Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 20

Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 20
20- ÞRIDJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 Akureyryjorðurland 1 Ðíupvr Nú er niér ofboðið „Þið sem hafið gagnrýnar skoðanir á málefnum Myndlistaskólans, þið eruð í fullum rétti til að láta I ykkur heyra, “ segir Valbjörg B. Fjólmundsdóttir. •• VAJJiJUKlr li. fjpiVmunds DOTTIR, framkv.stjóri Náttúru- í J* ||| I 5 listar sf., nýstofnads handverkshúss á Akureyri SKRIFAR Ég stundaði nám í fornámsdeild Myndlistaskólans á Akureyri seinni önn skólaársins ‘98-9 og hef fagnað þeirri tímabæru gagn- rýni sem fram hefur komið á skólann og ekki síður eiganda hans. Þar af leiðandi beið ég spennt eftir umræðuþættinum í Aksjón á miðvikudagskvöldið, þar sem ég átti von á að fá svör við einhverjum þeirra spurninga sem leitað hafa svo sterkt á mig varðandi þetta skólahald. Meðan ég stundaði þarna nám var ég agndofa yfir stjórnun, kennslu og aðbúnaði í skólanum og í lokin einnig yfir framkomu skólastjór- ans við nemendur. Þá ræddi ég um skólann við ýmsa sem ég hélt að vissu meira en ég og hefði haldið að væru í tengslum og samstarfi við skólann. Alls stað- ar mætti ég sama viðmótinu, fólk hristi höfuðið og varð dapurt, það virtist lítið vita um skipulag og rekstur skólans, fá haldbær rök fóru í loftið um efnisleg mál- efni sem betur mættu fara. Mér fannst ég alls staðar mæta megn- ri óánægju með Myndlistaskól- ann eða öllu heldur stjórnanda hans, en fólk virtist haldið mátt- vana reiði, ómálefnalegri og þar af leiðandi ákaflega erfiðri í um- ræðu við ókunnuga manneskju. En hvað er þá að? Fjáraustur Það sem mest hefur verið áber- andi í umræðunni er ótrúlegur fjáraustur til Myndlistaskólans. Staðreynd sem ekki er hægt að hrekja og er því mögulegt að ræða á málefnalegum grunni. I umræðuþætti Aksjón, þar sem Helgi Vilberg hafði bæjarstjórann sér til halds og trausts, kom enn og aftur fram að hann lætur lög- gilta endurskoðunarskrifstofu sjá um ársreikninga skólans svo hann geti haldið áfram að fá milljónirnar sínar. Bæjarstjórinn sagði sem svo að hann hefði jú fengið þessar milljónir í áranna rás, enginn hefði stungið upp á því hingað til að breyta því eða athuga hvað væri við þær gert og allur þessi prósess væri löglegur og því eðlilegur. Þetta hefur áður komið fram í fréttum og var því ekki neitt nýtt. Og þó að þetta sé ótrúlegt, finnst mér það eiginlega ekki, miðað við það að Helgi Vil- berg virðist komast upp með að draga þá á asnaeyrum sem hon- um sýnist, en gera hina óvirka. Ég gat ekki betur séð en að Helgi Vilberg stjórnaði þessum um- ræðuþætti í reynd. AUa vega kom greinilega fram að umræðan mætti eingöngu snúast um mál- efnaleg atriði og þau er Helgi með á hreinu. Málefaalegar nótur Aðeins (opinber) stjórnandi þátt- arins gerði sig sekan um annað, þegar hann spurði gagnrýnand- ann á hvefsinn og ögrandi hátt hvort vandamálið væri Helgi Vil- berg. Þessu var ekki hægt að svara nema neitandi, án þess að brjóta það loforð sem greinilega hafði verið gefið fýrir þáttinn: Að halda sig á ópersónulegum og málefnalegum nótum. Efþessari spurningu hefði verið svarað af einlægni og án þvingunar þá er ég viss um að svarið hefði verið stórt og mikið já, Helgi Vilberg ER vandamálið. Um það vanda- mál hefði þessi þáttur átt að fjal- la að mínu mati. Það átti að taka Helga Vilberg á beinið og láta hann svara íyrir um stjórnunar- hætti, rekstrarform, aðbúnað og kennsluhætti í Myndlistaskóla Akureyrar og framkomu hans við nemendur. Þetta eru allt atriði sem varða persónu llelga Vil- bergs sjálfs og eiga ekki heima í þætti sem á að einskorðast við málefnalega umræðu þar sem álit og skoðanir eru tabú.. En hver stjórnaði skipulagi þessa þáttar? Hvers vegna varð þetta margtuggin klisja um ársreikn- inga, án svo mikið sem smá ábendingar um hvort einhver hefði athugað hvort þeir kostnað- arliðir sem þar eru tíndir til skili sér inn í skólastarfið og á hvaða hátt? Hvers vegna mátti þetta ekki verða fjörlegur, beittur og upplýsandi þáttur þar sem raun- veruleg, sönn og almenn óánægja með störf og persónu Helga Vil- bergs kom fram? Kannski var það vegna reynsluleysis stjórnenda akureyrsku sjónvarpsstöðvarinn- ar, eða enn einn bletturinn á ak- ureyrsku samfélagi, smáborgara- háttur sem hamlar því að fólk láti í ljósi skoðanir sínar, hvað þá að standa við þær á opinber- um vettvangi. Kannski var þetta bara sýnikennsla Helga Vilberg í því hvernig köttur getur leikið sér, ekki bara að einni mús heldur heilli músahjörð. Inntakslaus umræða Þessi umræða um Myndlista- skólann sem ég fagnaði svo mjög í upphafi er að verða sorg- lega inntakslaus, því Helgi virð- ist geta stjórnað því að hún snýst um þau atriði sem honum koma betur, en raunveruleikinn heldur áfram að vera sveipaður þeim dulúðuga hjúpi sem umlukið hcfur málefni Mynd- listaskólans og stjórnun hans. Hvaðan fær Helgi Vilberg þetta vald sitt? Hvernig getur sjón- varpsþáttur þar sem allir hljóta að hafa búist við því að Helgi Vilberg yrði tekinn á beinið snú- ist upp í það að jaðra við að vera lofræða um starf hans? Maður- inn hlýtur að vera sæmilega greindur, en er það ekki hið ver- sta mál að fara ekki betur með það sem honum er gefið? Og þá á ég bæði við þá guðsgjöf sem gáfur eru og ekki síður eitt styk- ki myndlistaskóla, plús meðgjöf. Kennari sást lítið En af hverju liggur þetta svo þungt á mér? Jú, ég sagði í upp- hafi að ég hefði stundað nám í fornámsdeild Myndlistaskólans. Þá varð ég hissa á rekstri skól- ans, þó svo að ég vissi ekkert um milljónirnar. Einn aðal- kennarinn sást harla lítið í tímunum, ég var þó annars vel sátt við kennsluna, bæði þess kennara og ekki síður annarra, en mikið vantaði upp á aðbún- að, stjórnun og skipulag. Eng- inn virtist bera ábyrgð á neinu nema skólastjórinn og enginn þorði að kvarta því þá var óvíst um framtíð hans í námi. Jafnvel þegar hann sagði yfir hópinn að við værum svo heimsk að það væri ekki hægt að ætlast til að við skildum skrifað mál, þá sagði enginn neitt. Ég ræddi þetta við aðra nemendur sem sögðu hreinskilnislega að þeir þyrðu ekki að segja neitt. Ég sagðist ætla að segja Helga skoðun mína á skólanum og framkomu hans, sem ég og gerði á hreinskiptinn en þó yfir- vegaðan hátt. Eg fékk bæði að- dáun og hrós - í laumi. Að sjálf- sögðu var það ekki frá Helga, enda þóttist ég heppin að fá að labba niður tröppurnar. Ekki heimsk Þið sem hafið gagnrýnar skoð- anir á málefnum Myndlistaskól- ans, þið eruð í fullum rétti til að láta í ykkur heyra. Þið eruð ekki heimsk eins og mig grunar að mörg ykkar haf- i heyrt af munni Helga Vilberg. Ég skora á ykkur að leggja ykkar af mörkum til þess að breyta því að stjórnandi og núverandi eig- andi Myndlistaskólans sé sá dragbítur á menningarlíf og myndlistarmenntun á Akureyri sem ég held að hann sé. Lista- gilið á Akureyri og Akureyri sem menningarbær er falleg, fram- sækin og metnaðarfull hugsjón sem hefur á sér sorglegan svart- an blett: Myndlistaskóla sem hefur glæsilega umgjörð og útlit en inntakið er í öfugu hlutfalli. Þessi gagnrýni snýst um per- sónu Helga Vilbergs, hans stjórnunarhætti, framgang og framkomu. Yfirgangur hans hlýtur að verða Akureyrarbæ og stjórnendum hans til skammar um alla framtíð. Að draga sann- leikann fram í dagsljósið með gagnrýni á það sem er gagnrýn- isvert er hins vegar lofsvert. Að lokum vil ég af einlægni biðja sem flesta að senda mér hlýjar hugsanir og jafnvel fyrir- bæn. Mig grunar að mér muni ekki veita af öllum þeim styrk og stuðningi sem mögulegur er eftir að þessi grein er komin fyr- ir almenningssjónir. Ég sé nefnilega fyrir mér að ekki sé ólíklegt að ég verði í framtíðinní einn af þeim fjölmörgu sem eru gagnrýnir á Myndlistaskólann á Akureyri og eru fluttir suður. Með von um að verða áfram Norðlendingur, baráttukveðjum um betra menningarlíf á Akur- eyri og þakklæti fyrir að opna þessa umræðu. SKOÐANIR BRYNJÓLFS 'J Tvær ákvarðanir ' & *&,*. f $Sk '§\ öimur röng M. I Ijós hefir komið að dæluhús færa það á réttan stað. Nú virðist sem verið er að byggja við Þór- vera búið að ákveða að gera það unnarstræti hefir lent á röngum ekki og Iáta mistökin standa. stað miðað við teikningar. Hús- Onnur ákvörðunin er röng en ið er of norðarlega og stendur of hvor? hátt í jarðveginum Sú hugmynd Tvisvar var mælt fyrir kom upp að lyfta húsinu með staðsetningu hússins en lukkað- tveimur öflugum krönum og ist ekki samt. Hér má sjá svæðið þar sem næsti leikskóli á Akureyri mun rísa. Næsti leikskóli Skólanefnd Akureyrar hefur samþykkt að næsti leikskóli bæjarins skuli rísa við Helgamagrastræti og að aðkoma íyrir börn verði frá Þórunnarstræti. Um er að ræða svæði þar sem nú stendur róluvöll- ur og talsvert rými er í kringum. Sam- hliða þessu óskaði skólanefnd eftir því að fá lóð fyrir ofan Dalsbraut og sunnan Borgarbrautar tekna frá lyrir leikskóla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.