Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 17.10.2000, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 ÞJOÐMAL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aöstodarritstjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netföng auglýsingadeildar: Simar augiýsingadeiidar: Símbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVlK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grátarsdóttir. 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) „Pólitískt slys“ í fyrsta lagi Gagnrýnisverð sýndarmennska hefur einkennt störf núverandi dómsmálaráðherra sem grípur sérhvert tækifæri til að baða sig í ljósi fjölmiðla, jafnvel af ómerkilegasta tilefni. Þannig hefur það skipt mestu máli að búa til þá ímynd að ráðherrann sé að gera eitthvað til bóta, jafnvel þótt um tómt auglýsingaskrum sé að ræða. Dæmigert íyrir þessi vinnubrögð eru ítrekaðar uppá- komur sem eiga að sýna að ráðherrann sé að efla öryggi á veg- um landsins. A sama tíma er lögreglunni gert að skera niður kostnað við löggæslu, pappírslöggur bundnar við staura koma í stað lifandi lögregluþjóna og dauðaslysum í umferðinni fjölgar. í öðru lagi Ráðherrann vill nú láta byggja nýtt fangelsi í höfuðborginni. Astæðan er ekki sú að það vanti pláss fyrir fanga. Þvert á móti er nægt rými í fangelsinu á Litla-Hrauni sem var endurnýjað fyrir mikið fé almennings í valdatíð annars dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þegar ákveðið var að moka skattfé í þá endumýjun var reiknað með að gæsluvarðhaldsfangar yrðu geymdir þar eystra. Þótt sumir kalli þá ákvörðun nú „pólitískt slys“ hafa engar forsendur breyst frá því sem þá var gengið út frá, nema hvað mun meira ónotað pláss er fyrir fanga á Litla- Hrauni. Sú ákvörðun að eyða nú peningum skattborgaranna í að byggja annað fangelsi yrði svo sannarlega „pólitískt slys.“ í þriöja lagi Undir dómsmálaráðuneytið heyra mörg þau mál sem varða ör- yggi almennings, ekki síst á vegum landsins. Þegar svo mikið er í húfi fyrir fjölskyldurnar í landinu geta stjórnmálamenn ekki leyft sér að bregða upp fölskum sýndarveruleika að forskrift ímyndarfræðinga. Að hengja pappírslöggur á Ijósastaura er ekkí sú öfluga löggæsla sem landsmenn eiga kröfu á. Ráðherranum væri nær að hætta nú þegar við að sökkva peningum skatt- borgaranna í nýtt fangelsi og nýta fjármagnið þess í stað til að efla lifandi löggæslu á vegum landsins og stuðla með því að fækkun umferðarslysa. Elias Snæland Jónsson Glæp stolið Það var athyglisvert viðtalið við Steingrím J. Sigfússon sem birtist í helgarblaði Dags. Þar staðfestir Steingrímur í raun það sem verið hefur í umræð- unnni, nefnilega að hann ætl- ar að spila þingpókerinn í vet- ur sem aðalleiðtogi stjórnar- andstöðunnar. Hann sendir Samfylkingunni einfaldlega langt nef og á sama tíma gerir hann athyglisverða tilraun til að þagga niður umræðuna um augljósa kærleika vinstri græn- na og íhaldsins. IVIeð því að benda á að ekkert sé að því að andstæðingar í stjórnmálum beri virðingu hver fyrir öðrum snýr Steingríniur þessu snarlega upp í árás á framsókn, en þó sérstaklega Samfylldng- una - því samkvæmt þessu verðskulda þeir ekki virðingu sjálfstæð- ismanna þrátt fyrir að vera pólitískir andstæð- ingar. Steingrímur J. Sigfússon Sparkaðí Samfylktngu Og það eru einmitt þessi síendurteknu litlu spörk í Samfylkinguna út í gegnum viðtalið sem vekja athygli. Hann gagnrýnir nýkratana fyr- ir að hafa gefist gjörsamlega upp fyrir markaðshyggjunni. Hann gagnrýnir Evrópusam- runann og hann heldur því al- gerlega opnu að vinstri grænir fari í sjálfstætt framboð í sveit- arstjórnum vítt um land gagn- gert til að gera VG sýnilegri. Létt hótun um að samstarfið í R-listanum í Reykjavík, F-Iist- anum á Akureyri og H-listan- um á Húsavík, svo einhvcrjir staðir séu nefndir, geti verið í uppnámi. Hér er Steingrímur einfaldlega að minna á stöðu sína og sinna manna í sveitar- stjórnargeiranum. AUt miðar þetta auðvitað að því að undir- strika vægi vinstri grænna al- mennt og sýna að hann geti verið forustuflokkur stjórnar- andstöðunnar Krúttlegt Að sjálfsögoli viðurkennir Steingrímur sjálfur þó engan hanaslag við Össur um for- ustusæti stjórnarandstöðunn- ar þegar hann er spurður um það mál. Það er ekki við því að búast. Og Steingrímur gerir sér meira að segja far um að láta eins og það sé enginn sér- stök forusta í stjórnar- andstöðunni. Svona tal er auðvitað ósköp krúttlegt en enginn gerir neitt með það, allra síst Steingrímur sem veit að það er lykilatriði fyrir hann og flokkinn að til hans sé litið sem leiðtoga stjórnarandstöðunnar. En enn er þó ótalið jiað stóra útspilið hjá Steingrími í viðtal- inu sem er yfirlýsing hans um að hann vilji mynda vinstri- stjórn. Þar er hann endanlega að stela glæpnum frá Sam- fylkingunni, en samkvæmt öll- um áður þekktum handritum hefði Össur Skarphéðinsson átt að segja þessa setningu. Það var jú Samfyklingin sem ætlaði að vera valkosturinn við Sjálfstæðisflokkinn, sem ætl- aði að vera hitt aflið, og hefði í því átt að vera að kalla eftir öðru ríkisstjórnarmynstri. Með jicssu áframhaldi efast Garri ekki um að Steingrímur verður hinn ókrýndi konungur stjórnarandstöðunnar í vetur, nema Ossur og félagar rífi sig lausa úr hinurn ofurábyrga doða sínum og geri eítthvað í málinu. GARRI JÓHAJVNES 1 SIGURJÓNS- SON skrifar Yflr lánasýsl uinör ki n Rúnaðarhanka, 1 Landfræðiþekkingu mun nokk- uð ábótavant hér á Iandi, eink- um í þéttbýli. En þó má gera ráð fyrir að þorri þjóðarinnar viti ein- hver deili á hinum ýmsu sýslum landsins og geti kannski staðsett á iandakortinu með viðunandi nákvæmni Þingeyjarsýslur, Eyja- fjarðarsýslu og Húnavatnssýslur, svo dæmi séu tekin. Hins vegar er harla ólíklegt að margir hafi minnstu hugmynd um hvar fyrirbærið Lánasýsla ríkisins er staðsett og hvaða til- gangi hún jjjónar. Og |iað þrátt lýrir að þetta sé gagnmerk stofn- un og ekkert til sparað til að gera hana sem best úr garði, ef marka má frétt í Degi í fyrri viku. Þar segir frá ítrekuðum til- raunum hins ýtna jiingmanns G/sla. S. Einarssonar, til þess að l’a upplýsingar um Lánasýslu rík- isins. Og vitnar um leið um að bað cr ekki bara sauðsvartur al- rnúginn sem er harla fáfróður um þessa kannski dularfýllstu sýslu landsins, þvf jafnvel jiing- menn, sem væntanlega gera út þetta batterí, eru litlu fróðari. Enskunámskeið Eftir langt og mikið japl og jaml og fuður, (að sögn Dags) tókst Gísla að kreista út smá- upplýsingaleka úr kerfinu um þessa sérkennilegu sýslu. Og í ljós kom að þó emb- ættismenn í Kjós- arsýslu og Skaftafellssýslum, svo dæmi séu tekin, hafi kannski þolanlega sjiorslur og góðan skrínukost meðfram föstum Iaunum, þá er Lánasýslan sann- kallað gósenland fyrir slíka. Gísli talar um „spillingarbrag í skjóli valds“, og segir t.d. að Lánasýslan greiði líftryggingar fyrir forstjórann og raunar eigin- konu hans einnig. Og umræddur „Lánasýslumaður" fékk einnig heljarmikinn styrk til að sækja enskunámskeið í Bretlandi, enda væntanlega hluti af starf'slýsingu embættisins að geta sagt „Hallo“ og „How do you do?“ við hugsan- lega erlenda við- skiptavini Lána- sýslunnar, nú eða nýbúa. 15 mánaða ár Og ekki er allt búið. Lánasýslustörf hljóta að vera sóðaleg í meira Iagi því fram kemur að forstjórinn er með fasta fatapeninga. (Aungvar upp- lýsingar liggja hins vegar á lausu um það hvort skúringakonur sýslunnar njóta sömu hlunn- inda). Samanlagt, samkvæmt þeim upplýsingum scm Gísli S. Einarsson dró með töngum út úr stjórnsýslunni (sem er önnur og örugglega ekki hetri sýsla) munu mánaðarlaun forstjóra Lánasýsl- unnar hlaupa á 5—600 þúsund- um. Þannig að það er alveg ljóst að ekki lepja allir opinberir starfsmenn dauðann úr skel. Og síðast en ekki síst, þá standa sum starfsár æðstu yfirmanna Lána- sýslu ríkisins yfir í rúma fimmtán mánuði! Það er von að þingmaðurinn sé standandi hissa á hinu blús- sandi góðæri og jiví svellandi vel- ferðarkerfi forstjóranna sem ríkir innan Lánasýslu nkisins og )>yki jafnvel að hér sé farið ríflega yfir sýslumörkin í fríðindum. Hinu er svo enn ósvarað í frétt Dags, hvar, hvað og lil hvers er Lána- sýsla ríkisins? Þeir sem vita svarið eru beðnir að Iáta það ekki fara lengra. Le)Tidar cr þörf. svairað Telurðu líkurá að sam- eining banka lækki vexti og verði til þessað þjónusta bankanna verði ódýrari og betri? Jóhannes Guimarsson formadwrNeytendasamtaltanna: „Sameining á að þýða hag- ræðingu. Því ætti þetta að koma neytend- um til góða og það er auðvitað grundvaliar- krafa okkar að svo verði. Ég hef hins vegar jiví miður nokkrar efasemdir um að þetta-gangi eft- ir, enda verður fákeppnin enn meiri á þessum markaði en verið hefur og sparnaður og hagræð- ing hefur ekki alltaf skilað sér til neytenda. Hvað eru t.d. margir sem nota heimabanka í dag og spara bönkunum stórfellda vinnu og draga um leið úr kostn- aði þeirra? Eg hef ekki séð þann sparnað skila sér til neytenda ennþá." Aðalsteinn Á. Baldnrsson formaður Vefkálýðsfélags Húsavíkur: „Nei. Við erum komnir á nokk- uð hættulegt stig varðandi þessar samein- ingar. Þetta mun leiða til fákeppni, eins og ég tel að við séum að ganga í gegnum varðandi vöruverð með sameiningarrisanum Baugi sem hefur nú yfirburðastöðu til jiess að halda uppi verðlagi. Ég óttast að það sama geti gerst í banka- kerfinu, að sameining jiýði hvor- ki lægri vexti né betri |ijónustu og ntuni ekki skila sér til fólks- ins." Þórunn Sveinbjamardóttir þingmaðurSamfylkingarinnar: „Eg tel það í hæsta máta ólíklegt að sameining banka, eins og sú sem fyrir- huguð er hjá Landsbanka og ;iði til lækkandi vaxta og jijónustu við viðskipta- vini. Þvert á móti sýnist mér að þessi tiltekna (ýrirhugaða sam- eining skapi bankarisa á fá- keppnismarkaði og sé sfst til þess fallin að lækka vexti og bæta jijónustu. Reynslan erlendis frá sýnir að samruni af þessuni toga hefur ekki leitt til vaxtalækkunar sem kemur almenningi til góða.“ Kolbrán Halldórsdóttir þ i ngmaður viitsiri grænna: „Nei, ég á ekki von á því. Og ég miða þar við reynslu utan- lands frá, en jiar hefur kom- ið í ljós að sameining al þessu tagi hefur ekki fært neyt- endum þau lækkuöu þjónustu- gjöld og þá lækkuöu vexti sem i undanfara sameiningar var sve mikið rætt um“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.