Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 4
4 — PRIÐJUDAGUR 10. NÓVF.MBER 2000 FRÉTTIR Vil fá að hafa hönd í hagga Ólafur Jóhann Ólafsson: Ég kem ekki til með að skrifa handritið, en verð tiibúinn tii skrafs og ráðagerða. Slóð fiðrildanna kvik- mynduð í Hollywood. Bókin fær góða dóma vestra. „Aðalatriðið er að þetta verði vel gert. Mín aðkoma að gerð kvikmyndarinnar verður mestmegnis með óbeinum hætti, en vissulega vil ég hafa hönd í bagga varðandi túlkunina á sögunni," segir Olafur Jóhann Ólafsson rithöf- undur og yfirmaður hjá Time-Warner, en nú er að hefjast gerð kvikmyndar f Bandaríkjunum eftir metsöluhók Ólafs, Slóð fiðrildanna. Ólafur Jóhann er búinn að semja við Paloma Pictures í Hollywood um fram- leiðslu á kvikmynd eftir bókinni Slóð fiðrildanna, sem útleggst í enskri þýð- ingu verksins The Journey Home og kemur út vestra síðar í mánuðinum. „Vitnisburður um hetjudáðir64 Söguefnið er ferð dauðvona konu heim til Islands, eftir að hún hafði rekið sveitahótel í Englandi um árabil. Nokkrir ritdómar hafa þegar birst um bókina í Bandaríkjunum. Library Jo- urnal mælir eindregið með bókinni og Booklist segir að sagan sé „geislandi“ og „vitnisburður um hetjudáðir lífs- ins.“ A Islandi kom bókin út í fyrra og varð söluhæsta bók ársins. Aðaleigandi Paloma er gamall vinur Ólafs, Siguijón Sighvatsson, en fram- leiðslu myndarinnar mun stýra sam- starfskona Sigurjóns, Anne-Marie MacKay. En hver verður aðkoma Ólafs Jóhanns umfram það að hafa samið söguna? „Hér er maður svo lánsamur að hafa umboðsmenn sem annast um allt veraldarvafstrið. Umboðsmaður minn, Gloria Loomis, vann með um- boðsfyrirtækinu CAA í HoIIywood og þau hafa séð um þetta allt - ég kom ekki nálægt því. Eg er í sambandi við FRÉTTA VIÐTALIÐ Anne-Marie og vildi auðvitað vita um hvers konar mynd ætlunin væri að búa til. Næstu skref felast í því að skrifa handrit eftir bókinni og byrja hugleiða mönnunina; hverjir leika og hver Ieik- stýrir." - Mun Ólafur taka þátt í samningu handritsins og valinu á leikurunum? Ég verð í sambandi „Ég verð f sambandi við þau og vil fá að hafa eitthvað um þetta að segja. Eg kem ekki til með að skrifa handritið, en verð tilbúinn til skrafs og ráðagerða og vil hafa hönd í bagga. Ég geri ráð fyrir því að val á leikurum verði nokk- uð sem við ræðum og komum okkur saman um, en það er þeirra starf að koma þessu á koppinn. Eg reikna fylli- Iega með góðu samkomulagi um þessa hluti.“ - Þtí vilt ekki nefna einhver óskanöfn í aðalhlutverkið og leikstjóra? „Nei, það er of snemmt að segja nokkuð um það. Þau útbúa lista með vanalegum hætti um þá sem koma til greina og þær eru ýmsar sem gætu komið veí út í aðalhlutverkinu." - Hvenær á myndin síðan að hirtast almenningi? „Það hef ég ekki hugmynd um. Svona ferill getur tekið langan tíma og ræðst gjarnan af öðrum verkefnum framleiðendanna. Sigurjón og Anne- Marie ætla að ganga í forvinnuna strax og svo er að sjá hvernig gengur eftir það.“ - FÞG í gærkvöldi komu nokkr- ir núverandi og fyrrver- andi þungavigtarmenn sainan í Riígbrauðsgerð- inni og tóku í spil. Þeirra á meðal voru Ragnar Halldórsson, fyrruin forstjóri ísal, Halldór Blöndal þingforseti, Georg Ólafs- son verðlagsstjóri og sr. Baldur Kristjánsson sóknarprestur. Þess- ir menn eru sagðir eiga ást á bridgeí])róttinni sameiginlega og fengu þeir að spreyta sig gcgn ein- vala hópi íslenskra bridgespilara og þar á meðal uokkrum fyrrverandi heimsmeisturum. Enguin sögum fer af úrslitum en Ragnar og sr. Baldur eru báðir fyrrverandi keppnisspilarar. Minna hefur hins vegar farið fyrir opinberum bridgeafrekuin Halldórs Blöndal en útspil hans í pólitíkinni eru hins vegar landsfræg... Halldór Blöndal. Ungur og róttækur strákur tuldraði í pottinum í gær uin alla gamlingjana sem stjórnuðu verka- lýðshreyfingunni og benti á það máli sínu til sönnunar að þegar Starfsgreinasamband íslands var stofnað á rústum gamla Verkamannasam- bandsins þá hafi þurft að leita til ellilífeyrisþega um að taka að sér formcnnskuna - eftir að gerður hafði verið leynilegur starfslokasamningur við fráfarandi formann Vcrkamannasambandsins. Loks hreytti pilturinn út úr sér: „Ég held þeir hefðu frekar átt að kalla nýja sambandið Starfs- lokasamband íslands!“ Pottveijar hafa mikið rætt vandræðaganginn í Flórída þar sem forsetakosningunum bandarísku var klúðrað svo rækilega að reikna má með mála- ferlum vegna fáránlegrar uppsetningar á kjör- stöðum, auk þess sem kvartað er undan því að blökkumenn hafi sums staðar í ríkinu verið liindraðir í að kjósa og jafnvel að kjörkassar hafi „týnst.“ Kuimasti samsærissmiðurinn í pottin- um var ekki lengi að skýra þessa uppákomur með því að ríkisstjóri Flórída, Jeff Bush, væri að tryg- gja bróður sínum forsetaembættió með góöu eða illu. Hér sannist enn einu sinni að „ber er hver að baki nema sér V_____________ Sigurgeir Hreinsson bóttdi á Hríshóli ogformaður Búnaöarsambands Eyjafjaröar Bændaklúbbsfundur á vegum Búnaðarsambands Eyjafjarðar fjallaði um sauðfjárrækt, nð urstöður sýninga í haust, skipulag sauðfjársæðinga í vet- ur og kynningu á hrútum Hellingur af sæði - Hvemig gengur sauðfjóirnekliu í dag? “Það hefur gert ræktunina bæði auðveld- ari, markvissari og skemmtilegri eftir að far- ið var að ómskoða sem gefur bændum tæki- færi til að skoða kjötþykkt á gripum meðan þeir eru ennþá lifandi. Það er helst þar sem menn eru að ná árangri í dag, þ.e. fá meira kjötmagn af hverjum grip. Vandamálið er að allt of lítill hluti af þessum árangri kemur inn sem tekjur þó menn nái mjög góðri flokkun og séu með góðar skepnur. Við bændur trúum Jivf að við séum að framleiða betra kjöt fyrir markaðinn en áður, meira aðlaðandi með hóflegri fitu og þykkari vöðv- um.“ - Skipulag sauðfjársæðinga og kynningar á hrútum var rætt áfundinum. Er verið að horfa til heildarskipulags fyrir landið á þessu sviði? “Fyrirkomulagið er nokkuð öðruvísi í sauðfjárrækt en f nautgriparæktinni er starf- rækt ein nautastöð fyrir allt landið þar sem sæðið er djúpfryst. Þannig er hægt að taka inn ung naut, taka úr Jieim helling af sæði og lóga sfðan. Síðan þegar reynsla er fengin á nautinu er haldið áfram að nota úr honum sæði, annars er sæðinu hent. Það hefur ekki tekist að djúpfrysta sæði úr hrútum m.a. vegna þess hversu erfitt er að þýða það upp. Því eru þrjár sæðingastöðvar á landinu en samstarf hefur verið milli Borgarness og Möðruvalla um að sætt er sitt hvort árið frá þeim. Þannig er sæðið tekið að morgni og farið með Jrað til bænda, en það þarf að ger- ast samdægurs en áður þarf að vera búið að stilla gangmál hjá ánum, t.d. með hormóna- svampi. A fundinum var einnig tilkynnt nýtt skipulag við það að velja hrúta inn á sæð- ing; töðvarnar. Þannig var t.d. álitlegustu hrútunum í Norður-Þingeyjarsýslu safnað saman að Holti og að Melum í Strandasýslu safnað saman á einn bæ í rannsókn og síð- an voru tveir þeir bestu sendir á sæðinga- stöð. Það er ekki heimilt að taka hrúta inn á sæðingastöðvar nema af landssvæðum sem eru hrein af riðu. A haustsýningu hjá okkur varð hrúturinn Bætir 99202 undan Bjarti 93800, eign Arnars Sverrissonar á Neðri- Vindheimum, efstur með 86,5 stig en alls fengu fjórir hrútar 86 stig. það voru 219 hrútar skoðaðir." - Hefur einhver aukning verið í því að framleiða lambakjöt á horð landsmanna um páska og á sumrin á grillin? “Það hefur verið fremur rólegt. Þar er ekki áhugaleysi bænda einum um að kenna, áhugaleysi neytenda á þar sinn þátt. Þó við séu hvattir til að vera með ferskt kjöt á ýms- um tímum hefur eftirspurnin ekki fylgt því eftir þó eitthvað hafi salan aukist. Þetta er ágætis viðbót en skiptir ekki sköpum, áhugi neytenda þarf að aukast meira. Svo er fram- Ieiðslukostnaður hærri en Jiegar fé er á sumarbeit og því þarf að fást hærra verð fýr- ir kjötið en menn hafa Jró fengið greitt álag.“ - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.