Dagur - 01.11.2000, Síða 10

Dagur - 01.11.2000, Síða 10
10- MIDVIKUDAGUR 1. N Ó V E MII E R 2000 FRÉTTASKÝRING Undan feldi með norska fósturvísa „Það var eins og blessuð skepnan skildi, “ segir í Ijóðinu Skúlaskeið. Það er engu líkara en kýrin á myndinni sé að hlusta á ræðu Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra til þess að forvitnast um örlög sín og kynsystra sinna, nú þegar leyfi hefur verið veitt fyrir fósturvísum úr norskum kúm. -uósm A.þ. í miðjuin fóðurgangi fjóssins á tilraimabú- inu að Stóra-Ármóti tilkynnti landbúnað- arráðherra að liaim væri kominn undan feldi með leyfi til inn- fLutnings fósturvísa úr norskum kúm. Guðni Agústsson landbúnaðar- ráðherra hefur sagt í allt sumar og haust þegar hann hefur verið spurður um hvort hann ætli að leyfa innflutning á fósturvísum úr norskum kúm að hann sé undir feldi að hugsa málið og muni tilkynna ákvörðunina á haustdögum. Hann hefur meira að segja sagt að jieir haustdagar gætu náð alveg til jóla. En svo fór þó ekki því í gær kom Guðni undan feldinum. Og eins og Dagur skýrði frá í gær, hefur hann ákveðið að leyfa afmark- aða tilraun með innflutning á fósturvísum úr NRF kúastofnin- um norska. Þessi tilraun getur leitt í ljós hvort hagkvæmt sé að taka kýr af þeim stofni eða blendingsgripi af íslenskum og norskum stofni til notkunar við mjólkurframleiðslu á Islandi. Landbúnaðarráðherra boðaði til fréttamannafundar í gær þar sem hann tilkynnti um þessa ákvörðun sína. Og fundarstaður- inn var einstakur, Ijósið á til- raunabúinu á Stóra-Ármóti, sem er annað búið sem mun annast um tilraunina eftir að einangrun í Hrísey líkur en hún tekur tvö ár. Og ræðustól ráðherra var komið fyrir í miðjum fóðurgangi fjóssins að Stóra-Armóti. Þar stóðu líka fréttamenn og gestir en kýrnar átu sína tuggu, eða jórtruðu, sitt hvorum megin við fréttamenn og ráðherra í sinni frægu stóísku ró. Ohætt mun að fullyrða að þetta sé fyrsti frétta- mannafundur íslandssögunnar sem haldinn er í miðjum fóður- gangi í stóru fjósi. Undan feldinu Guðni Agústsson bauð gesti vel- komna og tók fram að hér væri hann í sinni æskusveit, Hraun- gerðishreppi. A hans æskudög- um hafi búið að Stóra-Armóti þrjú systkini, sem síðar gáfu jörðina Búnaðarsambandi Suð- urlands undir tilraunastarfsemi og nú sé þar rckið myndarlegt tilraunabú. „Þetta er draumajörðin í mín- um huga. Þegar ég var ungur ætlaði ég að cignast þcssa jörð og búa hér en hafði aldrei auð né afl til þess að fara fram á það, en jörðin er 650 hektarar að stærð. Glæsilegt land og mik- il kostajörð," sagði Guðni Agústsson. Hann sagðist í dag ætla að fagna því að hafa átt sína síð- ustu nótt undir feldinum og hann hafi sofið vel. Nú ætlaði hann að efna loforðið við kúa- bændur um að taka ákvörðun í hinu umdeilda og erfiða máli eftir að hafa fengið umsögn allra helstu stofnana og sérfræðinga sem málið varðar. „Eftir ítarlega athugun og um- hugsun hef ég ákveðið að leyfa afmarkaða tilraun með innflutn- ing á fósturvísum úr NRL kúa- stofninum norska, sem leitt gæti í Ijós hvort hagkvæmt sé taka til notkunar gripi af þeim stofni," sagði Guðni. flann tilkynnti Iíka um sér- stakt ræktunarverkefni með ís- lenska kúastofninn. Það á að standa yfir þetta 8 til 10 ára tímabil sem tiiraunin með norsku fósturvísana á að standa. Ríkisstjórn hefur samþykkt að veita 5 milljónum króna árlega til þessa tilraunaverkefnis með- an það stendur. Tekur 8-10 ár Tilraunin með norsku fósturvís- ana fer þannig að fram að eftir val á sæðis- og eggjagjöfum og annað sem lýtur að töku erfða- efnis, sæðingum og fósturvísa- flutningum, aðstöðu til einangr- unar, framkvæmd hennar og eft- irlit með einangrun í sóttvarnar- stöðinni í Hrísey, skal fara eftir þeim skilyrðum sem yfirdýra- Iæknir setur og eru mjög strang- ar. Einangrunin í Hrísey stendur yfir í 2 ár. „Allir vísiudaineim sem ég hef rætt við og komið hafa að þessum málum, hvort sem þeir vildu styðja tilraimina eða voru andstæðingar hennar, hafa tjáð mér það að með innflutn- ingi á fósturvísum eigi að vera lítil sem engin áhætta um að menn heri sjúkdóma inn í þettaland.“ Eftir það verða fósturvísar af hinum erlenda stofni fluttir á tilraunabúin að Stóra-Armóti og MöðruvöIIum, þar sem tilraunir með framræktun jreirra og blöndum þeirra við íslenska kúa- kynið fer fram undir gríðarlega ströngu eftirliti. Það verður ekki fyrr en eftir 8 til 10 ár frá byrjun tilraunarinnar sem niðurstaða getur legið fyrir. Þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. Erfitt að standa gegn Guðni Ágústsson sagði í gær að beiðni kúabænda hafi aldrei staðið að því að flytja inn beint norska kú til þess að verða af- urðagripur á Islandi. Kúabænd- ur vildu gera hér markvissa til- raun í þremur liðum. Þeir vildu bera saman norska kú, hrein- ræktaða íslenska kú og síðan blendingskú 50/50. „Eg gerði mér strax grein fyrir j)vf að erfitt yrði að standa gegn Jressari tilraun og í raun ástæðu laust. En það sem ég vildi kanna fyrst og frcmst voru þær fullvrð- ingar að við værum, upp á fram- tíðina að gera, að taka áhættu út af þcim þætti sem neytcndum þykir vænst um. Það er að þeir trúa því að íslenska mjólkin sé góð og hafa talið hana vörn gegn sykursýki. Nú liggur það fyrir, eftir að nefnd skilaði til mín áliti í ágúst, að hægt er að velja fóst- urvísana með það í huga að við röskum ekki þessari stöðu, sé horft til framtíðar. Það vafðist ekki fyrir mér hvort það væri áhætta með innflutningi fóstur- vísa, eftir að allir vísindamenn sem ég hef rætt við og komið hafa að þessum málum, hvort sem þeir vildu styðja tilraunina eða voru andstæðingar hennar, hafa tjáð mér jrað að með inn- flutningi á fósturvísum eigi að vera lítil sem engin áhætta um að menn beri sjúkdóma inn í þetta land. Þess vegna iiggur Jrað nú fyrir að ég samþykki að þessi tilraun verði framkvæmd," sagði Guðni. Kálfiun smyglað til landsins Hann benti líka á að kúabændur hafi í gegnum árin fengiö að flytja inn gripi til kjötframleiðslu af nokkrum kvnstofnum. Því sé erfitt að standa gegn því að kúa- bændur fái að gera þessa sam- anburðartilraun. „Eg hugsa stundum til |ress að kannski sé landsnámskýrin okkar ekki alveg hreinræktuð frá upp- hafi. Eg minnist j)ess að besti kúabóndinn hér í minni sveit, Olafur heitinn í Hjálmholti, sagði gjarnan að sínar kýr væru ættaðar úr Viðey frá Eggert Briem, sem þar bjó. Hann hafði danskan ráðsmann og sá danski hafi leikið sér að því að smygla til landsins kálfum til að kynbæta íslenska kúakynið. Ekki skíil ég neitt um þctta fullyrða en stað- reyndin var að kýrnar í Hjálm- holti voru stærri og betri en þá gerðist. Þetta voru afar fallegar kýr sem mjólkuðu meira en aðr- ar,“ sagði Guðni Ágústsson. Sátt nauðsynleg Landbúnaðarráðherra aflienti jrví næst þeim Þórólfi Sveins- syni, formanni kúabænda og Ara Teitssyni, formanni Bændasam- taka Islands, bréf upp á það að tilraunin væri heimil. Þórólfur Sveinsson sagði í gær að í landinu væru fjögur kúakyn. Það er hið íslenska, sem er smá- vaxið mjólkurkúakyn og síðan hafi verið llutt inn þrjú holda- nautakyn, Galloway, Angus og Limosin. Nú væri komið til- raunaleyfi fyrir fimmta kynið, norska NRL mjólkurkúakynið. Líða muni mörg ár þar til ákvörðun verður tekin um það hvort umrætt kyn verði notað eða ekki. Hann lýsti síðan þeim áherslum sem lagðar vcrða í ræktunina og skýrði frá því sem menn ætluðu að leita eftir. „Við erum ekki að leggja ofur- áherslu á það eitt að fá meiri mjólk. Við viljum fá hrausta gripi, sem gott cr að umgangast og eru góðir í framleiðslu," sagði Þórólfur Sveinsson og fagnaði þeim áfanga sem náðst hefði og sagöist vonast til að sátt næðist í málinu sem nauðsynlegt er að náist. -S.DÓR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.