Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. O K T Ó B E R 20 00 - 13
Thypr.
milliarða
um eins og t.d. áfangaskiptingu og
annað er Iitur að stældiuninni.
Þegar það liggur fyrir getur Lands-
virkjun farið að raða saman virkj-
unarkostum og tímasett þá. Hins
vegar hefur Landsvirkjun heimild
fyrir virkjun á Búðarhálsi sem er á
milli Hrauneyjarfossvirkjunar og
Sultartangavirkjunar. Sú virkjun
yrði álíka öflug og Sultartanga-
virkjun, eða allt að 120 megawött.
Hann bendir einnig á að Lands-
virkjun hefur ekld einkarétt á að
virkja í landinu og því sé mögu-
leiki að aðrir geti komið inn í
þessa mynd eins og t.d. með jarð-
hitavirkjanir á suðvesturhorni
landsins.
Nokkrir kostir
Þorsteinn bendir einnig á að það
séu möguleikar á þvi að auka
orkuframleiðsluna í þeim virkjun-
um sem (yrir séu með meira vatni.
I þeim efnum hafa verið nefndir
til sögunnar tveir kostir. Annar er
sá að beina vatni úr Efri Þjórsá
yfir í Þórisvatn með lóni við Norð-
lingaöldu. Það sé þó viðkvæmt
mál enda sé ekki búið að afla
neinnar heimildar um það. Það sé
þó hægt að komast af með minna
lón við Norðlingaöldu ef farin
verður sú leið að gera nýjan áfan-
ga á Kvíslarveitu. Hins vegar hef-
ur verið rætt um Skaftá í gegnum
Langasjó inní Tungnaá. Þess utan
hefur verið spáð í virkjunarmögu-
leika neðarlega í Þjórsá, eða
rennslisvirkjun nálægt byggð. Þá
hefur Landsvirkjun heimild til
virkjunar í öðrum landshlutum
eins og t.d. í Bjarnarflagi. Slíkur
kostur er þó háður úrlausnum
vegna flutninga og skipulags
vegna stóriðju á suðvesturhorni
landsins.
Samkeppni uin orkuna
Til að bregðast við sívaxandi orku-
þörf í landinu er verið er vinna að
Vatnsfellsvirkjun sem einnig á að
mæta stækkun Norðuráls úr 60
þúsund tonnum í 90 þúsund
tonn. Ráðgert er að sú 90
megawatta virkjun verði komin í
gagnið næsta haust. Þorsteinn
segir að það sé mjög góð nýting á
raforkukerfinu um þessar mundir
Þorsteinn Hilmarsson
telur að væntanlega
verði ekki farið í
virkjanir vegna þess
ara tveggja stóriðjn-
verkefna á sama tíma.
Enda megi kannski
líta svo á að í þessum
tilvikum sé um að
ræða ákveðna sam-
keppni uni orkuna.
og lítið um umframorku til margra
ára fyrir orkufreka notendur. Hvað
Reyðarál varðar segir Þorsteinn að
menn muni eflaust spyrja sig
hvernig sé hægt að koma því verk-
efni saman með Norðurál. Hann
telur að væntanlega verði ekki far-
ið í virkjanir vegna þessara tveggja
stóriðjuverkefna á sama tíma.
Enda megi kannski líta svo á að í
þessum tilvikum sé um að ræða
ákveðna samkeppni um orkuna.
Hann bendir þó að stjórnvöld
hafa ekki staðfest Kyotó-bókun-
ina, sé verið að vinna að íslenska
ákvæðinu í því sambandi. Þor-
steinn telur þó að það sé engum
blöðum um það að fletta að það
getur verið mjög gagnlegt á heims-
vísu að nýta vatnsafl á Islandi til
að framleiða ál í stað þess gera
það t.d. með kolum í S-Afríku. í
því sambandi bendir hann á að í
Bruntlands-skýrslunni á sínum
tíma hefði verið mælt með því að
nýta vatnsafl til virkjunar þar sem
það væri vannýtt á 21. öldinni.
Óheppilegt risastökk
Olafur F. Magnússon borgarfull-
trúi og formaður Umhverfisvina í
Eyjabakkastríðinu áréttar að
gefnu tilefni að hann sé ekki and-
stæðingur virkjanaframkvæmda
og allrar stóriðju eins og stundum
sé reynt að gefa í skyn. Hann seg-
ist þó gera þá kröfu að virkjað sé
af fullu viti. Hann bendir á að ál-
verið í Straumsvík sé með 160
þúsund tonna afkastagetu á ári og
Norðurál með 90 þúsund eftir
stækkun. Það þýðir að afkastaget-
an sé komin í 250 þúsund tonn.
Hins vegar sé verið að ræða um að
stækka álver Norðuráls uppí 300
þúsund tonna ársframleiðslu. Það
sé fimmfalt meira en upphafleg
stærð álversins var. Þessi þróun
þýðir líka að verið sé að tala um
tvöföldun á álframleiðslu í land-
inu. Þarna sé því um risastökk að
ræða sem hann telur að sé ekki
heppilcgt. Minni áfangar við
stækkun eins og t.d. um 30 þús-
und tonn séu mun vænlegri og þá
ekki síst vegna þess að það mundi
hafa í för með sér minni þensluá-
hrif.
Ólafur segir að það sé því ekki
rétt að hans mati að binda svo
mikinn hluta af raforkuframleiðsl-
unni eða efnahagslífsins eingöngu
við áliðnaðinn sem risaálver út-
heimta. Hann bendir einnig á að
nýlegar og fyrirhugaðar virkjanir á
Þórsársvæðinu séu mun umhverf-
isvænni en þær sem áætlaðar séu
norðan Vatnajökuls. Hann segir
að Kárahnjúkavirkjun og risaálver
á Reyðarfirði mundu leiða til gíf-
urlegrar þenslu og jafnvel efna-
hagskollsteypu. Það mundi leiða
svo til mikillar félagslegrar rösk-
unar á Austfjörðum til viðbótar
óbætanlegum náttúruspjöllum.
Hann segist vonast til þess að líf-
eyrissjóðir landsmanna verði ekki
misnotaðir í fjármögnun þessara
virkjunarframkvæmda sem séu
landsmönnum ekki að skapi.
Allt í sömu körfu
Hann minnir einnig á að í stór-
iðjuáformum geta landsmenn ekld
hagað sér eins og þcim sýnist
gagnvart alþjóðasamfélaginu eins
og margoft var bent á í Eyjabakka-
málinu. Hann vekur athygli á því
að í stóriðjumálum verða menn að
taka tillit til hugsanlegs kostnaðar
vegna mengunar inn í dæmið.
Hins vegar sé smávægileg aukn-
ing á borð við 30 þúsund tonn allt
annað mál en allt tal um risaálver.
A hinn bóginn má reikna með því
að ef viltustu stóriðjudraumar
mundu rætast verði stærðin orðin
svo gríðarleg, eða um 940 þúsund
tonna afskastagetu ári, sé búið að
gjörbreyta öllu efnahagsumhverf-
inu í landinu. Þegar svo er komið
séu menn búnir að binda svo stór-
an hluta af nýtanlegri orku í ál-
iðjudrauma að menn geta væntan-
lega hætt að velta fyrir sér fram-
tíðarverkefnum eins og t.d. vetnis-
framleiðslu og til annara nota eins
og m.a. „grænnar stóriðju."
FRÉTTIR
Úlfar Steinþórsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, Haiidór Ásgríms-
son utanríkisráðherra og Árni Magnússon formaður Þróunarsamvinnu-
stofnunar íslands.
íslensk þróun
uni allaii heiin
Samstarfsvettvangur
til að auðvelda ís-
lenskum fyrirtækjum
að afla sér viðskipta-
tækifæra í þróuuar-
ríkjum.
Samkomulag um samstarfsvett-
vang til eflingar íslenskri mark-
aðssókn í þróunarríkjum og ný-
þróuðum ríkjum hefur verið
undirritað af utanríkisráðherra
og forsvarsmönnum Nýsköpun-
arsjóðs atvinnulífsins og Þróun-
arsamvinnustofnunar íslands.
Vettvangurinum, sem nefndur
hefur verið Viðskiptaþróun, er
ætlað að auðvelda íslcnskum fyr-
irtækjum að afla sér viðskipta-
tækifæra í þróunarríkjum. Enda
segir utanríkisráðherra alveg
ljóst að einkafyrirtæki spili vax-
andi þátt í þróunaraðstoð. Og
þegar henni ljúki á ákveðnu
svæði, þá sé mikilvægt að at-
vinnufyrirtæki hafi tekið til star-
fa á svæðinu. „Við erum að
þreifa fyrir okkur á þessu sviði og
reyna að fá íslensk atvinnufyrir-
tæki í meira mæli til samstarfs,"
sagði utanríkisráðherra.
Til Uganda uin áramótin
„Við höfum smátt og smátt verið
að auka þróunaraðstoð okkar á
undanlörnum árum og höfum
gert áætlun um áframhaldið. Við
erum t.d. að fara inn í Uganda
núna um áramótin og setja þar
upp starfsstöð í Kampala. Það er
ætlun okkar að efla þróunarað-
stoð við þetta Afríkuríki. En við
erum fyrir í Malaví, Mósambik
og Namibíu," sagði Halldór As-
grímsson. Utanrfkisráðherra
nefndi Namibíu sem velheppnað
dæmi. Ljóst sé að Namibía sé
nú að komast á það stig að í
rauninni sé þar ekki lengur um
þróunarríki að ræða. „Og þcgar
að því kemur að við förum þaðan
þá er afskaplega mikilvægt að
eftir sitji þekking í landinu og
það hafi verið komið á fót at-
vinnurekstri sem geti tekið við af
því sem við höfum verið að
gera.“
Einnig horft til A-Evrópu og
Asíu
Ráðherra sagði raunar svipað
uppi á teningnum í Mosambik,
þar sem Island hafi nýlega hafið
þróunarhjálp. Og í Uganda hafi
atvinnufyrirtæki farið inn í rekst-
ur í nokkrum mæli. „Við erum
jafnframt í samstarfi við Alþjóða-
bankann, sem leggur mikla áher-
slu á það að efla atvinulíf og eiga
samstarf við fyrirtæki í heimin-
um um uppbyggingu atvinnulífs
og almenna uppbyggingu". En í
hinum nýja samningi verði ein-
nig horft til ríkja A-Evrópu og
SA-Asíu. Kostnaðurinn er áætl-
aður 9 milljónir á ári næstu 3
árin og á að skiptast jafnt á milli
samstarfsaðilanna þriggja. Að
samningstímanum loknum er
áætlað að árangurinn verði met-
inn og síðan tekin ákvörðun um
framhaldið. - HEI
Konur gegn ör-
birgö og ofbeldi
í dag mun Kofi Annan, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, taka við
undirskriftalistum í New York frá
158 þjóðlöndum undir yfirskrift-
inni: Gegn örbirgð og ofbeldi.
Þess er krafist að Sameinuðu
þjóðirnar og aðildarríki þeirra
hetji raunhæfar aðgerðir til þess
að útrýma fátækt og tryggja jafna
skiptingu auðæfa heimsins milli
ríkra og tátækra, karla og kvenna
og komi í veg fyrir othcldi gegn
konum og tryggi jafnan rétt kynj-
anna. Að sögn Eyglóar Bjarna-
dóttur voru það kanadískar kon-
ur sem áttu upphafið að göng-
unni. Þær stungu upp á þessari
alheimsgöngu á kvennaþinginu í
Peking árið 1995 eftir að mikil
stemning hafði myndast um
gönguna í þeirra heimalandi. Al-
þjóðasamtök lýðræðissinnaðra
kvenna munu afhenda listana.
Afhendingin fer þannig fram að
158 konur, ein kona fýrir hvert
þjóðland, fara hjólandi frá Bronx
með listana og afhenda þá á
skrifstofu Sameinuðu þjóðanna.
Hér á landi eru tuttugu og tvö fé-
lög sem styðja þessar aðgerðir.
Þann 24. október, þegar 25 ár
eru liðin frá kvennafrídeginum,
munu íslenskar konur leggja
áherslu á sömu kröl'ur og standa
fyrir göngu frá Hlemmi að Ing-
ólfstorgi þar sem haldinn verður
útifundur.