Dagur - 10.11.2000, Page 12
12- FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000
á
Toluverðar væntingar eru til 39. þings ASÍsem haldið verður dagana 13.-16. nóvember n.k. Helsta mál þingsins eru brey
bandsins. - mynd: hþg
FRE TTASKYRING
ASI
GUÐ-
MIJNDIIR
RUNAR
fw -■*- r HEIÐARS-
SON
Æm SKRIFAR
Átakaþing framimdan
hjá ASÍ. SMpulags-
breytingar. Forsetahjör
og ný miðstjóm. Um-
ræða um aðild að ESB.
Byggðamál.
I næstu viku ræðst hvort aðildarfé-
lögum ASI tekst að sameinast um
nýtt skipulag og starfshætti sam-
bandsins, helstu áherslur, verkefni
og forustu eða ekki. Það er jafnvel
talið að það geti ráðist á næstu dög-
um fyrir þingið og eða á fyrsta degi
þess hvort það verði yfirhöfuð eitt-
hvert þinghald. Guðmundur Gunn-
arsson formaður Rafiðnaðarsam-
hands Islands segist gruna Starfs-
greinasambandið um að ætla að
neyta aflsmunar á þinginu. Ef það
gerist mun RSI segja sig úr ASI.
Hann telur því að næstu dagar séu
þeir mest spennandi í sögu sam-
bandsins.
Framtíð ASI verður í höndum
rúmlega 500 fulltrúa um 100 aðild-
arfélaga Alþýðusamhands Islands á
39. þingi sambandsins sem haldið
verður í íþróttahúsinu í Digranesi í
Kópavogi. Þátttökurétt hafa um
540 fulltrúar frá 111 aðildarfélög-
um en ekki er húist við að fámenn-
ustu félögin sendi fulltrúa á þingið
fremur cn venjulega. Aætlaður
kostnaður ASÍ við þingið er um 11
milljónir króna að viðbættum
kostnaði aðíldarfélaga vegna gist-
ingu þingfulltrúa, dagpeninga og
þess háttar. Þingkostnaður ASÍ í ár
verður um einni milljón minni en
var fyrir fjórum árum. Þá var af-
mælisár sambandsins auk þess sem
þinghaldið í ár stendur yfir í fjóra
daga í stað fimm áður. Fjöldi er-
lendra gesta mun sækja þingið og
m.a. Bill Jordan framkvæmdastjóri
Alþjóðasamtaka frjálsra verkalýðs-
félaga, ICFTU.
„Nýtt all - Nýir tímar“
Yfirskrift þingsins að þessu sinni er
„Nýtt a(I - Nýir tímar“. Það er í
samræmi við frumvarp til nýrra
laga fyrir ASI sem Iiggur fyrir þing-
inu. Það felur í sér margsvíslegar
hreytingar á skipulagi og starfshátt-
um sambandsins. Verði frumvarpið
samþykkt verður þetta þing hið síð-
asta af hinum stórum þingum ASI.
I stað þinga á fjögurra ára fresti er
lagt til að haldnir verði ársfundir
með þáttttöku um 270 þingfull-
trúa. Þá liggur fyrir þinginu tillaga
miðstjórnar að helstu áherslum og
verkefnum ASI á næstu misserum.
Strikamerktir þingfulltrúar
A þinginu verður brvddað upp á
nokkrum nýmælum og m.a. verða
þar haldnar nokkrar málstofur um
hin ýmsu efni sem varða verkalýös-
hreyfinguna. Af einstökum nýjung-
um sem mun setja svip sinn á þing-
ið má nefna rafrænt kosningakerfi í
stað handauppréttinga. Þetta er í
fyrsta sinn sem slíkt kerfi er notað
hérlendis en það er smíðað og
hannað af starfsmönnum ESJ og
hefur hlotið nafnið Kjarval. Notkun
þess kostar ASI um 700 þúsund
krónur auk virðisaukaskatts. Mildar
væntingar er bundnar við þetta
kerfi, enda sagt mjög einfall í notk-
un þar sem niðurstaða kosninga á
að liggja strax fyrir. Hins vegar kem-
ur nýja kerfið í veg fyrir að formenn
einstakra aðildarfélaga geti fylgst
með því hvernig einstakir fulltrúar
greiða atkvæði eins og var áður þeg-
ar menn fylltu út atkvæðaseðla eða
réttu upp hönd. í þingsal verða
settir upp tugir kjörklefa með tölvu-
skjám þar sem kosning fer fram.
Þingfulltrúar munu bera strika-
merki, sem verður á barmmerki
þeirra að rafrænum lesara í kjör-
klefanum. Þar athugar kerfið hvort
viðkomandi hafi kosið áður, færir í
kjörskrá og birtir kjörseðil á skján-
um með réttu vægi atkvæða.
Stefnir í hörð átök
Þótt efnahags- og kjaramál, byggða-
mál og afstaðan til Evrópusam-
bandsins muni seta svip sinn á
þingið auk skipulags -og starfshátta
er viðbúið að forustumál og sam-
skipti einstakra aðildarfélaga muni
verða í brennidepli. Miklar væring-
ar hafa verið með einstökum aðild-
arfélögum og landssamböndum á
síðustu árum og hefur farið mikil
orka og tími í að reyna að setja þær
deilur niður. Þessar deilur hafa á
tíðum verið svo heitar að um tíma
leit út fyrir að samhandið mundi
ldofna. Enda er það svo að stóru fé-
lögin og samböndin, cins og t.d.
Rafiðnaðarsamband íslands, Sam-
iðn, Starfsgrcinasambandið og
Verslunarmannafélag Rcykjavíkur
hafa alla burði til að halda út sinni
starfsemi án þess að þurfa nokkuð
á ASI að halda. Með sameiningu
VMSÍ, Landssambands iðnaðar-
manna og Þjónustusambands ís-
lands í Starfsgreinasambandið er
það orðið svo öflugt innan ASI að ef
það neytir aflsmunar getur það ráð-
ið því sem það vill ráða. Hins vegar
er talið ólíklegt að það muni nýta
þessa yfirburði sína á þinginu, þótt
ekki sé hægt að útiloka það.
Þá má búast við hörðum átökum
á bak við tjöldin í kjörnefndinni um
tilnefningar manna í forustu sam-
bandsins og miðstjórn. Vitað er að
ekki er einhugur um Grétar Þor-
sleinsson forseta ASI og ekki held-
ur um Ara Skúlason framkvæmda-
stjóra ASÍ sem nefndur hefur verið
hugsanlegur eftirmaður Grétars. I
umræðum manna hcfur Edda Rós
Karlsdóttir fyrrverandi hagfræðing-
ur ASI verið nefnd til sögunnar sem
h'ldegt forsetaefni. Fyrirfram er þó
ekki búist við að hún hafi mikla
möguleika sökum reynsluleysis.
Þótt andstæðingar Grétars telji
Guðmundur Gunnarsson formaður
Rafiðnaðarsambands íslands: Hótar
úrsögn úrASÍ ef Starfsgreinasam-
bandið neytir aflsmunar á þinginu.
hann ckki vera þann sterka mann
sem verkalýðshreyfingin þarf á að
halda er Ara talið það helst til vansa
að hafa að bera í of miklum mæli
þá eiginieika sem Grétar er sagður
skorta. Þessi staða lýsir kannski
betur en margt annað þeim for-
ustuvanda sem verkalýðshreyfingin
á við að etja.
Það yrði hins vegar saga til næsta
bæjar ef hreyfingin hefði kjark og
þor til þcss að hefja nýjan og nær
óþekktan mann til æðstu metorða.
1 það minnsta bcndir fátt til þess
miðað við þá niðurstöðu sem varð í
formannsvali hjá Starfsgreinasam-
bandinu þegar Halldór Björnsson
var kjörinn formaður þess. Enda er
það svo að innan verkalýðshreyfing-
arinnar kalla menn nýja sambandið
„Starfslokasambandið" og vfsa lil
starfsloka Björns Grétars og þess að
formaður þess er á áttræðisaldri og
hafði fyrr árinu látið af störfum hjá
Elfingu sökum aldurs.
RSÍ hefur j hótunum
Guðmundur Gunnarsson formaður
Rafiðnaðarsamband Islands segir
að staðan innan ASI sé þannig að
það muni ráðast á næstu dögum
fram að þingi og á fyrsta degi þess
hvort það verði eitthvert þing eða
ekki. Hann segir að það velti á því
hvort menn geta sameinast um til-
lögur til breytinga á skipulagi og
starfsháttum ASI og fulltrúa í 15
manna miðstjórn, forseta og vara-
forseta sem eiga að stjórna sam-
bandinu. Hann bendir á að í mið-
stjómina skiptir máli að þar verði
kosnir menn sem hafa eitthvað að
.scgja" svo að hún njóti meiri virð-
ingar og vægi en verið hefur innan
«
Aðalsteinn A. Baldursson
formaður Alþýðusambands
Norðurlands: Áhersla á sátt og
samlyndi.
Óskar Stefánsson formaður Bif-
reiðastjórafélagsins Sleipnis: Sam-
ingsfrelsi litlu félagana er ekki nógu
mikið.
verkalýöshreyfi ngari n nar.
Hann telur einsýnt að ASl sé
búið að vera ef svo skyldi fara að
Starfsgreinasambandið mundi
nevta aflsmunar á þinginu, bæði í
sambandi \ið kjör manna og brevt-
ingartillögur á frumvarpi til nýrra
laga um skipulag og starfshætti
sambandins. Ef það verður uppá
teningnum sem hann segist gruna
þá um, þá telur Guðmundur ein-
sýnt að fulltrúar RSl muni einvörð-
ungu kjósa fulltrúa Starfsgreina-
samhandsins í miðstjórnina. Það
mundi jafnframt leiða til þess
stjórn RSÍ mundi kalla saman sína
sambandstjórn eftir ASI-þingið og
segja sig úr ASI. Ef það næst hins-
vegar samstaða um menn í mið-
stjórnina, þá mun RSÍ taka þátl í
því án þess að skilvrða það við ein-
hver nöfn. Hann áréttar þó að RSÍ
hafi ekki áhuga á því að þurfa að
sitja undir „fáránlegum" umræðum
á veltvangi ASÍ sem snýst meira og
minna um gagnrýni í garð rafiðnað-
armanna og „útúrsnúning" á því
sem þeir eiga hafa sagt og gerl.
Hins vegar séu rafiðnaðarmenn
mjög sáttir með þær tillögur sem
liggja fyrir þinginu um breytingar á
skipulagi og starfsháttum ASI.
TillajJa ti in Eddu Rós
Sjálfur telur formaður RSÍ að nú sé
lag til að skipta alveg um skipstjóra
í brúnni hjá ASI. I þeim efnum hef-
ur hann viðrað hugmvnd um Eddu
Rós Karlsdóttir fyrrverandi hag-
fræðing hjáASI. Hann segirað hún
hafi staðið sig alveg „frábærlcga"