Dagur - 10.11.2000, Síða 16
16- FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBF.R 2000
wnpinh
Htn næigöngula náttúra
Birgir Sigurðsson rithöfundur: „Við búum til þjóðfélög þar sem tilfinningar eru ekki nema fárra fiska virði. Það er einn mesti þverbresturinn í tilveru okkar og
leikur okkur oft illa.“
Birgir Sigurðsson hef-
ursentfrá sér nýja
skáldsögu, Ljósið í
vatninu. Þetta erönn-
urskáldsaga Birgis,
sem þekktari erfyrir
leikritagerð sína.
í nýju bókinni segir frá ungum
manni sem stendur á tímamót-
um í lífl sínu eftir skilnað og
erfiða krabbameinsmeðferð.
Síðan fara að blása aðrir og
betri vindar.
Sjálfur segist Birgir hafa
kynnst þeirri erfiðu reynslu að
fá krabbamein.
„Ég bekki þær tilfinningar
og hugsanir sem þessum sjúk-
dómi fylgja. En þessi bók er
engin sjúkdómsraunasaga.
Langt því frá. Ég held að ég
megi segja að það sé heilmikil
birta í bókinni eins og heiti
hennar bendir til. Engu að síð-
ur hefur þessi reynsla djúp
áhrif á þennan unga mann,
sem heitir Arnar, og leiðir
hann til endurmats á sjálfum
sér, svona í samspili við ann-
að.
Návlst og tilfiiiniiigar
- Maður finnur fyrir milcilli lík-
amlegri nálœgð í bókinni.
„Ég vona að það sé rétt hjá
þér. Ég lít svo á að fólk í skáld-
skap þurfi að hafa sömu ein-
kenni og fólk í lífinu. Það þarf
að hafa návist. Og við þurfum
að finna að það sé lifandi.
Þessi veruleiki sem við köllum
líf er að sjálfsögðu ein tegund
skáldskapar. Við erum þær til-
finningar og hugsanir sem við
sköpum innra með okkur.
Gegnum þann skáldskap
skynjum við okkur sjálf og
aðra. Þar er í rauninni ekkert
sem sýnist; við sýnum eina
hlið okkar, felum aðra, jafnvel
svo vandlega að við vitum ekki
af henni sjálf, og það sema
gera aðrir. Þess vegna er
svona dásamlega spennandi
að vera til. Tilbrigðin eru
ótæmandi.“
- / kynningu Forlagsins er
talað um nýjan Ijóðrœnan tón
í þessari bók. Er það eitthvað
meðvitað af þinni hálfu?
„Ég veit það nú ekki. Það má
kannski segja að hvert við-
fangsefni skapi sér sinn eigin
tjáningarblæ. Þessi bók fjallar
mikið um tilfinningar og kennd-
ir. Það gerir hana ljóðræna á
köflum en þetta er jafnframt
átakasaga. Ég er þannig höf-
undur að tilfinningalíf fólks
skiptir mig miklu máli. Menn
setja upp alls konar fronta til
þess að verja sjálfa sig, og sjálf-
sagt er það h'fsnauðsynlegt í
þessum villidýraskógi sem við
lifum í. En við göngum miklu
lengra en það. Við búum til
þjóðfélög þar sem tilfinningar
eru ekki nema fárra fiska virði.
Það er einn mesti þverbrestur-
inn í tilveru okkar og leikur
okkur oft illa,“ segir Birgir.
Hrein nýting og óhrein
Náttúran leikur stórt hlutverk
í bókinni að sögn Birgis. „Og
þá á ég ekki bara við hina
„fögru“ náttúru heldur líka
hina hráu og nærgöngulu nátt-
úru. Hún samtvinnast sögu-
þræðinum og hefur mikil áhrif
á persónurnar, aðallega tvær
þeirra, með afdrifaríkum
hætti," segir hann. Náttúru-
verndarmál ber einnig nokkuð
á góma, þótt með óbeinum
hætti sé, en sjálfur hefur Birg-
ir verið virkur þátttakandi í
umhverfisverndarbaráttunni.
Hann er spurður hvert honum
sýnist stefna í þeim málum.
„Ef við hefðum ekki þessa
mikilfenglegu og enn tiltölu-
lega óspilltu náttúru væri líf
okkar á þessum útnára ekki
annað en óbærileg galeiða.
Það er náttúran sem gerir það
fýsilegt að búa hérna. En nú
er þessari mikilsverðu og
óvenjulegu náttúru ógnað og
þar með tilfinningalegri vel-
ferð okkar og afkomenda okk-
ar. Margir stjórnmálamenn
okkar tíma sjá ekki nema rétt
fram fyrir tærnar á sér í þess-
um málum og varla einu sinni
það. Þar leiðir blindur blindan
á blindgötu. Viðhorf þeirra og
ákvarðanir taka fyrst og
fremst mið af sjálfhverfum
pólitískum hagsmunum.
Nýjasta dæmið er ákvörðun-
umhverfisráðherra um kísil-
gúrnámið í Mývatni.
- Sumum finnst ekki rétt að
reikna náttúruperlur í pening-
um? Er ekki verið að ganga
svolítið í lið með andstœðing-
unum með því að leggja þann
mœlikvarða á qildi náttúrunn-
ar?
„Sérstæð og lítt snortin
náttúrusvæði um allan heim
hafa fengið miklu meira íjár-
hagslegt gildi en áður var.
Ferðamennsku er hægt að
stjórna og vernda þannig við-
kvæm svæði. Það er hrein nýt-
ing. En leiði nýting fallvatna til
tortímingar náttúruperlna og
stófelldrar umturnunar nátt-
úrunnar á borð við það sem
nú er fyrirhugað vegna Kára-
hnúkavirkjunar er sú nýting
ekki hrein. Hún er óhrein nýt-
ing hreinnar orku. Við verðum
að læra að „fórna“ skamm-
tímahagnaði fyrir langtíma-
hagnað, fórna innan
gæsalappa vegna þess að slíkt
er í raun ekki fórn heldur
hyggindi, hyggindi sem íslend-
ingar hafa átt mjög erfitt með
að tileinka sér.
Neyddist til að
faraútíþetta
Birgir hefur komið víða við á
rithöfundarferli sínum. Byrjaði
sem ljóðskáld en sneri sér
fljótlega að leikritagerð. Á síð-
ustu árum hefur hann bæði
sent frá sér leikrit, þýðingar,
smásögur og skáldsögur. Hann
er spurður hvort hann ætli að
taka stefnuna meira á skáld-
sagnagerð framvegis?
„Ég nota það form sem efn-
ið kallar á. Þetta efni var alltaf
þannig að það hlaut að verða
skáldsaga. Leikritið Óska-
stjarnan var sýnt í Þjóðleik-
húsinu 1998 en ég var byrjað-
ur að skrifa Ljósið í vatninu
áður. Þegar ég lauk við leikrit-
ið tók ég aftur til við skáldsög-
una. Það er oft margt í gangi
hjá mér í einu. Það er eins og
sagt var um Skallagrím; bú
hans stóð mörgum fóturn,"
segir Birgir.
- Hvað með Ijóðin, ertu eitt-
hvað að yrkja líka?
„Nei. Ég yrki stöku sinnum
ljóð til konunnar minnar. Þau
eru bara fyrir hana. Ég geri
ekki ráð fyrir því að ég eigi
eftir að gefa út ljóðabók. Ann-
ars getur allt gerst. Ég skrifaði
fyrsta leikrit mitt 34 ára gam-
all. Ef einhver hefði sagt við
mig tveimur árum fyrr að ég
ætti eftir að verða leikskáld,
hefði ég hlegið að honum. Það
var mér alveg framandi hugs-
un að skrifa leikrit þótt ég
hefði alltaf haft mikla ást á
leiklist," segir Birgir.
- Hvað varð þá til þess að
þú fórst að skrifa leikrit?
„Ég get bara alls ekki svar-
að því. Ég veit það ekki. Jú, ég
var einhvern tímann að setja
upp leikþátt austur í Gnúp-
verjahreppi þar sem ég var
skólastjóri. Þegar ég var að
leikstýra þessu skynjaði ég
mjög sterkt að ég mundi geta
skrifað leikritið. Og það sem
meira var; mig langaði til
þess. Ég var kominn í strand í
yrkingum en þarna fann ég
nýjan farveg. Þetta fyrsta leik-
rit mitt var Pótur og Rúna sem
fékk fyrstu verðlaun í Leikrita-
samkeppni Leikfélags Reykja-
víkur ásamt Kertalogi eftir
Jökul heitinn Jakobsson. Þar
með var ballið byrjað.
Raunar segist Birgir ekki
hafa ætlað að verða skáld. Það
hafi gerst mjög snögglega. „Ég
orti að vísu innan við tvítugt,
birti þrjú, íjögur ljóð og lang-
aði til að geta skrifað almenni-
lega. En ég þrælbældi þá löng-
un, sneri mér að söngnámi í
nokkur ár og fór síðan til
Hollands í framhaldsnám. Ég
ætlaði að verða ljóðasöngvari.
Þar steyptust yrkingarnar yfir
mig mér fullkomlega að óvör-
um. Ég fór á þriggja daga ör-
væntingarfyllerí og skildi ekk-
ert hvað var að gerast. Eftir
það gat ég ekki sungið tón,
missti það niður sem ég hafði
lært í söng og hélt áfram að
skrifa. Það er sem sagt alveg
öruggt að ég neyddist til að
fara út í þetta. Ég gerði það
ekki af ásetningi. Nema það
hafi verið dulinn ásetningur
minn allan tímann. Hver veit?“
-GB