GR'lNl i'AlK GjóO illll f\f~ hem ATA LUND KV£rí- OÝf? HÆST PILLA T'iÐim IJIJ FFMA- LAG em • 6£iri- LANfl- 1 LlSTI hald KufiF STÚLKU 7 DTTI f mDAG 1 •at* M UN0A KV'/SL- INA Vúfu WMm KVÆPA PlMT- AH 1 Flnsg LA US ESPi h mmm SltOVA GMG- UR F'ALM OANS DYG& NA- KVÆM FAicr- INN MElSf HRESSU FR'A 3 þú 'ATT GUúFR- 1 d jm- i izQuriL mp EðU '.«««<««• Y EidAR- FÆ.RI FJAS HF.lBuR reyki CIÍW 3 FiRlfi íSeltib RLIB ÉRtlN 1 j||l HvlK- KoNUM RÖLTA 10 YtNDI HAF KVN HV/J-OI L> wMm 0001 FLAS ftúRMI 5Alo NlYm’i SKÓU DBLAST KOMAÍT ’AciU- U6ur« .FRAGt wm KONA AT- V/ríNu- V£ú BLÖSM 'WWéíi ipm iisii 3 ILl- för þRÝST INGS | Helgarkrossgáta 201 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta 201) Strandgötu 31, 600 Akureyri - eða með faxi í síma 460 6171. Lausnar- orð krossgátu nr. 200 var SVEFNPOKl og vinnings- hafi er Sindri Guðmunds- son í Hvammi á Hvítársfðu í Borgarfirði. Hann fær senda bókina Hinu megin grafar eftir James A. Pike biskup, sem Sveinn Víking- ur þýddi. Hinumegin grafar, eftir James A. Pike.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.