Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 19
Gjaldskár skóla
hækka um 6%
Ákveðinn hefur verið viðbótarsparnaður í grunn- og leikskólum frá fyrri
drögum að fjárhagsáætlun.
Bæjarráð hefur sam-
þykkl tillögur skóla-
nefndar uiii að hækka
gjaldskrár fyrir leik-
skóla og grunnskóla
um 3% umfram það
sem áður hafði verið
gert ráð fyrir.
Þetta, ásamt fleiri aðgerðum, er
gert til þess að lækka fjárhagsá-
ætlun viðkomandi málaflokka fyr-
ir næsta ár. Samkvæmt íyrstu
áætlunum var gert ráð fyrir því að
gjaldskrár þessar myndu hækka
um 3% en með þessari endur-
skoðun munu gjaldskrárnar
hækka um 6% á næsta ári.
Leikskólar
Gagnvart íjárhagsáætlun leikskól-
anna felur þessi endurskoðun í
sér að áætlunin lækkar um 6
milljónir frá þvf sem áður var
áætlað. Leikskólaáætlunin hljóðar
því upp á rúma 264 milljónir. I
endurskoðuninni verða ýmsar
breytingar frá fyrri áætlun en
meðal þeirra stærri má nefna að
breytingin á gjaldskrá úr 3%
hækkun og upp í 6% hækkun
mun skila 3,5 milljónum til út-
gjaldalækkunar fyrir bæinn. Þá
munu breyttar reglur um fæðing-
ar- og foreldraorlof þýða að end-
urgreiðslur frá ríki geta orðið 2,5
milljónum hærri en gert var ráð
fyrir í fyrri áætlun. Þá kemur
frarn í bókun skólanefndar á
fundinum þar sem endurskoðun-
in var samþykkt, að nefndin leggi
áherslu á að fýrirkomulag mötu-
neytis leikskóla verði endurskoðað
með það að markmiði að ná niður
kostnaði.
Gruimskólar
Hjá grunnskólanum kemur end-
urskoðunin hins vegar þannig út
að skólanefndin telur unnt að
lækka fyrri áætlun um 7,1 milljón
króna. Þar er, cins og í leikskólun-
um, um ýmsar breytingar að ræða
ýmist til hækkunar eða lækkunar.
Gjaldskrárhreytingin í grunnskól-
unum - þ.e. 6% hækkun i stað 3%
hældiunar - mun skila 1 I milljón
og breytingarnar á fæðingarorlof-
inu skila hins vegar 5 milljónum.
Þá ákvað skólanefnd skera niður
framlag til Umbunarsjóðs um I
milljón króna en fer jafnframt
fram á að fá hækkun upp á 2,7
mílljónir til að geta bætt við heilli
stöðu námsráðgjafa sem muni að-
allega starfa við Lundaskóla og
Oddeyrarskóla.
Loks kemur fram í bókun skóla-
nefndar að hún leggur áherslu á
þijú verkefni sem krefjist sérstakr-
ar vinnu.
I fyrsta lagi að starfsemi Tón-
listarskólans verði endurskoðuð
til að ná þar niður kostnaði.
I öðru Iagi að fram fari endur-
skoðun á blönduðum störfum í
grunnskólunum með það að
markmiði að hagræða og skil-
greina nánar þessi störf.
I þriðja lagi leggur skólanefnd
áherslu á að fram fári endurskoð-
un á skipulagi sér- og stuðnings-
kennslu sem miði að því að
kennslan nýtist nemendum betur.
Starfsmenn Skríns. F.v: Úttar Gautur
Erlingsson, Þórður ivarsson, Matthías
Rögnvaldsson og Unnar Þór Lárus-
son. Fyrir framan situr Rögnvaldur
Guðmundsson, framkvæmdastjóri.
Fjarverandi var Flörður Flelgason.
Skrm-nýtt
tyrirtæki
Sl. föstudag var á Akureyri form-
lega stofnað á Akureyri nýtt fyrir-
tæki, Skrín, sem er þekkingar- og
þjónustufyrirtæki á sviði upplýs-
ingatækni. Félagið er til húsa að
Glerárgötu 36. Skrín mun leggja
höfuðáherslu á kerfisleigu vél- og
hugbúnaðar. Auk þess verður
boðið upp á ýmsa aðra þjónustu
tilheyrandi tölvurekstri, svo sem
fjarskiptaþjónustu, gagnaflutn-
inga, internetþjónustu, þjálfun og
ráðgjöf. Einnig verður komið á fót
tæknigarði þar sem ungt fólk með
hugmundir á tæknisviði fær að-
stoð við að koma þeim í fram-
kvæmd. Skrín hyggst verða braut-
ryðjandi á þessu sviði Norðan-
lands. Félagið er í meirihlutaeigu
norðlenskra aðila sem eru Tæld-
færi, Landsbankinn - framtak.
Skýrr, Útgerðarfélag Akurejringa
og Element á Sauðárkróki. GG
Gott tækifæri!
Tækifæri er fjárfestingarsjóður i
vörslu íslenskra verðbréfa á Ak-
ureyri. Tilgangur hans er að
taka þátt í nýsköpun og at-
vinnuuppbyggingu á Norður-
landi með arðsemi fjármagns að
leiðarljósi. Sjóðurinn var stofn-
aður í árslok 1999 og er í eigu
Byggðastofnunar annars vegar
sem er með 40% hlut og sveitar-
félaga og fyrirtækja á Norður-
landi hins vegar. Hlutafé er
rúmlega 200 milljónir króna og
standa vonir til að hægt verði að
auka það í 600 milljónir króna
fýrir árslok 2001. Vörsluaðilar
eru Fjárfcstingarfélag Austur-
lands, Landshankinn-Framtak,
Fjárfestingarfélag Vestmanna-
eyja. Sjóðurinn setur fram 20%
ávöxtunarkröfu miðað við 4 -6
ára tímabil og hann á ekki um-
fram 25% hlut í einstöku félagi
og fjárfestir ekki umfram 10%
af eigin fé sjóðsins í einstöku
félagi. Tækifæri leggur ekki
fram hlutafé nema fjármögnun
viðkomandi félags sé tryggð.
Iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, Valgerður Sverrisdóttir,
sagði við kynningu á sjóðnum
sl. föstudag að sjóðurinn væri
nýtt og sterkt afl en stofnun
eignarhaldsfélaga á landsbyggð-
inni hefði ekki tekist sem skyl-
di, en Tækifæri væri undan-
tekning frá því. Fyrirtækið helði
farið vel á stað og á einungis sex
mánuðum hefði sjóðurinn fjár-
fest í nokkrum verkefnum. Það
væru ekki margir fjárfestingar-
sjóðir sem beindu sjónum sýn-
um að landsbyggðinni, og því
væri ánægjulegl að sjá bversu
vel Tækifæri hefði farið af stað.
A Norðurlandi væri fyrir hendi
frumkvöðlakraftur og hann yrði
að virkja. Nafn sjóðsins væri því
réttnefni. 39 umsóknir hafa
borist sjóðnum; flestar frá Ak-
ureyri eða 20 talsins, en einnig
t.d. frá Húsavík, 5 talsins, 4 frá
Sauðárkróki og 2 frá Hauga-
nesi, Blönduósi og Mývatns-
sveit. 10 þessa umsókna tengast
framleiðslu, 7 upplýsingatækni,
4 sjávarútvegi og ferðaiðnaði.
Fjárfest hefur verið í 4 verkefn-
um fýrir 49 milljónir króna. Það
eru lslenskur harðviður á Húsa-
vík, Martel á Húsavík, Vilko á
Blönduósi og Skrín á Akureyri.
GG
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. og Guðrún M. Kristins-
dóttir, forstöðumaður Minjasafnsins
á Akureyri, handsala samninginn.
ÚA styrkir
Minjjasafnið
Útgcrðarféíag Akureyringa hf.
(ÚA) og Minjasafnið á Akureyri
hafa gert með sér samning sem
felur í sér að ÚA verður einn
kostunaraðila sýningarinnar „Ak-
ureyri - bærinn við Pollinn," sem
opnuð var í safninu á liðnu
sumri. Upphæðin sem ÚA greiðir
vegna þessa nemur einni milljón
króna. A sýningunni er saga Ak-
ureyrar rakin frá árinu 1602 og
fram á þennan dag.
Að sögn Guðrúnar Kristins-
dóttur, forstöðumanns Minja-
safnsins á Akureyri, verður styrk-
urinn frá ÚA m.a. notaður til að
kosta uppsetningu „sjávarútvegs-
deildar" sýningarinnar þar sem
fjaliað er um mikilvægi sjávarafla
fýrir afkomu bæjarbúa fýrr og síð-
ar. Guðrún segir sýninguna enda-
punktinn í þeirri miklu endurnýj-
un sem gerð hefur verið á sýning-
um safnsins undanfarin misseri
og að ætlunin sé að sýningin
standi uppi í safninu í u.þ.b. 5 ár.
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak-
ureyringa, segir það lengi hafa
verið stefnu félagsins að styrkja
menningar- og íþróttastarf í bæn-
um. „Það hefur Ú'A gert með
ýmsum hætti í áranna rás, þótt
það hafi ekki alltaf farið hátt,“
segir Guðbrandur.
Harma afstöðu
SUS í sjávar
útvegsmálum
I stjónmálaályktun sem Vörður,
félag ungra sjálfstæðismanna á
Akureyri samþykkti á aðalfundi
sínum fyrir heígina kemur fram
að Varðarmenn harma „niður-
stöðu nýaísiaðins málefnaþins
SUS í sjávarútvegsmálum þar
sem gefið er í sityn að hleypa eigi
erlendum IjárfesUim inn í ís-
lcnskan sjávarútveg án þess að
tryggja þá meginreglu að öllum
afla sem veiðist innan Iandhelgi
íslands skuli landa og selja á Is-
landi. Eðlilegt er þó að taka tillit
til undantekninga, t.d. með upp-
sjávarfisk". í stjórnmálaályktun-
inni er jafnframt lýst stuðningi
við ýmis mál sem ríkisstjórnin er
með í deiglunni s.s. langtímaá-
ætlun í vegaframkvæmdum. Hins
vegar er gagnrýnt að ríkisstjórnin
skuli binda sveitarfélögin í báða
skó án þess að sveitarfélögin hafi
úr nægjanlegu fjármagni að spila.
Þá hafna Varðarmenn aðild að
Evrópusambandinu og styðja
frelsisviðleitni Færeyinga og
minna á sjálfsagt tilkall íslands til
hafsvæðisins \ ið Einbúaklett, eða
Hatton Bockall svæðisins.
Stjórn Várðar skipa nú Arnljót-
ur Bjarki Bergsson, formaður,
Þorvaldur Markan, varaformaður,
Baldur Snorrason, gjaldkeri, Dag-
ný Hauksdóttir ritari og Börkur
Hólmgeirsson meðstjórnandi.