Dagur - 03.11.2000, Síða 9
FÖSTUDAGUR 3 . NÚVEMBER 2 0 00 - 9
IÞROTTIR
Meistarar Lakers
töpuðu gegn Utah
Agúst Guðmundsson,
þjálfari úrvalsdeildar-
liðs Þdrs í körfuknatt-
leik, telur að lið Los
Angeles Lakers muiii
verja meistaratitilinn
frá síðustu leiktið.
NBA-deildin í körfuknattleik
byrjar vel og má búast við spenn-
andi keppni í vetur sem oft áður.
Meistarar Los Angeles Lakers
léku gegn Utah Jazz á útivelli sl.
miðvikudag og lágu 97-92. Karl
Malone kemur sterkur til leiks
hjá Utah Jazz í upphafi vertíðar
og var stigahæstur með 26 stig
og tók 1 1 fráköst. John Stockton
skoraði 21 stig og gaf 14
stoðsendingar og Bryon Bussell
skoraði 18 stig. Lið Lakers var
eitthvað miður sín í leiknum og
aðeins Shaquille O'Neal og Kohe
Bryant léku af eðlilegri getu.
Shaquille O'Neal skoraði 34 stig
og tók 1 5 fráköst og Kohe Brvant
skoraði 31 stig.
Onnur úrslit í NBA urðu þau
að Boston Celtics vann Detroit
Pistons 103-83 þar sem Antoine
Walker var stigahæstur með 33
stig og Paul Pierce með 28 stig í
liði Celtics en Jerry Stackhouse í
liði Pistons með 20 stig.
Philadelphia 76ers vann
Toronto Raptors 104-98. Allen
Iverson var stigahæstur heima-
manna með 24 stig en í liði
TorontoYs var Vince Carter stiga-
hæstur með 25 stig.
Charlotte Hornets steinlá á
heimavelli gegn stormsveipunum
í Washington Wizards, 77-95.
Richard Hamilton var stigahæst-
ur gestanna með 23 stig en
James Masburn var stigahæstur
leikmanna Hornets með 13 stig.
Önnur úrslit urðu m.a. þau að
Cleveland Cavaliers vann naum-
an sigur á Sacramento Kings,
102-100, Miami Heat vann Or-
lando Magic, 105-79 og Seattle
Supersonics vann lið Denver
Nuggets, 112-99, svo ekki hefur
varnarleikurinn verið þar í há-
vegum.
Á þriðjudag urðu úrslit
þessi:
Vancouver : Seattle 94-88
Portland : L.A. Lakers 86-96
Golden State : Phoenix 96-94
Utah Jazz : LA Clippers 107-94
Atlanta : Charlotte 82-106
New Jersey : Cleveland 82-86
Orlando : Washington 97-93
San Antonio : Indiana 98-85
Houston : Minnesota 98-196
NewYork : Philadelphia 72-101
Toronto : Detroit 05-104
Chicago : Sacramento 81-100
„Ég er bjartsýnn á það að
Lakers verji titilinn. Þeir eru með
sterkt lið og eru jafnvel heil-
steyptari í ár en þeir voru í fyrra,
liðsheildin betri. Þeir eru ekki
með miklar breytingar á liðinu,
en það sem skiptir máli er að þeir
eru allir heilir. Þeir unnu
Portland en ég tel samt að
Portland gæti helst ógnað stöðu
þeirra," segir Agúst Guðmunds-
son, þjálfari úrvalsdeildarliðs
Þórs í körfuknattleik. Ágúst
sagðist vera ánægður með að
mæta Stjörnunni í bikarkeppn-
inni, en þó lið Stjörnunnar léki í
1. deild væru þeir sýnd veiði en
ekki gefin, ckki síst vegna þess að
Stjarnan fengi heimaleik. Svo
væru þeir með mjög góðan þjálf-
ara, Jón Kr. Gíslason. - GG
Shaquille O'Neal var bestur í liði Lakers i tapleiknum gegn Utah Jazz.
Robbie Fowler skoraði eitt marka Liverpool í deildarbikarkeppninni og er kominn á blað markaskorara eftir árs
fjarveru vegna meiðsla.
Liverpool minnir á sig á
toppi úrvalsdeildarinnar
Manchester Unitcd og Arsenal
eru í efstu sætum ensku úrvals-
deildarinnar eftir I I umferðir,
bæði með 24 stig, en markamis-
munur United er hagstæðari.
Liverpool kemur svo í 3. sæti með
21 stig og Lecestcr í því fjórða
með 19 stig. I þrcmur neðstu sæt-
um deildarinnar eru Sout-
hampton, Bradford og lið Derby
sent virðist heillum horfið í haust.
Manchester United sækir
Coventry heini á Iaugardaginn,
en liðið er í 16. sæti með 1 1 stig,
og Arseíial leikur einnig útileik,
gegn Middlesbrough. Liverpool
leikur útileik gegn Leeds sem ekk:
hef’ur byrjað leiktíðina vel, er með
15 stig í 10. sæti deildarinnar.
Hasselbaink, Chclsea, er
markahæstur leikmanna úrvals-
deildarinnar með 10 mörk, en
næstir koma Sheringham,
Manchester United, nteð 9 mörk;
Henry, Arsenal, mcð 8 rnörk;
Owen, Liverpool, með 7 mörk;
Heskey, Liverpool; Pahars, Sout-
hampton; Smith, Leeds; allir með
6 mörk; Beckham, Manchester
United; Boksic, Middlesbrough;
Cole, Manchester United; Di
Canio, West Ham; Jeffers, Ev-
erton; Rebrov, Tottenham;
Stewart, lpswich; Viduka, Leeds,
allir með 5 ntörk, og 4 mörk hafa
skorað Christie, Derby; Llunt,
Charlton; Johansson, Charlton;
Phillips, Suriderland og Strupar,
Derby. - gg
Liðsheild Vík-
ingsliðsins
stöougt betri
Kvennalið Víkings í úrvalsdeild
kvenna í handknattleik heldur
sínu striki í deildinni. Víkings-
stúlkur völtuðu yfir lið Vals á
miðvikudagskvöld og hefði sigur
þeirra getað orðið stærri ef ein-
beitingin hefði haldist, en það er
oft erfitt þegar andstæðingurinn
er ekki ntjög burðugur. Víkingur
vann leikinn 21-15 og verður
gaman að sjá þær mæta Haukum
á Ásvöllum eftir áramót, en leik-
menn þessara liða hafa sýnt í
haust að þar eru á ferðinni tvö
bestu liðin í deildinni. Víkings-
stúlkur keyrðu upp hraðann í
leiknum sem og í fyrri leikjum
liðsins og er það orðið einn aðall
liðsins. Við þennan hraða réðu
Valsstúlkur engan veginn. Valur
situr áfram í 9. sæti deildarinnar
en Víkingur í því fjórða.
Stjarnaii vann FH
Það voru fremur daprar FH-
stúlkur sem gengu af velli í
Garðahæ eftir fjögurra marka
ósigur FH gegn Stjörnunni, 26-
22 eftir að staðan í hálfleik var
jöfn, 12-12. FH-ingar misstu af
öHum möguleikum í leiknum
með þvf að gera ýmiss byrjenda-
mistök f handbolta. Liðið sem
var svo efnilegt í fyrra og hafði
alla möguleika á titlum þá hefur
á brattann að sækja nú. En það
cr ckki öll nótt úti fyrir FH-stúlk-
ur, síður en svo. En þá þurfa
leikmenn að sýna meiri einheit-
ingu og vilja til þess að vinna
leiki. Stjörnustúlkur voru á hæl-
unum í fyrri hálfleik en strax í
seinni hálfleik lyftu þær sér upp
á tábergið og sigldu fram úr FH.
Stelpurnar í Víkingi til alls líklegar
i handboltanum.
Stjarnan er í 2. sæti deildarinnar
en FH í 5. sæti.
Grótta/KR vann sætan sigur
áFram
Það var hart harist á Seltjarnar-
nesi þegar Grótta/KR fékk Fram
í heimsókn. Stúlkurnar í
Gróttu/KR, sem höfðu átt í mikl-
um vandræðum lcngst af leiks-
ins, náðu að jafna í lok venjulegs
leiktíma, 20-20. Þeir höfðu svo
hetur í framlengingunni og unnu
leikinn 26-25. Baráttan var til
staðar hjá Gróttu/KR þegar á leið
Ieiks, og það færðu þeim öll stig-
in.
Leik IR gegn KA/Þór var
frestað þar sem veturinn minnti
á sig á Norðurlandi. - GG