Dagur - 03.11.2000, Side 16
16- FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
(AKDlWM
r
Verslumrmiðstöðin
Glerártorg opmði ígær-
morgun. Vansvefta iðn-
aðarmenn á harða-
sprettifram á síðustu
stundu. Sálfræðileg
þýðing, segirkaupfé-
lagsstjórinn.
Vansvefna smiðirnir voru að
slá síðustu tónana í hamrasin-
fóníu sinni þegar tíðindamenn
Dags komu á vettvang á Gler-
ártorgi í gærmorgun. Ys og
þys var á svæðinu enda örstutt
í opnun. Mikið fór fyrir hrein-
gerningafólki sem var að
skrúbba gólf og bóna. Þegar
klukkuna vantaði fjórtán mín-
útur í ellefu byrjaði Lúðrasveit
Akureyrar að leika opnunar-
mars, en í hinum enda hússins
heyrðist borvélarsöngur. Hann
íjaraði út þegar klukkan sló
ellefu og Jakob Björnsson,
bæjarstjóri á Glerártorgi, steig
á stokk og kynnti dagskrá há-
tíðarinnar.
Rúm, dýnur
og rómantísk kerti
Fólk af ýmsu sauðarhúsi
sprangaði um ganga Glerár-
torgs í gærmorgun ásamt
Kristjáni Þór Júlíussyni bæjar-
stjóra sem hlotnaðist sá heiður
að klippa á borðann mikla til
marks um að verslunarmið-
stöðin væri opnuð. Sagði Krist-
ján í stuttri tölu að vísast
myndi Glerártorg styrkja
verslun á Akureyri, ekki að-
eins inn á við heldur líka í
samkeppni við Reykjavíkur-
svæðið og útlönd. - A líkum
nótum talaði Eiríkur Jóhanns-
son kaupfélagsstjóri KEA í
samtali við blaðamann. „í
mínum huga hefur þetta mikla
sálræna þýðingu, gefur Norð-
lendingum trú á framtíðina.
Með þessu treystum við einnig
stöðu og ímynd verslunar KEA
hér á svæðinu."
Það er Jákob Jakobsson eig-
andi Rúmfatalagersins og
Smáratorgs sem byggir, á og
rekur Glerártorg - og húsnæð-
ið leigir hann svo út. í tölu
sem Jákob flutti við opnunina
sagði hann að mikilvægt væri
að íbúum á Norðurlandi fjölg-
aði. í þeim efnum ætlaði hans
fyrirtæki að leggja sitt af
mörkum, með því að selja
rúin, dýnur, kodda og róman-
tísk kerti. Þetta rósamál Ják-
obs kunnu gestir vol að meta
og klappaði fyrir því.
Búin að vera mikil töm
Á lokasprettinum í' gærmorgun
mátti víða sjá vansvefta fólk
með bauga undir augum. Flísa-
lagningamenn að sunnan hitt-
um við sem, höfðu þá verið í
vinnu stanslaust í 38 tíma. Síð-
ustu daga á undan höfðu þeir
yfirleitt soíið þrjá til fimm tíma
á sólarhring. „Við lendum
stundum í svona törnum, síðast
í fyrra þegar Kringlan var opn-
uð,“ sagði Þorlákur Pétursson,
einn þeirra.
—
„Gefur Norðlendingum trú á framtíðina,"segir Eiríkur Jóhannsson, kaupfélagsstjóri
KEA, sem hérséstmeð Sigmundi E Ófeigssyni, framkvæmdastjóra Matbæjar.
Unnið stanslaust í 36 tíma. Dúkalagningamennirnir Þorlákur Pétursson,
Þór Guðnason og Ari Oddsson
Allt á fullu. Iðnaðarmaður á elleftu stundu.
Þá var Pálmi Björnsson
kaupmaður í versluninni Djásn-
inu á fullu í sinni verslun á ell-
efta tímanum. „Þetta er búin að
vera mikil törn,“ sagði Pálmi.
Það varð ekki ljóst fyrr en fyrir
um mánuði síðan að hann fengi
inni á Glerártorgi og þá tók við
að teikna, innrétta og koma öllu
í gegn. Dyrnar fyrir verslunina
komu ekki fyrr en um klukkan
sjö í gærmorgun og þá tóku iðn-
aðarmenn við að setja þær upp.
Það rétt tókst á ellefta tímanum
í gærmorgun. „Þá áttum við að
fá hingað fullt af nýjum vörum
með vörubíl sem síðan valt í
Ilúnavatnssýslu á leiðinni norð-
ur. Því varð ég að bjarga mál-
um með vörum sem ég átti á
lager,“ sagði Pálmi
Sairnar sig á fyrsta degi?
Hryssingslegt veður var á Akur-
eyri í gærmorgun, norðanþræs-
ingur og skítakuldi. Því má ef til
vill segja að strax á fyrsta degi
hafi Glerártorg sannað gildi sitt,
þar sem viðskiptavinir spókuðu
sig í þægilegum húskynnum;
hlýjum, björtum og rúmgóðum.
„Þetta breytir kannski ekki öllu,
við vitum að veðrið á Akureyri er
gott,“ sagði Sigmundur E. Ófeigs-
son, framkvæmdastjóri matvöru-
deildar KEA. „í mínum huga er
mikilvægast að þetta mun
styrkja verslun á Norðurlandi
auka vöruúi'val og skapa fólki ný
tækifæri í verslun og þjónustu."
-SBS.
Allt á aflurfótunum
en tókst á endan-
um. Pálmi Björns-
son kaupmaður í
Djásninu.