Dagur - 17.10.2000, Síða 16

Dagur - 17.10.2000, Síða 16
16- ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 Leíkhúsið er g'aröur Verk eins og þetta höföar umfram allt til okkar sem djúp og sönn mannlífsmynd og mun ætíö gera Þjóðleikhúsið: KIRSUBERJA- GARÐURINN eftir Anton Tsjekhov. Þýðandi: Ingi- björg Har- aldsdóttir. Leikstjóri: Rimas Tum- inas. Leikmynd: Adomas Jacovikis. Búningar: Vytautas Narbutas. Tónlist: Faustas Latenas. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Aðstoðarleikstjóri og túlkur: Ásdís Þórhallsdóttir. Frumsýnt á Stóra sviðinu 14. október Enn koma leikhúsmenn frá Litháen og setja á svið sýningu í Þjóðleikhúsinu, þá Qórðu á sjö árum. Leikstjóri, leik- myndahönnuður og tónskáld eru þeir sömu og fyrr, en nú gerir Jacovikis leikmyndina, en Narbutas, sem það hefur gert áður, stendur fyrir bún- ingunum í þetta sinn. Ekki blandast neinum hugur um að fengur hefur verið að heim- sóknum þessara kunnáttu- manna þótt deila megi um ein- stakar sýningar og þær áhersl- ur sem leikstjórinn leggur hverju sinni. Kirsuberjagarðurinn er þriðja Tsjekhovsýning Tum- inas í Þjóðleikhúsinu, fyrst kom Mávurinn 1993 og síðan Þrjár systur fyrir þremur árum. Sú sýning er mér raun- ar ekki sérlega minnisstæð, kunni víst ekki að meta ein- hverjar sérviskulegar uppá- finningar leikstjórans. Tum- inas hefur vitaskuld ekki horf- ið frá sérviskunni, enda ekki ástæða til, en að mínum dómi veitir hann verkinu frjálsari og órofnari framrás nú, sýning- unni á Kirsuberjagarðinum er- ekki spillt með fyrirtekt leik- stjórans eins og sumum fyrri sýningum. Hinn sjónræni þáttur fallegur -Tsjekhov er sem allir vita einn mestur meistari leikritun- ar í heiminum, verk hans hafa til að bera þá dýpt í mannlýs- ingum að þau bjóða upp á ólxkar túlkanir. Sjálfur kallaði Tsjekhov leiki sína gamanleiki. Löngum var þó meira lagt í angurværa tilfinningasemi í uppsetningum og gaf Stan- islavskí tóninn í því í upphafi. Raunar mislíkaði höfundinum slík túlkun og kvartaði undan því að vera gerður að „vælu- kjóa“. Þarna verður vitaskuld að þræða tæpan stíg milli harms og skops. Leikrit Tsjek- hovs fela hvort tveggja í sér, það er einmitt tvísæið sem er þeirra sterkasta aðdráttarafl. Sérhver leikstjóri verður um- fram allt að leyfa því eðli verk- anna að njótasín. Og það gerir Rimas Tuminas x'sýningunni á Kirsuberjagarðinum. Fyrst er að nefna að hinn sjónræni þáttur verksins er ákaflega fallegur. Leikmyndin, sem birt- ir hið hrynjandi óðalssetur er víð og hugkvæmnislega mótuð, lýsing, litasamsetning og ekki síst tónlistin í sýningunni eiga sömuleiðis góðan þátt í að skapa þá stemningu sem hér er nauðsynleg, með hægu tempói. í seinni tx'ð hefur meiri rækt verið lögð við skoplega þáttinn í þessu verki. Ég er ekki frá því að sú áherslubreyting hafi sést í sýningum á Krisuberja- garðinum hér á síðustu ára- tugum, en þetta mun vera í fjórða sinn sem leikritið er sett upp í reykvísku atvinnleikhúsi. Frá fyrstu sýningunni, 1957, kann ég ekki að segja af eigin sjón, en tvær þær næstu, í Iðnó um 1980 undir stjórn Eyvindar Erlendssonar og hjá Frú Emil- íu í leikstjórn Guðjóns Peder- sen 1994, man ég allvel; sú síðasttalda lifir í minningunni einkum vegna afburðaleiks Kristbjargar Kjeld í hlutverki Ranevskaju óðalsfrúar. Ég geri ráð fyrir að hinn sögulegi þátt- ur leikritsins, lýsingin á hruni rússneskrar aðalsstéttar í lok nítjándu aldar, sem mönnum varð áður svo starsýnt á, hafi þokað til hliðar í vitund þeirra, meðal annars vegna þess að það stjórnarfar sem við tók í þessu mikla ríki féll til grunna. Það er í samræmi við hina nýju túlkun að gera stúdentinn Tofímov, sem talar máli hins nýja tíma, sem allra lítilfjör- legastan. Segja má að það við- horf kristallist í atriðinu milli hans og Ranevskaju þegar hann leggst á hana en hún vefur hann innan x' teppi og talar yfir honum þannig. Önn- ur atriði eru í sama stfl, og snúa reyndar að frúnni sjálfri, eins og þegar kaupsýslumað- urinn Lopakhín sem kaupir garðinn, setur hana á hné sér. Sitthvað annað í túlkun per- sónanna er á annan veg en áður hefur tíðkast, þannig er gamli þjónninn Firs miklu þyrrkingslegri hér en ég hef áður séð hann. Edda Heiðrún „björt“ leikkona Það yrði of langt mál að lýsa hverju einstöku hlutverki, öll þjóna þau heildarmyndinni. En miklu skiptir hvernig skip- að er í hlutverkóðalsfrúarinn- ar Ljúbov Andreievnu Ra- nevskaju sem hér er í sjónar- miðju. Edda Heiðrún Backman leikur hana af glæsibrag sem hennar er von og vísa. Hún er „björt“ leikkona, leikur hennar allur á þeim nótum, í opnum og einlægum stfl. Edda Heiðrún er augljóslega allt öðru vísi leikkona en Krist- björg, svo ég nefni þá sem síð- ast fór með hlutverkið hér. Samanburður á þeim tveim- segir manni nokkuð um stfl þessarar sýningar. Hann felur í sér að undirtónar í' persónu- gerðinni verða ekki eins djúpir og mollkenndir og löngum áður. Sigurður Skúlason fer með hlutverk Gajevs, hins ónýta bróður og fimbulfambara, táknrænt í sýningunni að hann skuli að lokum borinn burt af sviðinu eins og barn; vel mót- að hlutverk, en ræðan fræga til heiðurs skápnum hefði mátt vera safaríkari. Brynhildur Guðjónsdóttir fer afar fallega og þokkafullt með hlutverk ungu dótturinnar Önju, og Edda Arnljótsdóttir er jarð- bundin Varja fósturdóttir sem vera ber. Ingvar E. Sigurðsson var undirfurðulegur Lopskhín kaupsýslumaður, raunverulega er hann „kaghýddur langt fram í ætt“, þótt hann að end- ingu kaupi garðinn, tákn fyrir menningu yfirstéttarinnar sem hann mun aldrei eignast hlut- deild í. Það verkaði ágætlega að ekki skyldi reynt að bregða upp neinni sjónmynd af garð- inum, með því er ímyndunar- aflið virkjað. Aðrir leikendur eru Baldur Trausti Hreinsson, Trofímov stúdent, Randver Þorláksson, Pístjík óðalsbóndi, Stefán Karl Stefánsson, Jepík- hodov skrifstofumaður, sem allir skiluðu hlutverkum sínum skilmerkilega innan ramma leikstjórans. Vigdís Gunnars- dóttir fór fallega með hlutverk Dúnjöshu vinnukonu. Valdi- mar Örn Flygenring sýndi hinn ósiðaða og hrokafulla þjón Jasha af krafti og gaman var að sjá Róbert Arnfinnsson í gervi Firs þótt túlkunin væri nokkuð einhæf og torkennileg sem vísast er leikstjórans sök. Ekki heyrðist ætíð nógu vel til Róberts á sviðinu, til dæmis í lokaatriðinu þegar hinn gamli þjónn situr einn eftir á setrinu. Tinna Gunnlaugsdóttir var snöfurleg Charlotta ívanovna kennslukona, en gervi hennar og búningur fannst mér nokk- ur tímaskekkja. Djúp og sönn mannlífsmynd Því fleiri og íjölbreytilegri túlkanir á klassískum snilldar- verkumleikbókmenntanna sem maður fær að sjá, því betra. Skiptir þá minna máli þótt maður sé ekki sáttur við út- komuna í öllum greinum eins og hér gerist. - Kirsuberja- garðurinn er innra með okkur sjálfum, eins og leikstjórinn hefur sagt svo fallega. Hann segir líka að leikhúsið sjálft sé slíkur garður sem ætíð ber nýjan blóma. Það er auðvitað hárrétt líking. Verk eins og þetta höfðar umfram allt til okkar sem djúp og sönn mannlífsmynd og mun ætíð gera.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.