Dagur - 26.08.2000, Qupperneq 18

Dagur - 26.08.2000, Qupperneq 18
I 34 - LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 D&gut- Snillingurinn Charlie Chaplin átti skrautlegan feril í kvennamálum og lenti í alls kyns klandri í samskipt- um sínum við hitt kynið, þar til hann fann loks hamingjuna hjá Oonu sinni. Charlie Chaplin var mikill kvennamaður og taldi sig sérlega vel til þess fallinn að gagnast konum enda kallaði hann sjálfan sig áttunda undur heims og taldi sig vera mannlega kynlífsvél. Fyrsta ástin í lífi hans var fimmtán ára dansmær Hetty sem hann kynntist þegar hann var nítján ára. Hún giftist seinna enskum hermanni og lést einungis tuttugu og fimm ára gömul. I HoIIywood varð Chaplin ástfanginn af mótleikkonu sinni Ednu Purviance en hún lék á móti honum í þrjátíu og fimm kvikmyndum. Þar sem Chaplin hreifst mjög auðveldlega af fögrum konum átti Edna í mesta basli við að halda athygli hans en hrá ætíð á það ráð að falla í yfir- lið veitti hann öðrum konum áberandi at- hygli. Þegar Edna átti í stuttu ástarævin- týri með giftum manni sleit Chaplin sam- bandi þeirra. Edna giftist aldrei. Chaplin hreifst ekki af neinum konum eins og unglingsstúlkum. Mildred Harris var fjórtán ára þegar þau Chaplin hittust, hann var þrettán árum eldri. Hún hafði unnið fyrir sér sem kvikmyndaleíkkona frá tíu ára aldri. Móðir Mildredar hvatti dóttur sína mjög til að gerast ástkona Chaplins og þegar Mildred var sextán ára lilkynnti móðir hennar Chaplin að dóttir sín væri ólétt eftir hann. Chaplin sá ekki annan kost en að giftist henni en skömmu eftir giftinguna komst Mildred að því að hún átti ekki von á barni. Hjón- unum samdi ekki sérlega vel og Chaplin kvartaði undan því við vin sinn að Mildred væri engin andleg þungavigtar- kona. Eftir tveggja ára hjónaband fæddi Mildred son sem var svo vanskapaður að hann minnti mest á skrimsli. Drengurinn lifði einungis í þrjá daga. Hjónin skildu nokkrum mánuðum síðar. Þvingaður í hjónaband Um tíma hélt Chaplin sig við konur sem voru á svipuðum .■ ic!r< en hann, þar á meðal Polu Negri en svo varð hann ást- langinn af Lillitu Murray, sem tók sér nafnið Lita Grey. Chaplin hafði fyrst séð hana þegar hún var sjö ára gömul. Hún var engill í mynd hans The Kid og þjón- ustustúlka í Idle C siss, I iún var fimmtán ára þegar hún gerðíst ástkona Chaplins og ekki leið langur tími þar til móðir Litu sagði Chapiin að hann hefði barnað Litu. Chaplin stakk upp á þvi að hún færi í fóstureyðingu. Hún neitaði því. Afi henn- ar kom á fund Chaplins með byssu og hafði í hótunum við hann. Chaplin bauð henni offjár ef hún giftist einhverjum öðrum en hún sagðist ekki vilja neinn nema hann. Frændi Litu blandaði sér þá í málið. flann var lögfræðingur og sagði að Lita myndi fara ' barnsfaðernismál gegn Chaplin en það myndi aftur lciða til fangelsisdóms þar sem saknæmt var að eiga mök við stúlku undir átján ára aldri. Chaplin átti engan annan kost en að gift- ast henni. „Jæja, strákar, þetta er betra en fangelsisvist en þetta mun ekki endast,“ Oona O'Neil var siðasta eiginkona Chaplins. „Ef ég hefði kynnst Oonu eða konu eins og henni fyrir iöngu þá hefði ég aldrei átt i neinum vand- ræðum með konur, “ sagði Chaplin. sagði Chaplin við vini sína eftir brúð- kaupið. Lita fæddi Chaplin tvo syni með tæplega árs milíibili. En hcimili Chaplins var ekki lengur hans eigið heimili. Ættingjar Litu troðfylltu heim- Lita Grey ásamt sonum þeirra Chaplins. „Jæja, strákar, ilið og héldu þar villt partý hvenær þetta er betra en fangelsisvist en þetta mun ekki end- scm færi gafst. Kvöld eitl kom Chaplin ast “saaði Chaplin við vini sína eftir brúðkaupið. heim eftir erfiðan vinnudag og fann ’--------------------— " húsið fullt af fyllibyttum. Hann reifst við konu sína sem yfirgaf heimilið ásamt ungum börnum sínum og fyllibyttunum. Lita sótti um skilnað og Chaplin fékk taugaáfall. Kona hans fóðraði slúðurblöð á sögum af hjónabandi sínu. Þar kom fram að Chaplin hafði lesið úr „siðlaus- um“ bókum fyrir Litu, eins og Elskhuga Lady Chatterleys sem þá var bönnuð. Við réttarhöklin sagði hún að Chaplin hefði stungið upp á því að ung stúlka kæmi með þeim hjónum í rúmið. Hún sagði að þegar hún hefði neitað boðinu hefði Chaplin æpt að sér: „Bíddu bara, ég missi stjórn á mér einn daginn og drep þig.“ Lögfræðingar Litu hótuðu að opinbera nöfn fimm leikkvenna sem þeir sögðu að Chaplin hefði haft náin kynni af meðan hann var í hjónabandi, en í hópi þeirra var Marion Davies ástkona blaðakóngsins Rudolph Hearst. Chaplin samþykkti að greiða Litu háa fjárupphæð og gengið var frá skilnaðarmálinu án þess að fjölmiðl- um væri frekar blandað í málið. Málið hafði fengið svo á Chaplin að hár hans varð hvítt á skömmum tíma og hann varð að lita það svart til að geta haldið áfram leik í mynd sinni Sirkusinn. Málsókn og hamingja Næsta eiginkona Chaplins var leikkonan Paulette Goddard sem var mörgum árum yngri en hann en samt engin táningur. Þau skildu eftir sex ára hjónaband. Skömmu síðar var Chaplin enn í kvennaklandri. Hann hafði ráðið til starfa íyrir sig unga konu, Joan Barry en var óá- nægður með hana og lækkaði við hana kaupið. Joan mætti heim til hans á að- fangadag og veifaði skammbyssu en sam- skiptin enduðu í ástarleikjum á hjarnar- skinni lyrir framan arineld. En þegar Joan mætti heim til leikarans nokkrum dögum síðar lét Chaplin lögguna hirða hana. Nokkrum mánuðum eftir það var komið að henni þar sem hún var að klifra inn um glugga á heimili Chapiins. Henni var stungið í fangelsi í mánuð. Þegar hún Iosnaði fann hún annað ráð til að koma sér á framfæri. Hún kom þjótandi inn á skrifstofu slúðurdrottningarinnar Heddu Hopper og sagðist ganga með barn Chaplins. Hedda sem leit á Chaplin sem kommúnista og landráðamann setti frétt- ina á forsíðu. Chaplin frestaði hrúðkaupi sínu og hinnar sautján ára gömlu Oonu O’Neill. Joan fór í barnfaðernismá). Chaplin neitaði að vera faðir að barninu en samþykkti að fara í blóðprufu. Joan fæddi stúlkubarn en blóðpufur sönnuðu að Chaplin var ekki faðirinn. Þess má geta að á þessum tíma var Chaplin á kvikmyndahátið sem haldin var í Moskvu. Bússar hófu hátíðina með því að kenna Trostkýislum um vandræði Chaplins. Sennilega er það í eina skiptið sem Kremlarveldið hefur skipt sér að kynlífs- hneyksli í Hollywood. Chaplin giftist Oonu sinni. Þau sett- ust að f Sviss og eignuðust átta hörn. „Ef ég hefði kynnst Oonu eða konu eins og henni fyrir liingu þá hefði ég aldrei átt í neinum vandræðum með konur,“ sagði Chaplin. „Alla ævi beið ég eftir henni án þess að gera mér grein fyrir því.“ Gamanleikarinn Stan Laurel sagði að Chaplin hefði alltaf verið að leita að ævintýraprinsessum. „Takið eftir því,“ sagði Laurel, „að hann giftist aldrei þroskuðum konum sem hefðu raun- verulega getað hjálpað honum og heföu hæft honum. En í Oonu O’Neil fann hann loks ævintýraprinsessuna sfna og þau lifðu hamingjusöm til æviloka. Mér finnst samband þeirra ein mesta ástar- saga sögunnar."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.