Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 4
4 — ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
Da^wr
FRÉTTIR
Teitur Jónsson, tannlæknir og sérfræðingur í tannréttingum, við vinnu sína á tannlæknastofunni á Akureyri. Þangað hafa um 4.000
manns sótt á hverju ári til tannréttinga. myndibrink
Ekki tannréttmg-
ar á landsbyggo
Horftir eru á að enginn
tannréttingasérfræðingiir
verði starfandi á lands-
byggðinni iiman tíðar, en
eini sérfræðingurinn á
því sviði sem er úti á
landi er að flytja suður.
Teitur Jónsson, tannlæknir á Akureyri
er eini sérfræðingur í tannréttingum
sem starfar á Iandsbyggðinni. Fólks-
flóttinn af landsbyggðinni nær ekki
síður til þeirra sem starfa við sérhæfð
störf og allar Iíkur eru á því að Teitur
Jónsson hyggist flytja búferlum til
Reykjavíkur. Við það verður enginn
sérfræðingur í tannréttingum starfandi
á landsbyggðinni, til mikils kostnaðar-
FRÉTTA VIÐTALID
auka fyrir þá sem búa í hinum dreifðu
byggðum Iandsins sem þessa þjónustu
þurfa þá undantekningarlaust að sækja
til höfuðborgarsvæðisins.
Kennir við Háskúlann
Teitur Jónsson hefur þegar hafið
kennslu við tannlækningadeild Há-
skóla Islands þrjá daga vikunnar og
starfar aðeins tvo daga vikunnar á
tannlæknastofu sinni á Akureyri. Eig-
inkona Teits, Valgerður Magnúsdóttir,
var félagsmálastjóri Akureyrarbæjar
þar til breytingar á stjórnkerfi bæjarfé-
lagsins tóku gildi fyrir um ári síðan.
Hún starfar nú sem verktaki hjá félags-
þjónustu Reykjavíkurborgar.
Fækkar í greininni
„Eg hef verið eini sérfræðingurinn í
tannréttingum utan höfuðborgarsvæð-
isins síðustu 24 ár. Það hefur fækkað í
hópi sérfræðinga í tannréttingum svo
það er orðinn skortur á tannlæknum
með þessa sérhæfingu. Eg kann hins
vegar ekki skýringar á því hvers vegna
tannréttingar njóta ekki meiri vinsælda
meðal tannlækna. Eftirspurnin eftir
tannréttingum er alltaf söm og jöfn og
það er Ijóst að ég hef haft mína tann-
Iæknastofu opna í um 200 daga á ári
og hingað hafa komið um 20 manns á
dag þá daga svo það eru fjögur þúsund
heimsóknir á ári. Um helmingur þeirra
eru Akureyringar en hinn helmingur-
inn úr nágrannasýslunum. Það hafa
sérfræðingar í tannréttingum farið
austur á Egilsstaði og eitthvað til Isa-
fjarðar," segir Teitur Jónsson.
Kostnaður landsbyggðarbúa vegna
sérfræðiþjónstu eykst því enn ef tann-
læknastofa Teits lokar og enginn tann-
réttingalæknir sest að á landsbyggðinni
í hans stað. - GG
Framsóknarmenn á
Austurlandi og Norður-
landi eystra héldu sam-
eiginlegt kjördæmisþing
á Eiðum um helgina. Þar
voru vitaskuld mættir þingmenn
kjördæmanna beggja þau Halldór
Ásgrímsson og Jón Kristjánsson úr
Austurlandi og Valgerður Sverris-
dóttir úr Norðurlandi eystra. Það Hallöór
vakti þó umtalsverða athygli þing- Ásgrímsson.
gesta að Halldór þurfti að fara áður
en þinginu lauk til þess að mæta á kjördæma-
þingi í Reykjavík. Þrátt fyrir að hrottför Hall-
dórs hafi verið skýrð með því að hann væri for-
maður flokksins sem yrði að láta sjá sig alls stað-
ar, ýtti brotthvarf hans mikið imdir þá sögu að
hann hygðist f æra sig um kj ördæmi og f ara fram
í höfuðborginni í næstu kosningum...
Nærvera annars þingmanns fram-
sóknar vakti þó e.t.v. öllu meiri at-
hygli en fjarvera formannsins.
Kristinn H. Gunnarsson mætti á
kjördæmaþingið fyrir austan og
hefur það þótt skjóta stoðum mid
ir orðróm sem verið hefur í gangi
um skeið að Kristinn hafi í hyggju
að ffytja sig xnn set og fara fram í nýja Norð-aust-
urkjördæminu...
Pottveijar fylgjast gjaman af áhuga með þeixri
pólitísku umræðu sem fram fer á Netinu, en þar
hafa ungliðar stjómmálaflokkanna sig einna
mest í frammi. Yfirleitt er þetta fróðleg umræða
á málefnalegum nótum, en stundum er farið yfir
strikið. Pottveijar mhmtust þess til dæmis að
síðastliðið sumar var íjallað með mddalegum
hætti um borgarstjórann í Reykjavik á vefsíðu
Heimdellinga. En slík skrif hafa heyrt til undan-
tekninga. Þess vegna brá pottverjum í gærmorg-
un er þeir sáu á annars ágætri vefsíðu ungra
jafnaðarmanna fyrirsögnina: „Veðurguðinúr og
menntamáladjöfullinn. “ Einn pottveija setti sig
í stellingar og endurtók hin fleygu orð: Svona
gera menn
V___________
Kristinn H.
Gunnarsson.
Kaupás - „Krónan44
Þorsteinn
Pálsson
forstjóri Kaupáss hf.
Fimm lágvöruvetðsverslanir
undir nafninu „Krónan“
verða opnaðar á næstu
mánuðum. Ný verslunar-
miðstöð Kaupáss veð-
urtil.
- í hvetju eru breytingar sem standa
fyrir dyrum hjú Kaupús fólgnar?
,;Frá stofnun þessa félags höfum við rekið
KA verslanir undir KA merkinu en það hafa
verið mismunandi stærðir verslana undir
því merki og við erum að skerpa á ímynd
okkar. Ur minni einingum KA verslana
verður nú til ný keðja sem hefur hlotið
nafnið Kjarval. Svo munu nokkrar KA versl-
anir breytast í 11 - 11 og síðan erum við að
efla stórmarkaðinn okkar á Selfossi og und-
irbúa opnun á sambærilegum markaði hér í
Reykjavík. Jafnframt ætlum við að fara inn á
stór - Reykjavíkursvæðið með Iágvöruverðs-
verslanir sem við höfum nú rekið á Selfossi
í rúmt ár undir nafninu Kostakaup - lág-
vöruverðsverslun. Nú á næstu mánuðum
ætlum við að opna fimm verslanir hér á stór
- Reykjavíkursvæðinu undir nafninu Krón-
an, jafnframt mun verslunin á Selfossi
breytast í Krónuna. Við áætlum að opna
þrjár verslanir fyrir áramótin á Reykjavíkur-
svæðinu og tvær í byrjun næsta árs“.
- Kaupús hyggur á frekari
framkvæmdir?
„Við höfum keypt bæði rekstur Húsgagna-
hallarinnar, sem er önnur stærsta hús-
gagnaverslun á landinu, og Intersport, sem
er stærsta sportvöruverslun á landinu. Þær
eru til húsa á Bíldshöfða 20, þar sem þær
munu verða áfram en jafnframt munum við
breyta því húsi ennfrekar í verslunarhús-
næði þar sem við munum reka stórmarkað
með svipuðu sniði og KÁ stórmarkaðinn á
Selfossi. Þar að auki munu verða þar fleiri
verslanir sem ekki er tímabært að tala um á
þes. tri stundu. Þetta hús mun verða eitt af
þremur aðalverslunarhúsum á höfuð-
borgarsvæðinu, þar sem að verða um fimmt-
án þúsund fermetrar undir verslunarrými".
- Hver verður markaðshlutdeild
Kaupáss?
„Á matvörumarkaðnum er Kaupás með
tæplega 30%. I raun og veru erum við ekki
til höfuðs einum né neinum heldur erum
við að þjónusta markaðinn í heild sinni með
opnum þessara verslana".
- Verður samkeppnin harðari með þessu
fyrirkomulagi ?
„Samkeppnin er hörð og hefur verið það
um tíma og vöruverð er Iágt en auðvitað
skerpir þetta samkeppnina. Við höfum rekið
þessa lágvöruverðsverslun í rúmt ár fyrir
austan og höfum því verið inn á þessum
markaði. Nú förum við hins vegar inn á
þennan markað af meiri krafti og opnun 5
nýjar verslanir á höfuðborgarsvæðinu".
- Hvenær megum við eiga von á nýju
verslunarmiðstöðinni ?
„Við áætlum að opna stórmarkað að
Bíldshöfða á næsta ári og síðan stefnum við
að því að í byrjun árs 2002 verði þar fullbú-
ið hús með fjölda verslana". - kmh