Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 12
12- ÞRIÐJVDAGVR 17. OKTÓBER 2000 SO^tr FRET TASKYRIN G TUbúnirmeð 50 GUÐMUNDUR RÚNAR HEDDARSSON Innistæða hjá Norður- áli vegna stækkunar álversins. Samanlögð stærð álvera stefnir í 940 þúsirnd tonn. Ótt- ast um lífríki Hval- fjarðar. Ýmsir virkj- anakostir. Óheppileg þróim Áform Norðuráls um að stækka verksmiðjuna í allt að 300 þús- und tonn hefur valdið nokkrum titringi í stjórnkerfinu, m.a. vegna þess að erfitt getur reynst að útvega nógu mikla raforku vegna þessarar stækkunar. Áætl- að er að þessi stækkun Norðuráls geti kostað 45-50 milljarða króna. Á sama tíma er verið að vinna að áformaðri virkjun Kára- hnjúkavirkjunar vegna álvers í Reyðarfirði og athugun á orku- frekri vetnisframleiðslu. Á hinn bóginn geta aðrir en Landsvirkjun haft áhuga á því að virkja vegna stóriðjuframkvæmda eins t.d. Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja og RARIK. Ef þessi stóriðjuáform ganga eftir verða í landinu þrjú álver sem eru samtals um 940 þúsund tonn að stærð, 480 þúsund tonna álver á Reyðarfírði, 300 þúsund á Grundartanga og 160 þúsund í Straumsvík. Þótt einhverjum kunni að hrjósa hugur við þessari framtíðarsýn eru aðrir sem sjá ekkert athugavert við þetta, svo framarlega sem eitthvað sé upp úr þessu að hafa. Umhverfis- verndarsinnar benda hins vegar á að í þessum stóriðjuáformum verða stjórnvöld að taka tillit til sjónarmiða alþjóðasamfélagsins vegna Kyotó-bókunarinnar þar sem takmörk séu fyrir losun gróð- urhúsaloftegunda út í andrúms- loftið til verndar lífríkinu. í 240-300 þúsund tonn er talinn verða um 45-50 milljarðar króna. Tómas bendir á að Columbia Ventures sé m.a. nýbúið að selja verksmiðjur sem það átti í Banda- ríkjunum, auk þess sem eigið fé Norðuráls sé mjög hátt. Af þeim sökum sé innistæða fyrir þessum framkvæmdum og því tækifæri til að nýta það til uppbyggingar á svæði félagsins við Grundar- tanga. Þá segist hann ekki vita annað en að stækkunin eigi að rúmast innan núverandi aðal- og svæðisskipulags á Grundartanga. Hins vegar gæti þurft að breyta deiliskipulagi. Tómas segir að sölusamningar fyrirtækisins séu mjög hagstæðir, enda sé það með fastan samning til 13 ára við stóran kaupanda. Samkvæmt þeim samningi fær Norðurál ákveðið gjald fyrir að breyta súrálinu sem þessi kaup- andi útvegar í ál. Þess utan sé heimsmarkaðsverð á áli í meðal- lagi. Hann segir að áætlanir fyrir- tækisins geri ráð fyrir að þessi stækkunaráform geti orðið að veruleíka haustið 2004. Hins veg- ar muni það ekki taka nema í mesta lagi 2 ár að byggja vegna stækkunarinnar. Framvindan veltur aftur á móti mest á því hvernig gangi að fá nægilega mikla orku fyrir svo stóra verk- smiðju. Hagkvænmi stærðarinnar Tómas M. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri tækni- og umhverf- issviðs Norðuráls segir að helstu forsendur fyrir stækkunaráform- um fyrirtækis séu vegna hag- kvæmni stærðarinnar. Hann minnir á að það hafi alltaf legið fyrir að verksmiðjan yrði stækkuð í 180 þúsund tonn. Hins vegar sé talið að hagkvæmasta einingin verði um 240 þúsund tonn, sem með tækninýjungum verður ígildi 300 þúsund tonna álvers til lengri tfma litið. I því samhandi séu menn þegar farnír að huga að umhverfismati og því hvernig sú stækkun geti orðið að veruleika í áföngum með tilliti til raforkuöfl- unar og er byrjað að ræða það mál við Landsvirkjun. Sem kunn- ugt er þá er verið að stækka verk- smiðju Norðuráls úr 60 þúsund tonnum í 90 þúsund tonn og er búist við að þeim framkvæmdum verði lokið í byrjun næsta sumars. Áætlaður kostnaður vegna stækk- unarinnar úr 90 þúsund tonnum Góður tíml fyrir hagkerfið Getum hefur verið að því Ieitt að með útspili sínu hafi Norðurál verið að tr)'ggja sig í forgangsröð- inni með tilliti til raforku vegna hugsanlegs keppinautar í álveri á Reyðarfirði. Af þeim sökum sé þaða engin tilviljun að áform þeirra hafi komið fram stuttu eft- ir að aðalforstjóri Norsk Hydro kom hingað til lands til viðræðna við stjórnvöld vegna Reyðaráls. Tómas vísar þessu á bug og segir að þarna sé um tvö aðskilin mál að ræða, enda séu þeir ekki í kapphlaupi við einn eða neinn. I því sambandi bendir hann á að milli ríkisins og Norðuráls sé í gildi ákveðinn fjárfestingarsamn- ingur. Auk þess sé þarna um að ræða fyrirtæki sem sé til staðar í landinu, sem sé að reyna að byg- gja sig upp á þann hátt sem hag- kvæmastur sé. Síðast en ekki síst mundi stækkun Norðuráls koma á góðum tíma fyrir hagkerfið í landinu og koma að nokkru leyti í veg fyrir þá lægð sem spáð er að muni verða áður en áhrifa fer að gæta að hugsanlegu álveri fyrir austan. Enda miðast allar áætlan- ir Norðuráls að því að vera búnir með sfna stækkun áður en fram- kvæmdir fyrir austan eiga að ná hámarki. Álverið á Grundartanga. Á það eftir að stækka veruiega á n marka sem kveðið sé á um í starfsleyfi verksmiðjunnar. Þá séu þau mörk þau þrengstu sem þekkjast í heiminum. Af þeim sökum telur hann að Norðurál standi sig afskaplega vel í þeim málum. Óttast áhrif á lífríMð Anna Guðrún Þórhallsdóttir for- maður Sólar í Hvalfirði segir að Síðast en ekki síst mundi stækkun Norð- uráls koma á góðum tíma fyrir hagkerfið í landinu og koma að nokkru leyti í veg fyr- ir þá lægð sem spáð er að muni verða áður en áhrifa fer að gæta að hugsanlegu álveri fyrir austan. Allt að 650 störf Talið er að varanleg störf með 240-300 þúsund tonna álveri Norðuráls geti orðið allt að 650 talsins. Það er töluverð fjölgun þegar áætlað er að heildarfjöldi starfa verði um 220 í sumar þeg- ar stærð verksmiðjunnar verður um 90 þúsund tonn. Tómas segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggj- ur af mengunarþættinum þótt verksmiðjan verði stækkuð. Hann bendir á að í gangi séu stöðugar rannsóknir á umhverfi verksmiðj- unnar og mælingar á útblástri frá henni. Hann staðhæfir að allar mælingar sýni að losun loftteg- unda séu langt innan þeirra út frá hagsmunum Norðuráls sé mjög eðlilegt að fyrirtækið áformi fyrirhugaða stækkun. I athuga- semdum Sólar sé hins vegar bent á að þarna sé verið að ræða um töluvert stórt álver miðað við það tiltölulega litla sem fyrir er á svæðinu. Hins vegar óttast menn áhrif þess og álag á lífríkið ef ál- verið verður stækkað úr 180 þús- und í 240-300 þúsund. Til að mynda verður áhrifasvæði meng- unarinnar miklu stærra auk þess sem Sólarfólk telur að mengunin verði miklu meiri. Anna Guðrún segir að þau muni ekki sætta sig við þessi áform. Meðal annars séu þarna allt um kring fólk sem stundar Iífrænan búskap, lax- veiðiár og annað sem viðkvæmt sé fyrir nábýli við stóriðju. Hún segir að það hafi komið mjög illa við margt fólk þegar það frétti af þessum stækkunaráformum Norðuráls í fjölmiðlum. Formaður Sólar segir að þótt stækkun álversins fari í umhverf- ismat samkvæmt Iögum, þá muni samtökin fylgjast mjög grannt með framvindu þess. I því sam- bandi minnir hún á að síðasta umhverfismat sem framkvæmt var vegna Norðuráls í Hvalfirði hefði gengið óeðlilega hratt lýrir sig að mati samtakanna. Meðal annars staðhæfir hún á að það hafi ekkert verið fylgst með megnun í sjónum þótt kerbrotum sé fargað í fjöruborðinu. Síðast en ekki síst vilja samtökin að stækkunaráform Norðuráls verði skoðuð í samhengi við það sem áformað sé að gera í stóriðju ann- ars staðar á landinu. Anna Guð- rún segir að menn gagnrýni stjórnvöld m.a. fýrir það að Ijá máls á því að ræða þessi áform Norðuráls á sama tíma og verið sé að vinna að forgangsröðun virkj- unarhugmynda með sérstakri rammaáætlun. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið eigi síðar en 2002. Þá fyrst sé hægt að skoða það hvaða virkjunarkostir séu til staöar og m.a. með tilliti til almennrar raforkuþarfar og úr hverju menn hafa að spila í raf- orkumálum á komandi áratugum fyrir erlenda stóriðju. Formaður Sólar segir af þessum vinnu- brögðum stjórnvalda að dæma virðist sem hægri hönd þeirra viti ekki hvað sú vinstri gerir. Hún bendir einnig á að í iðnaðaráðu- neytinu sé verið að vinna að því að skoða möguleika á vetnisfram- leiðslu sem útheimtir mikla orku. Búðarhálsvirkjim Forsvarsmenn Norðuráls og Landsvirkjunar eru þegar farnir að ræða saman þessi stækkunará- form og eru þær viðræður á al- gjöru byrjunarstigi. Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Auna Guðrún segir að þau muni ekki sætta sig við þessi áform. Meðal anuars séu þarna allt um kring fólk sem stundar líí- rænan búskap, lax- veiðiár og annað sem viðkvæmt sé fyrir ná- býli við stóriðju. IIún segir að það hafi kom- ið mjög illa við margt fólk þegar það frétti af þessum stækkunar- áformum Norðuráls í fjölmiðlum. Landsvirkjunar segir að á þessu stigi sé eldd hægt að svara því hvort fyrirtækið geti útvegað Norðuráli þá raforku sem áform- að álver þarf á að halda. Verið sé að funda með Norðurálsmönnum þessa dagana þar sem menn vilja fá að vita nánar um útfærslu þeir- ra á þessum stækkunarhugmynd-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.