Dagur - 03.11.2000, Side 8

Dagur - 03.11.2000, Side 8
8- FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDOR SIGURDORSSON sigurdor@ff.is Bnmaljósin brúnu Því fer Ijarri að einhugur ríki um þá ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra að léyfa innflutning fósturvísa úr norskum kúm. Þeir eru til hér á landi sem segja að eftir 20 ár verði húið að útrýma íslenska kúakyn- inu. Áður en Guðni Ágústsson varð landbúnaðarráð- herra var hann á móti innflutningi á norskum kúm. Hann sagði eitt sinn aðspurður að það mætti aldrci ger- ast. Islenska kýrin væri fegursta kýr í heimi og augu hennar „brúnaljósin brúnu." Eftir að Guðni hafði kunn- gert Ieyfisveitinguna fyrir innflutningi fósturvísanna barst mér vísa sem er til landbúnaðarráðherra ort í orða- stað íslensku kýrinnar. Eg hef grun um að höfundurinn sé Steingrímur J. Sigfússon, sem er í hópi snjallari hag- yrðinga eins og vísan ber með sér, en hún er svona: Steingrímur J. Sigfússon. Man ég ástarorðin \nn, er ég ligg í sáruni og brúnaljósin brúnu mín blika full af tárum. ÍÞRÓTTIR fy^tur Bikarmeistarar Grindavikur hefja titilvörnina með því að fara til Þorlákshafnar. Fær eða vanfær Gagnrýnin á Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra fyrir að ganga fram hjá þremur konum úr héraðsdómara- stétt til að ráða karlmann úr embættismannastétt, sem hæstaréttardómara, hefur ekki farið fram hjá neinum. En það er ekki nýtt að gengið sé fram hjá konum viö embættisveitingar. Eitt sinn þegar Ingibjörg H. Bjarna- son var á þingi fyrir mörgum áratugum vildi hún stuðla að aukinni þátttöku kvenna í opinberu lífi. Þá átti að skipa fimm manna nefnd til að vinna að ákveðnu verk- efni. Ingibjörg H. kvaddi sér þá hljóðs og lagði til að „tvær færar konur“ skyldu eiga sæti í nefndinni. Pétur Ottesen, sem sat allra manna lengst á Alþingi, sagði þetta illa grundað hjá Ingibjörgu H. vegna þess að fær kona gæti orðið vanfær á augnabliki. Þessu reiddist Ingibjörg, rauk á dyr og skellti á eftir sér svo húninn faulc af hurðinni. Ofan af tánum á mér Það gerðist í yfirfullum strætisvagni á dögunum að maður sagði við annan: „Ertu í Sjálfstæðisflokkun?“ „Nei.“ „Vinnur þú f forsætisráðuneytinu?“ „Nei.“ „Ertu frændi Davíðs?" „Nei.“ „Farðu þá með andskotans löppina ofan af tán- um á mér.“ FINA 06 FRÆGA FÚLKIfl Ástkona leysir frá skjóðunni Christie Prody íyrrum unnusta O.J. Simpson hef- ur nú leyst frá skjóðunni. Hún segist sannfærð um að O.J. hafi drepið eiginkonu sína Nicole og vin hennar. Hún segir O.J. hafa lýst morðunum í minnstu smáatriðunum Ivrir sér hvað eftir annað en ætíð talað um morðingjann sem tvo menn. Hún segir hann hafa sagt að Nicole gæti sjálfri sér um kennt hvernig fór. Christie segir þau O.J. hafa Christle og O.J. meðan allt lék f lyndi. Nú segist hún sannfærð um að hann sé morðingi. verið kókaínneytendur þau Ijögur ár sem þau voru í sambandi og undir áhrifum hafi O.J. ekki talað um annað en Nicole. Hún segist hafa yfirgefið O.J. vegna þess að hún hafi tekið að óttast að hún hlyti sömu örlög og Nicole. Loks segir Christie O.J. þjást af svo mörgum líkamlegum kv'illum að sennilega verði hann látinn innan þriggja ára. Sólveig Pétursdóttir. „Það er komin sameining, upp- risa, Iíf, en það er þá sem einhver segir ekki ég-, nei, nein, njet...“ Oskar Guðmunds- son í grein um Samfylkinguna í Mogga Njarðvíkingar fá Islandsmeistar- ana í Doritosbik- arkeppninni Dregið var í 16-liða úrslit bikar- keppni KKÍ á miðvikudag og fara leikirnir fram 9. og 10. desember nk. Síðan verða 8- liða úrslit 6. og 7. janúar 2001 og undanúrslit 4. febrúar. Úr- slitaleikurinn verður síðan í Laugardalshöll 24. febrúar. i skálinni voru nöfn Epson-deild- arliðanna Keflavíkur, UMFN, UMFG, KR, ÍR, Vals, Hauka, Skallagríms, Tindastóls, Þórs og Hamars, 1. deildarliðanna IA, Selfoss, Stjörnunnar og Þórs, Þorlákshöfn og Léttis úr 2. deild. Drátturinn fór þannig: Njarðvík - KR Keflavík - Skallagrímur Valur - Haukar Stjarnan - Þór Akureyri ÍA - Léttir Þór Þorlákshöfn - Grindav'ík ÍR - Selfoss Hamar - Tindastóll Stórleikur þessarar umferðar er leikur Njarðvíkinga gegn Is- landsmeisturum KR í Njarðvík en einnig vekur leikur Hamars í Hveragerði gegn Tindastól frá Sauðárkrók verðskuldaða at- hygli en bæði lið hafa staðið sig mjög vel í haust og gefa örugg- lega ekki ef’tir tommu þegar þau mætast á sterkum heimavelli Hvergerðinga. Körfuknattleikssambandið hefur gert samníng við Ölgerð- ina um að fyrirtækið verði stuðningsaðili bikarkeppninnar. Keppnin verður kennd við flögu- og ídýfuframleiðandann Doritos, en Ölgerðin er um- boðsaðili Doritos á Islandi. GG Ríkliaröur livalreki tyrir Stoke Ríharður Daðason lék sinn fyrsta leik með Stoke í ensku deildarbik- arkeppninni á miðviku- dag, og hann svo sannar- lega kom, sá og sigraði. Stoke lék gegn Barnsley í bikarkeppninni og vann 3-2 með mörkum Bjarna Guðjónssonar á 8. og 56. mínútu, en mark Rík- harðs kom á 89. mínútu. Stoke mætir Liverpool í næstu umferð bikar- keppninnar. Onnur athyglisverð úr- slit í deildarbikarkeppn- inni voru þau að Arsenal tapaði gegn Ipswich, liði Hermanns Hreiðarsson- ar, 1-2, Liverpool vann Chelsea 2-1, og bikar- hafarnir, Leicester töp- uðu stórt fyrir Crystal Palace, 3-0. GG Ríkharður hefur svo sannarlega byrjað með stæl hjá Stoke.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.