Dagur - 01.11.2000, Síða 5

Dagur - 01.11.2000, Síða 5
MIDVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 - S Ttgptr. Útsvarsprósentan á Akureyri í 12,7% Friimvarp að fjárhags- áætlun Akureyrarhæj- ar árið 2001 var til fyrri umræðu í hæjar- stjóm Akureyrar í gær og þar var kyuut hækkuu útsvars. Samkvæmt frumvarpinu eru nokkrar breytingar í farvatninu í rekstrinum, þó ekki neinar grundvallarbreytingar. „Frumvarpið gerir ráð fyrir að bæjarstjórn muni nýta heimild- ina til botns hvað varðar út- svarsprósentu. Útsvarið verður 12,7%, er í dag 11,84%, og síðan er gert ráð fyrir að álagningar- hlutfall fasteignagjalda verði óbreytt. Endanleg ákvörðun tekjustofna liggur ekki fyrir þar sem ekki er enn búið að breyta lögunum, en útsvarsprósentu- breytingin er ein af forsendun- um íyrir fjárhagsáætluninni. Ef það gengur eftir að ríkið greiði niður helminginn af útsvars- hækkuninni og lækki síðan fast- eignaskattinn úti á landi þá ætti skattbyrði Akur- eyringa að standa nokkuð í stað. Þetta ætti að vega hvort annað upp.“ Er það ekki stórt byggðamál að fasteignir úti á landi ern víða verulega ofmetn- ar og þar af leið- andi gjöld af þeim fasteignum? “Jú, vissulega. Það hefur verið ríkjandi sjónar- mið að fasteignaskattar úti á landi væru of háir og það að lækka þá er viðleitni í þá átt að koma til móts við eigendur fast- eigna á landsbyggðinni. Er þá ekki verið að greiða sama skatt en af raunvirði eignanna? Þess vegna hafa sveitarstjórnarmenn á landsbyggðinni gert mikinn fý'rirvara um heimildir til út- svarshækkunar úti á Iandi sem í meginatriðum mætti stilla upp þannig að það æti upp ávinninginn af lækkun fast- eignaskattsins," segir Kristján Þór Júlíusson. 700 milljónir til íjárfestinga A bæjarstjórnar- fundinum í gær sagði bæjarstjóri m.a.: „Samkvæmt rekstrar- og fram- kvæmdayfirliti er gert ráð fyrir að heildartekjur bæj- arsjóðs Akureyrar verði 4.652 millj- ónir króna á árinu 2001. Þar af eru skatttekjur áætlaðar um 2.748 milljónir króna og tekjur málaflokka um 1.904 milljónir króna. Þessum tekjum er ráð- stafað á þann veg að rekstur málaflokka tekur til sín 4.168 milljónir króna og greiddir vextir eru 55 milljónir króna. Þannig eru til ráðstöfunar eftir rekstur og fjármagnsgjöld um 484 millj- ónir króna sem færðar eru á fjár- magnsyfirlit bæjarsjóðs. Gert er ráð fyrir að verja 700 milljónum króna til fjárfestinga. I fyrirliggj- andi frumvarpi er gert ráð fyrir 300 milljón króna lántöku til að brúa þá fjárvöntun sem frum- varpið inniber en jafnframt ber að hafa í huga að gert er ráð fyr- ir að bæta veltufjárstöðu bæjar- sjóðs um tæpar 52 milljónir króna á næsta ári.“ Tekjur Norðurorku, nýs orku- fyrirtækis Akureyrarbæjar, eru áætlaðar 1.147 milljónir króna, rekstrargjöld 691 milljón króna hagnaður fyrir fjármagnslið og afskriftir 456 milljónir króna. Gert er ráð fýrir því að langtíma- skuldir veitustofnana Akureyrar- bæjar verði um 1700 milljónir króna í lok næsta árs. Gert ráð fyrir áframhaldandi þátttöku í fyrirtækjunum íslenskri orku og Þeistareykjum. Heildarfjárfest- ing veitunnar á næsta ári er áætl- uð 143,5 milljónir króna, þar af 35 milljónir króna í dreifikerfi, 50 milljónir króna í raforkukerfi og 46,5 milljónir króna í rann- sóknir og vatnsöflun. -GG MiML speima Ibúar í Mývatnssveit hafa nagað neglur síðustu daga, enda er bú- ist við því að úrskurður muni falla í umhverfisráðuneytinu í dag um framtíð Kísiliðjunnar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verður það annað hvort í dag eða á morgun sem opinber afstaða liggur fyrir. Fjöldi barst af kærum en Mý- vetningar telja flestir að hags- munum þeirra sé betur gætt með áframhaldandi starfsemi kísil- gúrverksmiðjunnar. Skipulags- stjóri heimilaði vinnslu á nýjum svæðum í vatninu að undan- gengnum tilteknum skilyrðum. „Það er mikil spenna hérna, ég get staðfest það,“ sagði Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri í Mý- vatnssveit í gær. Hann telur Mý- vetninga almennt heldur von- góða um að úrskurður skipulags- stjóra verði staðfestur, enda sé engin ástæða til að hnekkja hon- um. Hann hafi verið vandaður og góður, eins og hann orðar það. -BÞ Deilt iini trúverð- uglelka stúLkuimar Óhjákvæmilegt að benda á að vtnnu- brögð Bamavemdar- ráðs geta ekki talist óhlutdræg, að mati Héraðsdóms Vestur- lands. Þegar tveir af þremur dómurum á Akranesi komust að þeirri nið- urstöðu að rétt væri að heimila foreldrum misnotuðu stelpunn- ar forsjá á ný, lágu m.a. þau rök til grundvallar að dómurinn kornst að annarri niðurstöðu en Vigdís Erlendsdóttir sálfræðing- ur um að framburður telpunnar hafi verið mjög trúverðugur. Þetta telur dómurinn einnig eiga við um úrskurð Barnavernd- arráðs íslands frá 26. apríl 2000. Þar sé tekinn upp langur kalli úr skýrslu Vigdísar um mat á trú- verðugleika en lítið vikið að mati Héraðsdóms Vesturlands á trú- verðugleikanum. „Er óhjá- kvæmilegt að benda á að vinnu- hrögð þessi geta ekki talist óhlutdræg," segir í dómnum. Svipting óheimil Þá segir vegna síðara málsins sem höfðað var á hendur föður stúlkunnar og hann var sýknað- ur af, að þeim dómi hafi ekki verið áfrýjað. Hann sé endanleg- ur og fram hjá niðurstöðu hans verði ekki gengið og ekki þeirri grundvallarreglu íslensks saka- málaréttarfars að sakaður maður skuli teljast saklaus uns sekt er sönnuð. „Skiptir hér ekki rnáli þótt dómurinn kveði ekki á um það að ákærði hafi ekki unnið þann verknað sem hann var ákærður fyrir, heldur verður að miða við það að ekki hafi verið færðar fullar sönnur á að stefn- andi hafi misnotað dóttur sína kynferðislega svo sem honum var gefið að sök í hinu síðara kynferðisbrotamáli. Barnavernd- arnefnd stefnda var því óheimilt að svipta stefnendur forsjá," seg- ir í dómnum. Of lítið rannsakað Einnig fallast dómendur á það .með foreldrum misnotaða barnsins að málið hafi ekki verið nægilega rannsakað þegar barnaverndarnefnd Akraness kvað upp úrskurð sinn. Tvennt hafi þar skipt mestu máli. Sál- fræðilega athugun á stefnendum hafi skort og þar með mat á hæfni þeirra til að hafa forsjá barnsins og ala það upp. Ekki verði heldur talið að barnavernd- arnefndin hafi gætt þess nægj- anlega að kynna stefnendum hvað til stóð og gefa þeim kost á að láta í Ijós afstöðu sína. Fleira er átalið f vinnubrögð- um barnaverndaryfirvalda og láðist að nokkru að geta ofan- greindra atriða þegar fjallað var um málið í Degi í gær. - BÞ Rasimsmi á Alþingi „Við Islendingar erum svo neppnir að hér hefur útlendingahatur ekki náð að festa rætur. Sá rasismi sem hér er að byggjast upp beinist gegn landsbyggðarfólki. A löngum þingferli hef ég ekki fýrr en á síð- asta kjörtímabili orðið var við beina óvild í garð landsbyggðar í sölum Alþingis," segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra í grein sem birt er á vef ráðuneytis hans. Ráðherrann segir ennfremur í greinmni að hér bæti kjördæmabreytingin úr þeirri skák. „Við því er ekkert að segja þar sem meirihluti þjóðarinnar er fluttur þangað. Hitt er lakara að málsvörum landsbyggð- ar á Alþingi fældtar að sama skapi," segir Páll. Alfreð skuldar Ingibjörgu Fjárhagsáætlun Reykjavíkurhorgar gcrir ráð fyrir að endurgreiðsla Orkuveitunnar á skuld sinni við borgarsjóð yrði notuð til endur- greiðslu langtímalána umfram afljorganir ársins. Þetta hefur hins vegar ekki gengið eftir og enn óvíst hvort skuldin verður greidd fyrir áramót. „Hefur bæði þessi dráttur á greiðslu frá Orkuveitunni og hækkun vaxta, það er 1,24% hækkun á lánakröfu borgarinnar, Ieitt til þcss að áætlaður vaxtakostnaður verður 80 milljónumn króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir," segir fjármáladeild horgarinnar í greinar- gerð. - Skýringin á þessum vanskilum kemur fram í fjárhagsáætlun- inni þar sem segir að Orkuveitan hafi grcitt 1,5 milljarða króna upp í 3ja milljarða króna skuldina við borgarsjóð. Eftir standa 1.829 milljónir. „Unnið er að frágangi á lántöku hjá EIB sem nota á til upp- greiðslu eftirstöðvanna en ekki er ljóst hvort þeim samningum verð- ur lokið fyrir áramót," segir fjármáladeildin. -HEl SeðlabanMim hækkar vexti Bankastjórn Seðlabanka íslands ákvað í gær að hækka stýrivexti bankans um 0,8%, það er ávöxtun í viðskiptum við lánastofnanir. Vaxtahækkunin tekur gildi í dag. Um ástæður þessa segir í frétt frá bankanum að frá því bankinn hækkaði vexti í í júní sl. hafi horfur um verðbólgu aukist vegna lækkunar á gengi krónunnar. Þá sé lítið lát á útlánaaukningu banka. Þá hafi munur milli innlendra og erlendra skammtímavaxta minnkað um 0,6 til 0,7% frá því um mitt ár - en þessi þróun hafi veikt gengi króunnar og því sé óhjákvæmilegt að herða á peningamálum til að ná verðbólgu á viðunandi stig. -SBS.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.