Dagur - 03.11.2000, Side 17
FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2 000 - 17
BÆKUR
m
Þögn á bók
Iðunn hefur gefið
út skáldsöguna
Þögnin eftir Vig-
dísi Grímsdóttur
og er þetta sjö-
unda skáldsaga
hennar.
í bókinni, segir útgefandi,
að í sögunni stilli höfundur
ást og auðsveipni andspænis
kúgun og vitfirringu og spyr
hver sé fórnarlamb og hver
böðull.
Hugarheimnr hinna
minnstu bræðra
Bróðir Lúsífer er
heiti á nýjustu
bók Friðriks Er-
lingssonar og
Ijórða skáldsagan
hans sem út kem-
ur. í sögunni
skyggnist höf-
undur inn í hugarheim
þeirra sem minnst mega sín.
Ung hjón sem búa suður
með sjó líta á það sem köll-
un, að veita drengjum sem
eiga erfitt uppdráttar sama-
stað og aðhald. Þar grípur
hver og einn til sinna ráða og
sem víðar hefur hver sinn
djöful að draga.
Iðunn gefur út.
7] Vægðarlaus
veröld
Iðunn Steinsdóttir
hefur samið
fyrstu skáldsögu
sína fyrir full-
orðna og nefnist
hún Haustgríma.
Efniviðurinn er sóttur aftur
til Víkingaaldar.
Þetta er miskunnarlaus
Ijölskyldusaga þar sem allir
berjast í vægðarlausri veröld.
Byltingin étux bömin
Skáldsagan Bylt-
ingarbörn eftir
Björn Th. Björns-
son er komin út
hjá Iðunni. Hún
Ijallar um þau
áhrif sem trúar-
byltingin sem
Marteinn Lúter
stóð að, hafði á Islandi.
Afleiðingarnar urðu mikl-
ar og hór er rakið hverjar
þær voru helstar í Skálholti,
þar sem ungir kennimenn
undirbjuggu byltingu sína
með leynd. Höfundurinn
hefur áður skrifað margar
sögulegar skáldsögur þar
sem mannleg örlög og tíðar-
andi eru tengd sögulegum
atburðum.
Risaeðlur
Bókin um risaeðlur eftir Dav-
id Lambert vekur þessar
fornu skepnur til lífsins, það
er að segja á síðum bókar-
innar, sem Mál og menning
gefur út.
Bókin er stór í sniðum og í
henni er íjöldi mynda sem
skýrir útlit og lifnaðarhætti
löngu útdauðra dýra ekki síð-
ur en margorður texti. Höf-
undurinn er sérfræðingur í
fræðum sem íjalla um hvern-
ig risaeðlur og aðrar forn-
sögulegar skepnur þrifust og
dóu í háskalegri náttúru.
Ungir höfundar og
gleymdrr snillingar
Bókaforlagið Bjartur
sendirm.a.frá sér
þrjár íslenskar skáld-
sögur, ásamtþriðju
bókinni um Harry
Potter.
Hjá bókaforlaginu Bjarti koma
út þrjár íslenskar skáldsögur
nú fyrir jólin. „Það er bók eftir
Sigurjón Magnússon, sem var
með bókina Góða nótt Silja fyrir
tveim árum. Hann vakti mikla
athygli á sínum tíma, byrjaði að
skrifa rosalega seint og gekk
undir nafninu tryggingasalinn,“
segir Snæbjörn Arngrímsson.
„Hann er að senda frá sér aðra
bók núna og hún heitir „Hér
hlustar aldrei neinn“, afskap-
lega uppörvandi titill."
„Svo er það Guðrún Eva
Mínervudóttir, með bók sem
heitir Fyrirlestur um hamingj-
una. Það er svona íjölskyldu-
saga, segir frá íjölskyldu í þrjá
ættliði. Byrjar á ungum Haraldi
og endar á honum sem afa.
Fókusinn flyst alltaf á milli kyn-
slóða, þegar nýtt barn kemur
flyst fókusinn þangað," segir
Guðrún Eva Mínervudóttir.
Snæbjörn.
„Steinar Bragi er svo með
sína fyrstu skáldsögu sem heitir
Turninn. Hann var með ljóða-
bók í fyrra sem vakti dálitla at-
hygli. Þetta er kannski sá af
yngri höfundunum sem einna
mest er vænst af núna,“ segir
Snæbjörn.
Gleynidir sniHingar
Gyrðir Elíasson er einnig með
eina bók hjá Bjarti, en alls
koma út frá Gyrði þrjár bækur í
ár. „Við erum með ritgerðasafn
eftir hann um bókmenntir og
rithöfunda, sérstaklega
gleymda snillinga sem honum
finnst hafa lent utangarðs. Hún
kemur út í neonbókaflokknum,'1
segir Snæbjörn.
„Svo er eitt trompið enn, og
það er bók Þorvaldar Þorsteins-
sonar, sem fyrir nokkrum árum
skrifaði bók sem heitir Blíðfinn-
ur. Ilann er með nýja bók sem
heitir „Ert þú Blíðfinnur? Ég er
með mikilvæg skilaboð". Þarna
segir aftur af Blíðíinni, þetta er
sami heimur. Þetta er algjör
kilja þessi bók,“ segir Snæ-
björn.
Þá nefnir Snæbjörn nýja
barnabók eftir eftir Janosch,
„sem er mjög vinsæll og ótrú-
lega margir sem bíða spenntir
eftir þessari bók. Guðrún Hann-
esdóltir, sem var hjá Forlaginu,
er núna komin yfir til okkar
með barnabók sem heitir Ein-
hyrningurinn."
„Þá er nú íslenska deildin
upptalin. En svo erum við auð-
vitað með Harry Potter, þriðja
bókin um hann kemur núna
íjórða nóvember,“ segir Snæ-
björn. „Það eru víst nokkuð
margir sem bíða spenntir eftir
henni.“
-GB
Sitt af hverju
tagifrá
Forlaginu
Forlagið sendirfrá sér
nokkrar vandaðar bæk-
ur í ár. Dagur kynnti
sérmálið.
Kristján B. Jónasson, útgáfu-
stjóri Forlagsins, nefnir fyrst til
bókina Dís, sem sem er rétt ný-
komin út og er eftir þrjár ungar
konur, þær Birnu Onnu Björns-
dóttur, Oddný Sturludóttur og
Silju Hauksdóttur.
„Þetta er bókin sem aldurs-
hópurinn urn og í kringum tví-
tugt vantaði, bók unt ungt fólk
sem skrifuð er um það sem er að
gerast hér og nú. Eg beld að
fæstir á þeim aldri hafi mjög
gaman af þessum hefðbundnu
sögulegu skáldsögum, fólk er að
spá í sitt nánasta umbvcrfi og þá
verða hlutirnir að vera bein-
skeyttir og skemmtilegir," segir
Kristján. „Þetta er fyndin bók og
því er hún líka kjörin fyrir alla
þá sem hafa gaman af fyndnum
bókum.“
Frá Forlaginu kemur einnig ný
skáldsaga eftir Birgi Sigurðsson,
hans fyrsta skáldsaga frá því
Hengiflugið kom út 1993.
„Þetta er mjög mögnuð bók, lýs-
ing á manni sem er kominn að
þrotum í lífi sínu en er nú að
taka nýjan kúrs. Hann hefur
gengist undir erfiða krabba-
meinsmeðferð, konan skilur \dð
hann og hann á í raun engan
lengur að en þá verður óvæntur
atburður til þess að líf hans tek-
ur nýja stefnu. Þetta er bjartsýn
saga um fólk sem þorir að breyta
Iífi sínu til hins betra og gangast
við tilfinningum sínum," segir
Kristján. „Þarna er líka verið að
korna inn á efni eins og um-
hverfisbaráttuna, sem Birgir
hefur tekið þátt virkan þátt í.“
Kristján nefnir einnig til
þýdda bók, Ströndina eftir Alex
Garland, sem nýleg bíómynd var
gerð eftir með Leonardo di
Caprio í aðalhlutverki. „Því mið-
Birgi Sigurðsson.
ur var myndin ekki alls kostar
nógu góð, en bókin er mjög
sterk og er ein af lykilbókum tí-
unda áratugarins. Hún ljallar
um þessa Ieiðindatilfinningu
sem svo margt ungt fólk hefur.
Öllum finnst eins það sé búið að
gera allt sem hægt er að gera og
öll ævintýrin séu búin. Aðalper-
sóna sögunnar fær hins vegar
skyndilega tækifæri til að breyta
því,“ segir Kristján.
Fyrir þá sem
nenna ekki að lesa
„Sfðan erum við að gefa út bók
fyrir fólk sem hefur gaman af að
blaða í bókum, en nennir ekki
að lesa þær. Það er Bókin um
svörin, sem er mikil tískubók.
Þetta er 750 blaðsíðna bók sem
er ekkert nema svör. Menn
hugsa sér einhverja spurningu
og flctta svo upp á einhverri
blaðsíðu í bókinni, en á hverri
Sigfús Daðason.
hægrisíðu er bara eitt svar. Höf-
undurinn er bandarísk lista-
kona, Carole Bolt, scm upphaf-
lega bjó þetta til sem konsept-
verk en þetta hefur algerlega
slegið í gegn á almennum mark-
aði.“
Loks nefnir Kristján tvö rit-
söfn eftir íslenska höfunda.
„Það er afar ánægjulegt að
senda frá sér þessar stóru og fal-
legu bækur, Ský fyrir ský, heild-
arsafn ljóða Isaks Harðarsonar
og Ritgerðir og pistlar eftir Sig-
fús Daðason, þar sem komið er
saman megnið af því sem Sigfús
skrifaði. ísak er mikið skáld og
sýn hans á samtímann er ekkert
minna en spámannleg. Hvað
varðar bók Sigfúsar þá sýnir hún
vel hvílíkur afburðahöfundur
hann var á laust mál. Hér má sjá
ritmennsku og Inigsun í hæsta
gæðaflokki," scgir Kristján B.
Jónasson. -GB