Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 7
ÞRIBJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 - 7 ÞJÓÐMÁL Samgöngukerfið Innanlandsflugið á í vök að verjast og er komið í raunverulega samkeppni við bílinn. Áætlunarflugvöllum hefur fækkað mjög á undanförnum árum, og þungi flutninganna er á nokkrum leiðum sem eru í sro mikilli fjarlægð frá Reykjavík að ofmikinn tíma tekur að aka. JÓN KRISTJANS- SON formaður fjáriaganefndar SKRIFAR Miklar breytingar á þjóðfélags og atvinnuháttum á síðari árum hafa mikil áhrif á samgöngukerfi lands- manna. Ekki síður hafa stórfelldar framkvæmdir í vegakerfi lands- manna áhrif á samgöngur í öðrum greinum. A fÁTri hluta tuttugustu aldar var sjórinn helsta samgönguleiðin á islandi og samgöngur milli landshluta með vörur og fólk fóru fram sjóleiðina. Skipaútgerð ríkis- ins var starfandi fram á níunda áratuginn, áður en einkaðilum var fengiö það verkefni í hendur að annast strandflutninga. Nú er svo komið að þeir eru aflagðir. Nú aka þunglestaðir vörubílar með þann varning sem áður fóru með skipum og hafa þeir bæst á vega- kerfið í tugatali. Einkahíílinn er ráðandi í lands- samgöngum. Vegakerfið hefur tekið stökkbreytingum á einum áratug. Bundið slitlag teygir sig æ lengra á öllum umferðarmestu leiðunum og eftir næsta tímabil vegaáætlunar er áætlað að hring- vegurinn verði að mestu lagður því. Snjómokstur hefur verið auk- inn verulega og er daglegur mokstur viðhafður á fjölmörgum leiðum. Allt þetta hefur aukið um- ferð einkabíla allt árið um kring. Þetta hefur áhrif á flugsam- göngurnar. Innanlandsflugið á í vök að verjast og er komið í raun- verulega samkeppni við bílinn. Áætlunarflugvöllum hefur fækk- að mjög á undanförnum árum, og þungi flutninganna er á nokkrum leiðum sem eru í svo mikilli fjar- lægð frá Reykjavík að of mikinn tíma tekur að aka. Tfðni flug- ferða til þessara flugvalla hefur verið aukin og það leiðir til sam- keppni við nálðega flugvelli. En einkabíllinn keppir við fleiri en flugið. Þeir sem aka á áætlun- ar leiðum innanlands eiga við rckstrarerfiðleika að stríða. Ut- gerð hópferðabifreiða cr stór at- vinnuvegur hérlendis en sérleyfín berjast í bökkum. Það má í sem stystu máli segja að almennings- samgöngur í Iofti og á landi séu í bullandi vörn. Hvað er til úrbóta Eins og ástatt er í fluginu hefur ríkisvaldið blandað sér í málið, og boðiö út ríkisstyrkt flug til nokkurra staða sem svo háttar til um að eru mjög háðir flugsam- göngum en flutningar hafa dreg- ist saman. Deilt er um hve langt á að ganga í þessu og hafa staðir á Norðurlandi eins og Húsavfk og Sauðárkrókur ekki verið með í þessu útboði. Nú er beðið eftir niðurstöðum af þeim. Þeir sem aka á áætlunarleið- um njóta endurgreiðslu af þungaskatti og takmarkaðra rík- isstyrkja. Það er nauðsynlegt fyrir ríkis- valdið við þessar aðstæður að leggja málið niður fyrir sér með samræmdri samgönguáætlum, þar sem reynt yrði að kortleggja samgöngukerfi fyrir Iandið alít, og samræma samgöngur á landi og í lofti frekar en orðið er. Það er eðlilegt að ríkisvaldið hafi for- ustu um þessa samræmingu því vandséð er að aðrir geti tekið að sér það hlutverk. Þó að einkabíllinn sé ráðandi í landssamgöngum er það langt í frá að hann nægi. Fjölmargir hafa þörf fyrir almenningssam- göngur og má þar nefna erlenda ferðamenn og þá landsmenn sem ekki hafa aðgang að einkabíl alla daga ársins eða kjósa að fcrðast með almenningssam- göngum þótt þeir eigi einn slík- an. Fjárhagsleg afkoma Vandræði innanlandsflugsins um þessar mundir eru að hluta til fjárhagsleg vegna mikilla kostn- aðarhækkana. Eldsneyti gengis- þróun og launakostnaður eru þung á metunum, ásamt flug- leiðsögugjöldum sem hafa reyndar verið gerð að þunga- miðju þessa máls. Það er mikil einföldun og ekki til þess falliö að greina vandann á réttan hátt. Ovægin samkeppni og mikil verðlækkun á fargjöldum þegar hún kom upp reyndist ekki raun- hæf, og nú hafa fargjöldin hækk- að á ný í fluginu. Olíuverðshækkanir hafa kom- ið hart niöur á öðrum aðilum sem annast flutninga, og hætt er við að þær ásamt þungaskatti á vöruflutninga fari út í vöruverðið á landsbyggðinni. Því ætti það að vera þáttur í heildarskoðun á samgöngukerfinu að fara yfir skattlagningu þess í heild. Þar þurfa vissulega fleiri að koma að heldur en samgönguráðuneytið, því fjármálaráðuneytið fer með skattamálin. Það er afar brýnt að vinna að þessum málum og einn þáttur- inn til viðbótar eru hafnamál, en þar hafa ekki síður orðið miklar breytingar. Flutningarnir eru í vaxandi mæli að safnast inn á fáar hafnir, og tekjurnar með. Eftir sitja hafnir með tiltölulega Iítil verkefni, en eru þó lífæð síns byggðarlags eftir sem áður og löndunarhafnir fyrir fisk. Allir þættir samgöngumála þurfa því að vera til skoðunar, og þar með hvernig landsmenn geta búið við öruggt og skilvirkt sam- göngukerfi í öllum þáttum sam- gangna. Samgöngur til og frá Iandinu eru einn þátturinn í þcirri mynd, en vaxandi umferð og hlutverk Keflavíkurflugvallar sem tengiflugvallar hefur tryggt meiri tíðni f þeim samgöngum með ári hverju. Vonandi tekst að halda þeirri þróun. Opið bréf til Stein- gruns J. Sigfussonar JjÓHANN ARSÆLSSON alþingismaður Samfytkingarinnar SKRIFAR Blessaður Steingrímur í laugardagsblaði Dags er viðtal við þig sem hefði ekki orðið und- irrituðum tilefni til skrifa ef ekki hefðu komið til lokaorðin þar sem þú sendir okkur fyrrum fé- lögum þínum að mér finnst kalda kveðju sem var eftirfarandi: „Varðandi spurningar sem voru mjög áberandi í aðdraganda síð- ustu kosninga og tengdust fras- anum um sameiningu vinstri manna þá tel ég að það mál hafi verið afgreitt með síðustu kosn- ingaúrslitum. Það mál þarf ckki að ræða meir. Það eru kjósendur sem ákvarða örlög flokka, stærð þeirra og langlífi og þannig á það að vera í lýðræðislegu fjölflokka- þjóðskipulagi eins og okkar.“ Eg horfði um stund á þessi orð áður en það rann fyllilega upp fyrir mér hversu ótrúlega blaut og skítug þessi tuska þín er fram- an í alla sem hafa viljað vinna að samstöðu félagshyggjufólks í ís- lenskum stjórnmálum. Það að þú skulir afgreiða hugsjónir og bar- áttumál fjölmargra vinstri manna í marga áratugi sem „frasann" sem var afgreiddur í síðustu kosningum og þurfi ekki að ræða meir segir mér meira um þig en ég vissi áður. Það segir mér að þú berir ekki mikla viröingu fyrir þeim hugsjón- um og þeirri baráttu sem var háð undir merkjum Aiþýðubandalags- ins sem var stofnað með það sem eitt af sfnum aðalmarkmiðum að sameina krafta félagshyggjufólks gegn hægri öflunum. Það segir mér að þú hafír geng- ið Iram undir fölskum forsendum þegar þú bauöst þig Iram til for- manns í Alþýðubandalaginu og Viðtal Dags við Steingrím J. Sig- fússon er tilefni opna bréfsins frá Jóhanni Ársælssyni alþingismanni. NINTENDO.64^ 1 .. - '■ sagðist ekki vera síðri baráttumað- ur lyrir sameiningu vinstri manna en Margrét Frfmannsdóttir. Og það segir mér að það hafi ekkert verið að marka tillögur þfnar um það hvernig þú vildir vinna að sameiningu félags- hyggjuaflanna í aðdraganda stofnunar Samfylkingarinnar. Allt hafi það verið pólitísk ref- skák til að spilla sem mestu fyr- ir þeim sem unnu að þvf máli af heilindum. Og það segir mér að taka ekki mark á yfirlýsingum þínum nú um að þú viljir vinstri stjórn. Enda virðist þú láta þér það vel líka að sjálfstæðismenn hossi þér á hné sér hvenær sem færi gefst og detti ekki i' hug að líta á þig sem andstæðing. Þú virðist áhyggjulaus yfir því að íhaldið líti á þig sem besta samverka- manninn í baráttunni við aðal- andstæðing sinn sem ekki fer á milli mála að er Samfylkingin. En um síðustu setninguna f viðtalinu er ég sammála þér. Auðvitað eru það kjósendur sem ákvarða örlög flokka stærð þeir- ra og langlífi. En af marggefnum tilefnum er rétt að minna þig á að kjós- endur gera þetta eingöngu í kosningum. Sá dómur um stærð flokka sem felldur var f síðustu kosningum stendur þar til næst verður kosið. Þeir sem fara að trúa því að þeir hafi stærri hlut en dómarinn úrskurðaði þeim geta orðið fyrir miklum von- brigðum þegar næst verður skipt milli flokka í kosningum. Um það er ekki langt að sækja dæmin. Félagshyggjusinnaðir kjósendur hafa ef ekkert óvænt gerist töluverðan tíma framund- an til að meta með hvaða hætti þeir geti best lagt sitt að mörk- um til að vinna gegn yfirgangi hægriaflanna á íslandi. Þegar kemur að næstu kosningum er ekki gefinn hlutur, Steingrímur, að þeir velji frekar til þess þann kostinn sem Davíð Oddssvni er þóknanlegur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.