Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 5
Ð^tr ÞRIÐJUDAGVR 17. OKTÓBER 2000 - 5 FRÉTTIR Otvíræð hagræ ðins - eða pólitískt slysi Össur Skarphéðins- son segir samruna ríkisbanka auka á fá- keppni. Valgerður Sverrisdóttir segir hagræðingu ótvíræða. Margrét Frímanns- dóttir segir samrun- ann pólitískt slys. Ossur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hóf umræður utan dagskrár á Alþingi í gær vegna fyrirhugaðrar sameiningar ríkisbankanna. Hann gagnrýndi hvernig að málinu hefur verið staðið og líka það að sameina bankana fyrst og selja síðan. Hann benti á að fyrir sameiningu hefðu Islandsbanki annars vegar og FBA hins vegar verið metnir samtals upp á tæpa 60 milljarða króna fýrir sameiningu en 49 milljarða eftir hana. Hann sagði þessa aðferð ríkisstjórnarinnar við að sameina bankana í stað þess að láta markaðinn sjá um fram- vinduna væri vanhugsað. „Eitt helsta einkenni banka- markaðarins í dag er mikil fá- keppni sem endurspeglast í háum vöxtum og háum þjón- ustugjöldum. Það er fátt eins nauðsynlegt frá sjónarhóli neyt- Bankamálin voru rædd á þingi í gær. enda eins og að lækka þennan kostnað. Með því að fækka keppi- nautum á markað- um tekur ríkis- stjórnin sjálf for- ystu um að draga úr samkeppni og í reynd að stuðla að því að landsmenn þurfi að greiða hærri vexti og fá lakari þjónustu en áður. Ákvörðun rík- isstjórnarinnar er því líkleg til að ganga gegn hags- munum neytenda," sagði Ossur. Hann sagði að þessi nýi sameinaði banki myndi hafa hér algera yfir- burðastöðu og draga úr allri sam- keppni. Hann fullyrti að hvergi í nágrannalöndum okkar, þar sem sameining eða samruni banka hefði átt sér stað, hefðu vextir eða þjónustugjöld lækkað. Talað væri um hagræðingu. Hann spurði hvort hún fælist í lokun útibúa á Iandsbyggðinni eða fækkunar starfsfólk. „Hér þarf ráðherra að tala miklu skýrar,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Of margir bankar Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra sagði í upphafi svar- ræðu sinnar að mjög mikilvægt væri að fá álit Samkeppnisráðs um hvort samruninn stenst sam- keppnislög. Hún sagði það útúr- snúning og ósannindi að hún hefði einhvern tíma talað um að breyta samkeppnislögum til þess að sameining bankanna gæti átt sér stað. Hún hefði aldrei sagt það og það stæði heldur ekki til að breyta lögunum. „Eg er sannfærð um að samruni Landsbanka og Búnaðarbanka yrði hagstæður fyrir íslenskan ljármagnsmarkað. Við Islendingar erum ekki eyland á bankamarkaði. Hér eru starfandi of margir bankar. Við verðum að geta boðið sam- keppnishæf kjör því að öðrum kosti mun fjármála- þjónusta í framtíð- inni fyrst og fremst boðin af bönkum með að- setur erlendis. Með samruna er verið að tryggja bankakerfið bet- ur í sessi og stuðla að því að íjár- málaþjónusta verði rekin af ís- lenskum fyrirtækjum og jafn- framt að tryggja störf íslenskra bankamanna,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. Hún sagði að þriggja manna nefnd hæfra lögfræðinga yrði henni til ráðgjafar í samruna- ferlinu. „Þessi nefnd á að vera mér til ráðuneytis og móta tillögur til mfn um afstöðu til samrunans á grunni þeirra upplýsinga sem fyrir liggja. Valgerður var gagnrýnd fyrir þetta. I fysta lagi sagði í fréttatil- kynningu frá iðnaðar- og við- skiptasráðuneytinu sl. föstudag að þessi þriggja manna nefnd ætti að hafa samráð við banka- ráðin til að gæta hagsmuna ríkis- ins. Ríkið á 2/3 hluta í bönkun- um. Þá er spurt hver gætir hags- muna 1/3 hluta hluthafa? Selja með hraði Aðrir sem til máls tóku voru ým- ist með eða efuðust um kosti þess að sameina bankana. Ög- mundur Jónasson efaðist, Sigríð- ur Anna Þórðardóttir sagði kosti samruna ótvíræða. Sverrir Her- mannsson sagði sameiningu af hinu góða. Margrét Frímanns- dóttir var á móti og kallaði sam- runan „pólitískt slys.“ ísólfur Gylfi sagði samruna bankanna í takt við tímann. Steingrímur J. Sigfússon gagn- rýndi aðallega óðagotið sem hann kallaði svo, í þessu máli. Lúðvfk Bergvinsson talaði um „pólitískt möndl,“ í málinu. Jón Kristjánsson sagði að vernda þyrfti starfsfólkið og hafnaði óðagoti. Vilhjálmur Egilsson sagði að sameina ætti og selja bankana með hraði. -S.DÓR Lækkuðu í verði Nú þegar sameining Landsbanka Islands og Búnaðarbanka Is- lands er hafin, greinir menn á hvort bankarnir eru meira virði sjálfstæðir eins og þeir eru í dag eða sameinaðir. Meðal þeirra sem telja þá meira virði ósamein- aða er tölfræðingurinn og fjár- málamaðurinn Pétur H. Blöndal alþingismaður. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur hins veg- ar sagt opinberlega að ríkið fengi meira í sinn hlut ef bankarnir yrðu sameinaðir áður en þeir verða seldir. Eftir að íslandsbanki og Fjár- festingarbanki atvinnulífsins voru sameinaðir þann 18. maí í vor er leið lækkaði verðmæti þeirra umtalsvert. Þann 12. maí síðast liðinn var íslandsbanki virtur á 28,5 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá Verðbréfaþingi. Fjárfestingar- banki atvinnulífsins var þann sama dag virtur á 29,2 milljarða Viku fyrir sameiningu íslandsbanka og FBA fyrr á þessu ári voru bank- arnir samtals metnir á 57,7 millj- arða króna. Daginn eftir samein- inguna voru þeir metnir á 49,5 milljarða króna. króna. Þetta gerir samtals 57,7 milljarða króna. Niður um 9 milljarða Sem fyrr segir voru þessir bank- ar sameinaðir 18. maf í vor er leið. Daginn eftir, þann 19. maí, var hinn sameinaði banki virtur á 49,5 milljarða króna á Verð- bréfaþingi. Og hann hafði lækk- að niður í 48,5 milljarða króna síðastliðinn föstudag. A þessari milljarðs lækkun kunna að vera ýmsar eðlilegar skýringar. Landsbanki íslands var síðast- liðinn föstudag virtur á 30,8 milljarða króna en Búnaðarbanki íslands á 21,1 milljarð króna. Þriðja aflið í þessum bankamál- um eru svo sparisjóðirnir. Nú er rætt um að hugsanlega verði þeir sameinaðir í hlutafélag en sam- vinna þeirra er mjög mikil íyTÍr. Þeir eiga saman Kaupþing og fleiri dótturfélög. Þar sem þeir eru ekki hlutafélag er ekki til mat á virði þeirra á Verðbréfaþingi. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkjur og nágrennis, sagði í samtali við Dag að sameiginlegt eigið fé sparisjóðanna væri um 10 millj- arðar króna. Fróðir menn telja að tvöfalda megi þá upphæð cf meta á markaðsvirði þeirra. -S.DÓR Sameiningarferli hafíð Bankaráð Landsbanka íslands hefur formlega falið bankastjór- um bankans að hefja undirbún- ing að viðræðum við bankastjóra Búnaðarbankans um samein- ingu bankanna. I gær var svö haldinn fundur í bankaráði Bún- aðarbankans um málið. Að sögn Helga S. Guðmunds- sonar, formanns bankaráðs Landsbankans, hefur mikil und- irbúningsvinna þegar farið fram. Nú verður lögfræðingi falið að undirbúa ósk til Samkeppnisráðs um það skoði sameiningu bank- anna með tilliti til þess að hún standist samkeppnislög, eins og ráðherra hefur óskað eftir. Sagði Helgi að hann vonaðist til að þessu verki ljúki í þessari viku. Nýr banki uin áramót Samkeppnisráð fær 6 vikur til að ljúka könnuninni. A meðan geta samningamenn bankanna lítið annað gert en að fínpússa og hafa allt tilbúið ef Samkeppn- isráð fellst á sameininguna, jafn- vel þótt það verði með einhverj- um skilyrðum um að Lands- bankinn losi sig við einhverjar eignir. Einnig má gera ráð fyrir að Samkeppnisráð óski eftir ein- hverjum nánari upplýsingum varðandi málið. -S.DÖR Evrópu þjónað frá Bíldudal? Á kirkjupingi sem hófst í gær verða lagðar fram íjöl- margar tillögur, m.a. um að auglýsa beri embætti sókn- arprests á Bíldudal laust til umsóknar og embættið verði tengt embætti Evr- ópuprests. Sóknarprestur á Bíldudal, sem jafnframt væri Evrópuprestur, fengi erindisbréf þar sem kæmi skipulag þjónustunnar hér á landi og á meginlandinu. Er þetta hugsað sem tilrauna- verkefni í 5 ár. Biskups- fundur hefur ályktað að sameina beri embættin á Tálknafirði og Bíldudal en heimamenn hafa lagst gegn því. Hótelgisting fjórðimgi dýraxi en 1998 Meðalverð á hótelherbergi í Reykjavíkí var 8.060 krónur í september samanborið við 7.063 kr. fyrir ári og 6.270 krónur fyrir tveim árum, sem samsvarar meira en 28% hækkun á tveim árum. Á landsbyggðinni er hækkunin hlutfallslega svipuð, en meðalverð herbergjanna um 2.500 krónum, samkvæmt tekjukönnun SAF. Nýtingarmunur er líka gríðarlegur. Herbergjanýting í Reykjavík var um 80% í september, svo hvcrt framboðið herbergi skilaði um 193.000 króna tekjum. Á lands- byggðinni var meðalnýting aðeins rúm 42% sem þýðir 70.000 kr. með- altekjur af herbergi og utan Akureyrar og Keflavíkur aðeins rúmar 53.000 kr. Á landsbyggðinni hefur herbergjanýting hraðversnað frá sept. 1996, úr tæplega 60% niður í rúm 42%, sem fyrr segir (og úr 47% niður í 34% utan Akureyrar og Keílavíkur). í Reykjavík var nýtingin álíka og 1998, en talsvert meiri en næstu tvö ár á undan. -HEl Pétur Þórarinsson á tali við Sólveigu Pét- ursdóttur á kirkjuþingi í gær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.