Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 17
10. NÓVEMBER 2000 - 17
Oiuýir
dJML
LANPiHM
Jón Ársæll Þóröar-
son: Sjónvarpsþátt-
um hans um 20. öld-
Ina fylgir vegleg bók
sem þó er sjálfstætt
verk
Grískar goðsögur og
fyndnir íslendlngar
Jakob F. Ásgeirsson segirfrá
útgáfu Nýja bókafélagsins
þetta árið.
„Stærsta verkefnið okkar í ár er bók um 20.
öldina, sem er byggð á samnefndri sjón-
varpsþáttaröð Stöðvar tvö í umsjón Jóns Ar-
sæls Þórðarsonar. Bókin ber sama heiti og
þættirnir og kom út um sama leyti og sýning
þeirra hófst.“ Jakob segir að þetta sé ný-
breytni, „að bókaforlag og sjónvarpsstöð taki
saman höndum með þessum hætti. Þetta eru
í raun og veru tvö sjálfstæð verk um sama
efni, enda þótt efnisval bókarinnar endur-
speglist af efnisvali þáttanna. í bókinni er
lögð höfuðáhersla á að segja þessa sögu í
myndum. Það eru stórar opnumyndir og
maður sér söguna með allt öðrum og nýjum
hætti með því að skoða þessar myndir. Svo
fylgir annáll um helstu viðburði hvers árs.
Þetta er auk þess fyrsta verkið sem túlkar
sögu íslands á tuttugustu öld í einni heild,“
segir Jakob.
„Svo er bók sem nefnist Grískar goðsögur
sagðar af Gunnari Dal. Hann opnar þennan
gríska ævintýraheim og segir okkur þessar
sögur með lifandi hætti. Þetta eru sögur af
guðum, gyðjum, hetjum, skrímslum og
mennskum mönnum. Grísku goðsögurnar
hafa löngum fangað hugi manna og hafa ver-
ið um aldir óaðskiljanlegur hluti af menntun
og menningu Vesturlandabúa. Þessar sögur
urðu ekki til í eitt skipti fyrir öll og grísku
skáldin endursögðu þessar sögur og bættu
við nýjum og svo komu náttúrulega Róm-
verjarnir með sína útgáfu. Gunnar hefur yfir-
sýn yfir þennan sagnaheim og reynir að
koma honum til skila,“ segir Jakob.
Þriðjudagar með Morrie
„Nú svo er bók sem heitir Fyndnir íslending-
ar eftir Hannes H. Gissurarson. Þar tínir
hann til og endursegir þúsund gamansögum
af þjóðþekktum og minna þekktum íslending-
um.“
„Einnig erum við með merkilega bók sem
heitir Þriðjudagar með Morrie, metsölubók
eftir bandarískan blaðamann sem komst á
snoðir um að gamall kennari hans þjáðist af
ólæknandi sjúkdómi og væri að deyja og tók
að heimsækja hann um langan veg reglulega
á hverjum þriðjudegi. Og þeir röbbuðu um
lífið og tilveruna og úr varð þessi bók sem
hefur síðan verið í efstu sætum metsölulista
erlendis,“ segir Jakob.
„Svo er það náttúrulega Trúðurinn eftir
Heinrich Böll, frábær skáldsaga eftir einn af
mestu höfundum aldarinnar. Hana þýðir
Franz Gíslason."
„Og loks erum við með barnabók eftir
unga myndlistarkonu sem heitir Álfheiður
Ólafsdóttir. Þetta er ævintýri sem gerist í
undirdjúpunum og er ríkulega myndskreytt
af Álflieiði. Það vorður haldin sýning á mynd-
unum og bókinni í Gerðubergi á barnadegin-
um 25. nóvember, en þá kemur bókin út,“
segir Jakob F. Ásgeirsson.
-GB
Nóbelskáld og
rauðir djöflar
Jón Hjaltason skýrir
frá því helsta sem
bókaútgáfan Hólar
sendirfrá sérfyrir
jólin.
„Við verðum með tíu titla
núna fyrir jólin,“ segir Jón
Hjaltason hjá bókaútgáfunni
Hólum á Akureyri, „og þar
er flaggskipið okkar Nær-
mynd af Nóbelskáldi, sem
eru persónulegar endur-
minningar samferðamanna
hans um Halldór. Það er
eitthvað á þriðja tug manna
sem segja þarna frá, meðal
annars þrjú af fjórum börn-
um hans, þau María, sem
er elsta dóttir Halldórs, Ein-
ar Laxness og svo Sigríður
sem er eldri dóttir þeirra
Halldórs og Auðar,“ segir
Jón. _________________________________
„I órólegum takti er
skáldsaga eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur, og er ákaflega spennandi bók úr nútímanum um konu sem
finnur sig ekki alveg í samfélaginu og er að berjast við að fóta sig.“
„í fyrra vorum við með Rauðu djöflana, sögu Manchester United. Núna
verðum við með Rauðu djöflana aftur þar sem er fjallað um knattspyrnu-
stjörnurnar sem hafa verið hjá félaginu. Afar skemmtileg bók og fróðleg.
Einnig verðum við með bók um Stoke City í máli og myndum. Þar er meðal
annars viðtal við Guðjón Þórðarson um svona nútíð og framtíð.“
Halldór Laxness: Fjölmargir samferöamanna hans
segja frá minningum sínum um skáldiö.
Undir bláhimni
„Undir bláhimni heitir svo ljóðabók þar sem hefur verið safnað í úrvali
skagfirskra ljóða og vísna,“ segir Jón og bætir því við að þetta sé mikil bók
og þykk.
„Svo eru Minningar úr Menntaskóla þar sem um það bil íjörutíu og fimm
nemendur Menntaskóla Akureyrar segja frá veru sinni þar. Afar skemmti-
leg bók og persónuleg. Það hefur tekist mjög vel til með þá sem skrifa í
hana, þeim hefur gengið þetta afar vel þannig að óg er mjög ánægður með
útkomuna,“ segir Jón Hjaltason.
„Og ekki má gleyma því að við verðum með Búkollu, þetta gamla sígilda
ævintýri, og höfum fengið hann Kristin G. Jóhannsson til þess að mála
myndir. Þetta er afar falleg bók og textinn vitaskuld alkunnur.“
Að sögn Jóns hefur bókaútgáfan Hólar verið til í nokkur ár. „Ætli þetta
sé ekki sjötta samfellda árið sem við gefum út, en eitthvað vorum við búnir
að gefa út áður með hléum á milli. Þetta er sami titlaijöldi hjá okkur og var
í fyrra, en þar á undan vorum við með færri. IJöfum verið svona aðeins að
þenja okkur.“ -gb
Persónuleynd?
Skoðanakannanir eru eitt þeh'ra
fyrirbrigða sem eru hvað mest í
tisku um þessar mundir. Allir
virðast vera að kanna skoðanir
þjóða eða þjóðfélagshópa á öllu
mögulegu.
Niðurstöðurnar reynast mis-
jafnar eins og vænta má. Það á til
dæmis við um þær kannanir sem
kallast útgönguspár og áttu sinn
þátt í því að rugla alla í ríminu á
kosninganóttinni í Bandaríkjun-
um. Sérfræðingar stóru banda-
rísku sjónvarpsstöðvanna létu
talnaspeki kannananna fara illa
með sig og kynntu röng úrslit í kjördæm-
um eins og Florida. Fyrst átti Gore að
hafa umiið það ríki, þá Bush, svo var allt
dregið til baka og því lýst yfir að úrslitin
væru óráðin. Sem vonandi kennir talna-
spekhrgum og svokölluðum sérfræðingum
hér sem annars staðar þá þörfu lexíu að
fara varlegar í fullyrðingaflóði súiu næst.
Hver er maðurinn?
Mjög er vinsælt að spyrja tiltekna
þjóðfélagshópa spjörunum úr um
einkalíf, viðhorf og athafnir. Allt
er þetta gert með loforðum um að
algjörri persónuleynd sé viðhöfð;
að það sé vonlaust að rekja svörm
til ákveðins einstakhngs.
Þetta á til dæmis við um könn-
un sem gerð hefur verið annað
slagið meðal nemenda í fram-
haldsskólum á Islandi. Þeir nem-
endur sem lenda í úrtakinu fá
þykka bók (tæplega fimmtíu blað-
síður) með hátt á annað hundrað
spurningar um skoðanir, lífshætti og per-
sónulega reynslu.
Þegar sett eru saman í einn pakka
svörin við þessum spurningum öllum þá
er Ijóst að þeir sem aðgang hafa að gögn-
unum vita afar mikið um hvern og einn
einstakling.
Ilvaða persónuupplýsingar lætur Jón
MEIUNINGAR
VAKTIN
Elías Snæland
Jónsson
skrifar
Hvenær duga uppýs-
ingarnar til aö benda
á einstaklinginn?
Jónsson í té ef hann svarar öllum spurn-
ingunum af samviskusemi?
Jú, fyrst gi'unnupplýsingar eins og
kyn, fæðingarár, hæð og þyngd. Ilvenær
hann útskrifaðist úr grunnskóla. Mennt-
un föður og móður, hvort þau vinna utan
heimilis eða eru á eftirlaunum, öryrkjar
eða atvinnulaus. Hvort hann býr einn,
með öðru foreldri eða báðum, eða sé í
sambúð, og hvort hann býr á höfuðborg-
arsvæðinu, í öðru þéttbýli, í sjávarplássi
eða sveit. Ilvort hann hafi börn á fram-
færi. Hversu langt hann er kominn í
framhaldsnáminu. llvernig einkunnir
hann hefur fengið í ýmsum grcinum og á
hvaða braut hann er í skólanum. Hvað
hann gerir á sumrin. Hvaða tekjur haim
hefur. IJvort hann hefur bflpróf.
Þetta eru aðeins nokkur dæmi af
handahófi en þau sýna að með því að
svara spurningum þessarar kannanar
gefur Jón Jónsson harla nákvæmar upp-
lýsingar um sjálfan sig. Kannski alltof
núklar?