Dagur - 03.11.2000, Side 2

Dagur - 03.11.2000, Side 2
2 - FÖSTVDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 Ðggur FRÉTTIR Ráðuneytm á Amarhvolstorfu Frá blaðamannafundi miðborgarstjórnar í gær þar sem áformin voru kynnt Uppbygging miðborg- ar. „Randbyggingar“ fyrir stjómarráð. Ný- byggingar Eimskipa í Skuggahverfi. Lista- og menniiigarhús. Stjórnvöld áforma að koma allri starfsemi ráðuneyta á svokali- aðra Arnarhvolstorfu í miðborg- inni að utanríkisráðuneytinu undanskildu. I þessum cfnum verður bæði horft til endurbóta á þcim húsum sem fyrir séu og til nýbygginga. Meðal annars er þegar hafin undirbúningur að því að breyta Landssimahúsinu og Landssmiðjuhúsinu vegna þessa og er stefnt að því að þau verði tekin í notkun undir stjórn- sýslu ríkisins áður en langt um líður. Þetta er iiður m.a. liður í uppbyggingu miðborgarinnar sem miðstöðvar stjórnsýslu, við- skipta og menningar. „Randbyggingar“ Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi í gær þar sem mið- borgarstjórnin kynnti samstarfs- verkefni um skipuiag og upp- byggingu í miðborginni. Af hálfu stjórnvalda er þegar hafin vinnsla við gerð deiliskipulags á svokölluðum stjórnarráðsreit sem er á milli Ingólfsstrætis og Klapparstígs annars vegar og Skúlagötu og Lindargötu hins vegar. Vestan á reitnum er gert ráð fyrir þriggja hæða stjórnar- ráðsbyggingum, svoköiluðum „randbyggingum", görðum í miðjunni með gróðri og göngu- stígum sem eiga að nýtast jafnt starfsfólki og almenningi. Suð- austan á reitnum er hins vegar áfram gert ráð fyrir lágreistri byggð. Á þann hátt er stefnt að því að viðhaida þeim byggingar- stíl sem fyrir er jafnframt scm fyllt verður í þau skörð sem þar eru. Þá cr fyrirhugað að flest bílastæði fyrir stjórnarráðsbygg- ingarnar verði neðanjarðar. Nýbyggingar Eimskipa Þá er Eimskip að vinna að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð á lóðum félagsins við Skúlagötu, á milli Frakkastígs og Klapparstígs. I tengslum við það verkefni hef- ur náðast samkomulag á milli fé- lagsins og borgarinnar um að þróa nýtt deiliskipulag fyrir allt Skuggahverfið. Ráðgert er að ný- byggingar þar geti orðið að minnsta kosti um 50 þúsund fer- metrar. Miðað er við að þarna verði blönduð byggð með 250 íbúðum í hæsta gæðaflokki. Á svæðinu verða einnig verslanir og skrifstofuhúsnæði. Áhersla verður lögð á einyrkja og lítil og meðalstór fyrirtæld f þekkingar- iðnaði. Gler gegn norðanátt Þessutan er vilji til þess að Lista- háskólinn fái aðsetur í Tollhús- inu og húsin þar í vestur eins t.d. Hafnarhúsið verði nýtt undir ýmis konar listastarfsemi. Meðal annars hcfur Bolli Kristinsson kaupmaður fengið arkitekta til að móta tillögu að menningar- og listahúsum norðan megin við Tryggvagötu. Þau yrðu m.a. tengd saman með glerbyggingum sem mundu skýla miðbænum fyrir norðanáttinni. I tillögunni er gert ráð fyrir listmuna- og bókaverslunum, sýningarbásum og vinnuaðstöðu fyrir Iistamenn. Þá hefur Bolli einnigviðrað hug- myndir um sjávarútvegssafn á Miðbakka. -GRH Gyrði afhent verðlaunin í gær. Gyrðiro^ Giila husið Gyrði Elíassyni rithöfundi voru í gær afhent Bókmenntavcrðlaun Halldórs Laxness. Verðlaunin fékk hann fyrir bókina Gula húsið. Það er Vaka -Helgafell sem stendur að verðlaununum í samráði við fj'öl- skyldu skáldsins. Var Gyrði, við at- höfn, afhent fyrsta eintakið af bók sinni, auk 500 þúsund króna sem eru verðlaunafé. Það var Olafur Ragnarsson stjórnarformaður Eddu sem kynnti niðurstöðu dómnefndar, sem sagði um verðlaunabókina að hún væri safn fjölbreyttra og vel skrifaðra smásagna. I sum- um þeirra rynni saman draumur og veruleiki með áhrifamiklum hætti . þannig að allt virðist mögulegt og í sumum vinnur höfundur eftirminnilega úr ís- lenskri þjóðtrú. Á stundum vekja sögurnar óhugnað með lesandanum, meðan aðrar ein- kennast af lágstemmdri kímni," segir dómnefndin sem skipuðu Pétur Már Ólafsson, Ármann Jakobsson og Kolbrún Bergþórs- dóttir. Vantar vmnuafL á höfuðborgarsvæði Vmnuaflsskortiir hef- ur aldrei mælst meiri á höfuðhorgarsvæð- inu, um 1.000 manns - og aldrei minni á landsbyggðinni þar sem 400 maims er of- aukið. Atvinnurekendur á Reykjavíkur- svæðinu vantaði yfir 1.000 starfsmenn í september og hefur eftirspurnin þar aldrei mælst meiri á þessum árstíma ( sem svarar 1,6% vinnuaflsins). Hins vegar töldu atvinnurekendur á landsbyggðinni æskilegt að fækka fólki um nær 400 manns (1,1% vinnuaflsins). Þar hefur eftirspurn eftir vinnualli aldrei mælst minni frá þvf Þjóðhags- stofnunar hóf reglulegar mæling- ar sínar á atvinnuástandi þrisvar áárifrál985. Samkvæmt yfirliti frá 1996 hóf að draga sundur með höfuðstaðnum og lands- byggðinni í janúar í fyrra og sá munur hefur síðan farið vaxandi, þó aldrei líkt og nú. Áætlað er að í höfuðstaðnum aukist eftirspurn eftir fólki aukist enn um 3% næsta árið. Suðurland og Akureyri und- antekningar Á landsbyggðinni mældist vilji til fækkunar starfsmanna í flestum eða öllum atvinnugreinum, en þó áberandi mestur í bygginga- vinnu og þjónustustarfsemi, um 140 manns í hvorri grein, en ein- nig töluvert í iðnaði og fiskiðn- aði, sem taldi um 40 manns (0,7% fiskvinnslufólks) ofaukið. Að sögn Þjóðhagsstofnunar á þetta almennt við á landsbyggð- inni með fáum undantekningum s.s. Suðurlandi, Suðurnesjum og Akureyri. Þenslan gríðarleg syðra I höfuðstaðnum er myndin öll önnur, sem áður segir, þar sem vantar um 400 manns í ýmiss þjónustustörf, einkum í greinum tengdum tölvunar-, tækni- og verkfræði ásamt viðskiptafræð- um. I höfuðstaðnum vantar Iíka 310 manns í byggingaiðnað og 160 manns í aðrar iðngreinar, einkum trjávöru- og matvælaiðn- að. Þá vantar um 120 manns til starfa við verslunar- og veitinga- rekstur og samgöngufyrirtæki vantar nokkra tugi. Og ekkert lát virðist á þeirri þenslu sem þetta ástand lýsir. Vinnuveitendur voru m.a. spurðir um núverandi starfsmannafjölda og síðan beðn- ir að áætla fjölda starfsmanna í desember og síðan apríl og sept- ember 2001. Af svörum þeirra er ráðið að eftirspurn eftir vinnuafli muni vaxa um 3% fram á næsta haust, eða hátt í 2.000 manns, á höfuðborgarsvæðinu, en verði óbreytt á landsbyggðinni, þ.e. eftir þá 400 manna fækkun sem þeir óskuðu eftir í september. -HEI Styðja forsvarsmenn Grundar Heimilisfólk á Grund og að- standendur eru kvíðafullir vegna málshöfðunar íslenska ríkisins gegn heimilinu og þykir sem ör- yggi sínu sínu sé ógnað með stefnu heilbrigöisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Islands gegn heimilinu til ógildingar úrskurði gerðadóms um ákvörðun dag- gjalda til Grundar. Þetta kom glöggt fram á fundi sem haldinn var í Hátíðarsal Grundar í gær. 180 manns sóttu fundinn og einn fundarmanna bar fram eftirfarandi ályktun sem var samþykkt einróma: „Afar fjölmennur fundur með hcimilisfólki Grundar, aðstand- endum og starfsfólki, lýsti full- um stuðningi við forsvarsmenn Grundar í daggjaldabaráttu þeir- ra við heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið. Jafnframt skor- ar fundurinn á ráðuneytið að falla frá málssókn og setjast að samningaboröi með forsvars- mönnum Grundar". INNLENT Lokanir á leikskólum spara milljónir. Lokun leikskóladeilda sparar 35 milljónir Áætlaður sparnaður af því að þrír leikskólar Reykjavíkur hafa ckki verið í fullum rekstri og opnun nýs leikskóla var frestað íram yfir ára- mót nemur um 35 milljónum króna. „Forsendur þess að heildarút- gjöld Leikskóla Reykjavíkur haldist innan fjárhagsáætlunar er að of- angreinda kostnaðarlækkun megi nýta til að mæta útgjaldaaukan- um,“ segir í greinargerð fjármáladeildar borgarinnar um reksturinn eftir fyrstu níu mánuði ársins. Sérkennsla stefnir nefnilega 27 millj- ónir fram úr áætlun þrátt fyrir hagræðingarátak. Enda Ijölgar bæði þeim börnum sem þurfa sérkennslu og þau koma yngri inn í skólana. „Barnsburðar- og námsleyfapotturinn" stefnir líka 25 milljónir fram- úr áætlun. -HEl Mikill samdráttur í laxveiði Alls veiddust hér á Iandi á liðnu sumri um 26.700 laxar sem er um I 5% minni veiði en í fyrra og fjórðungi minna en meðaltal áranna 1974 til 1999. Þetta kemur fram í tölum sem Veiðimálastofnun kynnt í gær. Þar segir að mest hafi veiðin dregist saman á Vestur- Iandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, en hins vegar aukist fyrir sunnan og austan. Afli í net var 4.000 laxar, eða 2.600 fiskum rninna en í fyrra. -SBS.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.